Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER1985 Reykjavík fyrri tíma Bókmenntir Sigurjón Björnsson Árni Óla: Reykjavík fyrri tíma. Annað bindi. Skuggsjá. Bókabúð Olivers Steins sf., 1985, 582 bladsíð- ur. Hér heldur fram Reykjavíkur- bókum Árna Óla og eru í þessu bindi endurprentaðar bækurnar Skuggsjá Reykjavíkur og Horft á Reykjavík. Hafa þá fjórar Reykja- víkurbókanna verið endurprentað- ar í þessari útgáfu. Eru tvær eftir og birtast þær væntanlega áður en langt um líður. Þetta er gríðarmikil lesning, því að bókin er næstum því 600 þlað- síður og sett með fremur smáu og þéttu letri. Ritgerðirnar eða „Sögukaflarnir", eins og höfundur nefndi þær, eru 64 talsins. Ég verð að játa að mér hefur ekki unnist tími til að lesa alla bókina vand- lega. Þetta er ekki heldur bók sem æskilegt er að lesa í einum spreng frá upphafi til enda. Sé svo gert er hætt við að efnið vilji renna nokkuð saman, lesturinn verða fremur leiðigjarn og nýtist hann þá ekki sem skyldi. Hins vegar er einkar ánægjulegt að hafa þetta rit við hendina, grípa niður í eina og eina ritgerð þegar þannig liggur á manni. Og víst er margt hægt að lesa oftar en einu sinni. Stíll Árna Óla er lipur og þægilegur aflestrar, þó að hvorki sé hann að jafnaði rishár né svipmikill. Flestir þættirnir fjalla um Reykjavík fyrri tíma, eins og nafn bókarinnar bendir til. Lesandinn fær næsta fróðlega vitneskju um hvernig háttaði til í Reykjavík og grennd á síðustu öld og jafnvel lengra aftur bæði hvað varðaði húsaskipan, bæjarbrag, gang bæj- armála og mannlíf. Sumir þessara gömlu Reykvíkinga verða smám saman ljóslifandi í huga lesandans líkt og gamlir kunningjar, enda er sömu manna einatt getið í mörgum Árni Óla þáttum. Og víst er um það að mörgum smáskrítilegum tiltektum og atvikum (og málaferlum) er stundum lýst, enda virðist Árni Óla hafa haft næmt auga fyrir þeim hlutum. í öðrum tilvikum er söguefnið sorglega dramatískt eða sagt er frá merkisatburðum í sögu Reykjavíkur. Allmargar greinar segja frá landsmálum og varða því ekki Reykjavík beinlínis að öðru leyti en því að sögusviðið er í Reykjavík. Hér er firnamikill fróðleikur saman kominn og er enginn vafi á að Árni Óla hefur orðið allra manna kunugastur fortíð Reykja- víkur. Stundum finnst manni sem hann hafi beinlínis séð Reykjavík fyrir sér eins og hún var forðum og þekkt þá sem þár bjuggu. Árni Óla var framar öðru blaða- maður, enda var það hans ævi- starf. Hann var einn merkasti fulltrúi sinnar stéttar og einn hinn eljusamasti. Ritgerðirnar bera þess vissulega merki að blaöamað- ur heldur um pennann. Er þetta engan veginn sagt til niðrunar, miklu fremur til lofs. Árni bar gott skyn á það sem fréttnæmt gat talist og hann hafði lag á að koma því til skila á myndrænan og læsi- legan hátt. Og hann var ríkulega gæddur þeirri hnýsni sem er aðals- merki góðs blaðamanns: að leita að orsökum, huga að skýringum atburða. Þar mættust sagnfræð- ingurinn, heimspekingurinn og blaðamaðurinn í einum og sama manninum. Af þess háttar stefnu- mótum getur sitthvað gott leitt. Þegar þessar mörgu ritgerðir eru lesnar í samhengi, leynir sér ekki að þær eru bomar uppi af ákveðnum viðhorfum höfundar, sem tengja þær saman og gefa þeim ákveðinn blæ og stefnu. Árni er ekki einungis að segja frá. Hann er að koma viðhorfum á framfæri. Þessi viðhorf eru rótföst þjóðholl- usta, ást á íslenskri menningu og menningarbaráttu, samúð með lítilmagnanum og öllum þeim sem hallir verða í amstri lífsins. Sam- fara þessu andar oft köldu í garð hins danska kaupmannavalds og herrastéttarinnar yfirhöfuð. Ávirðingar, ágirnd, yfirgangssemi og ómenning þessa fóiks er sjaldn- ast látin liggja í Iáginni. Það má svo sem segja að allt þetta sé liðin tíð, sem vel megi gleymast. En Árni víkur þó að því stöku sinnum að það kunni að vera hollt aö líta til baka og bera saman við nútíð- ina. Ekki sé einhlítt að um fram- farir sé að ræða á öllum sviðum, t.a.m. í bindindismálum. Sumir segja að raunar að það sé einkenni sögunnar að ganga í bylgjum, hið gamla skjóti einatt upp kollinum í nýjum búningi. Hafi sú skoðun við einhver rök að styðjast, kann að vera gagnlegt að líta við og við um öxl. Af því megi draga vissa lærdóma. Hvað sem þessum vangaveltum líður er þakkarvert að fá í hendur þessa myndarlegu endurútgáfu af Reykjavíkurritsmíðum Árna óla. Þær eru hollur lestur, sem endist lengi. Um dygð og skyldu Bókmenntir Erlendur Jónsson Jón Helgason: ORÐ SKULU STANDA. 174 bls. Iðunn. Reykja- vík, 1985. Fjórtán ár eru liðin síðan bók þessi kom fyrst út. Endurútgáfa svo ungrar bókar er sjaldgæf á landi hér. Raunar eru þær bækur sárafáar sem koma út nema einu sinni. En bækur Jóns Helgasonar njóta nokkurrar sérstöðu. Margir hafa áhuga á þess háttar þjóðleg- um fróðleik sem hann kaus sér að meginviðfangsefni, mjög margir. Þætti af svipuðu tagi, sem hann ritaði, höfðu aðrir fært í letur á undan honum. En í höndum Jóns Helgasonar varð þetta listræn bókmenntagrein. Jón var blaða- maður að atvinnu og því opinn fyrir öllu fréttnæmu. Og það gilti einnig þegar hann tók að rýna inn í hálfrökkur liðinna ára og alda. Það voru stórfréttir fortíðarinnar sem hann dró úr djúpi gleymsk- unnar og bjó í þessar háttar bún- ing að bæði varð auðskilið og aðgengilegt. En jafnvel meðal bóka Jóns Helgasonar er þessi nokkuð sér á blaði. Þar eru engar þær svipting- ar sem segja mætti að mörkuðu spor í lífi einstaklinga eða þjóðar, engir þeir atburðir sem svo væru hafnir yfir hversdagsleikann að orð færi af. Söguhetjan, Páll Jóns- son — stundum kallaður vegfræð- ingur — gerðist ekki fyrirferðar- mikill í dómabókum né heldur var Jón Helgason breytni hans á neinn veg svo hátt- að að samtíðarfólk hefði hann á milli tannanna. Hann var ekki í hópi atkvæðamanna sinnar tíðar, yfirhöfuð að segja. En hann var sérstakur á margan hátt; sérvitur, óvenjulegur, einstakur. Sem ung- um manni er honum svo lýst: »Hann var smár vexti og kyrkings- legur og lét lítið yfir sér, hlédræg- ur og fámáll í umgengni... í einu bar hann þó af flestum öðrum: Samviskusemi hans var dærnafá.* Nú var það ekkert einsdæmi fyrr á tímum að hjú ynnu húsbændum vel og dyggilega. í raun þótti það sjálfsagðara en svo að lofsvert skyldi teljast eða frásagnarvert. En Páll Jónsson var ekki allur þar sem hann var séður. Hann var ekki minni fyrir sér en svo að hann lagði í ferð til Noregs og lærði þar vegagerð. Á þeim árum var ekki óalgengt að stórbændasynir færu þangað og lærðu búnaðarfræði. En Páll var ekki í þeirri stétt þjóð- félagsins. Framtak hans var því snöggtum meira en útlit hans og framkoma gaf til kynna, að ekki sé talað um fararefni. En »hann sóttist ekki eftir al- mannahylli né neins konar lofstír eða umbun utan þeirri, sem góð samviska dyggðugs manns veitti honum.« Vinnumennska í sveit þótti þá ekki vegleg staða á landi hér. Þó var sú stétt hin þarfasta. Páli þótt því við hæfi að gerast vinnumaður, og þá einkum þar sem þörfin væri brýnust. Um eiginn fjárhag sinnti hann lítt. En hvað kom þá til að slíkur maður féll ekki í gleymsku um leið og hann var dauður og grafinn? Hvort tveggja var að eftir Páli var tekið vegna þess hversu sérstæður hann var og olli þó hitt meir að hann var sískrifandi og lét því eftir sig ærnar upplýsingar um sjálfan sig, skoðanir sínar og æviskeið. Þaðan hafði höfundur að miklu leyti efnið í bók þessa. Ég hygg að Jón Helgason hafi valið sér Pál Jónsson sem sögu- hetju fyrir þá sök meðal annars að þar fór persónugervingur fornra dygða. Þjóðfélag í nauðum statt eins og hið íslenska þreifst því aðeins að menn stæðu við orð sín. Auðvitað varð misbrestur á því eins og alltaf. En sá sem gekk á bak orða sinna taldist aö minnsta kosti maður að minni. Orðheldnin var lífsnauðsyn. í hugarfylgsnum Páls hljóp ofvöxtur í þessa dygð. Orðheldni hans varð stundum að gagnslausri þráhyggju sem bitnaði verst á honum sjálfum. Grænlenskur listiðnaður Myndlist Bragi Ásgeirsson Þótt stutt sé frá íslandi til Grænlands, er það merkilegt og til umhugsunar, hve menning landanna er ólík. Þjóðfræði og þjóðháttasöfn víða um heim segja okkur, að miklir þjóðflutningar hirðingja hafi átt sér stað frá Mongólíu einhvern tíma í fyrndinni. Þeir hafi farið yfir, þar sem nú er Norður-Rússland, yfir landsvæði það, er seinna var nefnt Græn- land, Alaska, Norður-Ameríka og náð allt til Suður-Ameríku. Víst er, að margt er líkt með Mongólum, Grænlendingum og indjánum og þá einkum hvað það snertir að kunna að laga sig að náttúrunni og lifa í sátt við lífs- Sýnilega hefur Páll verið nokkuð vel sjálfmenntaður eftir sinnar tíðar mælikvarða. Stærðfræðingur var hann t.d. góður. Annað í fari hans kemur fyrir sjónir sem ein- feldni. Broslegt er t.d. að lesa um afstöðu hans til stjórnmála. Jöfn- uður þótti honum göfugt markmið og þess vegna fékk hann mætur á jafnaðarmönnum — Alþýðu- flokknum. En sparnaður sem sjálf- stæðismenn boðuðu, var ekki síður Páli að skapi. Endirinn varð sá að hann krossaði við frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins þótt hann annars legði þessa flokka nokkurn veginn aðjöfnu. Páll Jónsson lifði fram á bílaöld og útvarpsöld. En þá var hann orðinn maður gamall, ævin eydd. Hann var einn þeirra kynlegu kvista sem spruttu upp úr harð- hnjóskulegum jarðvegi gamla tímans þegar sérhver frjóangi varð að neyta síns ítrasta til að teygja sig upp úr skugganum. Vatnsrúm sf. í nýtt húsnæði VERSLUNIN Vatnsrúm sf. er flutt í nýtt húsnæði í Borgartúni 29. Vatnsrúm sf. sérhæfa sig í sölu á vatnsrúmum eins og nafnið gefur til kynna. Hægt er að fá dýnur af mörgum gerðum — allt frá gljúpum vatnsbelg að 99 % öldudeyfingu. Sovehjerte-vatnsrúmin, sem í versluninni fást, eru innflutt frá Noregi. Rúmin er hægt að fá úr lakkaðri furu, eik, bæsuð, hvítlökk- uð, kalkunnin, olíuborin eða með lútaðri áferð. Á myndinni er Guð- brandur Jónatansson, eigandi rinnnr ^ hÚSnSÖíuu. keðjuna og ofbjóða henni aldrei. Með þessu fólki bjó djúp virðing fyrir lífinu, og guðdómur í ein- hverri mynd er jafnan í fartesk- inu, þar sem líf þróast í mann- heimi hvaða nafni sem hann nefnist. Þetta fólk fór létt með að laga sig að fimbulkulda norðurskauts- ins og lifa þar fögru, látlausu og hamingjusömu lífi, þar sem ekki svarf til stáls, nema að brotin væru þau guðs og manna lög, er héldu ættbálkunum saman. Að- lögunarhæfnin var og einnig fyrir hendi, þar sem mestir hitar voru í suðurálfu Ameríku. Einlægni þessara náttúru- barna var viðþrugðið og listrænt handverk aðdáunarvert, sem kemur fram í híbýlum þess, klæðnaði, útskornum munum og skarti hvers konar, veiðitækjum, bátum, vopnum og verjum. Vér vestrænir menn höfum nefnt þetta fólk frumstætt og trúar- brögð þess hindurvitni, sem hvorugt er rétt. Okkur hefur ekki borið sú gæfa að lifa eftir þeirri eðlilegu speki, að ef við sjálf værum betri, þá væri heimurinn betri. Heldur höfum við stöðugt viljað gera aðra betri með því að þvinga upp á þá tilbúnum siðalögmálum okkar, sem fela m.a. í sér drottnunargirni og taumlausa ágirnd. Þessir þjóðflutningar fóru alveg framhjá íslandi, sem svo seinna byggðist af pöpum og norrænum víkingum, er komu með vestræna menningararfleifð í malnum. Lítil sýning á grænlenzkum listiðnaði, sem sett hefur veirð upp í anddyrri Norræna hússins, opnar okkur dyr að broti af fjár- sjóðum þessarar fornu menning- ararfleifðar, er hirðingjarnir fluttu með sér og þróuðu á marga vegu. Við sjáum ýmsa útskorna gripi, dansgrímur og dýramynd- ir, svo og túpilakka, sem eru kynjadýr, skorin úr beini, tré eða kljásteini. Túpilakkar voru til í þjóðtrú Grænlendinga og voru svipuð fyrirbæri og tilberar eða sendingar í íslenzkri þjóðtrú, að því er sagt er. Það er mjög forn sigur að skera út túpiiakka, sem endurvakinn var seint á 19. öld og breiddist þá á ný um allt Grænland. Þeir eiga í nútímamynd lítið skylt við fornan átrúnað en eru mjög áhugaverðir sem listaverk í sjálfu sér. Það fer ekki hjá því, að maður hugsi margt, er hin fagra sýning í Norræna húsinu er skoðuð, og skyldi íslenzk menning ekki ein- ungis hafa orðið ríkari og fjöl- breyttari ef þessir hirðingjar hefðu tyllt hér tá um stund fyrir nokkrum árþúsundum?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.