Morgunblaðið - 23.11.1985, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 23.11.1985, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER1985 3 Nýrnaveiki í klaklaxi úr Kollafirði í Tilraunastöd Háskóla Islands í meinafræði á Keldum fer nú fram umfangsmikil rannsókn á klaklaxi úr eldisstöðvum og ám, m.a. með tilliti til nýrnaveikisýkingar. Nýrna- veikismit hefur fundist í laxi úr Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði, en ekki öðrum stöðvum enn sem komið er, að sögn Sigurðar Helga- sonar fisksjúkdómafræðings. Síð- astliðinn vetur kom nýrnaveiki upp í seiðum í Kollafjarðarstöðinni eins og kunnugt er. Sigurður sagði að niðurstöður úr þessum rannsóknum væru ekki fengnar, laxar væru að berast alveg fram á þennan dag og tæki það upp undir mánuð að rækta sýnin. Sagði hann að ákvörðun um aðgerðir í Kollafirði yrðu væntanlega ekki teknar fyrr en eftir að niðurstöður lægju fyrir. Sigurður sagði að hrognin væru sótthreinsuð tvisvar eftir hrogna- töku. Það væri hins vegar engan veginn örugg aðferð því smitið gæti verið innan í hrognunum. Því væri klaklaxinum slátrað og hver lax merktur þannig að hægt væri að rekja það hvar hrognin væru til að eyða þeim ef nýrna- veikisýking væri í laxinum. Hann ítrekaði að þetta væri ekki örugg aðferð til að koma í veg fyrir að nýrnaveikin bærist inn í stöðv- arnar, en sú besta sem kostur væri á. Sagði Sigurður að það hefði í sjálfu sér ekki komið á óvart að nýrnaveiki væri í klak- laxinum í Kollafirði, eftir að ljóst varð hvað nýrnaveikin var út- breidd í seiðunum í fyrra. Hann sagði að búast mætti við því að sjúkdómurinn væri í einhverjum laxi í þeim tveimur árgöngum frá Kollafjarðarstöðinni sem nú væru í sjó. Dauft yfir loðnuveiðum FREMUR dauft er nú yfir loðnu- veiðum. Aflinn á fimmtudag var 7.730 lestir af 12 skipum. Síðdegis á föstudag var aflinn orðinn 5.860 lestir af 9 skipum. Auk þeirra skipa, sem áður er getið í Morgunblaðinu, tilkynntu Fífill GK (650 lestir) og Gullberg VE (620 lestir) um afla á fimmtu- dag. Síðdegis á föstudag höfðu eftirtalin skip tilkynnt um afla: Harpa RE, 630, Skarðsvík SH, 610, Þórshamar GK, 600, Bjarni Ólafsson AK, 800, Sjávarborg GK, 800, Helga II RE, 530, Pétur Jóns- son RE, 780, örn KE, 550 og Guðmundur Olafur ÓF 560 lestir. Rainbow Hope: Missti átta gáma í hafið Flutningaskipið Rainbow Hope, sem annast sjóflutninga frá Banda- ríkjunum fyrir varnarliðið, missti síðastliðinn mánudag 8 gáma í hafið. Skipið var statt um 500 mílur suðvestur af landinu og lenti í síðari óveðurshrinunni, sem hér gekk yfir um helgina. Engin meiðsli á mönnum urðu vegna þess, og skipið slapp við skemmd- ir. í fjórum þessara gáma voru húsgögn, bíll í einum og grænmeti og brauð í hinum gámunum. Ekki liggur fyrir um hve mikið tjón er þarna að ræða, samkvæmt upp- lýsingum umboðsmanna skipafé- lagsins hér á landi. Davíð Oddsson borgarstjóri Við undirrituð, sem höfum öll starfað í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðis- flokksins undir öruggri forystu Davíðs Oddssonar, borgarstjóra, á þessu kjörtímabili, skorum á alla kjósendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins 24. og 25. nóvember að tryggja áfram örugga forystu Davíðs Oddssonar, borgarstjóra, í borgarmálum með því að kjósa hann í 1. sæti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.