Morgunblaðið - 23.11.1985, Síða 40

Morgunblaðið - 23.11.1985, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER1985 \ Ellert Jónsson í Akraholti - Minning > Fæddur 18. maí 1903 Dáinn 16. nóvember 1985 Ellert Jónsson áður bóndi í Akrakoti, Innri-Akraneshreppi, andaðist í Sjúkrahúsi Akraness 16. nóvember sl. Útför hans verður gerð í dag kl. 11.30 frá Akranes- kirkju. Ellert fæddist að Vatnshömrum í Andakílshreppi, þann 18. maí 1903. Foreldrar hans voru hjónin Jón Guðmundsson frá Auðsstöðum og Sigríður Þorsteinsdóttir frá Hofsstöðum í Hálsasveit í Borgar- * fjarðarsýslu. Hann var næstelstur átta barna þeirra hjóna. Eftir 25 ára búskap á Vatnshömrum fluttu foreldrar hans að Ytri-Görðum í Staðarsveit og áttu þar heimili til æviloka. Það kom snemma í Ijós að Ellert var búinn góðum námshæfileikum og hafði áhuga fyrir því að njóta meiri menntunar, en stutt far- kennsla gaf á þeirri tið. Þá var fátt um skóla og mikill vandi að kljúfa þann kostnað sem skólagöngunni fylgdi. Þetta tókst Ellert þó með harðfylgi og komst í Hvítárbakka- skólann í Borgarfirði, þegar hann var 17 ára. Þar dvaldi hann við nám í tvo vetur. Skólaganga þessi r varð honum mikils virði, eins og svo mörgum jafnöldrum hans. Hann bar svipmót hennar alla ævi. Hún tendraði hjá honum sjálfstraust og þá innri glóð, sem aldrei kulnaði. Áhuga fyrir sögu þjóðarinnar og bókmenntum. Áhuga fyrir stefnum og straumum í þjóðfélaginu — félagshyggju og mannrækt. Skólagangan gaf hon- um sýn og lyfti anda hans upp fyrir grámóðu hversdagsleikans. Erfiðleikar lífsins — baslið og fá- tæktin — sem flestum fylgdi fram eftir öldinni urðu léttbærari. Hann drakk íslendingasögurnar í sig og á ferðum um sögurík héruð hvarf hann á vit fortíðarinnar og sá í anda löngu liðna atburði, eins og þeir hefðu gerst nýlega, kunni skil á kennileitum, sem greint er frá í sögunum og gat bent á þau. Mundi samtöl og mannlýsingar — baráttu og örlög ættanna — svo að með ólíkindum var. Ég átti nokkrar ferðir með honum um Borgarfjörð og Dalasýslu upp úr 1960 og er mér söguþekking hans mjög minnisstæð. Ellert var í eðli sínu mikill fé- lagshyggjumaður. Samvinnustefn- an átti hug hans allan, enda lagði hann henni lið með margvíslegum hætti. Var lengi í stjórn Kaup- félags Suður-Borgfirðinga á Akra- nesi og formaður í all mörg ár. Var hann mjög virkur í þeim störf- um. f stjórnmálum var hann áhugasamur og fylgdist þar vel með öllu. Kunni góð skil á störfum og stefnu fiokkanna á þessari öld. Framsóknarflokknum fylgdi hann einarðlega að málum og talaði oft á fundum hér áður fyrr. Hann hafði sjálfstæðar skoðanir. Var skýr í hugsun og einbeittur í mál- flutningi. Aldrei tók hann til máls, nema að hann hefði eitthvað til málanna að leggja. Hann var fá- orður, en gagnorður. Flutti mál sitt af sannfæringu og var eftir orðum hans tekið. Hann var sér- stakur persónuleiki, sem athygli vakti. Röddin gat verið há og hvell. Augnatillitið með ýmsum hætti, eins og til að undirstrika málflutninginn. Hann gat verið beinskeyttur en aldrei ósanngjarn. Árið 1925 kvæntist Ellert Olafíu Guðrúnu Björnsdóttur frá Rein í Innri-Akraneshreppi. Heimili sitt stofna þau í Reykjavík, en flytja ári síðar að Sólmundarhöfða á Akranesi, þar sem þau búa í 13 ár. Jafnhliða búskapnum stundaði Ellert sjómennsku á vetrarvertíð, bæði frá Akranesi og einnig suður í Garði og Sandgerði. Árið 1938 kaupir hann jörðina Akrakot í Innri-Akraneshreppi, sem hafði verið í eyði um tíma og nær húsa- laus. Þar tekur hann til við bygg- ingar og ræktun. Að Akrakoti flytur hann svo í fardögum 1939. Býr þar góðu og gagnsömu búi í 25 ár og hefur síðan verið kenndur við þann stað. Næst byggir hann íbúðarhús í landi jarðarinnar, sem hann nefndi Teig. Þar stundaði hann garðrækt og rak jafnframt hænsnabú fram undir 1980 að draga tók úr starfsþreki hans. Ellert var hagsýnn og duglegur bóndi í Akrakoti, vegnaði honum vel. Hann var ræktunarmaður af lífi og sál og fagnaði því að geta yfirgefið sjómennskuna og helgað sig búskapnum eingöngu, eftir að hann flutti í Akrakot. Hann var barn sveitarinnar, sem hafði tekið ástfóstri við gróðurmoldina og kunni góð skil á þeim miklu mögu- leikum, sem hún veitir árvökrum ræktunarmanni. Garðrækt stund- aði hann jafnan, ásamt hinum hefðbundnu búgreinum, með góð- um árangri. Ellerts verður alltaf minnst sem góðs bónda og lifandi félagsmálamanns. Það var mikið áfall fyrir Ellert, þegar Ólafía kona hans andaðist vorið 1981. Hún bjó honum hlýlegt og fallegt heimili, sem hann kunni vel að meta, enda var hún á allan hátt mikilhæf húsmóðir. Börn þeirra voru þrjú, sem upp komust. Þau eru talin í aldursröð: Guð- björg, gift Jóhanni Stefánssyni skipasmið á Akranesi; Sigríður, gift Baldri Gunnarssyni garð- yrkjumanni í Kópavogi, og Björn er var kvæntur Guðrúnu Kjartans- dóttur. Tóku þau við búi i Akrakoti af Ellert. Björn var harðduglegur maður, en lést haustið 1984, langt um aldur fram. Þá ólu þau upp frá frumbernsku Erlu Hansdóttur og reyndust henni sem bestu for- eldrar. Hún er gift Ársæli Eyleifs- syni sjómanni á Akranesi. Eftir andlát ólafíu 1981 flutti Ellert á heimili Guðbjargar dóttur sinnar á Jaðarsbraut 21 á Akranesi. Naut hann þar ástúðar og umhyggju dóttur sinnar og tengdasonar, sem var honum mikils virði, er heilsu tók að hnigna. Var hann mjög þakklátur fyrir það athvarf, sem hann átti þar síðustu fjögur árin. Þótt Ellert í Akrakoti sé horfinn sjónum samtíðarmanna sinna, er mynd hans skýr í hugum okkar allra, sem kynntust honum eða unnum með honum að ýmsum málefnum. Svo sérstæður var hann að ytra útliti og allri gerð. Hann gat stundum verið svolítið hrjúfur og viðskotsillur í viðmóti, glettinn og háðskur, en undir sló hlýtt og viðkvæmt hjarta, sem aldrei mátti aumt sjá. Hann var sannur vinur þeirra, sem höllum fæti stóðu í lífsbaráttunni, en lét vel að snúast hart gegn hroka og yfirgangi, hvar sem hann birtist. Gat hann þá verið ómyrkur í máli og hárbeittur, því hann var greindur vel. Vinum sínum var hann trygglyndur og umhyggjusamur og vildi veg þeirra sem mestan. Hann var fróð- ur og stálminnugur og hafði frá mörgu að segja. Að leiðarlokum minnist ég hans með þakklæti og virðingu. Vandamönnum hans öll- um sendi ég einlægar samúðar- kveðjur. Dan. Ágústínusson Minning: Björn Ólason bóndi Kríthóli Fsddur 9. ágúst 1908 Dáinn 12. nóvember 1985 Það kom mér síður en svo á óvart er ég frétti lát vinar míns Björns Ólafssonar, Krithóli, en hann hafði átt við alvarleg veikindi að stríða um langt skeið. Þeim fækkar nú óðum félögunum sem stóðu að stofnun karlakórsins Heimis árið 1927. Hann var einn af stofnendun- um og driffjöður í söng- og tónlist- arlífi Skagfirðinga í nær 60 ár. Það liðu all mörg ár frá því ég sá Björn fyrst þar til ég kynntist honum persónulega, en kynni okkar hóf- ust þegar karlakórinn Feykir sameinaðist karlakórnum Heimi en báðir störfuðu í framanverðum Skagafirði, á tiltölulega afmörk- uðu svæði. Um þessar mundir áttu kórarnir við samleiginlegt vanda- mál að stríða en það var vöntun á söngstjóra. Það hittist einmitt svo á að söngstjóri Feykis veiktist alvarlega og söngstjóri Heimis lét af störfum, og töldu þá margir að besta lausnin væri að sameina kórana og ráða einn söngsjóra sem gert var. Eftir sameininguna reyndi verulega á Björn og mátti segja að hann væri annar söng- stjóri kórsins. Árni Ingimundar- son söngstjóri frá Akureyri var fenginn til þess að vera með kórinn tiltölulega stuttan tíma á hverjum vetri og sá þá Björn um að raddæfa kórinn að mestu leyti. Þetta var mikið starf, 2 og stundum 4 kvöld í viku sat Björn við hljóðfærið og kenndi okkur og var þá oft glatt á hjalla því Björn var kátur og lífs- gíaður í meira lagi. Ég minnist þess ef eitthvað gekk erfiðlega, þá átti Björn til að stansa i miðju lagi og sagði; við skulum fá okkur í nefið piltar, kom þá fyrir að við sem óvanir vorum neftóbakinu höfðum annað að gera fyrst á eftir en að syngja og sá maður þá oft góðlátlegan glettnis- svip á kennaranum sem hélt síðan æfingunni ótrauður áfram langt fram eftir kvöldi. Hann krafðist þess af okkur að við lærðum vel enda framúrskarandi vandvirkur. Karlakórinn Heimir á Birni mikið að þakka og ég dreg í efa að kórinn væri starfandi enn í dag ef hans hefði ekki notið við. Björn var góð- ur söngmaður og var einn af burð- arásum i 1. bassa kórsins. Hann var í eðli sínu mjög félagslyndur og var ævinlega fyrsti maður að leggja málum lið ef átti að fara í söngferðalög eða eitthvað annað var á döfinni. Hann var hrókur alls fagnaðar á góðri stund og dansaði og skemmti sér ekki síður en við sem yngri vorum. Þegar Karlakórinn Heimir varð 50 ára var hann gerður að heiðursfélaga kórsins. Ég hef nú stiklað á stóru um störf Björns fyrir karlakórinn,- en auk þess var hann kirkjuorgan- isti í marga áratugi í kirkjum í fram-Skagafirði, þar á meðal Víði- mýrarkirkju í yfir 50 ár. Einnig æfði hann lítinn karlakór sem sungið hefur við jarðarfarir á ýmsum stöðum í Skagafirði í tæp 20 ár. Hann æfði oft sönghópa og lék undir fyrir ýmsa aðila ef setja átti upp árshátíðir eða aðrar skemmtanir í Skagafirði. Aldrei varð ég var við að Björn tæki greiðslu fyrir slíka aðstoð, hann gerði þetta fyrir vini sína í byggða- laginu og fyrir tónlistina, fyrir hugsjónina og gilti þá einu þó vakan yrði oft nokkuð löng, þvi allt var þetta gert að loknu dags- verki við búið. Björn var kvæntur Helgu Frið- riksdóttur og studdi hún mann sinn dyggilega við öll þessi störf og er ekki vafi að hún og börnin hafa oft orðið að leggja töluvert á sig til þess að Björn gæti sinnt öllum þessum störfum sem á hann hlóðust. Börn þeirra eru Guðríður, búsett á Akureyri, Kjartan bóndi, Krithóli, Bára búsett á Akureyri og ólafur, bóndi á Krithóli. Ég flyt Helgu, börnum og öðrum aðstand- endum innilegar samúðarkveðjur frá fjölskyldu minni og félögum í karlakórnum Heimi. Vertu sæll vinur og hafðu þökk fyrir allar samverustundirnar. Þorvaldur G. Oskarsson Brids Arnór Ragnarsson Bikarkeppni Noröurlands Skráning í Bikarkeppnina á Norðurlandi stendur nú yfir. Henni þarf að vera lokið fyrir 1. des. nk. Hörður Blöndal (96- 23124) og Örn Einarsson (96- 21058) taka við skráningu, en einnig má skrá sveitir til stjórna allra bridsfélaganna á Norður- landi vestra og eystra. Allt spilaáhugafólk er hvatt til að vera með og gera veg þessa móts sem mestan. Opið hús Úrslit sl. laugardag 1 Opnu húsi í Borgartúni 18 urðu bessi: ' N/S: Anton Sigurðsson — Björn Árnason 223 A/V: Albert Þorsteinsson — Sigurður Emilsson 250 Magnús Þorkelsson — Sigbert Hannesson 238 Gísli Steingrímsson — GuðmundurThorsteinsson237 Baldur Árnason — Sveinn Sigurgeirsson 235 Karen Vilhjálmsdóttir — Þorvaldur óskarsson 229 Spilamennska hefst kl. 13.30. Öllum frjáls og heimil þátttaka. Bridsdeiid Skagfirðinga Eftir 10 umferðir af 13 í aðal- sveitakeppni deildarinnar er að færast mikið fjör í leikinn. Þrjár sveitir berjast um sigurverðlaun- in. Staða efstu sveita er þessi: Sveit Björns Hermannssonar 200 Ólöf Jónsdóttir Sveit Magnúsar Torfasonar 194 — Gísli Hafliðason 253 Sveit Guðrúnar Hinriksd. 171 Eyjólfur Magnússon Sveit Berncdusar Kristinss. 160 — Steingrímur Þórisson 238 Sveit Gísla Tryggvasonar 159 Gylfi Gíslason . \t~<— ÓIi TýrGuðjðnsson 229 (og á2 leiki inni til góða) Sveit Sigurðar Ámundasonar 155 v Steingrtmur JÓnasso'n Sveh Sigjnars'Jóhssonar 151 ^ ’ — Þorsteion-Geírsson. 225 Sveft Hjálmars Pálss. 148 Bridsfélag Akureyrar Sl. þriðjudag voru spilaðar 9. og 10. umferðin í Akureyrarmót- inu t sveitakeppni. Að óloknum 5 umferðum, er staða efstu sveita þessi: Sveit Gunnars Berg 192 Sveit Páls Pálssonar 186 Sveit Kristjáns Guðjónssonarl81 Sveit Gunnlaugs Guðmundss. 179 Sveit Amar Einarssonar 170 SveitStefánsSveinbjörnss. 169 Sveit Jóns Stefánssonar 157 Sveit Júlíusar Thorarensen 155 Laugardaginn 30. nóvember nk. verður efnt til opins Al- þýðubankamóts á Akureyri, i nýja Alþýðuhúsinu. Spilaður verður tvímenningur og er keppni öllum opin. Spilamennska hefst kl. 10 árdegis og lýkur um kl. 18. Þátttðkugjald er kr. 1.000 á par og er innifalinn í því veg- legur hádegisverður. Þátttaka verður að tilkynnast til stjórnar BA, fyrir kl. 20 á fimmtudags- kvöld, 28. nóvember. Spilað verður um silfurstig og að tokinni keppni verður efnt til dansleiks. ítrekað er að keppnin er öHum opin, mæog dansleikur- Laugardaginn 28. desember, verður svo annað opið mót á vegum Bridsfélags Akureyrar. Það verður haldið í blómaskálan- um Vín í Eyjafirði (rétt utan við Akureyri). Það verður jólamót, með veglegum verðlaunum og silfurstigum. Bridsdeild Rang- æingafélagsins Eftir fjórar umferðir í hrað- sveitakeppninni er staða efstu sveita þessi: Gunnar Helgason 298 Sigurleifur Guðjónsson 274 Lilja Halldórsdóttir 253 Næsta umferð verður spiluð miðvikudaginn 27. nóvember í Ármúla 40. Bridsfélag kvenna Þegar einni umferð er ólokið í barometerkeppninni eru Sigríð- ur Pálsdóttir og Petrfna Færseth í efsta sæti en keppnin ym efstu sætin er jöfn og gpennandi. Röð næstu para: .» Halla Bergþórsdðttir — Sigrún Pétursdóttir 465 Rósa Þorsteinsdóttir — Ásgerður Einarsdóttir 390 Kristín Þórðardóttir — Ása Jóhannsdóttir 389 Steinunn Snorradóttir — Þorgerður Þórarinsdóttir 348 Gunnþórunn Erlingsdóttir — Ingunn Bernburg 299 Næsta mánudag verður spiluð síðasta umferðin. Bridsfélag Tálknfirðinga Úrslit í tvímenningskeppni fé- lagsins urðu þau að Þórður Reim- arsson og Ævar Jónasson sigriðu af miklu öryggi. Röð efstu para varð þessi: Þórður Reimarsson — Ævar Jónasson 741 Böðvar Hermannsson — Sigurður Skagfjörð 681 Egill Sigurðsson — \ Jón H. Gíslason , 679 Guðlaug Friðriksdóttir — Steinberg Ríkharðsson 679 Björn Sveinsson — ólöf Ólafsdóttir 657 Kristín Ársælsdóttir — Kristía Magnúsdóttrr 647 Á mánudaginn hefst svo 3 kvölda hraðsveitakeþpni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.