Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER1985 33 mnga nna Frestun vöru- gjaldsins fagnaö Fjár til tekjuskattslækkunar- innar átti að afla með því að gera breytingar á óbeinum sköttum, þ.e. vörugjaldi og tollum. Slík breyting hefði hins vegar leitt til 1-1 Vi % hækkunar framfærsluvísi- tölu og frestaði stjórnin því öllu dæminu. Miðað við það sem áður hefur verið rifjað upp um stefnu flokks og stjórnar hefur það varla verið létt verk hjá Þorsteini Páls- syni formanni Sjálfstæðisflokks- ins að þurfa í embætti fjármála- ráðherra að taka þessa ákvörðun og kynna hana í þingflokki sínum, ríkisstjórn og fyrir almenningi. Vitað er að margir bundu vonir við tekjuskattslækkunina, þetta réttlætismál, sem margir telja vera. Þorsteinn vísaði til áhrifa hækk- unar verðlags í kjölfar vörugjalds- hækkunarinnar á kaupmátt launa og næstu kjarasamninga og að lækkun tekjuskattsins hefði mun minni áhrif hjá launþegum en hækkun vörugjaldsins. Lækkun tekjuskattsins væri eftir sem áður æskileg, en skynsamlegast að fresta þessum ráðstöfunum við núverandi aðstæður. Viðbrögð forystumanna laun- þega og vinnuveitenda voru já- kvæð. Gunnar J. Friðriksson for- maður VSÍ sagði að VSl hefði haft áhyggjur af álagningu vöru- gjaldsins og taldi að þessi ákvörð- un gæti greitt fyrir samningum. Ásmundur Stefánsson forseti ASl fagnaði því að ríkisstjórnin „skuli hafa tekið fortölum og hætt við áform sín, enda væri alltaf skyn- samlegt að hætta við að gera vit- leysur". Hann vildi þó ekki sleppa takinu af tekjuskattslækkuninni • og taldi að í næstu samningum myndi reyna á það hvort ríkis- stjórnin væri tilbúin til að liðka fyrir þeim með lækkun tekjuskatts eða á annan hátt. Vörugjaldiö hefði hækkaö sumar vörur en lækkaö aörar Nýja vörugjaldið var fyrirhugað að leggja á varanlegar neysluvörur og einnig óvaranlegar neysluvörur, aðrar en matvæli og fatnað. Hvorki var búið að ákveða endan- lega á hvaða stofn það legðist né hvað það yrði hátt. Morgunblaðinu er kunnugt um að helst var rætt um að hafa það 30%. Jafnframt átti að fella niður ýmsa tekju- stofna, svo sem sérstakt vörugjald (24 og 30%) sem menn telja afar tilviljanakennt hvernig kemur á vörur, vörugjald á sælgæti, gos- drykki og fl. (7 og 17%), tollaf- greiðslugjald, gjald af gas- og brennsluolíu, byggingariðnaðar- sjóðsgjald og rafmagnseftirlits- gjald. Þá átti að samræma og lækka tolla og eru fyrirliggjandi drög að frumvarpi að nýjum tolla- lögum. Sé litið á áhrif þessarar breyt- ingar á vöruverð kemur í ljós að ýmsar vörur hefðu lækkað veru- lega en aðrar hækkað. Sem dæmi má nefna að eftirtaldar vöruteg- undir hefðu lækkað: niðursoðnir ávextir, marmelaði, rúsínur og fleira (13-28%), krydd (30%), borð- búnaður (23%), sjónvörp, mynd- bönd og hljómflutningstæki (9- 10%), íþróttavörur, spil, hljóm- plötur og ljósmyndafilmur. Sem dæmi um vörur sem hefðu hækkað má nefna: kaffi (19%), gosdrykkir (11%), þvottaefni (27%), ýmis heimilistæki svo sem þvottavélar og isskápar (12-35%) og brauð (30%). Búist var við að hækkanirn- ar myndu vega mun meira en lækkanirnar, og ríkissjóður fengi 780 milljónir í tekjur af nýja vöru- gjaldinu og söluskattsáhrifum þess, en breytingar á tollskrá voru taldar lækka tekjur ríkissjóðs um 250 milljónir kr. Mikið vantar á að almennar iaunatekjur veröi tekjuskattslausar Sjálfsagt velta margir því fyrir sér hvort þeir verði tekjuskatts- lausir þegar/ef þeim markmiðum verður náð að tekjuskattur verði ekki lagður á almennar launatekj- ur. Engin ein skilgreining er til á því hverjar eru almennar launa- tekjur. I áðurnefndu frumvarpi sjálfstæðisþingmannanna er stungið upp á að miðað verði við meðaltekjur sjómanna, iðnaðar- manna og verkamanna. Ekki er vitað hvort formenn stjórnar- flokkanna miðuðu við það eða eitt- hvað annað þegar þeir settu mark- ið við 21-22 þúsund kr. á mánuði í ágúst í fyrra. Framreiknað sam- svarar þetta tekjumark um 32 þús- und kr. mánaðartekjum I dag eða 380 þúsund krónum á ári. Við álagningu í ár (vegna tekna 1984) var tekjuskattur ekki lagður á einhleyping með allt að 210 þús- und í launatekjur (miðað við fastan frádrátt), 236.250 kr. hjá einstæðu foreldri og 367.177 hjá hjónum, þar sem annað hjónanna vinnur fyrir öllum tekjum heimil- isins. I þessum dæmum er ekki tekið tillit til barnabóta. Þetta eru dæmi frá síðasta tekjuári, en ekki er vitað hvernig útkoman verður fyrir yfirstandandi ár. Ekki er ólíklegt að meðalmánaðarlaun á þessu ári geti verið allt að 23 þús- und hjá einhleypingi, um það bil 26 þúsund hjá einstæðu foreldri og allt að 41 þúsundi hjá hjónum þar sem aðeins annað hjóna vinnur úti, án þess að tekjuskattur verði lagður á viðkomandi. Þar sem um barnabætur er að ræða má hækka tekjumörkin sem þeim nemur, en þær fara eftir barnafjölda og aldri barna eins og kunnugt er. Með samanburði ofangreindra talna kemur í ljós að skattleysis- mörkin eru enn undir viðmiðunar- tekjum stjórnarflokkanna sem nemur 10 þúsund kr. á mánuði eða 120 þúsund kr. á ári. Ýmislegt bendir til að munurinn sé enn meiri því skilgreining á almennum launatekjum í verkefnalista ríkis- stjórnarinnar virðist vera í lægra lagi. Tekjur verkamanna sam- kvæmt upplýsingum Kjararann- sóknanefndar eru til dæmis rúmar 37 þúsund krónur á mánuði að meðaltali miðað við nóvember. Iðnaðarmenn og karlar við skrif- stofustörf eru með hærri laun, 48-50 þúsund, en aðrar viðmiðun- arstéttir með lægri laun, þannig að vegið meðaltal viðmiðunarstétt- anna er tæpar 38 þúsund krónur. Framreiknuð viðmiðun á verk- efnaskránni er hins vegar í dag 32 þúsund krónur. „Með ranglátustu sköttum“ Fyrst og fremst hefur verið vís- að til réttlætis við rökstuðning tillagna um afnám tekjuskatts. Ekki skal lagður á það dómur hér en vitnað til röksemda þingmanna. I greinargerð með þingsályktun- artillögu sjálfstæðismannanna sjö, þar sem Gunnar G. Schram var fyrsti flutningsmaður, segir: „Það er stefna Sjálfstæðisflokks- ins að lækkun beinna skatta eigi að vera forgangsverkefni á sviði skattamála. Það gildir fyrst og fremst um tekjuskattinn því að flestir munu vera sammála um að hann sé með ranglátustu sköttun- um og leggist fyrst og fremst á launamenn með miklum þunga. Hins vegar er fjarri því að hann sé með mikilvægustu tekjustofn- um ríkisins þar sem hann er aðeins 10% af tekjum ríkissjóðs. Þá tekjuminnkun, sem ríkissjóður verður fyrir vegna afnáms tekju- skattsins, má bæta upp að hluta með sparnaði og hagræðingu í rekstri ríkisins og hinna mörgu ríkisstofnana." í greinargerð með tillögu þing- manna Alþýðuflokksins, sem Kjartan Jóhannsson mælti fyrir, segir m.a.: „Eins og kunnugt er er tekjuskattur einstaklinga fyrst og fremst skattur á launafólk. Hvar- vetna í þjóðfélaginu blasir það við að aðrir hópar, sem með einum eða öðrum hætti, löglegum eða ólögleg- um, hafa tækifæri til að ráða því sjálfir hversu miklar tekjur þeir telja fram til skatts, greiða lágan eða jafnvel engan tekjuskatt þótt þeir hafi greinilega yfir verulegum fjármunum að ráða eins og sést á lífsstíl þeirra. í leit að réttlæti hafa framtalsreglur og skattalög sífellt orðið flóknari. Opnast þá gjarnan smugur { leiðinni sem einungis hinir slyngu kunna að notfæra sér. Það réttlæti, sem þannig var að stefnt, snýst því upp í argasta óréttlæti. Hið sama má segja um tekjuskattinn sjálfan. Honum var ætlað að jafna kjör en reynslan sýnir að nú orðið felst ekkert síður í honum hið mesta óréttlæti þar sém launafólk ber þungar byrðar fyrir aðra sem sleppa.“ Tiltölulega fámennur hópur greiöir veru- legan tekjuskatt 1 ár var álagður tekjuskattur á landsmenn (vegna tekna 1984) samtals að 3.919 milijónir kr. Ráð- stöfun hans var þannig að 543 milljónir gengu til greiðslu á út- svari og öðrum sköttum og 1.073 milljónir voru endurgreiddar sem barnabætur og barnabótaviðauki, þannig að til innheimtu komu 2.303 milljónir kr. En hverjir eru það sem greiða tekjuskattinn? Menn hafa misjafnar skoðanir á því, enda iiggja ekki fyrir opinberar tölur um skiptingu eftir atvinnu eðaöðru slíku. Landsmenn eru sem kunnugt er um 240 þúsund. Af þeim töldust um 174 þúsund vera skattgreiðend- ur (framteljendur) og var tekju- skattur ekki lagður á meirihluta þeirra, 96 þúsund manns, sam- kvæmt upplýsingum ríkisskatt- stjóraembættisins. Tekjuskatt greiða því aðeins 78 þúsund manns. Ljóst er að það er tiltölulega fá- mennur hópur sem greiðir „veru- legan" tekjuskatt. Ekki liggja fyrir tölur um skiptingu gjaldenda eftir skattgreiðslum, en ákveðna sögu er hægt að sjá út úr skiptingu gjaldenda eftir tekjuskattsstofni (tekjur eftir að frádráttarliðir hafa verið dregnir frá) og dreif- ingu þeirra á skattstigann. Innan við 20 þúsund manns (11 Vfe % framteljenda) eru með tekjuskattsstofn, sem fer upp í efsta skattþrep tekjuskattsstigans (þ.e. yfir 400 þúsund kr.), 3-4 þús- und eru einhleypingar, 6-700 giftar konur og 15-16 þúsund giftir karl- ar. Tekjuskattur einhleypinga með 400 þúsund króna tekjuskattsstofn var 67 þúsund kr. við álagninguna. Dæmið er flóknara hjá hjónum vegna möguleika á tilfærslu á persónuafslætti á milli hjóna (allt að 35 þúsund kr.) og tilfærslu í skattstiganum vegna mismunandi tekna hjóna (möguleiki á lækkun tekjuskatts um allt að 11 þúsund kr.). Verulegar tilfærslur eiga sér stað á milli hjóna og er hópurinn með yfir 67 þúsund kr. tekjuskatt þvi mun minni en þessi 20 þúsund gjaldendur sem ná upp í efsta þrep stigans, eins og nefnt var hér að ofan. Þessi umræddi hópur „hátekju- fólks“ greiðir meirihluta alls tekjuskattsins í landinu, á það eru samtals lagðir rúmlega 2,5 millj- arðar, en frá dragast einhverjar barnabætur en enginn ónýttur persónuafsláttur. Með tekju- skattsstofn á bilinu 200-400 þús- und voru rúmlega 52 þúsund framteljendur og var lagður tekju- skattur samtals að upphæð 1,3 milljarðar á rúmlega 48 þúsund þeirra en persónuafsláttur til greiðslu útsvars o.fl. nam 37 millj- -1 ónum og þess nutu 3-4 þúsund manns. í neðsta skattþrepinu, þar sem er fólk með innan við 200 þúsund kr. tekjuskattsstofn, voru rúmlega 100 þúsund framteljendur. Tekju- skattur samtals að fjárhæð 22 milljónir var lagður á tæplega 9 þúsund þeirra, en rúmlega 70 þús- und voru með neikvæðan tekju- skatt, það er að segja höfðu afgang af persónuafslætti til að greiða upp í önnur gjöld. Auk þess fær þetta fólk barnabætur sínar greiddar inn á önnur gjöld og afganginn í peningum. Reykvíkingar og Reyk- nesingar greiöa 3A hluta alls tekjuskattsins Nokkur munur er á tekjuskatts- greiðslum eftir kjördæmum, enda tekjur misjafnar eftir atvinnu- greinum. Rúmlega 61% framtelj- enda eru búsettir í Reykjavíkur- og Reykjaneskjördæmum og greiða þeir rúmlega af öllum tekjuskatti í landinu. I því dæmi er þá búið að draga frá álögðum tekjuskatti þann hluta persónuaf- sláttar sem gengur til greiðslu útsvars og annarra gjalda og barnabætur. Hlutfallið er lægra ef barnabæturnar eru teknar út úr og fer niður í 69% af aðeins er litið á álagðan tekjuskatt. Gjaldendur í öllum hinum kjördæmunum greiða því tæplega V\ af nettó- tekjuskatti einstaklinga sem svo er nefndur í fjárlagafrumvarpi. Tekjuskattur einstaklinga (nettó), eins og hann er í fjárlaga- frumvarpinu, að viðbættum þeim 400 milljónum sem ákveðið hefur < | verið að hætta við að fella niður, er rúm 4% af öllum atvinnutekjum í landinu. Ef tekjum ríkissjóðs af tekjuskatti einstaklinga væri deilt jafnt niður á alla framteljendur í landinu þyrfti hver og einn að greiða rúmar ellefu hundruð krón- ur á mánuði allt árið. Á næsta ári skilar tekjuskattur einstaklinga væntanlega um 7% af heildartekj- um rtkissjóðs og hefur lækkað um 3 prósentustig frá því sem var fyrir tveimur árum. Tekjuöflunarkerfið aö springa? Það hlýtur að vera matsatriði hvort tekjuskattur einstaklinga sé mikilvægur fyrir tekjuöflun ríkis- sjóðs eða ekki, og menn hafa mis- munandi skoðanir á því hvort/ hvar hægt er að skera niður út- gjðld á móti honum. Niðurfelling tekjuskattsins sem tekjustofns hjá ríkissjóði og umræður um ranglæti hans leiðir hugann að tekjuöflun- arkerfi ríkisins í heild, hvort það sé ekki sprungið. Dæmi: Söluskatt- urinn, sem er mikilvægasti tekju- liður ríkissjóðs, er talinn gloppótt- ur en margir hafa verið hikandi í stuðningi við virðisaukaskatt I hans stað. Tollar eru afar mismun- andi og flóknir, en nú hefur gildis- töku nýrrar tollskrár verið slegið á frest. Vörugjaldið er talið leggj- ast tilviljanakennt á vörur og skapa óeðlilegan mismun á milli þeirra, en gildistöku nýs vöru- gjalds hefur nú verið frestað. Flestir virðast telja tekjuskattinn ranglátan og vilja hann feigan, en hægt gengur að fella hann niður. Fleira mætti nefna, svo sem skatt- lagningu áfengis og tóbaks sem margir telja óhóflega. Þó að fjármálaráðherra hafi talið nauðsynlegt við núverandi aðstæður að slá á frest áformum um endurbætur á tekjuöflun ríkis- sjóðs, virðist nauðsynlegt að láta þær koma til framkvæmda fyrr en seinna. En hvenær, fyrst menn treystu sér ekki til þess nú? Eftir næstu kjarasamninga? Yrði ekki litið á það sem svik við launþega? — Eru kjarasamningar ekki alltaf framundan, þó misjafnlega stutt sé í þá? - HBj. >1 Biðröð við Gjaldheimtuna f Reykjavík sfðasta dag fyrir útreikning dráttarvaxta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.