Morgunblaðið - 23.11.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.11.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLÁÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER1985 Nýjar leiðir — eftir Margréti Jónsdóttur Starf borgarfulltrúa í Reykjavík felur ekki hvað síst í sér stefnumörk- un í opinberri þjónustu. Stór hluti þeirra verkefna sem Reykjavíkurborg tekur að sér að sinna, flokkast undir samgæði, þ.e. gæði sem af ýmsum ástæðum eru þess eðlis að einstakl- ingarnir verða sér ekki út um þau með viðskiptum hver við annan. Þar má nefna ýmsa þætti skipulags-, samgöngu- og auk þess hluta svo- nefndra félagsmála, þ.e. heilbrigðis- og menntamála. Á hinn bóginn er um að ræða verkefni sem einstaklingarn- ir sjálfir annast óumdeilanlega, fast- eignaþjónustu, bílaþvott og matvæla- framleiðslu og kalla má einkagæði. Þrátt fyrir að stundum sé augljóst hvað flokkast til samgæða og hvað til einkagæða, er í öðrum tilfellum ákaflega erfitt að kveða þar upp endanlegan dóm. Sum þjónusta, til dæmis menntun, er í eðli sínu hvort- tveggja einka- og samgæði. Sumir hafa haldið því fram að í öllum tilfellum bæri því opinbera að sjá um að fjármagna og veita þau gæði sem flokkast til samgæða. Gagnstætt þessu benda aðrir á já- kvæða reynslu þess opinbera á út- boðum á opinberri þjónustu, þar sem einstaklingar taka að sér að veita þjónstuna sem áfram er fjármögnuð af opinberu fé. Það er því ljóst, að starf borgarfull- Ámi Sigfússon „Árni Sigfússon er slík- ur maður. Því hvet ég alla eldri sjálfstæðismenn til að líta til framtíðar og tryggja að þekking og nýj- ar hugmyndir Árna Sig- fússonar nýtist og tryggja honum því öruggt sæti á framboðslista flokksins við næstu borgarstjórnar- kosningar.“ trúa að stefnumörkun í opinberri þjónustu sem verður meðal annars að taka til áðurgreindra atriða, er engan veginn auðvelt starf og krefst í senn mikillar yfirsýnar og djúptæks skilnings. Sú stefna sem mörkuð er hverju sinni snertir óhjákvæmilega viðkvæmustu þætti mannlegs lífs; öryggi og afkomu fjölskyldna, sjálfs- virðingu og frelsi einstaklinganna. Mikið veltur því á að rétt sé á haldið. Forsenda góðs árangurs í þessu starfi er að fram komi sífellt nýjar hug- myndir til lausnar og að þær takist á viðeldri skoðanir. Árni Sigfússon fyrrverandi for- maður Heimdallar gerði í Morgun- blaðinu fyrir skömmu, ítarlega grein fyrir vanda þess sem markar stefnu í opinberri þjónustu; benti á nýjar leiðir til lausnar gömlum vanda og færði góð rök að þeim leiðum sem hann kýs helst að fara. Engum sjálfstæðismanni dylst að meirihlutastjórn sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur er einn af hornsteinum Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðismenn hafa því í gegnum tíðina sótt nýtt og ferskt blóð í raðir ungra sjálfstæðismanna, menn sem hafa áunnið sér víðtækan stuðning þar og traust, til að tryggja ferskleika hugmynda og fyrirbyggja stöðnun. Árni Sigfússon er slíkur maður. Því hvet ég alla eldri sjálfstæðismenn til að líta til framtíðar og tryggja að þekking og nýjar hugmyndir Árna Sigfússonar nýtist og tryggja honum því öruggt sæti á framboðslista flokksins við næstu borgarstjórnar- kosningar. Höfundur er laganemi og er ritari stjórnar Sambands ungra sjálfstæð- ismanna. Nýju hverfin — eftir Guðrúnu Zoéga Skipulag Kvosarinnar hefur ný- lega verið kynnt. Kvosin er í hjarta Reykjavíkur og sjálfstæðismönn- um hefur verið vel ljóst, að líkami án heilbrigðs hjarta er ekki upp á marga fiska. Gamla miðbæinn ber þvi að efla og styrkja. En jafnhliða því sem við hyggjum að gamla kjarnanum verðum við líka að gæta að eðlilegri uppbyggingu nýiu hverfanna. I Reykjavík hefur mikið verið byggt á undanförnum árum. Ný hverfi hafa risið og er þeirra stærst Grafarvogshverfið. Annars staðar í borginni gefur líka hvar- vetna að líta hús í byggingu, hálf- byggð og nýbyggð hús blasa við. Gestum, sem hingað koma, finnst mikið til um stórhug okkar. En skyldi vera jafn mikil gróska í þessum og í fljótu bragði mætti ætla? Ef hinir sömu gestir koma hingað oftar, sjá þeir, að þetta eru sömu húsin, sem verið er að byggja ár eftir ár. Sömu hverfin eru hálf- byggð árum saman. Sannleikurinn er sá, að hús á íslandi eru óvenju lengi í smíðum, og mig grunar, að meðalbyggingartími nú sé lengri en fyrir t.d. 30 árum, þrátt fyrir tæknilegar framfarir, sem orðið hafa á þessum tíma. Guörún Zoega „Sjálfstæöisflokkurinn í borgarstjórn á að leita allra leiða til að stytta byggingartíma og hraða frágangi á nýjum hverf- um og ganga þannig frá byggðum og óbyggðum svæðum innan borgar- innar, að þau verði íbún- um til ánægju og borg- inni til sóma.“ LISTAHÁTÍÐ UNGA FÓLKSINS Kjarvalsstöðum 10.-20. janúar 1986 Reykjavíkurborg býður ungu fólki afnot af Kjarvalsstöðum í tilefni 200 ára afmælis borgarinnar. Listahátíð unga fólksins á Kjarvalsstöðum í janúar 1986 verður vönduð sýning þar sem myndlist, tónlist, leiklist, handlist, myndbönd o.fl. verður undir einum hatti á einni stórri sýningu. Allt ungt fólk á aldrinum 15-22 ára er hvatt til að senda inn verk á listahátíðina. Nefnd skipuð fulltrúum þeirra félaga sem standa að sýningunni, velur þau verk sem sýnd verða. Félag áhugaljósmyndara, Félag íslenskra hljómlistarmanna, Félag íslenskra leikara, Samtök áhugamanna um kvikmyndagerö, Samband mynd- og handmenntakennara. ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ lh ,vt vóoV'S^ *\ Efnt verður til sýninga á verkum ungs fólks á Kjarvalsstöðum. \ Ástæður fyrir þessu eru margar. Ein þeirra er fjárskortur. Áuk þess kjósa margir að vinna mikið sjálfir við hús sín og spara með því nokkurt fé. Fyrirkomulag á greiðslu lána Húsnæðisstofnunar ríkisins er sízt til þess fallið að bæta úr þessu, en nú tíðkast, að siðasti hluti þeirra komi til út- borgunar einu til einu og hálfu ári eftir að húsið er fokhelt. Margir virðast ekki gera sér grein fyrir því, að það kostar peninga að hafa fé bundið í hálfköruðum bygging- um, sem ekki gefa arð, og verða þær því dýrari en ella þyrfti að vera. Þessi langi byggingartími gefur nýju hverfunum og þar með borg- inni allri leiðinlegan svip. En hvað geta borgaryfirvöld gert til að bæta úr þessu? Húsnæðislán eru ekki á valdsviði borgarstjórnar og verður Sjálfstæðisflokkurinn því að beita sér á öðrum vettvangi til að koma þeim málum í betra horf. Ýmislegt er þó hægt að gera til að bæta yfirbragð borgarinnar. Hraða ber frágangi meðfram göt- um og á sameiginlegum svæðum, svo sem leiksvæðum, en þau vilja stundum gleymast. Vill því veða hálfgerður gullgrafarabragur á allt of lengi, eða þar til einhver uppgötvar að þarna er auð lóð, sem tilvalið er að byggja á. Frágang slíkra sameiginlegra svæða á að bjóða út eins og aðrar fram- kvæmdir á vegum hins opinbera. Kostnaður greiðist af gatnagerð- argjöldum, en upphæð þeirra miðist við að þau dugi til að gera hverfin vel íbúðarhæf. Það eru ekki mjög mörg ár síðan farið var að malbika götur í nýjum hverfum, áður en farið var að byggja, og eru allir sammála um hve stórt framfaraspor það var. Bílarnir eru okkar mikilvægasta samgöngutæki og verða göturnar að vera góðar. Umferð gangandi og hjólreiðamanna má þó ekki gleymast, en nokkuð finnst mér á það skorta, að henni sé nægur gaumur gefinn. Gangstfgar sitja á hakanum á sama hátt og leiksvæð- in, enda þótt þeir séu jafn nauð- synlegir gangandi fólki og göturn- ar eru bílunum. Sjálfstæðisflokkurinn í borgar- stjórn á að leita allra leiða til að stytta byggingartíma og hraða frá- gangi á nýjum hverfum og ganga þannig frá byggðum og óbyggðum svæðum innan borgarinnar, að þau verði íbúunum til ánægju og borg- inni til sóma. Höfundur er rerkfræóingur í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.