Morgunblaðið - 23.11.1985, Side 17

Morgunblaðið - 23.11.1985, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER1985 17 Morgun blaðid/ A Ibert Unnið við vegagerð á Fáskrúðsfirði. Fáskrúðsfjörður; Nýr vegur utan við kauptúnið FáskrúðsfirAi, 21. nóvember. í SUMAR var lagður nýr vegur utan við kauptúnið, um 4 km að lengd. Verkið var að mestu leyti unnið af Vegagerð ríkisins. Þessi kafli var heldur erfiður viðfangs, mikið þurfti að sprengja og setja ræsi, auk þess sem byggð var ný brú á Gilsá en það var töluverð framkvæmd. Akstur á undirlagi var boðinn út og voru það verktakar frá Egils- stöðum sem tóku verkið að sér. Næsta sumar er ráðgert að klæða þennan kafla, og verður það þá fyrsti kaflinn með bundnu slitlagi á leiðinni til Reyðarfjarðar, sem er alls um 50 km að lengd. — Albert. 42.000 lestir sfld- ar veiddar SÍLDARAFLINN á yfirstandandi ver- tíð var um síðustu helgi orðinn 41.811 lestir alls og þar af hafa 8.817 lestir verið frystar en megnið saltað. 25 skip eru enn að veiðum og eiga þau eftir um 6.000 lesta kvóti alls. Heildar- aflinn mun því ekki ná áður áætluðu magni, um 50.000 lestum. Veiðar um helgina voru nánast engar vegna veðurs, en eftir að lægði hafa veiðar gengið vel á Austfjörð- um og afli í reknet og nót er mjög góður og flestir á leið í land með fullfermi. Skip, sem leyfi hafa feng- ið til síldveiða, en ekki nýtt það síðastliðin þrjú ár, hafa ekki leyfi til framsals aflakvóta. Einhver skip, sem svo er statt fyrir, fara ekki á veiðarnar nú og verður hlutur þeirra bví óveiddur. Aflinn í síðustu viku varð alls 5.380 lestir í 101 löndun. Þar af voru 645 lestir úr reknetum. Mestu var í síðustu viku landað í Vestmannaeyj- um, 1.445 lestum, en á vertíðinni allri hefur mestu verið land&ð í Grindavík, 6.181 lest. Hér fer á eftir Iisti yfir helztu löndunarhafnir frá upphafi vertíðar til 17. nóvember. Fyrst kemur afli í lestum og innan sviga hlutur frystingar úr aflanum: Vopnafjörður 1.147 lestir (0), Borgarfjörður eystri 56 (0), Seyðis- fjörður 2.234 (41), Norðfjörður 2.339 (380), Eskifjörður 4.792 (147), Reyð- arfjörður 2.492 (0), Fáskrúðsfjörður 2.683 (168), Stöðvarfjörður 1.355 (130), Breiðdalsvík 1.312 (143), Djúpivogur 3.032 (475), Hornafjörð- ur 3.144 (1.246), Vestmannaeyjar 3.986 (2.711), Þorlákshöfn 3.699 (1.023), Grindavík 6.181 (1.690), Sandgerði 521 (140), Keflavík 805. (88), Hafnarfjörður 296 (139) og Akranes .973 (0). f öðrum höfnum hefur .yerið landað 764 Iestum, þar ., af tif frystlhgar 297 íestum. Um prófkjör Sjálfstæðisflokksins: Húsmóðirin setti í sig kjark — eftirGuðnýju Aðalsteinsdóttur Eftir að kjörnefnd fór þess á leit við mig að ég tæki þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, hugsaði ég mig um. Ég hef ekkert unnið að félagsmálum og er „bara húsmóðir“. En húsmóðirin setti í sig kjark og hugsaði með sér, að hún hefði líka skoðanir og vildi gera gagn. Ég hef áhuga á Reykjavík og því sem fram fer hér. Aldraðir og geðsjúkir eru mér efst í huga. Málefni aldraðra verða alltaf að vera í stöðugri umfjöllun. Þótt mikið hafi áunnist síðastliðin ár verður þessi andi erfiðari við- fangs. Til dæmis að taka þá er staðreynd að þegar þeir sem nú eru miðaldra eru komnir á elli- launaaldur verða yngri kynslóð- ir, sem eiga að annast þá mun fámennari en nú er. Hlýtur að þurfa mikið átak til að mæta þessum vanda í tíma. Ekki er minna starf sem við eigum fyrir höndum í þágu geð- sjúkra. Er til sú fjölskylda á Islandi sem ekki hefur komist í kynni við geðræn vandamál af einhverjum toga? Væri ekki t.d. ráð að komið yrði á fót ráðgjafa- þjónustu í síma, til að fólk geti fengið nærtæk svör við því, hvert það getur leitað með veikindi sín eða nokkurs konar fyrsta hjálp. Fáir geta skýrgreint eigin vanda- mál. Ekki síst gæti þjónusta af þessu tagi ef til vill afstýrt slys- um sem oft verða þegar fólk er á barmi örvæntingar. Sennilega erum við íslending- ar framarlega í heiminum hvað varðar geðhjálp. Allt það er við starfrækjum sem stuðlar að bata og sjálfstæði geðsjúkra er þakk- arvert, en við verðum að auka umfang þess til að allir, sem á þurfa að halda fái notið þess rétt- Guðný Aðalsteinsdóttir „Ekki er minna starf sem við eigum fyrir höndum í þágu geðsjúkra. Er til sú fjölskylda á Islandi sem ekki hefur komist í kynni við geðræn vandamál af einhverjum toga?“ ar er þeim ber, til meðhöndlunar í veikindum sínum. Vegna starfs eiginmanns míns í utanríkisþjónustunni hef ég í allmörg ár verið búsett erlendis og komið þar fram fyrir hönd lands míns við ótal tækifæri. í því hef ég kynnst mörgu og þvi hvernig aðrir taka á vandamál- um sínum. Þessi samanburður hefur opnað augu mín fyrir því sem betur má fara. Það fer ekki hjá því að allir þeir erfiðleikar er fólk á nú við að glíma, vekja hjá manni löngun til að betrumbæta og taka þátt í að búa i haginn fyrir eftirkom- endur okkar. Ég held að Sjálfstæðisflokkur- inn vilji vinna að velferð allra og því legg ég honum lið. Höíundur er húsmóðir í Reykja- rik. PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISMANNA í REYKJAVÍK DAGANA 24. OG 25. NÓV. 1985 GUTTORMUR P. EINARSSON forstjóri Tryggjum athafnamanninum Guttormi P. Einarssyni fullgilt sœti í borgarstjórn með góðri kosningu í prófkjörinu um helgina. Við teljum að reynsla hans ogfyrri störfí atvinnulífinu viðhaldi þeirri breidd sem jafnan hefur einkennt fulltrúa Sjálfstœðisflokksins. Stuðningsmenn Kosningaskrifstofa: Ármúla 21. Sími 82888. --«1 i - —| r

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.