Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER1985 íslenskt mál (Kaupsýslu-íslenska) — eftir Hauk Eggertsson Um margra ára skeið hefur Ríkisútvarpið haldið uppi reglu- bundnum þáttum um íslenskt mál. Þar ber fyrst og fremst að nefna „Daglegt mál", stutt erindi, sem upphaflega voru flutt einu sinni í viku, en hefur nú verið fjölgað verulega. Umsjónarmenn þátta þessara hafa verið hinir bestu og færustu á sínu sviði, og hafa áhrif þeirra á málfar fólks, sem á annað borð hefur einhvern áhuga og kennd fyrir íslensku máli, án efa verið nokkur. Auk þess eru svo þættir Orðabókar Háskólans, „ís- lenst mál“. En þótt þar sé fjallað um viðfangsefnið frá öðru sjónar- horni, þá hafa þeir veitt hlustend- um mjög víðtæka innsýn í tungu- mál okkar, sérstaklega hvað við kemur varðveislu eldra máls. Að lokum skal nefna, að sum dag- blöðin hafa haldið uppi reglulegum skrifum um málfar okkar íslend- inga, auk ýmissar annarrar um- ræðu um það efni. Þetta ber allt að þakka, enda mun það eiga sinn þátt í því að móðurmál okkar er í betra horfi en annars væri. Margir eru þó uggandi um framtíð þess í hinni miklu hringiðu nútímans. Ég, er þessar línur rita, átti þess ekki kost að njóta mikillar skóla- göngu, og hef því tekið fegins hendi þeirri leiðsögn, er gefist hefur á þennan eða annan hátt. En það er nú svo með þetta blessað, mannlega eðli, að þótt við finnum stöku sinnum hvöt hjá okkur til þess að láta eitthvað já- kvætt í ljós, þá mun nokkuð al- gengt, að grunnt sé á útásetning- ar-hneigðinni. Hvatinn að þessum skrifum mínum er einnig að láta koma fram það sem ég er ekki að fullu sáttur við. En þótt ég telji mig málverndarmann, eins og það er almennt skilgreint, þá verð ég nú að grípa til nokkurra „orðs- krípa" og slettna, máli mínu til stuðnings. Eg vona, að það verði fyrirgefið. Nú, en það getur þótt nokkuð djarft af „óskriftlærðum" manni að blanda sér í mál sérfræð- inganna, en á því bið ég engrar afsökunar. Tungumál er afkvæmi lítt lærðs fólks, en ekki skipulegrar sérfræði. En ég geng út frá því að skrif mín beri vott frekar tak- markaðrar, málfræðilegrar þekk- ingar. Hvað er að? Það fer ekki á milli mála, að flestir þeir, sem láta sig íslenskt mál einhverju skipta, hafi áhyggj- ur af þróun þess. Þar er sérstak- lega um að ræða innrás erlendra áhrifa: annars vegar óhófleg notk- un erlendra orða, sem nú þegar hafa eða líklegt er að muni festast í málinu, og svo hins vegar breyt- ingar á setningaskipan, auk ýmissa annarra ambagna. Al- mennt mun það þó vera skoðun manna, að ekki beri að fullu að standa gegn erlendum orðum, geti þau beygingalega aðlagast íslensk- unni. Imprompto — Cantabile Áður en lengra er haldið get ég ekki látið hjá líða að drepa á það, að upp á síðkastið hefur mér fund- ist all mikið á því bera, að flytjend- ur þáttarins Daglegt mál haldi sig ekki eins við hlutverk handleiðsl- unnar og áður var. Þeir grípi of oft til skringilyrða og jafnvel hár- togunar í málflutningi sínum. Ýmislegt af því, sem þeir segja, missi því marks, og sumt nálgist sérvisku og geti hreinlega ekki staðist. Mér er það í minni, frá því, er ég var enn barn, rétt orðinn læs, að ég komst í smásögu, sem hét „Jafnir fyrir lögunum". Saga þessi kemur mér oft í hug, þótt ekki sé þar með sagt að mér sjálfum takist alltaf að breyta samkvæmt henni. En hún var af konungi á Spáni, er kvöld eitt fór út í dularklæðum og braut eitthvað það af sér, sem hinum almenna borgara var ekki leyfilegt. En þrátt fyrir það, að hann var konungur, hlaut hann sinn dóm, og hann sætti sig við að láta það sama yfir sig ganga sem aðra. Og nú kemur að megin inntaki þessa pistils: Eru allir jafnir fyrir lögunum hvað málfar snert- ir? Sjái sjáendur — heyri heyrend- ur! Adagio Quasi Una Fantasia Umsjónarmenn þáttarins Dag- legt mál hafa oft verið mjög harð- orðir gagnvart mönnum í atvinnu- lífinu fyrir það hversu mjög þeir nota erlend orð og heiti yfir at- vinnufyrirtæki, vörur sínar o.fl. Allt er það rétt, að þar mætti margt betur fara. Undir það tekur Morgunblaðið af og til. Dæmi: Morgunblaðið 27. janúar 1985, Reykjavíkurbréf: „Baldur Jónsson, formaður íslenskrar málnefndar, kvaddi sér hljóðs hér í blaðinu á þriðjudag og gerði grein fyrir af- skiptum málnefndar af orðskríp- inu „bóling", sem Morgunblaðið hefur vakið athygli á að undan- förnu." Nafnið á grein Baldurs var: „Kaupsýsluíslenska". Þá vitn- ar Morgunblaðið einnig í Ólaf Oddsson, íslenskukennara við Menntaskólann í Reykjavík: „Ef menn ganga um helstu verslunar- götur hér í borg blasa hvarvetna við nöfn á íslenskum verslunum, veitingastöðum og atvinnustarf- semi, sem eru beinlínis erlend, að hluta til eða jafnvel að öllu leyti." f þessu sambandi er oft talað um lágkúru og fyrirlitningu á íslensku máli. Á það einnig við flytjendur útvarpsþáttanna Daglegt mál. í sínum ágætu þáttum „íslenskt mál“ í Morgunblaðinu 26. okt. og 2. nóv. 1985 vitnar Gísli Jónsson í grein Víkverja í sama blaði frá 15. okt. „Það er óþolandi aö fylgjast með því, hvernig viss hópur kaup- sýslumanna vinnur að því að eyði- leggja íslenskt mál.“ Ja, minna má nú gagn gera! Alegro di molto „Harðnar reiðin frjáls og frí, færist leiðin innar. Blærinn seiðir okkur í, arma heiðarinnar." kvað einn af afkomendum Bólu- Hjálmars, Ásgrímur Kristinsson, frá Ásbrekku. Já, fastar skal sækja — Presto Assai. Þeir merkismenn og nafnar, Guðmundur Finnboga- son landsbókavörður og Guðmund- ur Björnsson landlæknir voru miklir málhreinsunarmenn. Bald- Haukur Eggertsson „Og hvað með heitin, þegar kemur ofar í stig- ann? Státa ekki okkar málfræðingar af því að vera BA, MA og aðrir eru BS og MS. Hvernig falla Bachelor eða Master of Art að ís- lensku málkerfi? Prófið að fallbeygja þau. Við skulum halda lítið eitt lengra: Docent, Profess- or, Rector, með séi eða kái. Þá kemur Doctor, og lifi menn svo lengi, geta þeir dáið sem Emi- ritusar.“ ur Jónsson dósent, formaður hinn- ar íslensku málnefndar, ritaði grein í Morgunblaðið 12. ág. 1980, „íslensk málnefnd í norrænu samstarfi" og vitnar til fyrirlestra, er báðir þessir ágætu Guðmundar héldu á aldarafmæli Jónasar Hall- grímssonar 16. nóv. 1908, annar í Kaupmannahöfn en hinn í Reykja- vík. Bæði erindin fjölluðu um mál- vernd. Og baráttan var alls ekki ný. Guðmundur Finnbogason lagði til, að 7 færustu íslenskumennirnir í Reykjavík „ ... tækju sér fyrir hendur að útvega góð íslensk orð um alla þá hluti og handtök, sem nú eru nefnd útlendum orðskríp- um“. Jú, hér hafa verið málnefndir og margt hefur áunnist, en á bratt- an er að sækja. Hverjir mega blóta? Muni ég það rétt úr íslandssög- unni, þá ákvað Þorgeir Ljósvetn- ingagoði, að þeir sem ekki sættu sig við það að kasta trú sinni, er kristnin var lögleidd, mættu blóta guði sína, ef þeir gerðu það ekki opinberlega. En hvað með mál- hreinsunarmennina? Mega þeir nota skrípin? Eða eru latnesk og ensk orð ekki skrípi nema eftir því, hverjir nota þau? Útlendingar, sem vilja öðlast íslenskan ríkis- borgararétt, verða að taka upp íslensk nöfn. Ashkenazy var samt undantekning. De Rerum Natura Það skyldi enginn berjast á móti náttúrulögmálinu, og náttúrulög- málið er víða að finna. Það virðist náttúrulögmál, að um leið og krakki er kominn í menntaskóla, þá skal hann tileinka sér latínu. Yfirskrift kafla þessa er nafn á riti, sem gefið var út 1984 af nemendum Menntaskólans í Reykjavík. Og hvað með embættin þar og víðar? Inspector Scolae, og stofnanir: Casa Nova, og Mensa (Academia) mun óbeint tilheyra. Allir verða Studentar, sem skrimta af próf. Sé áfram haldið kemur Cand með tilheyrandi end- ingu, einnig á latínu, s.s. Med, Mag, Jur, Oecon, og svo mætti lengi telja. Orator heitir félag Júr- ista í Háskólanum. Og hvað með heitin, þegar kemur ofar í stigann? Státa ekki okkar málfræðingar af því að vera BA, MA og aðrir eru BS og MS. Hvernig falla Bachelor eða Master of Art að íslensku málkerfi? Prófið að fallbeygja þau. Við skulum halda lítið eitt lengra: Docent, Professon, Rector, með séi og kái. Þá kemur Doctor, og lifi menn svo lengi, geta þeir dáið sem Emiritusar. Hvar er íslenskan? Eru þetta Fried eða Unfried Chick- ens? — (In memoriam!). Ohreinu börnin GuÖs Þunnt er móðureyrað. Það varð mitt hlutskipti í lífinu að lenda í erilsbyggðum, eins og séra Bolli Gústavsson nefndi eitt sinn heim athafnamannsins. Ég er sem sé í atvinnulífinu, og mér hefur fundist gagnrýni okkar málsnillinga snú- ast einkennilega svæsið gegn þeim málfarslegu annmörkum, sem þar er að finna. En maður, líttu þér nær. Finnur Guð ekki óhrein börn annars staðar? Musica Nova En er Palli einn í heiminum? Hvað með tónlistina? Eru þar allt- PISTILL FRÁ WINNIPEG/MARGRÉT BJÖRGVINSDÓTTIR Manneskjulegri víking- ar á ferð um Kanada Leigh Syms þjóðminjavörður segir víkinga ekki hafa notið sannmælis í Norður-Ameríku. Þessa daga er norræn sýning í Þjóðminjasafni Winnipeg, sem á að kynna almenningi ýmsa þætti úr menningu Skandinava frá fornöld til vorra daga. Hófst sýningin í byrjun september og stendur til loka desember. Að meginhluta til er um að ræða þrjár sjálfstæðar einingar. Er ein þeirra byggð á menningu víkinga, önnur á sögu skandi- navískra innflytjenda til Kan- ada, og í þriðja lagi er yfirgrips- mikil sýning á sænskum list- munum, fornum og nýjum. Þjóðminjasafnið eða The Museum of Man and Nature, eins og stofnunin heitir, á veg og vanda af uppsetningu þessara sýninga, en forráðamenn safna víðsvegar í Vestur-Kanada hafa sýnt henni áhuga, og er ætlunin að setja hana upp víðar á árinu 1986 og þá m.a. á Heimssýning- unni, Éxpo ’86, í British Columbia í vor. Dr. E. Leigh Syms þjóðminja- vörður skipulagði þann hluta sýningarinnar sem lýtur að vík- ingum og hefur með höndum yfirumsjón allra þátta hennar. Leggur hann áherslu á að sýna víkinga sem sæfara, kaupmenn, landkönnuði eða landnámsmenn og hagleiksmenn og segist vera löngu orðinn þreyttur á þeirri mynd sem Norður-Ameríku- menn hafa jafnan dregið upp af víkingum með því að kynna þá í gervi heimskra ribbalda og óþjóðalýðs. Þjóðminjavörður sagði víkinga hafa fengið „slæma pressu" í Norður-Ameríku. „Hefur Holly- wood átt þar sinn þátt með gerð mjög slakra kvikmynda um þá. Jáfnvel i skólabókum, sem kenndar eru í Bandaríkjunum og Kanada enn þann dag í dag, er að finna rangtúlkanir og þekk- ingarleysi sem fyllir mann skelf- ingu,“ sagði dr. Syms fyrir skemmstu. Hann lét einnig svo um mælt að síðustu árin hefðu verið gefnar út á Bretlandi bækur á ensku, sem gæfu réttari mynd af víkingaöldinni og nefndi m.a. í því sambandi bækur Magn- úsar Magnússonar í Glasgow sem og bækur Graham Campbell, en þær væru samt ekki eins þekktar í Norður-Ameríku og skyldi. Jafnframt sýningunni eru fluttir fyrirlestrar af sérfræð- ingum um ýmiss konar efni úr sögu og menningu víkingaaldar. Munir hafa verið fengnir af láni frá Þjóðminjasafni íslands, Brit- ish Museum í London og víðar að. Hluti sýningarinnar gefur einnig greinargóða mynd af uppgreftri við L’Anse aux Mead- ows í Nýfundnalandi, einu vík- ingabyggðinni sem fundist hefur í Norður-Ameríku, og halda sumir að þar sé Vínlands að leita. Auk þessa hefur safnið látið gera kennsluefni til notkunar í fram- haldsskólum, og er eftirspurn nú þegar bæði stöðug og mikil.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.