Morgunblaðið - 23.11.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.11.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER1985 3 Nýrnaveiki í klaklaxi úr Kollafirði í Tilraunastöd Háskóla Islands í meinafræði á Keldum fer nú fram umfangsmikil rannsókn á klaklaxi úr eldisstöðvum og ám, m.a. með tilliti til nýrnaveikisýkingar. Nýrna- veikismit hefur fundist í laxi úr Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði, en ekki öðrum stöðvum enn sem komið er, að sögn Sigurðar Helga- sonar fisksjúkdómafræðings. Síð- astliðinn vetur kom nýrnaveiki upp í seiðum í Kollafjarðarstöðinni eins og kunnugt er. Sigurður sagði að niðurstöður úr þessum rannsóknum væru ekki fengnar, laxar væru að berast alveg fram á þennan dag og tæki það upp undir mánuð að rækta sýnin. Sagði hann að ákvörðun um aðgerðir í Kollafirði yrðu væntanlega ekki teknar fyrr en eftir að niðurstöður lægju fyrir. Sigurður sagði að hrognin væru sótthreinsuð tvisvar eftir hrogna- töku. Það væri hins vegar engan veginn örugg aðferð því smitið gæti verið innan í hrognunum. Því væri klaklaxinum slátrað og hver lax merktur þannig að hægt væri að rekja það hvar hrognin væru til að eyða þeim ef nýrna- veikisýking væri í laxinum. Hann ítrekaði að þetta væri ekki örugg aðferð til að koma í veg fyrir að nýrnaveikin bærist inn í stöðv- arnar, en sú besta sem kostur væri á. Sagði Sigurður að það hefði í sjálfu sér ekki komið á óvart að nýrnaveiki væri í klak- laxinum í Kollafirði, eftir að ljóst varð hvað nýrnaveikin var út- breidd í seiðunum í fyrra. Hann sagði að búast mætti við því að sjúkdómurinn væri í einhverjum laxi í þeim tveimur árgöngum frá Kollafjarðarstöðinni sem nú væru í sjó. Dauft yfir loðnuveiðum FREMUR dauft er nú yfir loðnu- veiðum. Aflinn á fimmtudag var 7.730 lestir af 12 skipum. Síðdegis á föstudag var aflinn orðinn 5.860 lestir af 9 skipum. Auk þeirra skipa, sem áður er getið í Morgunblaðinu, tilkynntu Fífill GK (650 lestir) og Gullberg VE (620 lestir) um afla á fimmtu- dag. Síðdegis á föstudag höfðu eftirtalin skip tilkynnt um afla: Harpa RE, 630, Skarðsvík SH, 610, Þórshamar GK, 600, Bjarni Ólafsson AK, 800, Sjávarborg GK, 800, Helga II RE, 530, Pétur Jóns- son RE, 780, örn KE, 550 og Guðmundur Olafur ÓF 560 lestir. Rainbow Hope: Missti átta gáma í hafið Flutningaskipið Rainbow Hope, sem annast sjóflutninga frá Banda- ríkjunum fyrir varnarliðið, missti síðastliðinn mánudag 8 gáma í hafið. Skipið var statt um 500 mílur suðvestur af landinu og lenti í síðari óveðurshrinunni, sem hér gekk yfir um helgina. Engin meiðsli á mönnum urðu vegna þess, og skipið slapp við skemmd- ir. í fjórum þessara gáma voru húsgögn, bíll í einum og grænmeti og brauð í hinum gámunum. Ekki liggur fyrir um hve mikið tjón er þarna að ræða, samkvæmt upp- lýsingum umboðsmanna skipafé- lagsins hér á landi. Davíð Oddsson borgarstjóri Við undirrituð, sem höfum öll starfað í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðis- flokksins undir öruggri forystu Davíðs Oddssonar, borgarstjóra, á þessu kjörtímabili, skorum á alla kjósendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins 24. og 25. nóvember að tryggja áfram örugga forystu Davíðs Oddssonar, borgarstjóra, í borgarmálum með því að kjósa hann í 1. sæti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.