Morgunblaðið - 23.11.1985, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER1985
r 36
»
l
i
!
1
i
!
i
I
HOLLUSTUBYLTINGIN / Jón Óttar Ragnarsson
NÆRING OG SÚR-
EFNISEITRUN
Samkvæmt fornum kenning-
um kirkjunnar urðu maðurinn
og sólkerfið til á sama tíma.
Töldu fróðustu klerkar að þetta
hefði gerst nákvæmlega árið
4004 fyrir Krists burð.
Vísindin kenna okkur hins
vegar að jörðin og sólkerfið séu
4,6 ármilljarða ára gömul. (Mað-
urinn er margfalt yngri og kom
fram á sjónarsviðið fyrir um 3
ármilljónum síðan).
Þótt ótrúlegt megi virðast tók
það ekki nema rösklega einn ár-
milljarð að „búa til“ líf, þ.e. elstu
einfrumungar eru taldir um það
bil 3,5 ármilljarða gamlir.
Á þessari upphafsöld var loft-
hjúpurinn súrefnislaus, en ekki
leið að löngu þar til fram kom
örverur sem framleiddu súrefni
með svonefndri ljóstillífun.
HvaÖ breyttist?
Súrefnið varð kveikjan að ein-
hverri mestu röskun sem átt
hefur sér stað í lífheiminum.
Súrefni er nefnilega gífurlega
virkt efni sem verkaði sem hreint
„eitur" fyrir ýmsar örverur, auk
þess sem það getur valdið eyð-
ingu á mörgum mikilvægum
efnum.
Allar lífverur upp frá þessum
tíma urðu því að bregðast til
varnar gegn þessum nýja vágesti
og byrgja sig upp af varnarefn-
um gegn honum.
Þessi varnarefni kallast einu
nafni andoxarar (antioxidants)
og eru stundum einnig nefnd
þráavarnarefni. Eiga þau það
sammerkt að vinna gegn eitur-
áhrifum súrefnis.
Andoxarar
Gallinn við súrefni er að það
er svokallaður tvíradíkal eða
tvívirkt sindurefni.
Sindurefni eru þau efni nefnd
einu nafni sem innihalda stakar
rafeindir í stað þess að hafa þær
í pörum eins og venjan er um
rafeindir í flestum öðrum efnum.
Þetta þýðir að sindurefni eru
afar virk, þ.e. hafa ríka tilhneig-
ingu til þess að ráðast á önnur
efni. Ráðast þau allra virkustu á
öll efni sem á vegi þeirra verða.
Andoxarar eru þeim eiginleika
búnir að annað hvort eyða þeir
sindurefnum úr líkamanum eða
koma í veg fyrir (eða tefja) að
þau myndist yfirleitt.
Sindurefni og hrörnun
Meginástæðan fyrir því að við
þurfum á andoxurum að halda
er sú að sindurefnin geta hrundið
af stað margvíslegustu hrörnun-
arferlum í líkama okkar.
Þannig er ein sennilegasta
kenning sem til er um orsakir
ellihrörnunar sú að hún stafi af
sindurefnum sem smámsaman
nái að skaða margvísleg efni í
frumum okkar.
En jafnframt er alveg hugsan-
legt að ýmsir hrörnunarsjúk-
dómar, þ. á m. einhverjar teg-
undur krabbameins eigi rætur
að rekja til efna af þessu tagi.
Ástæðan er nefnilega sú að
sindurefnin geta ráðist á kjarna-
sýrurnar og komið af stað stökk-
breytingum sem síðar kunna að
geta leitt til myndunar krabba-
meinsæxla.
Því má ekki heldur gleyma að
ýmis efni sem eru í loftmengun
og sígarettureyk t.d. kolmónoxíð)
eru annað hvort sindurefni sjálf
eða stuðla að myndun þeirra.
En kenningar um áhrif sindur-
efna tengjast mörgum fleiri
sjúkdómum sem alltof langt mál
yrði að rekja hér.
Næring og andoxun
A.m.k. 8 af þeim bætiefnum
sem við getum ekki án verið eru
í raun og veru andoxarar, sér-
staklega þróaðir frá náttúrunnar
hendi, til þess að sporna gegn
súrefniseitrun.
Þessi efni skiptast í tvo flokka
eftir því hvort þau starfa í fitu-
fasa (þ.e. í fituvefjum) eða í
vatnsfasa (þ.e. í flestum frumum
og líkamsvessum).
f fitufasanum eru það einkum
svokallaðar fjölómettaðar fitu-
sýrur (fljótandi fitusýrur) sem
þarf að verja ágangi súrefnis. í
fitufasa starfa því a.m.k. 2
andoxarar.
E-vítamín gegnir því hlutverki
að eyða sérlega hættulegum
radíkölum og beta-karotín og
e.t.v. A-vítamín eyða sérlega
skæðu formi súrefnis (singlet
súrefni).
í vatnsfasanum þarf að vernda
margvísleg efni, þ. á m. hvítu-
efni, kjarnasýrur, ýmis vítamín
og fleiri lífsnauðsynleg. í vatns-
fasanum starfa því a.m.k. 3
andoxarar.
Ensímin eru glútaþíonperoxid-
asi (selen-ensím) sem eyðir svo-
nefndum peroxíðum og súperox-
íðdismútasi (kopar, zink- og
mangan-ensim) sem eyðir sér-
stöku sindurefni, súperoxíði.
Auk þess starfa bæði C-víta-
mín og vissar amínósýrur í hvít-
unni (metíonín og systeín) sem
andoxarar í vatnsfasanum með
því að eyða sindurefnum.
Loks er svo andoxarinn glúta-
þíon gerður úr þremur amínósýr-
um (systeíni, glútamínsýru og
glýsíni), en þar sem líkaminn
framleiðir þær sjálfur er glúta-
þíon ekki bætiefni.
Af þessu er ljóst að það eru
a.m.k. 8 bætiefni sem hafa
andoxunarvirkni: E-vítamín,
beta-karotíbn, A-vítamín, selen,
kopar, zink og mangan, C-víta-
mín og metíonín (systeín er ekki
bætiefni) og sennilega A-víta-
mín.
Öll þessi efni eru sérhæfð til
þess að sporna gegn súrefniseitr-
un á mismunandi stigum og
vinna því saman og vernda hvert
annað eins og hermenn í einum
og sama herflokknum.
Lokaorö
Kenningarnar um tengsl sind-
urefna, ellihrörnunar og ýmissa
hrörnunarsjúkdóma gerast æ
áleitnari.
Ennþá eru þetta einungis
kenningar sem afar erfitt er að
staðfesta eða hrekja, en gildi
þeirra hefur vaxið eftir því sem
rannsóknum fleygir fram.
Þær geta m.a. skýrt hvers
vegna vefir okkar stirðna með
aldrinum, húðin skorpnar, ensím
tapa virkni, frumuhimnur missa
gegndræpni o.s.frv.
Raunar eru rannsóknir þessar
það langt á veg komnar að spurn-
ingin er raunar alls ekki hvort
þessar breytingar eru ein megin-
orsök líkamshrörnunar, heldur
hversu stóran sess þær eiga vísan
í vísindum lífs og dauða ... þegar
öll kurl eru komin til grafar.
Manndómsglíma
Kvikmyndir
Árni Þórarinsson
Austurbjarbíó: Vitlaus í þig — Crazy
For You * *
Bandarísk. Árgerð 1985.
Handrit: Darryl Ponicsan.
Leikstjóri: Harold Becker.
Aðalhiutverk: Matthew Modine,
Linda Fiorentinn, Michael Schoeffl-
ing, Ronny Cox.
„Crazy For You“ baular Ma-
donna á ballinu og það er einmitt
sú tilfinning sem bergmálar í huga
söguhetjunnar, þar sem hann
vangar við draumadísina sína. Og
þessi tilfinning bergmálaði í Aust-
urbæjarbíói á sýningu þessarar
myndar; hinn ungi áhorfendaskari
skemmti sér konunglega við að
fylgjast með jafnöldrum sínum á
tjaldinu og fílaði allt í botn. Crazy
For You er vitaskuld amerísk
unglingamynd; ég þarf varla að
taka það fram. Hún hefur það
umfram flestar aðrar af þeirri
tegund að söguhetjan er átján ára
en ekki sextán. Fyrir þá nýlundu,
mér liggur við að segja frumleika,
er ég óendanlega þakklátur. Að
öðru leyti er myndin gerð úr sama
hráefni og allar hinar: Ungur
skólapiltur og hreinn sveinn hittir
eldri píu, verður yfir sig skotinn,
og er mestan part að láta sig
dreyma um að komast yfir hana.
Loks tekst honum það. Til hliðar
við þá þroskasögu er, samkvæmt
venju, önnur manndómsraun, þ.e.
að ná árangri í amerískri keppnis-
íþrótt. Hér er það ekki diskódans,
beisbol, körfubolti eða auðsöfnun,
heldur glíma. Fyrir þá nýlundu,
mér liggur við að segja frumleika,
er ég óendanlega þakklátur.
Crazy For You er snotur afþrey-
ing fyrir unglingaveldið og hefur
nokkrar ferskar hugmyndir um-
fram heildarframboðið, einkum í
samtalstexta, eins og að sínu leyti
Risky Business sem Austurbæjar-
bíó sýndi fyrir skömmu bauð upp
á sjónrænan frískleika. Því síðar-
nefnda er ekki fyrir að fara í Crazy
For You. Harold Becker, leikstjóri
verður seint sakaður um tilþrifa-
mikinn myndstíl, en hann er æs-
ingalaus kvikmyndagerðarmaður
og skilar skammlausu verki.
Stærsti kosturinn við Crazy For
You er þó Matthew Modine (Birdy)
í aðalhlutverkinu; honum tekst að
skapa raunverulega manneskju úr
persónunni en slíkt er ekki vaninn
í amerískum unglingamyndum,
þar sem aðeins skiptir máli að
vera nógu kjút. Linda Fiorentino
sem draumadísin er dökkhærð og
dimmrödduð, með þann tilgerðar-
lega kynþokka sem einkennir flest-
ar draumadísir amerískra ungl-
ingamynda.
Tóngyðjan
í 5 tölu-
settum ein-
tökum
STJÓRN Ásmundarsafns hefur
látið steypa í brons 5 tölusett
eintök af verkinu Tónagyðjan
(hæð 43 sm) eftir Ásmund
Sveinsson frá árinu 1926, segir
í frétt frá safninu.
Myndirnar eru til sýnis og
sölu í Ásmundarsafni við Sig-
tún.
Katrínu í annað sæti
— eftirAslaugu
Ragnars
Allmikið var um línubrengl í grein
þessari í blaðinu í gær, og er hún
því birt hér aftur. Blaðið biðst afsök-
unar á þessum mistökum.
Það var fyrir fjórum árum að
konur voru búnar að fá nóg af
konur voru búnar að fá nóg af tóm-
læti stjórnmálaflokka og sáu sér
ekki annað fært en ráðast í stofnun
eigin stjórnmálasamtaka tii að
bjóða fram í borgarstjórnarkosn-
ingum í Reykjavík. Það vildi borg-
aralegum öflum til happs að það
kom fram í dagsljósið í tæka tíð
að vinstri konur voru allsráðandi
í þessum samtökum. Samt náði
Kvennaframboðið nokkrum
árangri og fékk kjörna tvo borgar-
fulltrúa til uppfyliingar í þann
sundurþykka hóp vinstra manna
sem ráðið hafði Reykjavíkurborg
undanfarið kjörtímabil, en varð
nú að láta af hendi við lítinn orðs-
tír.
Fyrir byggðakosningar 1982
efndi Sjálfstæðisflokkurinn að
vanda til prófkjörs. Þrátt fyrir
Kvennaframboð og þrátt fyrir lát-
laust jag um nauðsyn jafnréttis,
nauðsyn aukinnar þátttöku
kvenna í stjórnmálum og um
„reynsluheim kvenna“ urðu úrslit-
in þau að einungis ein kona varð
í níu efstu sætum í prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins fyrir borgar-
stjórnarkosningar 1982.
Hvarð var til ráða? Átti að láta
„hinn almenna flokksmann" ráða
listanum, birta hann eins og hann
kom fyrir af skepnunni og láta svo
bara ráðast hvernig hann félli
kjósendum í geð? Nei, það var ekki
vogandi. Sem betur fer hafði kjör-
nefnd hugrekki til að taka af skar-
ið. Til þess er hún líka. Tvær efstu
konur í prófkjörinu voru færðar
upp á listanum og siðan var leitað
um allan bæ að konu sem væri
nógu sterkur frambjóðandi í bar-
áttusætið.
Þetta var djörf ákvörðun af
hálfu kjörnefndar en það kom í
ljós að hún var rétt. Konan í bar-
áttusætinu skilaði því sem henni
„Þetta var djörf
ákvörðun af hálfu kjör-
nefndar en það kom í
Ijós að hún var rétt.
Konan í baráttusætinu
skilaöi því sem henni var
ætlað, meirihluta Sjálf-
stæðisflokksins í borgar-
stjórn Reykjavíkur.“
var ætlað, meirihluta Sjálfstæðis-
flokksins í borgarstjórn Reykja-
víkur.
Konan í baráttusætinu var
Katrín Fjeldsted læknir. Sakir
mannkosta, hæfni, dugnaðar og
víðtækrar reynslu er hún einhver
nýtasti borgarfulltrúinn í þeim
hópi sem ræður ráðum Reykvík-
inga á yfirstandandi kjörtímabili.
Þvílíkt traust hefur hún áunnið sér
Katrín Fjeldsted.
á stuttum stjórnmálaferli að fáum
ef nokkrum blandast hugur um að
í prófkjörinu sé hún sterkasti
kvenframbjóðandinn og eina kon-
an sem eigi möguleika á því að
komast í annað sæti á borgar-
stjórnarlistanum.
Með Katrínu Fjeldsted í öðru
sæti á borgarstjórnarlistanum
endurspeglar Sjálfstæðisflokkur-
inn jafnrétti sem er annað og
meira en orðin tóm. Það er nauð-
synlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn
að Katrín Fjeldsted verði í öðru
sæti í því prófkjöri sem stendur
fyrir dyrum og það er ekki síður
nauðsynlegt að fleiri hæfar og
reyndar konur verði í efstu sætum.
Sterkur borgarstjóri þarf að
hafa sterkan framboðslista á bak
við sig og sterkan borgarstjórnar-
flokk þegar hann hefur hlotið nýtt
umboð til að fara með stjórn
Reykjavíkur. Þegar Sjálfstæðis-
flokkurinn náði Reykjavík aftur úr
höndum sundrungaraflanna í síð-
ustu borgarstjórnarkosningum
var Katrín Fjeldsted í baráttusæt-
inu og án efa réð sú ráðstöfun
miklu um farsæl kosningaúrslit.
Það er mín skoðun að aldrei
hafi verið úr svo glæsilegum hópi
frambjóðenda í prófkjöri að velja
sem nú og að aldrei hafi gefizt
betra tækifæri til að velja saman
sterkan lista. Það gera sjálfstæðis-
menn með því að setja, allir sem
einn, Davíð Oddsson í fyrsta sæti
í prófkjörinu og Katrínu Fjeldsted
í annað sæti.
Katrín er jafnsjálfsögð í annað
sætið og Davíð í fyrsta, Sjálfstæð-
isflokksins vegna.
Höíundur er rithöfundur og hlaða-
maður í Reykjarík.