Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER1986 Júgóslavía: Vilja ekki sýningar á „Dynasty“ Belgrad, Júgóslavíu, 5. desember. AP. HIN VINSÆLA bandaríska fram- haldsþáttaröd „Dynasty" fer mikið í taugarnar á fuíltrúum Kommún- istaflokksins í Makedóníu og hafa þeir reynt að stöðva útsendingu þáttarins árangurslaust. „Þátturinn sýnir lífsmáta sem við ættum að berjast gegn, aðveldan og léttúðug- an án þess að fólk þurfi að leggja nokkurn skapaðan hlut á sig,“ sagði einn fulltrúa flokksins í Makedó- níu. Þátturinn hefur verið sýndur yfir 70 sinnum og gert er ráð fyrir fleiri sýningum á næsta ári að sögn sjónvarpsstöðvarinnar. Hann nýtur mikilla vinsælda og hingað til hafa forráðamenn sjónvarps- stöðvarinnar daufheyrst við öllum óskum um að hætta sýningum hans. Bandaríkin: Pólskur sjómað- ur biðst hælis ('leveland, Ohio, 5. desember. AP. PÓL.SKUR sjómaður leitaði hælis í Bandaríkjunum sem pólitískur flóttamaður á miðvikudag, þrem dögum eftir að hann yfirgaf skip sitt sem verið var að afferma við höfn- ina í Cleveland. Leszek Kapsa, sem verið hefur meðlimur í Samstöðu, hinu útlæga verkalýðsfélagi i Póllandi, segist vilja setjast að í Bandaríkjunum vegna frelsisins sem þar ríki. AP/Slmamynd Joseph Kennedy með eiginkonu sinni, er hann tilkynnti að hann myndi keppa að útnefningu demókrata. Forkosningar demókrata í Massachusettes: Kennedy og Roosevelt keppa að útnefningu Booton, 5. desember. AP. JOSEPH Kennedy II hefur til- kynnt að hann muni bjóða sig fram í næstu kosningum til full- trúadeildar bandaríska þingsins. Það sæti sem Joseph keppir að því að vinna var sæti John F. Kennedy áður en hann varð öld- ungadeildarþingmaður og forseti. Forkosningar demókrata um sæt- ið, sem er í áttunda umdæmi í Massachusetts, verða í september næstkomandi. Joseph er sonur Roberts Kennedy, sem myrtur var árið 1968, er hann stóð í kosningabar- áttu um forsetaembættið í Bandaríkjunum. Sérfræðingar telja Kennedy sigurstranglegan sem frambjóðanda demókrata í kosningunum í þessu kjördæmi en fólk þar er þekkt fyrir að vera eitt hið frjálslyndasta í Banda- ríkjunum. Sonarsonur annars þekkts manns keppir einnig að útnefningu demókrata. Það er James Roosevelt, lögfræðingur, en hann er sonur Franklin Delani Roosevelt, sem var forseti Bandaríkjanna frá 1932 til dauðadags 1945. Atlantshafsflug People Express: Fargjaldið rúmar 4 þúsund krónur Newark, New Jersey, 5. deoember. AP. FLUGFÉLAGIÐ People Express hefur tilkynnt fargjaldalækkun á Norð- ur-Atlantshafinu frá 7. janúar til 10. febrúar. Verður fargjaldið aðra leiðina til Briissel í Belgíu 99 dollarar eða rúmlega 4 þúsund íslenskar krónur, hvort sem flogið er frá Newark á austurströndinni eða San Francisco á vesturströndinni. Þjónusta um borð í flugvélunum meðan á ferðinni stendur er ekki innifalin í verðinu og verða farþegar að greiða hana sérstaklega. Talsmaður flugfélagsins sagði að þetta tímabil ársins væri venjulega dauft hvað flugumferð snerti, en þessi lágu fargjöld ættu þó ekki að skaða flugfélagið vegna þess að þessi lágu fargjöld ættu að gera það að verkum að fleiri flygju en ella. Þetta tilboð kemur í framhaldi af verðstriði sem People Express hefur átt í við önnur bandarísk flugfélög um ferðir frá New York svæðinu til Flórída nú fyrir jólin. Þetta er í þriðja skipti frá því í haust að People Express býður þessi sérfargjöld á Atlantshafs- flugleiðinni. Fyrst var það gert í september og síðan aftur í nóv- ember. Flufélagið People Express var stofnað í apríl 1981 eftir að flug var gefið frjálst í Bandaríkj- Lögreglan í Suður-Afríku: Beitti svipum til að dreifa mannfjolda Jóhannesarborg, 5. desember. AP. LÖGREGLA skaut til bana þrjá menn og notaði svipur og táragas til þess að dreifa mannfjölda, sem mótmælti ástandinu í Suður-Afríku með því að kveikja og halda á lofti kertaljósum. Mikil ókyrrð hefur verið í hverfum svartra og íbúa af Thorbjörn Falldin hefur sagt af sér sem formaður Miðflokksins Stokkhólmi 5. deoember. Krá Erík Liden, fréturiura MorjrunbUABÍns. Leiðtogi Miðflokksins og fyrrver- andi forsætisráðherra Svíþjóðar, Thorbjörn Fálldin, ákvað að segja af sér formennsku á þriðjudag að höfðu samráði við þingflokk Mið- flokksins. Fálldin hefur orðið fyrir harðri gagnrýni eftir ófarir Mið- flokksins í kosningunum 15. sept- ember sl. Þá hlaut Miðflokkurinn aðeins níu prósent atkvæða og sam- kvæmt skoðanakönnunum hefur fylgi flokksins fallið síðan niður í sex prósent. Samvinna Miðflokksins og kristi- legra demókrata (KDS), sem marg- ir reiknuðu með að leiða myndi til þess að borgaraleg stjórn kæmist á í Svíþjóð aftur eftir að stjórn Olofs Palme hafði farið' með völd í þrjú ár, hefur farið út um þúfur. Kristi- AP/Sfauunynd Thorbjörn Fálldin og Geir Hallgrímsson er sá fyrrnefndi kom í opinbera heimsókn til íslands 1977. lega demókrataflokknum, sem bætti við sig í kosningunum, tókst að fá flokksleiðtoga sinn, Alf Svens- son, inn í ríkisstjórnina. Flest atkvæði hlaut Miðflokkur- inn árið 1973 eða rúmlega 24 pró- sent allra greiddra atkvæða í Sví- þjóð. Síðan hefur flokkurinn stöð- ugt farið minnkandi þrátt fyrir kosningasigur borgaraflokkanna 1976 þegar Fálldin varð forsætis- ráðherra í fyrsta sinn. Hann tók aftur við forsætisráðherraembætt- inu 1979 í minnihlutastjórn með Þjóðarflokknum. Thorbjörn Fálldin tók við for- mennsku í Miðflokknum eftir að Gunnar Hedlund lét af formennsku 1971. Líklegustu eftirmenn hans eru Börje Hörnlund, Gunnar Björk, Olof Johansson og Lennart Daleus. Þá hefur Karin Söder fyrrverandi utanrikis- og félagsmálaráðherra einnig verið nefnd sem mögulegur eftirmaður Fálldins. Hún yfirgaf stjórn Miðflokksins fyrir nokkrum mánuðum og er enn ekki ljóst hvort hún ætlar að taka þátt í baráttunni um formannssætið. blönduðum uppruna og notaði lög- reglan meðal annars táragas til að dreifa um 700 manns sem voru að yfirgefa kirkju eftir guðsþjónustu, þar sem beðið var fyrir pólitískum föngum. Séra Allan Boesak, sem stjórn- aði guðsþjónustunni, sagði að lögreglan hefði „hagað sér eins og svín". Frá öðrum hlutum landsins hermdu fregnir að lög- reglan hefði rofið friðhelgi heim- ila með því að fara inn á þau og slökkva á kertum sem fólk hafði kveikt á til að minnast pólitískra fanga. Auk þeirra sem létust, særðust 20 og 55 voru handteknir á síðasta sólarhring. Frú Winnie Mandela, kona Nelsons Mandela, þekktasta and- ófsmanns ríkisstjórnarinnar í Suður-Afríku sem verið hefur í fangelsi frá því snemma á sjötta áratugnum, var lögð inn á spítala til rannsóknar í dag. Búist er við að hún verði á spítalanum í nokkra daga. Frú Mandela, sem einnig er þekkt fyrir andstöðu sína við kynþáttastefnuna, er í útlegð í smáþorpi og má ekki tala við nema einn mann í einu. Hún hefur iðulega brotið hvort tveggja. Ný aðferð til að með- höndla krabbameinsæxli Hvítum blóökornum úr sjúklingum innprentað aö leita uppi óeðlilegan frumuvöxt og ráöast gegn honum Boston, MansachiMetts, 5. deœniber. AP. BANDARÍSKIR vísindamenn hafa fundið upp aðferð til að eyða krabba- meinsæxlum eða draga verulega úr umfangi þeirra, jafnvel þótt þau hafí dreifst um allan líkamann. Til þess bcita þeir venjulegum hvítum blóðkornum, sem „tamin“ eru í tilraunaglösum, sprautað í sjúklinginn aftur og att gegn meininu. Þetta kom fram í frétt, sem birtist í dag í bandaríska lækna- ritinu New England Journal of Medicine og er höfð eftir rann- sóknamönnunum. Þeir leggja þó áherslu á, að meðferðin sé enn á tilraunastigi og ógnarlega kostnaðarsöm, auk þess sem hún geti haft hættuleg- ar hliðarverkanir í för með sér. Meðferðin, sem nú hefur verið beitt við fólk í fyrsta sinn, bygg- ist á því, að ákveðið hormón, Interleukin-2, er látið innprenta hvítum blóðkornum úr sjúkl- ingnum að leita uppi óeðlilegan frumuvöxt í líkamanum og ráð- ast gegn honum, en láta heil- brigðan vef í friði. „Þetta er mesta framför, sem orðið hefur innan líffræðinnar í tvo til þrjá áratugi í baráttunni við krabbameinið," segir dr. Vincent T. Devita, forstöðumað- ur Krabbameinsstofnunarinnar í Bandaríkjunum. Vísindamenn í Krabbameins- rannsóknastofnuninni í Beth- esda í Maryland eiga heiðurinn af þessari nýju meðferð og geta einir beitt henni enn sem komið er. Aðrar rannsóknastöðvar eru nú einnig að hefja tilraunir með hana. Vísindamennirnir segja, að meðferðin sé svo flókin og tíma- frek, að þeir geti aðeins sinnt fjórum sjúklingum í einu. Verði árangurinn af verki þeirra eins góður og þeir vona, gæti hér verið komið fjölhæft vopn, sem biti á margar tegundir krabbameins. \f/ ERLENT. GENGI GJALDMIÐLA London, 5. desember. AP. BANDARÍSKI dollarinn hækkaði lítillega gegn öðrum helstu gjald- miðlum heims á gjaldeyrismörkuð- um í dag. Enska pundið kostaði 1,4800, en kostaði í gær 1,4855 doll- ara. Gengi dollars gagnvart öðrum gjaldmiðlum var sem hér segir, inn- an sviga gengið frá því í gær: Japanska yenið 202,93 (204,15) Vestur-þýska markið 2,5235 (2,5175) Svissneski frankinn 2,0985 (2,0947) Franski frankinn 7,7000 (7,6775) Hollensk gyllini 2,8380 (2,8360) ítalskar lírur 1.722,50 (1.717,50) Kanadískir dollarar, 1,3935, (1,3877).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.