Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐÍÖ, FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER1985 V 1 0 Leiðin til Mexíkó 26. september 1984 í Kaupmannahöfn Danmörk—Noregur Mark Dana: Preben Elkjær 17. október 1984 í Bern Sviss—Danmörk 1—0 14. nóvember 1984 í Kaupmannahöfn Danmörk—írland 3—0 Mörk Dana: Preben Elkjær 2 Sören Lerby 1 5. júní 1985 í Kaupmannahöfn Danmörk—Rússland 4—2 Mörk Dana: Preben Elkjær 2 Michael Laudrup 2 25. september 1985 í Moskvu Rússland — Danmörk 1—0 9. október 1985 í Kaupmannahöfn Danmörk — Sviss 0—0 16. október 1985 í Osló Noregur — Danmörk 1—5 Mörk Dana: Klaus Berggreen 2 Michael Laudrup 1 Sören Lerby 1 (víti) Preben Elkjær 1 13. nóvember 1985 í Dublin írland — Danmörk 1—4 Mörk Dana: Preben Elkjær 2 Michael Laudrup 1 John Sivebæk 1 Mörk Dana Preben Elkjær 8 Michael Laudrup 4 Sören Lerby 2 Klaus Berggreen 2 John Sivebæk 1 Lokastaöan: Danmörk 8 5 12 17-6 11 Rússland 8 4 2 2 13-8 10 Sviss 8 2 4 2 5-10 8 írland 8 2 2 4 4-10 6 Noregur8 1 3 4 4-10 5 Borötennis: Hjördís ogPétur sigruöu HJÓRDÍS Þorkelsdóttir og Pétur Stephensen sigruöu á punktamóti KR í borótennis sem fram fór í KR-heimilinu á sunnudaginn. 80 keppendur tóku þátt í mótinu. Keppt var í tveimur flokkum. 1. flokki kvenna og 2. flokki karla. Úrslit voru sem hér segir: 1. fl. kvenna. Hjördís Þorkelsdóttir, Víkingi. Vilb. Aðalsteinsd., Stjörnunni. Anna Danielsdóttir, UMSB. 2. fl. karla. Pétur Stephensen, Víkingi. Halldór Björnsson, Stjörnunni. Eyþór Ragnarsson, KR. Magnús Þorsteinsson, KR. Danir til Mexíkó DANIR veröa eina Noröurlandaþjóöin sem þátt tekur í lokakeppni heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu sem fram fer í Mexíkó á næsta ári. Þetta veröur í fyrsta sinn sem danska landsliðiö nær svona langt í knattspyrnu, en þeir tryggöu sár endanlega rátt til setu í úr- slitakeppninni með glæstum sigri yfir liöi írlands í Dublin, miövikudag- inn 13. nóvember. Danir uröu þar meö efstir í 6. riöli undankeppninn- ar, hlutu 11 stig en Sovótmenn hlutu 10 stig í ööru sæti. Frammistaða Dana á þessu ári í knattspyrnunni hefur verið hreint ótrúlega góð og sigur þeirra í riölinum er engin heppni, svo mikiö er víst. Þeir unnu tvo síöustu leiki sína á útivelli meö því aö skora níu mörk en fengu á sama tíma á sig tvö. Frábær árangur sem frændur vorir — og reynd- ar allir á Noröurlöndum geta verið hreyknir af. Þeir sýndu og sönnuöu að þeir eru til alls líklegir í úrslitakeppninni í Mexíkó eftir rúma sex mánuöi. • Elkjær skorar hár þriðja mark Dana gegn Norömönnum í haust. Hann er markahæsti leikmaöur danska landsliðsins. í Evrópukeppni landsliða í Frakklandi í fyrra vöktu Danir at- hygli fyrir góöa leiki. Aö flestra mati áttu þeir skiliö aö leika til úrslita í keppninni, en svo fór aö þeir töpuöu í undanúrslitum á móti Spánverjum eftir vítaspyrnu- keppni, sem kunnugt er. Danir léku í 6. riöli í undankeppni heimsmeistarakeppninnar meö Norömönnum, irum, Svisslending- um og Rússum. Fyrir keppnina spáöu flestir aö Danir og Rússar kæmust áfram og sú spá rættist. Reyndir leikmenn í bestu félagsliðum Evrópu í danska landsliöinu er valinn maöur í hverju rúmi. Þaö veröur erfitt aö komast í 22 manna hópinn sem fer til Mexíkó, hvaö þá í 16 manna hópinn, aö ekki sé talaö um byrjunarliðiö. I ár hefur liðiö aö mestu veriö skipaö sömu leik- mönnum og ef þeir sleppa viö meiösli veröur lítiö um breytingar. Jafnvel Alan Simonsen, knatt- spyrnumaöur Evrópu 1977 og næst markahæsti leikmaöurinn í dönsku 1. deildinni í ár er úti í kuldanum. Jesper Olsen hjá Man- chester United tók stööu hans í liöinu. Preben Elkjær varö Ítalíu- meistari með Verona sl. vor, Mic- haei Laudrup leikur meö Juventus, Klaus Berggreen meö Pisa, Sören Lerby meö Bayern Múnchen, Jan Mölby meö Liverpool og Morten Olsen, fyrirliði, leikur með And- erlecht svo nokkrir séu nefndir. Danir áttu stórleik á móti A-Þjóöverjum og það var ekki að sjá aö leikmennirnir heföu ekki leikið saman í hálft ár. Besti leikur Dana í mörg ár aö margra áliti og höföu þeir þó leikiö marga góöa leiki á undanförnum árum. „Aldrei fyrr hef ég leikiö á móti svona liöi,“ sagöi Bernd Stange, landsliös- þjálfari A-Þjóöverja, og Sepp Pion- tek, hinn þýski landsliösþjáfari Dana frá 1. júlí 1979 bætti viö: „Þettavarlist." Rússneski björninn lagður að velli 5. júní fengu Danir Rússa i heim- sókn. Fyrir þann leik höföu þjóöirn- ar keppt átta sinnum innbyrgöis og Danir aldrei unniö, samanlögö markatala 30—5 Rússum í hag. en nú var komiö aö kaflaskiptum. Besta landsliö Dana frá upphafi bræddi hjörtu 45.700 áhorfenda í Idrætsparken meö 4—2-sigri á Rússum. Danska þjóöin var í sig- urvímu. Leikurinn haföi upp á allt aö bjóöa sem einkennir knatt- spyrnu eins og hún gerist best í heiminum. Rússar léku sinn besta leik í keppninni til þessa en þaö nægöi ekki gegn frábærum Dön- um. Danir voru svo öruggir meö aö komast áfram aö þeir sættu sig strax viö tap í Moskvu aö hausti. Þeir voru efstir í riölinum meö 6 stig eftir 4 leiki og mjög hagstæöa markatölu. Sumarið var byrjaö í Danmörku, þó veðurfræöingar væru á ööru máli. Vonbrigði Danir léku vináttulandsleik viö Svía í haust og töpuöu 3—0. Leik- urinn viö Rússa í Moskvu tapaöist 1—0 þann 25. september, en reiö- arslagiö kom 9. október, þegar jafntefli varö í leik Dana og Sviss- lendinga í Kaupmannahöfn, 0—0. „Viö erum á leiöinni til Mexíkó“ sungu Danir í allt sumar en hvaö var aö gerast? Var eitt besta lands- liö í heimi í júní aö missa af lestinni í október? Margar óánægjuraddir heyröust. Liöiö haföi ekki skorað mark í þremur leikjum í röö og var jafnvel heppiö aö tapa ekki fyrir Sviss. Var liöið búiö aö ná toppn- um og á niðurleiö? Einmitt núna, rúmu ári eftir Evrópukeppnina og tæpu ári fyrir úrslit heimsmeistara- keppninnar. Eru leikmennirnir of gamlir? Slíkar spurningar vökn- uöu. En útlitiö var endilega ekki eins slæmt og af var látiö. Jafnvel Brasilía vann hvorki Paraguay né Bólivíu á heimavelli. Danir áttu eftir Noreg og írland úti og tvö stig úr þeim leikjum ættu aö nægja til aó komast til Mexíkó. Þeir voru meö 7 stig fyrir þá leiki, efstir í riölinum og meö góöa markatölu, 13 — 5. Auk þess væri líklega auöveldara aö vinna Noreg í Osló en Sviss í Kaupmannahöfn. Gleði „Dan-mark, Dan-mark“ öskruöu þúsundir Dana í Osló eftir 5—1 sigur yfir Norömönnum 16. októ- ber eöa aöeins viku eftir jafnteflið viö Sviss. Danir voru svo til öruggir i úrslit heimsmeistarakeppninnar í fyrsta skipti. Þjálfari Sviss, Paul Wolfisberg, var meöal þeirra fyrstu til aö óska Dönum til hamingju eftir leikinn. Sviss átti aöeins stæröfræöilega möguleika á aö komast upp fyrir Danmörk. Danir yröu aö tapa fyrir Irum og Sviss aö vinna Noreg. En Danir voru meö 13 mörk í plús á Svisslendinga. Þaö var mörgum mörkum of mikið og þjálfari Sviss geröi sér manna best grein fyrir því. Danir voru undir í hálfleik 1—0. Þeir höföu leikiö 7 hálfleiki án þess aö skora. Danskir tóku gleöi sína aftur í seinni hálfleik. Gagnrýnin hjaönaöi fljótt. Danir voru komnir í hóp þeirra bestu þar sem þeir áttu heima. Eöa eins og Per Höyer Hansen sagöi í Ijóöi sínu: Rasmussen Busk Olsen Nielsen Sivebœk Ðerggreen Bertelsen Arnesen Lerby Laudrup Elkjær Mölby Frimann 13 línur, 13 Danir, 13 réttir. Á leið til Mexíkó Leikurinn viö íra í Dublin 13. nóvember sl. var nánast formsat- riöi fyrir Dani. Fyrir íra skipti leikur- inn engu máli. Þeir voru úr leik. Þetta var síöasti leikur ira undir stjórn Eoin Hand, en hann tók viö liðinu 1981. Dönsku landsliösmennirnir tóku leikinn alvarlega og lögöu sig alla fram. Þeir uppskáru sem þeir sáöu, léku stórkostlega og sigruöu ör- ugglega4—1. Verða Danir heimsmeistarar? Að lokinni undankeppninni eru danskir knattspyrnuunnendur hæstánægöir. Þeir telja sig eiga besta landsliö í heimi og lái þeim hver sem vill. Þegar Piontek þjálf- ari var spuröur hvaöa liö hann vildi hafa í riöli með Dönum í Mexíkó svaraöi hann aö bragöi: „Brasilíu, Argentínu og ítalíu". Michael Laudrup sem er aöeins 21 árs en hefur leikiö 27 landsleiki sagöi eftir leikinn viö Ira „aö vissulega heföu Danir staöió sig vel í undankeppn- inni en of snemmt væri aö setja þá á bekk meö hinum fimm stóru: Brasilíu, Argentínu, Italíu, V-Þýska- landi og Frakklandi, en hver veit, kannski verðum viö þar í Mexíkó." Hvaö sem öllum bollaleggingum líður þá veröur því ekki á móti mælt aö danska landsliðiö sam- anstendur af afburöaknattspyrnu- mönnum sem saman munu leggja sig alla fram fyrir land sitt og þjóö í Mexíkó. Róöurinn veröur erfiöur fyrir Dani og reyndar öll liö frá Evrópu sem fara til Mexíkó, einkum vegna hins þunna loftslags. Þá hefur landsliö frá Evrópu aldrei sigraö i heimsmeistarakeppninni þegar úrslitin hafa fariö fram í S-Ameríku. Stuðningsmenn danska lands- liösins hafa vakið athygli á leikjum liösins fyrir sérstaklega góöa fram- komu. Þeir hafa fylgt liöinu eftir svo þúsundum skiptir, klæddir í rautt og hvítt og málaöir í bak og fyrir. Þeir setja stefnuna á toppinn eftir rúmt hálft ár og víst er aö þangað hafa Danir góöan byr. Samantekt: S.G. Liöiö Hér á eftir fer listi yfir leik- menn danska landsliösins i knattspyrnu. Fyrst er sagt í hvaöa liöiö viökomandi leikur í og í hvaöa landi þaö er, síöan er aldur leikmanns og fjöldi landsleikja. Troela Rasmussen, AGF, Danmörku 24/13 John Sivebœk, Vejle/M.Utd. Danm./ England 24/32 Sören Busk, Maastricht, Hollandi 32/44 Morten Olsen, Anderlecht, Belgíu 36/76 Ivan Nielsen, Feyenoord, Hollandi 29/29 Klaus Bergreen, Plsa, Ítalíu 27/29 Jan Mölby, Liverpool, Englandi 22/17 Sören Lerby, Bayern Munch. býskalandi 27/48 Jesper Olsen, Man.Utd., Englandi 24/24 Michael Laudrup, Juventus, Ítalíu 21/27 Preben Elkjssr Larsen, Verona, ítalfu 28/53 Jens Jörgen Bertelsen, Aarau, Sviss 33/57 Frank Arnesen, Anderlecht, Belgíu 28/43 • Danskir áhorfandur hvetja lið siH óspart í leikjum þess. Þeir þykja mjög skrautlega klæddir á leikjum liðsins og þrátt fyrir aö hvetja lið sitt vel eru þeir friðsamlegir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.