Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR6. DESEMBER1985 27 íslendingasög- urnar með nú- tímastafsetningu UT ER komið hjá bókaforlaginu Svart á hvítu fyrra bindið í tveggja binda útgáfu Islendingasagna með nútímastafsetningu. í fréttatilkynningu frá Svart á hvítu segir m.a. „Þarfír og óskir almennra lesenda hafa verið leiðar- Ijós þessarar útgáfu. Kappkostað hefur verið að gera sögurnar sem aðgengilegastar, hér er þeim t.d. raðað í stafrófsröð, en hvorki eftir ágiskunum fræðimanna um aldur né sögusvið. Flestir ætla að velflestar sagn- anna séu samdar á 13. og 14. öld. Því miður er engin þeirra varðveitt í frumgerð, hvað þá í eiginhandar- riti höfundar, heldur aðeins í eftir- ritum og sumar í fleiri en einni gerð. Hér er ekki gert upp á milli mismunandi gerða en þær prent- aðar þar sem um slíkt er að ræða. Dæmi um það eru Bandamanna saga og Gísla saga Súrssonar, og sama á við um mismunandi gerðir söguhluta, t.d. í Fóstbræðra sögu og Flóamanna sögu.“ „í þessari útgáfu eru sögurnar prentaðar með nútímastafsetn- ingu. Hér er reynt að sýna texta handritanna fyllsta trúnað og birta lesendum blæbrigði orð- mynda og beygingar. Það er hins vegar mat forlagsins að íslendinga sögur séu lifandi bókmenntir, fjöl- skrúðugur og litríkur sagnaheim- ur. Við teljum að nútímaiesendur eigi greiðari leið að þeim sagna- heimi með nútímarithætti." í þessu fyrra bindi eru fjórtán sögur. Þær eru: Bandamanna saga, Bárðar saga Snæfellsáss, Bjarnar saga Hitdælakappa, Brennu-Njáls saga, Droplaugarsona saga, Egils saga, Eiríks saga, Eyrbyggja, Finnboga saga ramma, Fljótsdæla saga, Flóamanna saga, Fóst- bræðra saga, Gísla saga Súrssonar og Grettis saga. Bókin er 1.095 blaðsíður í royal- broti. Kápumynd er úr ensku handriti frá 11. öld, en Jón Þóris- son hannaði kápu og útlit. Alls kom hátt á fjórða tug manna við vinnslusögu bókarinnar segir í fréttatilkynningu útgefenda. Ástkona franska lautinantsins ÚT ER komin hjá Máli og menn- ingu skáldsagan Ástkona franska lautinantsins eftir breska höfundinn John Fowles, í þýðingu Magnúsar Rafnssonar, og er hér um að ræða nýtt bindi í heimsbókmenntaröð forlagsins. I fréttatilkynningu frá útgef- enda segir m.a.: „Ástkona franska lautinantsins er langsamlega þekktasta bók Fowles, en hún kom út árið 1969. Sögusvið hennar er England Vikt- oríutímans og segir þar af ástum aðalsmannsins Charles Smithson og kennslukonunnar Söru Wood- ruff, en í bakgrunni er dregin upp mynd af þjóðfélagi og hugmynda- heimi 19. aldar. Það er spurt um möguleika ástarinnar og fjötra hennar á þessum tíma, en sagan býr um leið yfir margvíslegum skírskotunum til samtíma okkar. Ástkona franska lautinantsins var nýlega kvikmynduð og lék Meryl Streep aðalhlutverkið." Asi kosa FRÁHSKA lAUriKAMSIKS Bókin er 396 bls. að stærð, prent- uð í Prentstofu Guðmundar Bene- diktssonar, en Bókfell hf. sá um bókband. Káputeikning er eftir Robert Guillemette. Skáldsaga eftir Arthur Hailey BÓKAFORLAG Odds Björnssonar á Akureyri hefur gefíð út skáldsög- una „Sterk lyP‘ eftir Arthur Haily í þýðingu Hersteins Pálssonar. í fréttatilkynningu útgefanda seg- ir: „Arthur Hailey hafði lengi verið í röð vinsælustu spennusagnahöf- unda þegar hann lýsti því yfir fyrir fáum árum, að hann væri hættur ritstörfum. Þá veiktist hann alvarlega og kynntist sjúkrahúsum, læknum og lyfjameðferð af eigin raun. Þessi reynsla varð til þess að hann skrif- aði spennusöguna „Sterk lyf“. Auk þess að fletta ofan af leynilegasta og verndaðasta iðnaði heims, lyfja- iðnaðinum, segir hér frá Celiu Jordan. Henni tókst að komast á tindinn hjá lyfjafyrirtæki eftir baráttu við karlrembu og fordóma. „Sterk lyf“ segir líka frá lyfjamis- notkun lækna, varðhundum neyt- endasamtakanna, mistökum og gróða lyfjaiðnaðarins." Hersteinn Pálsson þýddi „Sterk lyf“, en bókin er prentuð og bundin inn hjá Prentverki Odds Björns- sonar á Akureyri, 330 bls. að stærð. Ritstjórar bókanna: Frá vinstri: Bragi Halldórsson, Örnólfur Thorsson, Sverrir Tómasson, Jón Torfason. Loftvogir — klukkur og kíkjar. Vasaljós og luktir. Vertu velkominn í heimsókn — viö höfum 10.000 vörutegundir á lager. Opiö til 4 á laugardag. Rafmagns- og handverkfæri í öll verk. Ananaustum, Grandagaröi 2, sími 28855. Loöfóðraöir samfestingar. Úrval af arinsettum. Jólagjafir sem nýtast vel Olíulampar og luktir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.