Morgunblaðið - 23.11.1985, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR OG LESBOK
STOFNAÐ1913
266. tbl. 72. áre.
LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER1985
Prentsmiðj^Vlorgunblaðsins
AP/Simamynd
Mikhail Gorbachev í hópi ýmissa helztu ráöamanna í Sovétríkjunum, sem tóku á móti leiðtoga sínum við heimkomuna frá leiðtogafundinum í Genf.
Gorbachev er með barðahatt og honum til hægri handar er forseti Sovétríkjanna, Andrei Gromyko.
Leiðtogafundurinn í Genf:
Gneistandi orðaskipti
um mannréttindamál
Washington, 22. nóvember. AP.
Konald Reagan og Mikhail Gorbachev áttu „gneistandi“ orða-
skipti um mannréttindamál á fundi sínum í Genf, að sögn George
Shultz utanríkisráðherra. Hann útskýrði ekki við hvað hann ætti
er eftir því var gengið. Shultz sagði Gorbachev oft hafa gripið fram
í fyrir Reagan.
Reagan sagði í dag að mánuðir
eða jafnvel ár myndu líða þar til
árangur leiðtogafundarins kæmi
í ljós. Menn, sem málum eru
kunnugir, segja að í janúar muni
reyna á samningsvilja stórveld-
anna, er viðræður um takmörkun
vígbúnaðar hefjast að nýju í
Genf. Leiðtogarnir urðu sammála
um að hraða bæri viðræðunum.
Söngvakeppni
sjónvarpsstöðva:
ísland
framarlega
í þættinum
Bergen, 22. nóvember. AP.
ÍSLENZKI fulltrúinn í söngvakeppni
evrópskra sjónvarpsstöóva á næsta
ári fær aó sprevta sig framarlega í
þættinum, því Island dróst í sjötta
sæti er dregið var um töfluröó þátttak-
enda.
Söngvakeppnin verður haldin í
Bergen í Noregi 3. maí næstkom-
andi. Fulltrúi Lúxemborgar hefur
keppnina, í öðru sæti er fulltrúi
Júgóslavíu, þá fulltrúar Frakk-
lands, Noregs og Bretlands, en síð-
an kemur röðin að íslandi. Fjögur
síðustu keppnislöndin eru Svíþjóð,
Danmörk, Finnland og Portúgal, en
alls tekur 21 þjóð þátt í keppninni
á næsta ári, ísland í fyrsta sinn.
Keppninni í Bergen verður sjón-
varpað beint og er áætlað að um
600 milljónir manna muni fylgjast
með útsendingunni. Norsku stúlk-
urnar Bobbysocks sigruðu í ár með
lagi sínu „La det swinge". Var það
fyrsti sigur Norðmanna í sögu
keppninnar, sem farið hefur fram
árlega frá 1960. Þær voru númer
13 í töfluröð.
Sérfræðingar í málefnum stór-
veldanna segja að „ný byrjun" í
sambúð þeirra sé vonlaus án nýs
samkomulags um takmörkun
vígbúnaðar. Rússar vilja tengja
geimvarnaráætlun Bandaríkja-
manna slíku samkomulagi og
kann sú afstaða m.a. að torvelda
samninga.
Auk þess sem á fundinum tókst
samkomulag um að efla menning-
arleg samskipti þjóðanna náðist
í dag samkomulag um loftferðir
milli stórveldanna. Það heimilar
Pan American flugfélaginu ann-
ars vegar og Aeoroflot hinsvegar
að fljúga fjórum sinnum í viku
milli Bandaríkjanna og Sovét-
ríkjanna.
Að sögn embættismanna í ísra-
el skiptust Reagan og Gorbachev
á skoðunum um friðarumleitanir
í Miðausturlöndum og fyrirkomu-
lag þeirra. Hins vegar bar hugs-
anleg endurnýjun stjórnmála-
sambands ísraela og Sovétmanna
ekki á góma, en taki þjóðirnar
aftur upp stjórnmálasamband
kæmi upp ný staða í þessum
heimshluta.
Robert McFarlane, ráðgjafi
Reagans í öryggismálum, sagði
leiðtogafundinn hafa heppnast
betur en bjartsýnismenn höfðu
þorað að vona. Leiðtogarnir hefðu
öðlast skilning á markmiðum
hvors annars, samningsvilja og
metnaði. Almenn ánægja virðist
ríkja með fundinn og eru margir
trúaðir á, að sambúð stórveld-
anna fari batnandi. Þjóðarleið-
togar víða um heim segjast binda
miklar vonir við framhaldið og
svo er einnig um allan almenning.
Reagan var fagnað vel á banda-
ríska þinginu í gærkvöldi þegar
hann greindi þingmönnum frá
fundum þeirra Gorbachevs.
Sjá nánar um leiðtogafundinn
á bls. 24.
AP/Símamynd
Ronald Reagan Bandaríkjaforseti skýrir Bandaríkjaþingi frá fundi þeirra
Gorbachevs. Á bak vió hann fagna George Bush, varaforseti, og Thomas P.
O'Neill, forseti fulltrúadeildarinnar, ræóu forsetans.
Hjarta-
áföll
tíðust
árdegis
Hættan þrisvar sinnum
meiri kl. 9 en kl. 23
Boston, Massachusetts, Bandankjunum,
22. nóvember. AP.
FÓLKI er þrisvar sinnum hætt-
ara viö aó fá hjartaáfall kl. níu
aö morgni en klukkan 23 að
kveldi. Astæöan er ef til vill sú,
aó streitan, sem fylgir tilhugsun-
inni um aö raska svefnró ann-
arra heimilismanna, hrindir af
staö efnahvörfum, sem auka
líkurnar á hjartaáfalli, að því
er fram kemur í rannsóknar-
skýrslu bandarískra vísinda-
manna.
Niðurstöðurnar gætu leitt til
aukins skilnings á því, hvers
vegna blóðtappi losnar í krans-
æðunum, auk sem þær gætu
gefið vísbendingu um, hvernig
unnt er að koma í veg fyrir,
að þetta gerist, sagði dr. James
E. Muller, sem stjórnað hefur
rannsókninni. — En margt á
enn eftir að athuga í þessu
sambandi.
I rannsókninni, sem gerð var
við Boston Brigham-kvensjúk-
dómaspitalann og læknaskól-
ann í Harvard, kom fram, að
hjartaáföll eru algengari frá
klukkan sex á morgnana til
hádegis en nokkurn annan
tíma sólarhringsins. Mesta
hættan er klukkan níu, en
minnkar eftir því sem líður á
daginn og nær lágmarki klukk-
an ellefu að kveldi.
Vísindamennirnir segja, að
hættan sé mest á fótaferðar-
■ tíma, sama hvenær dags hann
sé, og þess vegna sé nætur-
vaktafólki hættast á kvöldin.
Rannsóknin var byggð á
athugunum á tæplega 3.000
sjúklingum, sem fengið höfðu
hartaáfall, og birtust niður-
stöðurnar í gær, fimmtudag, í
læknaritinu New England
Journal of Medicine.
Nígerfa:
Efnahagslegt neyðar-
ástand í 15 mánuði
Lagos, Nígeríu, 22. nóvember. AP.
STTJORNVÖLD í Nígeríu lýstu í gær
formlega yfir 15 mánaða efnahags-
legu neyðarástandi í landinu. Meö
því eru herstjórninni veitt víótæk
völd til aö koma skikkan á efnahags-
málin.
Landið rambar á barmi gjald-
þrots. Lánardrottnar leita nú fast
eftir greiðslum og seljendur inn-
fluttrar vöru eru tregir til frekari
viðskipta, af því að Nígeríumenn
skulda þegar yfir sex milljarða
dollara.
Hin formlega yfirlýsing stjórn-
valda í gær kemur nærri tveimur
mánuðum eftir að ráðstafanirnar,
sem tilskipunin mælir fyrir um,
tóku fyrst gildi. Neyðarástandinu
lýkur í desember 1986.
Tilskipunin veitir Ibrahim
Bababgida hershöfðingja, sem
hrifsaði til sín völdin i landinu í
byltingu 27. ágúst síðastliðinn,
umboð til að stýra rekstri jafnt
opinberra fyrirtækja sem einka-
fyrirtækja í því skyni að örva
efnahagsstarfsemina.
Einnig er hershöfðingjanum
heimilt að gripa til ráðstafana til
að minnka gjaldeyriseyðslu, draga
úr verðbólgu og atvinnuleysi og
örva og auka eftirspurn eftir inn-
lendri vöru. Þá heimilar tilskipun-
in hækkun tolla og vörugjalds.