Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER1985 41 Dómkirkjubasarinn í Casa Nova í MR KIRKJUNEFND kvenna Dómkirkj- unnar heldur sinn árlega basar á morgun, laugardag 7. desember í Casa Nova, nýbyggingu Mennta- skólans í Reykjavík og hefst hann kl. 2 e.h. A basarnum eru að venju margir fallegir og vandaðir hlutir á mjög hagstæðu verði og þar má finna margt sem er tilvalið til jólagjafa. Þá er þarna á boðstólum jólafönd- ur í miklu úrvali og er tilvalið til skrautsum jólin. Að þessu sinni er þarna köku- basar og er ekki að efa að það kemur sér vel fyrir margar hús- mæður að geta keypt góðar kökur til jólanna á hagstæðu verði. Konurnar hafa lagt á sig mikla vinnu við undirbúning basarsins eins og jafnan áður, en allt þeirra starf miðar að því að fegra og prýða Dómkirkjuna. Þær hafa líka gefið Dómkirkjunni margar stór- gjafir á undanförnum árum og áratugum og nú síðustu árin veitt ómetanlegan stuðning við kaupin á nýja orgelinu, sem vígt var i Dómkirkjunni á sunnudaginn var. Við þetta starf sitt hafa konurn- ar líka notið stuðnings allra þeirra, sem hafa sótt basara þeirra og gert þar góð kaup fyrir sig og sína og um leið lagt góðum málum lið. Vonum við að svo verði enn á basarnum á morgun og að þar verði fjölmenni. Óhætt er að mæla með þeim góðu og ódýru vörum, sem þar verða á boðstólum og málstaðurinn er vissulega góður.þ Hjalti Guðmundsson Hávaðayarnir — lög- mál og leiðbeiningar Handbók um hávaðavarnir á vinnustöðum VINNUEFTIRLIT ríkisins hefur gefíð út handbók um hávaðavarnir á vínnustöðum. í útgáfuna var ráðist vegna þess að hávaði á vinnustöðum er talinn eitt algengasta og út- breiddasta vandamálið sem þar er við að glíma. Alvarlegasta afleiðing þess er ólæknandi heyrnartjón. Bókin er þýdd úr sænsku og er lítillega stytt og staðfærð. Mynd- efnið er úr danskri útgáfu. Þýðing- una gerðu Ólafur Gíslason og Höfður Bergmann, sem jafnframt hafði umsjón með útgáfunni. Verð bókarinnar er 450 krónur og er hún seld hjá Vinnueftirliti ríkisins. Söngvakeppni Evrópu Ríkisútvarpiö - Sjónvarp auglýsir hér meö eftir sönglagi sem yrði framlag íslands í Söngvakeppni Evrópu (Eurovision Song Contest) sem haldin veröur vorið 1986. Lagiö má hvorki vera komið út áður né hafa verið flutt i útvarpi eða sjónvarpi. Það má ekki taka nema 3 mínútur í flutningi. Frumsaminn texti á íslensku skal fylgja. Laginu skal skila til Sjónvarpsins bæði á hljóðsnældu og nótum fyrir eitt hljóðfæri. Sjónvarpið áskilur sér allan rétt til að ráða útsetningu lagsins, ef til kemur. Nánari upplýsingar um reglur þessarar söngvakeppni liggja frammi hjá símaverði Sjónvarpsins, Laugavegi 176, Reykjavík. Skilafrestur er til 15. janúar 1986. R/KISÚTVARPIÐ „ ÚTVARP ALLRA LANDS- MANNA „Hávaðavarnir - lögmál og leið- beiningar" nefnist bókin. Efni hennar og uppbygging miðast við að hún verði að sem mestu gagni þegar reynt er að draga úr hávaða á vinnustöðum. Þá er vonast til að bókin komi að gagni sem hand- bók jafnframt því sem notandinn fær innsýn í lögmál um útbreiðslu hávaða og hvernig hægt sé að draga úr honum. Bókin er 136 blaðsíður að stærð. Efni hennar er útskýrt með teikningum. Lit- prentaðar myndir og texti vinna saman að því að skýra efnið sem best út auk þess sem niðurröðun þess og atriðaorðaskrá aftast í bókinni er ætlað að gera hana sem aðgengilegast hjálpargagn. Lýst er áhrifum hávaða á mann- inn, helstu hugtök skýrð, rætt almennt um undirbúning og fram- kvæmd hávaðavarna og skýrt frá helstu ákvæðum um viðfangsefnið í lögum og nýsamþykktum reglum um hávaðavarnir á vinnustöðum. Aðalfundur endurskoðenda Á AÐALFUNDI Félags löggiltra endurskoðenda sem haldinn var 23. nóvember sl. voru eftirtaldir menn kosnir í stjórn félagsins: Eyjólfur K. Sigurjónsson formað- ur og meðstjórnendur Gunnar R. Magnússon, Sigurður Guðmunds- son, Símon Kjærnested og Sigurð- ur Stefánsson. ____^uglýsinga- síminn er 2 24 80 > f PRJÓNASTOFAN Udunnj Nýjar peysur í hverri viku m.a. herrapeysur og jakkar. Verzl- un okkar viö Nesveg er opin daglega frá 9-6 og laugar- dagafrá 10-4. Komið og sjáið hið ótrúlega úrval okkar. ' PEYSUR • DÖMUPEYSUR • BARNAPEYSUR • HERRAPEYSUR • PEYSUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.