Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER1985 Spástefna Stjórnunarfélags íslands Verðvísitala innlendr- ar framleiðslu í stað framfærsluvísitölu Þorvaldur Gylfason prófessor reif- ar hugmynd að nýju kauptryggingarkerfi ÞORVALDUR Gylfason, prófessor, varpaði fram þeirri hugmynd á Spá- stefnu Stjórnunarfélagsins að taka hér upp kauptryggingarkerfi sem væri í reynd verðvísitala innlendrar framleiðslu fremur en vísitala er mældi framfærsluna. Með þessu taldi Þorvaldur að hugsanlega feng- ist kauptryggingarkerfi sem gengi ekki fram af raunverulegri greiðslu- getu atvinnuveganna á hverjum tíma. í máli Þorvalds kom fram, að hann taldi kauptryggingarkerfið sjálft ekki af hinu vonda heldur hefðu gallar þess verið fólgnir í útfærslunni á því, þar sem þess hefði aldrei verið nægilega gætt að vísitalan mældi þann kaupmátt sem fyrirtækin réðu við. Þorvaldur kvað einsýnt að kauptryggingar- málin yrðu mjög á dagskrá í væntanlegum kjarasámningum og sagði að ef vísitölubinding yrði þar ofan á þyrfti annars vegar að gæta þess að ekki yrði samið um meiri kaupmátt en svo að hann yrði ekki fyrirtækjunum um megn, svo að ekki kæmi til vaxandi verðbólgu, og hins vegar að verðbætur á laun yrðu í formi þessarar verðvísitölu innlendrar framleiðslu. Björn Björnsson, hagfræðingur Alþýðusambandsins, sagði á Spá- stefnunni að á þessari hugmynd Þorvalds væru margir tæknilegir annmarkar. I fyrsta lagi væri verðvísitala innlendrar fram- leiðslu ekki til og ljóst væri að samsetning hennar hlyti að verða mjög flókin. Björn sagði hins vegar að við gerð síðustu kjarasamninga hefði verið samið um litla kaup- hækkun og þá gengið út frá ákveðnum forsendum í efnahags- þróun, sem ríkisstjórnin hefði ætlað að tryggja. Reynslan af þessum samningum væri hins vegar þannig að ljóst væri að hún yrði ekki farin aftur í næstu samningum. Kauptrygging hlyti því að verða annað aðalmál næstu samninga. Hitt málið væri hið tvöfalda launakerfi sem upp væri komið í landinu, þar sem taxta- kaup hefði rýrnað um fjórðung meðan ráðstöfunartekjur á mann hefðu nokkurn veginn haldist. Þetta tvöfalda launakerfi væri skýringin á ójöfnuðinum sem ríkti í þjóðfélaginu um þessar mundir og leiðrétta þyrfti. Verðbólgan 1986: Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, kynnir, elstu niðurstöður endurskoðaðrar þjóðhagsspár á Spástefnu Stjórnunarfélagsins í gær. 20 % segir rfldsstjórnin 40 % segja fyrirtækin • Vextir húsnæðismálalánanna neikvæðir um 10% ef skattafrádráttarheimildin er tekin með, segir Þorvaldur Gylfason prófessor — Vandi hús- byggjenda of lágt kaup en ekki of háir vextir VERULEGUR munur er annars vegar á endurskoðaðri þjóðhagsspá ríkisstjórnarinnar um þróun verð- lags og gengismála fyrir 1986 og áætlunum fimm fyrirtækja, sem Stjórnunarfélag íslands fékk til að spá um þessi atriði. í endurskoðaðri þjóðhagsspá er gert ráð fyrir að verðbólga á næsta ári verði um 20% og samsvarandi hækkun dollars gagnvart krónu meðan fyrirtækin gera ráð fyrir 30—40% verðbólgu á næsta ári og um 25% hækkun doll- ars á því ári miðað við íslensku krónuna. í upphaflegri þjóðhagsáætlun er forsætisráðherra lagði fram á Alþingi um miðjan október var gert ráð fyrir um 10% verðbólgu á næsta ári en á spástefnu Stjórn- unarfélags íslands á Hótel Sögu í gær sagði Steingrímur Hermanns- son forsætisráðherra að einkum tvennt hefði orðið til að raska því markmiði ríkisstjórnarinnar — annars vegar fall dollarans á al- þjóðlegum gjaldeyrismörkuðum í október sem hefði haft mjög óhag- stæð áhrif á viðskiptakjör þjóðar- innar og hinsvegar 3% launa- Iðnaðarbankinn: Umsókn um hækkun vaxta á óverðtryggðum reikn- ingum hafnað í þrígang Fengum ekki stuöning annarra banka, segir Davíð Sch. Thorsteinsson IÐNAÐARBANKINN hefur nú þrí- vegis sótt um heimild til að fá að hækka vexti af óverðtryggðum reikningum og afurðalánum til iðn- aðar en hefur ekki fengið til þess stuðning frá öðrum viðskiptabönk- um og verið synjað um hækkun í öll skiptin. Þetta kom fram hjá Davíð Sch. Thorsteinssyni, formanni banka- ráðs Iðnaðarbankans á Spástefnu Stjórnunarfélagsins. Davíð gerði þar að umtalsefni öngþveitið i vaxtamálum, þar sem menn hefðu í fyrsta lagi mjög neikvæða vexti á sparisjóðsreikningum og af af- urðalánum, en síðan verðtryggð lán banka með 2—3% raunvöxtum, 5—7% vexti lífeyrissjóða og síðan vexti hins frjálsa markaðar sem ríkissjóður réði ferðinni á með 9—16% raunvöxtum. ítrekaði Davíð nauðsyn þess að bankarnir sjálfir fengju að ákvarða vextina. Tryggvi Pálsson, hagfræðingur Landsbankans, lagði út af þessum vangaveltum Daviðs. Hann benti á að afurðalán til sjávarútvegs væru nú að fullu gengistryggð og með raunvexti í reynd meðan af- urðalán til landbúnaðar og iðnaðar byggju við mjög neikvæða vexti, sem væru þar af leiðandi í raun niðurgreiddir. Spurði Tryggvi Davíð hverju það sætti að iðn- rekendur, sem jafnan hefðu barist skelegglega fyrir því að atvinnu- greinarnar byggju við jafnan rétt á öllum sviðum, hefðu nú engin orð um þessa mismunun, sem ættu sér stað í vaxtamálum afurðalán- anna. Svaraði Davíð því þá til að hann hefði ásamt bankastjórn Iðnaðar- bankans nú í þrígang sótt um að fá að hækka vexti óverðtryggðra reikninga og þar með talda vexti af afurðalánum til iðnaðarins í það horf að þessi vextir yrðu jákvæðir. Iðnaðarbankinn hefði leitað eftir samstöðu innan bankakerfisins um þessa hækkun vaxta en ekki hlotið þar hljómgrunn og stuðning. Umsókn Iðnaðarbankans hefði því verið hafnað í öll skiptin. Að öðru leyti kvaðst Davíð ekki geta svarað fyrir iðnrekendur almennt. hækkunin sem ákveðin var um svipað leyti. Verðbólga í ár verður því um 35% en gengi dollars gagn- vart íslensku krónunni hefur hins vegar hækkað um 17% á sama tímabili. í máli forsætisráðherra kom fram að íslendingar væru nú komnir á ystu mörk í erlendum lántökum, þar sem heildarskuldir þjóðarinnar væru orðnar 53% af landsframleiðslu og vextir og af- borganir á ári um 20% af gjaldeyr- istekjum eða 5,8 milljarðar sem ekki yrðu þá notaðir í annað. Forsætisráðherra lét þannig að því liggja að víglínan í efnahagsmála- baráttu ríkisstjórnarinnar hefði nú færst frá því sem var í upphafi — úr baráttu við verðbólgu yfir I að taka á skuldamálunum og auka ekki erlendar skuldir þjóðarinnar umfram afborganirnar. Áföll í efnahagslífinu sem einkum stöf- uðu af sveiflum í sjávarútvegi, yrðu þess vegna ekki lengur brúað- ar með erlendum lántökum og gengisfellingum, og þýddi óhjá- kvæmilega að baráttan við verð- bólguna gæti ekki verið lengur það forgangsmál sem hún var í byrjun ferils þessarar ríkisstjórnar. Á spástefnunni ræddu þeir Sig- urður B. Stefánsson, hagfræðingur Kaupþings, og Þorvaldur Gylfason prófessor horfur á efnahagsþróun- inni á næsta ári. í máli Sigurðar B. Stefánssonar kom fram það álit hans að ef íslendingar ætluðu að halda í við hagvöxt vestrænna iðnríkja, sem spáð væri, að yrði um 3% að meðaltali seinni hluta þessa áratugar í stað 2%, þá væri óhjákvæmilegt að íslendingar tækju upp áþekkt frjálsræði í fjár- magns- og peningamálum og beittu áþekkum hagrænum að- gerðum, sem þar væru við lýði svo vel hefðu gefist. Ella drægjust íslendingar aftur úr. í máli Þorvalds Gylfasonar kom fram að ef lesið væri út úr tölum í fjárlagafrumvarpi og lánsfjár- áætlun kæmi í ljós að öll erlend lántaka á vegum opinberra aðila á næsta ári væri um 1,6 milljarður umfram afborganir og vexti og því ekki í samræmi við yfirlýst mark- mið ríkisstjórnarinnar. Hann taldi hins vegar að náðst hefði umtals- verður árangur í vaxtamálum með því að komnir væru á raunvextir, sem myndu rífa upp innlendan sparnað og sá aukni sparnaður myndi síðan draga úr verðbólgu og þörfinni fyrir erlent fjármagn. Þorvaldur ræddi um vanda hús- byggjenda í ljósi hárra vaxta. Hann taldi hinsvegar hæpið að kenna háum vöxtum um þennan vanda, því að þegar þess væri gætt að þessir vextir af húsnæðis- lánum væru frádráttarbærir til skatts þá mætti sýna fram á að þessir vextir væru þegar allt kæmi til alls neikvæðir um 10% og hús- næðislápin því með þeim hagstæð- ustu sem byðust á markaðnum. Vandi húsbyggjenda væri því of lágt kaup en ekki of háir vextir. í hringborðsumræðum á eftir framsöguerindum, þar sem þátt tóku m.a. hagfræðingar aðila vinnumarkaðarins og forsvars- menn úr atvinnulífinu var ekki unnt að greina mikla trú á að árið 1986 myndi verða ár neinna veru- legra umskipta í efnahagslífinu. Bankaráð Búnaðarbankans um vanda Útvegsbankans: Þörf er á sameiginiegu átaki ríkisvalds og banka „ÞÓTT Búnaðarbanki íslands sé traustur banki, sem rekinn hefur verið áfallalaust frá öndverðu, tel- ur bankaráðið, að það sé einfóld- un á erfiðu vandamáli Útvegs- bankans að hægt sé að sameina hann Búnaðarbankanum, án þess að annað og meira komi til. Það er skoðun bankaráðsins, að til þess að ráða fram úr þess- um vanda þurfi sameiginlegt átak ríkisvaldsins, sem ber fjár- hagslega ábyrgð á Útvegsbank- anum, og hinna ríkisbankanna, þ.e. Seðlabanka, Landsbanka, Búnaðarbanka og annarra inn- lánsstofnana. ótímabærar yfirlýsingar um eitt eða annað á þessu stigi geta skaðað einstaka banka hérlendis og rýrt traust þeirra erlendis. Bankaráðið leggur áherzlu á, að mál þessi verði öll vandlega athuguð, og lýsir sig reiðubúið til að að eiga aðild að sameigin- legri lausn þeirra."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.