Morgunblaðið - 23.11.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.11.1985, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER1985 t Föstudaginn 22. og laugardaginn 23. verður víkingaskipið okkar f Blómasal drekkhlaðið villibráð. Tilvalið tækifæri fyrir þá sem vilja prófa eitthvað nýtt. . Viö bjóðum upp á: Hrelndýr - villlgæs - önd - rjúpu - sjófugla - helðalamb - graflax - sllung o.fl. Borðapantanir í síma 22322 - 22321. HÓTEL LOFTLEIÐIR FLUGLEIDA f"* HÓTEL Árnaí — eftirGunnar Hauksson Enn á ný göngum við sjálfstæð- ismenn til prófkjörs til þess að velja menn og konur á framboðs- lista flokksins fyrir væntanlegar borgarstjórnarkosningar. Valið er erfitt fyrir marga, því ágætisfólk hefur gefið kost á sér til starfa fyrir flokkinn. Einn þeirra sem hefur gefið kost á sér í prófkjörið er Árni Sigfús- son. Árni hefur verið virkur í starfi inne.n Sjálfstæðisflokksins í árar- aðir, fyrst sem stjórnarmaður í Heimdalli, og síðan sem formaður. Hann var kosinn formaður á fjöl- mennasta aðalfundi sem þar hefur verið haldinn, og hlaut glæsilega kosningu. Margar nýjungar í fé- lagsstarfi Heimdallar litu dagsins ljós, og dreif hann félagið upp úr lægð áranna á undan. Ljóst er að félagið nýtur enn góðs af for- mannstíð hans. Störf hans í Heimdalli vöktu athygli, ekki ein- ungis fyrir hina félagslegu hlið mála, heldur einnig fyrir hans pólitíska innsæi, sem kom glöggt í ljós. Náin kynni tókust með okkur Árna þegar hann tók við fram- öruggt sæti Árni Sigfússon „Árni er nýkominn að utan úr námi sem mjög tengist borgarmálefnum og á örugglega eftir aö nýtast okkur borgar- búum vel, ef við berum gæfu til þess að kjósa hann í öruggt sæti í próf- kjörinu nú um helgina.“ kvæmdastjórastöðu Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, ásamt framkvæmdastjórastöðu Landsmálafélagsins Varðar. Störfuðum við Árni saman í rúm tvö ár er ég gegndi formennsku í Verði. Þeir fjölmörgu sjálfstæðis- menn sem þekkja til Landsmálafé- lagsins Varðar vita af þeirri nauð- syn sem er á margbreytileika fé- lags- og stjórnmálastarfs í slíku félagi. Áhugi Árna og frumkvæði til þess að gera hag félagsins sem mestan var einstakur og mikill styrkur fyrir mig sem formann. Var allt starf hans unnið af þekk- ingu að þar gat verið um mun eldri og lífsreyndari mann að ræða. Þegar ég frétti að Árni ætlaði að gefa kost á sér í þessu próf- kjöri, varð ég mjög ánægður, ekki sist flokksins vegna, því að hæfari ungan mann getur Sjálfstæðis- flokkurinn ekki fengið í þau störf sem borgarstjórnar er að glíma við. Árni er nýkominn að utan úr námi sem mjög tengist borgarmál- efnum og á örugglega eftir að nýt- ast okkur borgarbúum vel, ef við berum gæfu til þess að kjósa hann í öruggt sæti i prófkjörinu nú um helgina. Höíundurer rersluuarstjóri. Hver á 2. sætið? Stutt hugleiðing í tilefni prófkjör sjálfstæðismanna Komið og skoðið tilboð vikunnar á brúsapallinum v/Miklubraut L sími 621055. — eftirAstvald Magnússon Margir vel hæfir frambjóðendur gefa kost á sér í 2. sæti framboðs- listans í prófkjörinu og ekki nema gott eitt um það að segja. Stuðningsmenn þeirra fram- bjóðenda, sem sérstaklega óska eftir stuðningi í 2. sætið, benda á ýmis rök máli sínu til stuðnings. Rökin eru margskonar, m.a. þau að einn frambjóðandi sé dugleg og hæf kona, annar frambjóðandi vegna dugnaðar og ósérhlífni og árangurs af starfi sínu I borgar- málum, sá þriðji vegna reynslu sinnar og sá fjórði vegna þess að hann sé forseti borgarstjórnar og að forseti borgarstjórnar eigi 2. sætið. Ef rök stuðningsmanna Magn- úsar L. Sveinssonar, núverandi forseta borgarstjórnar, sem verið hefur forseti borgarstjórnar í u.þ.b. 5 mán. og tók við því emb- ætti af Páli Gíslasyni, sem gegndi því eftir brottför Alberts og Mark- úsar Arnar, eru skoðuð, kemur í ljós að þau fá ekki staðist. í auglýsingu frá stuðnings- mönnum Magnúsar segir m.a.: „I þessu prófkjöri getur enginn eignað sér neitt sæti. Til hvers er fólk þá að fara í prófkjör. Er t.d. beiðni þeirra um stuðning, sem ekki eru borgarfulltrúar í dag, árás á þá sem eru borg- arfulltrúar fyrir, eða ódrengileg beiðni um að víkja einhverjum núver- andi borgarfulltrúa úr öruggu sæti? „Við minnum á að 2. sætið er sæti forseta borgarstjórnar.“ Þetta er rangt. Það er engin regla um það að sá sem lendir í 2. sætinu verði forseti borgarstjórnar. T.d. má benda á það, að Álbert Guð- mundsson varð 3. í síðasta próf- kjöri og var hann valinn forseti borgarstjórnar. Mörg önnur dæmi eru til þar sem forseti borgar- stjórnar og 2. sætið eiga enga samleið. í grein Björns Vernharðssonar, stuðningsmanns Magnúsar, í Morgunblaðinu sl. fimmtudag seg- ir eftirfarandi: „Þeir sem eru að biðja sjálfstæðismenn að kjósa einhvern annan í 2. sætið eru í raun að biðja sjálfstæðismenn um að víkja Magnúsi L. Sveinssyni úr forsetastól, slíkt er ekki drengi- legt“ o.s.frv. Hver var að tala um drengskap? Svona málflutningur er engum til sóma. Að væna mikinn fjölda sjálf- stæðismanna um ódrengskap í þessu sambandi er áróður af verstu tegund og ekki til framdráttar þeim sem til er ætlast. I þessu prófkjöri getur enginn eignað sér neitt sæti. Til hvers er fólk þá að fara í prófkjör. Er t.d. beiðni þeirra um stuðning, sem ekki eru borgarfulltrúar í dag, árás á þá sem eru borgarfulltrúar fyrir, eða ódrengileg beiðni um að víkja einhverjum núverandi borgarfull- trúa úr öruggu sæti? Nei, titlar skapa frambjóðendum engan guð- legan rétt, a.m.k. ekki í Sjálfstæð- isflokknum, og ekki drengilegt að fara með ósannindi i þvi sambandi. Höfuadur er skrifstofusijóri. t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.