Morgunblaðið - 23.11.1985, Síða 18

Morgunblaðið - 23.11.1985, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER1985 t Föstudaginn 22. og laugardaginn 23. verður víkingaskipið okkar f Blómasal drekkhlaðið villibráð. Tilvalið tækifæri fyrir þá sem vilja prófa eitthvað nýtt. . Viö bjóðum upp á: Hrelndýr - villlgæs - önd - rjúpu - sjófugla - helðalamb - graflax - sllung o.fl. Borðapantanir í síma 22322 - 22321. HÓTEL LOFTLEIÐIR FLUGLEIDA f"* HÓTEL Árnaí — eftirGunnar Hauksson Enn á ný göngum við sjálfstæð- ismenn til prófkjörs til þess að velja menn og konur á framboðs- lista flokksins fyrir væntanlegar borgarstjórnarkosningar. Valið er erfitt fyrir marga, því ágætisfólk hefur gefið kost á sér til starfa fyrir flokkinn. Einn þeirra sem hefur gefið kost á sér í prófkjörið er Árni Sigfús- son. Árni hefur verið virkur í starfi inne.n Sjálfstæðisflokksins í árar- aðir, fyrst sem stjórnarmaður í Heimdalli, og síðan sem formaður. Hann var kosinn formaður á fjöl- mennasta aðalfundi sem þar hefur verið haldinn, og hlaut glæsilega kosningu. Margar nýjungar í fé- lagsstarfi Heimdallar litu dagsins ljós, og dreif hann félagið upp úr lægð áranna á undan. Ljóst er að félagið nýtur enn góðs af for- mannstíð hans. Störf hans í Heimdalli vöktu athygli, ekki ein- ungis fyrir hina félagslegu hlið mála, heldur einnig fyrir hans pólitíska innsæi, sem kom glöggt í ljós. Náin kynni tókust með okkur Árna þegar hann tók við fram- öruggt sæti Árni Sigfússon „Árni er nýkominn að utan úr námi sem mjög tengist borgarmálefnum og á örugglega eftir aö nýtast okkur borgar- búum vel, ef við berum gæfu til þess að kjósa hann í öruggt sæti í próf- kjörinu nú um helgina.“ kvæmdastjórastöðu Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, ásamt framkvæmdastjórastöðu Landsmálafélagsins Varðar. Störfuðum við Árni saman í rúm tvö ár er ég gegndi formennsku í Verði. Þeir fjölmörgu sjálfstæðis- menn sem þekkja til Landsmálafé- lagsins Varðar vita af þeirri nauð- syn sem er á margbreytileika fé- lags- og stjórnmálastarfs í slíku félagi. Áhugi Árna og frumkvæði til þess að gera hag félagsins sem mestan var einstakur og mikill styrkur fyrir mig sem formann. Var allt starf hans unnið af þekk- ingu að þar gat verið um mun eldri og lífsreyndari mann að ræða. Þegar ég frétti að Árni ætlaði að gefa kost á sér í þessu próf- kjöri, varð ég mjög ánægður, ekki sist flokksins vegna, því að hæfari ungan mann getur Sjálfstæðis- flokkurinn ekki fengið í þau störf sem borgarstjórnar er að glíma við. Árni er nýkominn að utan úr námi sem mjög tengist borgarmál- efnum og á örugglega eftir að nýt- ast okkur borgarbúum vel, ef við berum gæfu til þess að kjósa hann í öruggt sæti i prófkjörinu nú um helgina. Höíundurer rersluuarstjóri. Hver á 2. sætið? Stutt hugleiðing í tilefni prófkjör sjálfstæðismanna Komið og skoðið tilboð vikunnar á brúsapallinum v/Miklubraut L sími 621055. — eftirAstvald Magnússon Margir vel hæfir frambjóðendur gefa kost á sér í 2. sæti framboðs- listans í prófkjörinu og ekki nema gott eitt um það að segja. Stuðningsmenn þeirra fram- bjóðenda, sem sérstaklega óska eftir stuðningi í 2. sætið, benda á ýmis rök máli sínu til stuðnings. Rökin eru margskonar, m.a. þau að einn frambjóðandi sé dugleg og hæf kona, annar frambjóðandi vegna dugnaðar og ósérhlífni og árangurs af starfi sínu I borgar- málum, sá þriðji vegna reynslu sinnar og sá fjórði vegna þess að hann sé forseti borgarstjórnar og að forseti borgarstjórnar eigi 2. sætið. Ef rök stuðningsmanna Magn- úsar L. Sveinssonar, núverandi forseta borgarstjórnar, sem verið hefur forseti borgarstjórnar í u.þ.b. 5 mán. og tók við því emb- ætti af Páli Gíslasyni, sem gegndi því eftir brottför Alberts og Mark- úsar Arnar, eru skoðuð, kemur í ljós að þau fá ekki staðist. í auglýsingu frá stuðnings- mönnum Magnúsar segir m.a.: „I þessu prófkjöri getur enginn eignað sér neitt sæti. Til hvers er fólk þá að fara í prófkjör. Er t.d. beiðni þeirra um stuðning, sem ekki eru borgarfulltrúar í dag, árás á þá sem eru borg- arfulltrúar fyrir, eða ódrengileg beiðni um að víkja einhverjum núver- andi borgarfulltrúa úr öruggu sæti? „Við minnum á að 2. sætið er sæti forseta borgarstjórnar.“ Þetta er rangt. Það er engin regla um það að sá sem lendir í 2. sætinu verði forseti borgarstjórnar. T.d. má benda á það, að Álbert Guð- mundsson varð 3. í síðasta próf- kjöri og var hann valinn forseti borgarstjórnar. Mörg önnur dæmi eru til þar sem forseti borgar- stjórnar og 2. sætið eiga enga samleið. í grein Björns Vernharðssonar, stuðningsmanns Magnúsar, í Morgunblaðinu sl. fimmtudag seg- ir eftirfarandi: „Þeir sem eru að biðja sjálfstæðismenn að kjósa einhvern annan í 2. sætið eru í raun að biðja sjálfstæðismenn um að víkja Magnúsi L. Sveinssyni úr forsetastól, slíkt er ekki drengi- legt“ o.s.frv. Hver var að tala um drengskap? Svona málflutningur er engum til sóma. Að væna mikinn fjölda sjálf- stæðismanna um ódrengskap í þessu sambandi er áróður af verstu tegund og ekki til framdráttar þeim sem til er ætlast. I þessu prófkjöri getur enginn eignað sér neitt sæti. Til hvers er fólk þá að fara í prófkjör. Er t.d. beiðni þeirra um stuðning, sem ekki eru borgarfulltrúar í dag, árás á þá sem eru borgarfulltrúar fyrir, eða ódrengileg beiðni um að víkja einhverjum núverandi borgarfull- trúa úr öruggu sæti? Nei, titlar skapa frambjóðendum engan guð- legan rétt, a.m.k. ekki í Sjálfstæð- isflokknum, og ekki drengilegt að fara með ósannindi i þvi sambandi. Höfuadur er skrifstofusijóri. t

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.