Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER1985 37 Aðalfundur íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn: Fjárveiting til bóka- safnsins í Jónshúsi að- eins 15 þúsund krónur Jonshusi, 25. nóvember. NÝLEGA var aðalfundur íslend- ingafélagsins í Kaupmannahöfn haldinn í Jónshúsi. Félagið á starf- samt ár að baki undir handleiðslu fyrstu kvennastjórnar þess og hafa félagar látið í Ijós ánægju með störf hennar. Hélt stjórnin 14 fundi á ár- inu og sá um fasta liði, svo sem 17. júní hátíðahöld, sumardaginn fyrsta, þorrablót og jólatrésskemmtun fyrir börn. Hefur og samstarf íslenzku félaganna tveggja hér í borg verið hið bezta. í stjórninni eru áfram 7 konur og varð sú breyting ein, að Áslaug Svane gaf ekki kost á sér til endur- kjörs og var Erla Eiríksdóttir kosin í hennar stað. Er stjórn ís- lendingafélagsins þannig skipuð: Bergþóra Kristjánsdóttir formað- ur, Guðrún Valdimarsdóttir vara- formaður, Kristín Oddsdóttir Bonde ritari, Sigrún J. Brunhede gjaldkeri, Kristjana L. Rasmussen spjaldskrárritari, Guðrún Eiríks- dóttir og Erla Eiríksdóttir með- stjórnendur. Fulltrúi félagsins í hússtjórn Jónshúss er áfram Berg- þóra formaður og í félagsheimilis- nefnd sitja Guðrún E. og Guðrún V. fyrir félagið. Þá eru Sigrún og Erla fulltrúar í svæðisstjórn SlDS. Bókasafnið á þriðju hæð Jóns- húss er í eigu og um ’já Islendinga- félagsins. Kristín Oddsdóttir Bonde bókasafnsfra ðingur er bókavörður, en í bókasafnsnefnd er gjaldkeri félagsins, íslenzki lektorinn og Sigríður Sigurjóns- dóttir kennari. Metaðsókn var að bókasafninu á sl. ári, en fjárskort- ur háir því mjög og eru öll störf unnin í sjálfboðavinnu. Bókaaf- greiðslu annast 4 konur hver sinn sunnudag, en þá er safnið opið til útlána frá kl.16—18 og eru það þær Bergljót Ragnars, Elín Brynj- ólfsdóttir, Guðrún S. Jakobsdóttir og Sigrún J. Brunhede. Hefur Kristín bókavörður lagt mikla alúð við umönnun og eflingu bókasafns- ins og sjást þess greinilega merkin. Styrkur Alþingis til safnsins á sl. ári nam aöeins fimmtán þúsund íslenzkum krónum, og er það eina beina fjárframlagið heiman að til bókasafnsins. Aðalfundur íslend- ingafélagsins lagði til, að ágóði félagsins frá SÍDS af sölu flug- miða á sl. ári renni að miklu leyti til safnsins og að verja beri a.m.k. helmingi af fjármagninu til kaupa á bókum, sem lúta að námi á grunnskóiastigi til að auðvelda íslenzkum börnum í dönskum skól- um að viðhalda móðurmálinu. Styrkur Alþingis tvö síðastliðin ár var eingöngu notaður til kaupa á barnabókum, en hann var ekki meiri en svo, að það urðu aðeins 30 bækur. Er augljóst, að auka þarf fjárframlag til safnsins, en það vill styðja viðleitni foreldra, sem margir eru námsmenn hér, til að halda íslenzku barnanna hreinni. Stefán Karlsson áérfræðingur Árnastofnunar hélt fyrir skömmu erindi um Guðmund biskup góða á vegum íslendingafélagsins hér í Jónshúsi. Rakti hann sögu Guð- mundar góða og las upp úr Guð- mundarbréfum. Var gerður mjög góður rómur að máli hins þekkta fræðimanns, sem dvalist hefur hér í Höfn í rannsóknarleyfi í 4 mánuði og unnið við Árnasafn. Fjörugar umræður urðu á eftir erindinu, einkum um sögu og guðfræði. Á konukvöldi í nóvember var margt til fróðleiks og skemmtun- ar. Rósa Þorbjarnardóttir endur- menntunarstjóri Kennaraháskóla íslands ræddi um starf sitt og vitnaði til ýmissa fyrirlesara, sem hún hefur hlýtt á að undanförnu í námsdvöl sinni hér í Kaup- mannahöfn. Las hún einnig dönsk og íslenzk ljóð og náði vel til áheyr- enda sinna. Þá las Þórunn Guð- mundsdóttir Ijóð eftir Stein Stein- ar og Karlakór Kaupmannahafn- ar, sem var á æfingu í húsinu þetta kvöld, söng nokkur lög við fögnuð áheyrenda. • G.LÁsg. KROSSGÁTA LÁRÉTT: 1. frumum, 5. sérhljóðar, 6. ormar, 9. forfiidur, 10. fangamark, 11. ténn, 12. elBka, 13. huguA, 15. kveikur, 17. salerni. LÖÐRÉTT: 1. gott fólk, 2. kvendýr, 3. hlemmur, 4. veggurinn, 7. mjög, 8. beita, 12. vætlar, 14. vescl, 16. fþróttafélag. LAUSN SfnUSTlI KROSSGÁTU: LÁRÉTT: 1. maki, 5. alda, 6. gull, 7. gí, 8. skipi, 11. tá, 12. úlf, 14. etja, 16. rakrar. I/MIRÍTT: 1. magister, 2. kaldi, 3. ill, 4. Laxá, 7. gil, 9. káta, 10. púar, 13. far, 15. jk. 1 2 3 4 ■ ■ 6 7 9 U” 11 w 13 m ■_ 1 17 ■ '!> 16 Fréttabréf úr Breiðuvíkurhreppi: Mikill ferðamannastraum- ur á slæmum vegum Rreiöuvíkurhreppi. SÍÐASTLIÐIÐ sumar var með afbrigðum gott til sjós og lands, og man ég rædda fund og óska þeim alls hins * ekki eftir svo mikilli veðurblíðu. Sumargrasspretta var góð og heyskapur besta í störfum sínum fyrir land gekk mjög vel, hey eru því góð og mikil. Sauðburðurinn í vor gekk yfirleitt og lýð. vel, fé sem kom til réttar í haust er fallegt og dilkar vænir. Útgerð Eins og ég hef áður getið um í fréttum eru tvær fiskverkunar- stöðvar hér í sveit, á Arnarstapa og Stóra-Kambi. Þessar fiskverk- unarstöðvar hafa tekið á móti á sjötta hundrað tonnum af fiski, mest af þessum fiski er veitt á handfæri. f Nú hefur verið stöðvun á fisk- veiðum vegna fiskveiðibanns á smábátum og eru flestir aðkomu- bátar farnir og má því gera ráð fyrir að lítill fiskur berist á land á Arnarstapa til áramóta. Búið er að endurbyggja bryggj- una á Hellnum og er því verki lokið fyrir nokkru, þá er nú lokið við að steypa þekju ofaná bryggjuna á Arnarstapa. Svo stendur til að gera þar frekari hafnarbætur síð- ar, sem er brýn nauðsyn, því að smábátaeigendur fýsir mjög að komast þangað til róðra. Vegamál Útnesvegur var í hrikalegu ástandi í sumar. Gífurleg umferð var um þennan veg, miklu meiri en nokkurn tíma áður. Á þessari leið hér framanundir jökli, sem kallað er, eru margir staðir sem ferðafólk hefur áhuga á að skoða, Gjárnar og gatklettur við Austur- stapa og ströndin við Hellna. Lóndrangar og Þúfubjarg við Malarrif, Djúpalón og Dritvík svo nokkuð sé nefnt. Margt fólk kom til mín í sumar og kvartaði sáran yfir veginum og töldu margir hann ekki keyrandi, sem ég tel rétt mat. Þá töldu margir það furðulegt að vegagerðin skyldi láta það við- gangast að hafa veginn í svo slæmu ástandi og það á mesta umferðar- tíma ársins. Þessi umræddi vegur var aldrei heflaður í sumar, enda ekkert til að hefla nema grjót á stórum hluta hans. Lengi var búið að reyna að fá veginn lagfærðan án árangurs. Svo gerðist það síðar í september að vegurinn var lagfærður, kaflinn frá Arnarstapa að Malarrifi og smákafli vestan Presthóla. Heflað var að Gufuskálum. Þessi lag- færing var til stórbóta þó ekki sé hann góður, og betur má ef duga skal. Þessi lagfæring fékkst vegna mikils þrýstings frá þingmönnum okkar, hreppsnefnd og fleiri aðil- um, og þeim bar að þakka sem unnu að því að þessi lagfæring fékkst á veginum. Þriðjudaginn 1. október komu þingmenn Vestur- landsumdæmis saman á fund með hreppsnefnd Breiðuvíkurhrepps að Arnarstapa til að ræða helstu áhugamál hreppsnefndar og hreppsbúa. Nokkrir hreppsbúar utan hreppsnefndar sátu fundinn. Friðjón Þórðarson alþingismað- ur stýrði fundinum. Áður umrædd- ur Útnesvegur var mikið til um- ræðu. Allir þingmennirnir voru sammála um að þessi vegur hefði setið á hakanum mörg undanfarin ár, og lögðu þeir áherslu á að vinna bæri ötullega að því að fá veginn stórbættan, fyrir sumar- og vetr- arumferð og að valinn yrði góður ofaníburður í veginn. Allir þeir er tóku til máls á fundinum voru sammála um, að það slæma ástand sem hefur verið á Útnesvegi sé ekki lengur viðunandi og þurfi hið bráðasta að ráða bót á því. Þá var lögð áhersla á að setja þyrfti stikur meðfram veginum. Samgöngumál voru rædd og var einróma álit að úrbóta væri þörf. Þá voru hafnarmál á dagskrá, og ríkti einhugur um það mál. Þingmenn voru allir á einu máli um það að nú þyrfti að halda áfram endurbótum á höfninni á Arnarstápa, því að bátaeigendur viða að sækja fast að gera þar út. Það er því brýn nauðsyn að áfram verði haldið að bæta höfnina, svo að það sem búið er að gera komi að tilætluðum notum. Þingmennirnir skoðuðu hafnirn- ar bæði á Hellnum og Arnarstapa. Þessi fundur með þingmönnunum var mjög ánægjulegur og þarfleg- ur. Það er gleðiefni fyrir hrepps- búa að fá tækifæri sem þetta til að ræða áhugamál sín í viðurvist þingmanna sinna. Ég vil nota tækifærið og þakka þingmönnun- um innilega fyrir þennan um- Byggingar Hafin er bygging Amtmanns- hússins gamla á þeim stað þar sem það stóð forðum á Arnarstapa, búið er að reisa grindina en ekki verður meira gert fyrr en að ári. Þá er byrjað að byggja veitinga- hús á Arnarfelli á Árnarstapa. Eigandi hússins er Hjörleifur Kristjánsson, en hann og kona hans hafa verið með greiðasölu á Arnarfelli undanfarin sumur. Þetta veitingahús verður með gömlu bæjarsniði og verða tvær' burstir á húsinu. Einar Matthíasson frá Gíslabæ á Hellnum tók að sér að byggja húsið og á það að verða fokhelt fyrir jól. Miklar framkvæmdir hafa verið hér á þessu ári, og er mikill hugur í mönnum. Atvinnulíf hefur verið með ágætum og bjartsýni er ríkj- andi hjá hreppsbúum hvað varðar framtíð sveitarinnar. Finnbogi G. Lárusson fréttaritari. Þjóðhátíðar- , dagur Finna er í dag 1 FRÉTT í Morgunblaðinu í gær, þar sem skýrt er frá því, að í kvöld verði haldin árshátið Finnlands- vinafélagsins, átti að standa að haldinn yrði hátíðlegur þjóðhátíð- ardagur Finna, sem er í dag. Há- tíðahöldin verða í Norræna húsinu í kvöld og hefjast klukkan 20.30. , Hlutaðeigendur eru beðnir velvirð- ingar á þessu mishermi. 600 vísur BÓKAÚTGÁFAN Skeið sf. hefur sent frá sér bókina „Blautleg ljóð“ með teikningum eftir Hauk Hall- dórsson teiknara. I bókinni eru 600 - vísur á 174 blaðsíðum. Ljósm.: Jens Ormslev Stjórn íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn. Frá vinstri í fremri röð: Berg- þóra Kristjánsdóttir, Kristjana L. Rasmussen og Sigrún J. Brunhede. f aftari röð frá vinstri: Guðrún Eiríksdóttir, Kristín Oddsdóttir Bonde og Erla Eiríksdóttir. „Fjarkinn“ fœr andlitslyftingu og ngtt nafn Veitingastaðurinn Kabarett, áð- ur Fjarkinn, Austurstræti 4, var formlega opnaður undir nýju nafni á dögunum. Eigendur staðarins eru hjónin Örn Arnarsson og Petra Þorláksdóttir. Undanfarið hafa staðið yfir breytingar á veitingastaðnum og til viðbótar salnum niðri sem rúmar 30 manns, hefur nú verið bætt við nýjum sal á efri hæð hússins sem rúmar 20 manns. Fréttatilkynning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.