Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER1985 Pétur Sigurgeirsson biskup: Kirkjuhöfðingi kvaddur Desirée á Grettisgötuna Hárgreiðslustofan desirée, sem hefur verið til húsa á Laugavegi 19, hefur nú flutt starfsemi sína í nýtt húsnæði á Grettisgötu 9, jarð- hæð. Á meðfylgjandi mynd er Guðrún Magnúsdóttir, hár- greiðslumeistari, sitjandi, ásamt starfsfólki sínu í nýja húsnæðinu. (FrétUtilkynning.) Kirkjur á landsbyggðinni: Messur á sunnudag BLÖNDUÓSKIRKJA: Guðsþjón- usta á sunnudag kl. 14. Minnst verður 90 ára afmælis kirkjunnar. Sr. Sigurður Guðmundsson vígslu- biskup prédikar. Sóknarprestur. ÞINGEYRARKIRKJA: Aðventu- samkoma nk. sunnudag 8. des. kl. 20.30. Meðal annars mun settur sýslumaður Húnvetninga flytja " hugvekju. Sóknarprestur._ KIRKJUHVOLSPRESTAKALL: Guðsþjónusta með fermingarborn- um prestakallsins og fermingar- börnum frá Þorlákshöfn ásamt presti þeirra séra Tómasi Guð- mundssyni og séra Agnesi M. Sig- urðardóttur æskulýðsfulltrúa verður í Hábæjarkirkju á laugar- dag kl. 14. Á sunnudag verður sunnudagaskóli í Hábæjarkirkju kl. 10.30, aðventuguðsþjónusta í Árbæjarkirkju kl. 14 og í Kálf- holtskirkju kl. 21.30. Á þriðjudag verður bibliulestur á prestssetrinu kl. 20.30 og samtalsfundur um mannleg samskipti í skólanum á miðvikudagskvöld kl. 20.30. Auður Eir Vilhjálmsdóttir sóknarprest- ur. SIGLUFJARÐARKIRKJA: Að- ventukvöld kl. 20.30. Ræðu flytur dr. Sigurbjörn Einarsson biskup. Kirkjukórinn syngur jólalög undir stjórn Antonys Raley, sem einnig stjórnar Lúðrasveit Siglufjarðar. Æskulýðsfélagar flvtja ritningar- orð. Sr. Vigfús Þór Árnason. VÍKURPRESTAKALL: Kirkjuskól- inn í Vík á morgun, laugardag kl. 11. Opið hús fyrir aldraða í setu- stofu íbúða aldraðra kl. 14—17. Aðventukvöld verður í Víkurkirkju kl. 20.30 á sunnudagskvöld og í Reyniskirkju verður aðventukvöld annað kvöld, laugardag, kl. 20.30. Sóknarprestur. f dag kveður sænska þjóðin einn sinna mætustu sona, dr. Manfred Björkquist fyrrv. Stokkhólmsbisk- up. Hann var mikill íslandsvinur og lét oft í ljós aðdáun sína á landi ogþjóð. Dr. Björkquist náði óvenjulega háum aldri. Hann andaðist 23. nóv. sl. og var þá kominn á annað ár yfir 100. Hann fæddist 22. júní 1884 I Gideá í Ángermanland í Svíþjóð og helgaði sænskri þjóð og kirkju krafta sína á viðburða- ríkri ævi til dauðadags. Kunnastur er hinn látni kirkju- leiðtogi fyrir kirkjulegu ung- mennahreyfinguna í Svíþjóð, fræðslustofnunina í Sigtúna og markverð störf á biskupsstóli, en hann var fyrsti biskup í Stokk- hólmi á árunum 1942 til 1954. Dr. Björkquist var mikill brautryðj- andi á sviði kirkjunnar mála, og ótrauður baráttumaður hugsjóna sinna. Hin kirkjulega og þjóðlega hreyfing, sem hann hratt af stað, átti sér upptök meðal stúdenta við háskólann í Uppsölum á fyrsta áratug þessarar aldar. Út frá þeirri hreyfingu þróaðist sérstæð stofnun, sem dr. Björkquist beitti sér fyrir í Sigtúnum í Svíþjóð. „Sigtunastiftelsen" sameinar inn- an sinna vébanda kirkju, lýðhá- skóla, menntaskóla, bókasafn og gestaheimili. — Þar eru haldin mörg námskeið og fjölmennar ráð- stefnur. Allt frá árinu 1915, er Dr. Björk- quist hóf þessa starfsemi í Sigtúna ásamt öðrum áhugamönnum hefur þessi kirkjulega miðstöð haft víð- tæk áhrif ekki aðeins í Svíþjóð, heldur og á Norðurlöndum. Það var í Sigtúna árið 1939, sem dr. Björkquist varð aðalhvatamað- ur að stofnun Norræna samkirkju- ráðsins (Nordisk Eukomenisk Institut), en í því kirknasambandi eiga sæti fulltrúar frá öllum þjóð- kirkjum Norðurlanda og annarra norrænna kirkjudeilda. íslensk þjóð og kirkja minnast dr. Björkquist með virðingu og þökk. Strax við fyrstu komu sína til íslands 1950, er hann kom hingað sem forseti Norræna kirknasambandsins ásamt öðrum NU BONKUM VIQ ÞÆGILEGA UPPA og bjóðum ykkur heimilistækjapakka frá AEG. ■Wi .v.w VEGGOFN (Verð kr.: 22.856.-) Undir og yfirhiti, blástur, blástursgrill, grill, tölvuklukka AEG HELLUBORÐ (Verðkr: ^7.999. Áfast rofaborð 4 hellur VIFTA (Verðkr.: 7.142.-) 60 cm breið, útblástur og/eða filter ORMSSON HF. Lágmúla9 síml 38820 AEG ALVEG EINSTÖK GÆÐI gestum frá Norðurlöndum, varð hann heillaður af landi og þjóð. Einkum var það Skálholt, sem vakti athygli hans, og hann bar mjög fyrir brjósti hugmyndina um að gera Skálholt að norrænni trú- ar- og menningarmiðstöð líkt og hann hafði gert í Sigtúna. Á 900 ára afmæli biskupsstóls i Skálholti voru tvær af fimm kirkjuklukkum frá Norðurlöndum gjöf frá sænsku kirkjunni, sem dr. Björkquist átti mestan þátt í að gefnar voru til hinna merku tíma- móta. Fyrir níu árum heimsótti ég í Sigtúna þennan aldna kirkjuleið- toga. Þó að hann væri þá löngu hættur störfum og orðinn háaldr- aður var hann vel ern og auð- fundinn var hinn eldlegi áhugi. Og honum þótti kærast að fá að ræða um f sland og íslensk málefni: „Ég bið fyrir íslandi á hverjum degi,“ sagði hann. Dr. Manfred Björkquist er kvaddur frá Maríukirkjunni í Sig- túnum. íslenska kirkjan kveður þennan mikla hollvin sinn og vel- gjörðarmann og biður Guð að blessa minningu hans. Brids Arnór Ragnarsson Bridsdeild Skag- firöingafélagsins Sveit Björns Hermannssonar sigraði í aðalsveitakeppni félags- ins eftir frekar endasleppt mót þar sem andstæðingar þeirra mættu ekki til leiks í síðustu umferð. Með Birni spiluðu: Lárus Hermannsson, Baldur Árnason, Sveinn Sigurgeirsson, Hannes Jónsson og Páll Valdimarsson. Lokastaðan: Björn Hermannsson 252 Gísli Tryggvason 247 Magnús Torfason 236 Guðrún Hinriksdóttir 230 Sigmar Jónsson 220 Sigurður Ámundason 212 Bernódus Kristinsson 196 Leifur Jóhannesson 189 Alls tóku 14 sveitir þátt í aðalsveitakeppninni að þessu sinni. Næstu tvo þriðjudaga verður jólasveinakeppni deildarinnar, sem er tölvuvædd Mitchell- tvímenningskeppni með afar glæsilegum verðlaunum fyrir efstu pör. Venjulegt kvöldgjald. Spilað er í Drangey v/Síðumúla og er öllum heimil þátttaka. Skráning stendur yfir og geta spilarar haft samband við ólaf Lárusson hjá BSÍ eða Sigmar Jónsson (687070 - 35271). Lokakvöldið í sveitakeppninni var einnig slegið upp eins kvölds Mitchell-tvímenningskeppni, með 16 spilum. Efstu skorir fengu þá: Ólafur Lárusson og Sveinn Þorvaldsson 154, Árni Alexandersson og Hjálmar Páls- son 144, Guðrún Hinriksdóttir og Haukur Hannesson 137, Þor- finnur Karlsson og Magnús Eymundsson 134, Bragi Björns- son og Þórður Sigfússon 134, Hildur Helgadóttir og Karólína Sveinsdóttir 127 og Andrés Þór- arinsson og Halldór Þórólfsson 127. Bridsfélag Akureyrar Félagarnir Frímann Frí- mannsson og Páll Pálsson virð- ast vera í góðu keppnisformi þessa dagana. Þeir sigruðu í Alþýðubankamótinu sem fram fór 30. nóvember sl. en auk þess er sveit Páls Pálssonar í efsta sæti Akureyrarmótsins og ef ekki verður stórslys hjá þeim eiga þeir Akureyrarmeistaratit- ilinn í höfn ásamt sveitungum sínum. 42 pör tóku þátt í Alþýðu- bankamótinu og var spilað í þremur 14 para riðlum. Lokast- aðan: Frímann Frímannsson — Páll Pálsson 389 Ásgeir Valdimarsson — Þorsteinn Friðriksson 366 Sigurður Víglundsson — Rafn Kjartansson 365 Jón Stefánsson — Sveinbjörn Jónsson 361 Hörður Blöndal — Grettir Frímannsson 355 Guðjón Jónsson — Kristján Guðjónsson 354 Eiríkur Helgason — Jóhannes Jónsson 350 Karl Steingrímsson — Gunnlaugur Guðmundsson 348 Páll Jónsson — Þórarinn B. Jónsson 346 Rósa Sigurðardóttir — Dísa Pétursdóttir 339 Meðalskor 312 stig og keppnis- stjóri Albert Sigurðsson. Kristín Jónsdóttir bankastjóri afhenti í mótslok eignarverðlaun til þriggja efstu paranna en auk þess er til sýnis í anddyri bank- ans bikar með nöfnum sigurveg- aranna. Að auki fékk Albert keppnisstjóri veglegan blóma- vönd fyrir sitt framlag. Lokið er 14 umferðum af 15 í Akureyrarmótinu í sveitakeppni. Staða efstu sveita: Sveit Páls Pálssonar 270 Arnar Einarssonar 252 GunnlaugsGuðmundssonar 251 Jóns Stefánssonar 244 Stefáns Sveinbjörnssonar 242 KristjánsGuðjónssonar 240 Gunnars Berg 236 Föstudaginn 13. desember nk. verður spilað við Bridsfélag UMSE sem nýgengið er í Brids- sambandið, á 16 borðum (alls 32 sveitir). OpiÖ hús Góð þátttaka var sl. laugardag í Opnu húsi að Borgartúni 18. Spilað var að venju tvímenning- ur eftir Mitchell-fyrirkomulagi. Úrsliturðu þessi: N/S Bergsveinn Breiðfjörð — Gunnar Þorkelsson 257 Kristófer Magnússon — Halldór Einarsson 252 Tómas Sigurjónsson — Þórarinn Árnason 244 Jacquie McGreal — Jakob R. Möller 237 Murat Serdar — Þorbergur Ólafsson 231 A/V GuðmundurThorsteinsson — Óskar Karlsson 276 Björn Árnason — Daníel Jónsson 256 Anton R. Gunnarsson — Ragnar Magnússon 242 Karen Vilhjálmsdóttir — Þorvaldur Óskarsson 240 Sveinn Jónsson — Sveinn Þorvaldsson 230 Enn verða tveir spiladagar fyrir jól tvo næstu laugardaga. Minnt er á að spilamennska hefst stundvíslega kl. 13.30. öllum er heimil þátttaka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.