Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER1985 Keikur við skilningstré Sigurður A. Magnússon: Skilnings- tréð, uppvaxtarsaga. Útgcfandi: Mál & menning 1985 JAKOB er byrjaður í Menntaskól- anum í Reykjavík. Hann býr sem fyrr við kröpp kjör, hefur reynt að komast frá fjölskyldu sinni vegna þess að svo virðist sem eymd og kvöl fjölskyldunnar séu meiri en hann fái nú afborið. Við bætist að erfitt og flókið skólanám tekur hug hans. Og hann á ekki síður í stríði við trúarsannfæringuna sem honum finnst oft og einatt ganga á skjön við raunsæi og skynsemi. Þó gengur hann til starfa innan og með KFUM af augljósri ein- lægni, en því erfiðari verða kannski umþenkingarnar. Þótt Jakob hafi losað um sam- skiptin við fjölskylduna og erfiðan föður sérstaklega, er það aðeins tímabundið. Vegna erfiðrar fjár- hagsstöðu hans og einnig vegna þess hve hann er þrátt fyrir allt bundinn föður sínum í þessu sterka ást/hatur-sambandi verður hann að flytja heim öðru hverju. Braggavistin verður honum ekki óbærileg og dást má að einbeitni og einurð Jakobs við nám og starf við þau erfiðu skilyrði sem honum eru búin. Stundum er hógværð höfundar ekki alveg sannfærandi. Lýsing á menntaskólaárunum er fýsilegur fróðleikur og að henni fengur. Hinu er ekki að leyna, að full ítarlega er skólavistin rakin og hefði mátt þjappa frásögninni saman. Trúarlíf Jakobs og þær mörgu og ólíku hugrenningar sem sækja að piltinum á þessum árum — til að mynda varðandi sam- skiptin við kvenfólk, sem eru í bókarlok einkum og aðallega enn í draumum hans — er lýst mjög nærfærnislega og þó af hæfilegu hispursleysi. Það fer ekki framhjá lesanda, að mikil umbrot eru í líkama og sál ungsveinsins Jakobs þessi ár, sem Skilningstréð spann- ar og smekkvísi höfundar oftast til fyrirmyndar. Sigurður hefur í þessari bók náð að komast í ákveðna „fjarlægð“ frá Jakobi og atburðunum. An þess ég sé með þessu að segja að frásögnin sé ópersónuleg. Fjarri því. En hún er hófstilltari og markvissari en í síðustu tveimur bindum uppvaxtarsögunnar. Að mínum dómi nást með þessari fjarlægð sterkari áhrif. Meiri sjálfsgagnrýni, stundum að minnsta kosti. Töluverð sjálfs- hæðni á köflum. Þetta ljær frásög- unni meiri þrótt og jafnframt meiri nánd — hvort sem þetta kann að hljóma sem þversögn — en í bindi tvö og þrjú. Án þess að dragi úr kvöl piltsins. Almennt er stíllinn hljóðlátari og bregður sjaldan fyrir því upphafna orð- skrúði sem sumar bókanna hefur lýtt. Fyrir utan þetta er svo margt Þjóð í stríði — og stúlkan Lea Sigurður A. Magnússon fróðlegt og upplýsandi í Skilnings- trénu. Ég nefni sérstaklega lýsingu Sigurðar á viðbrögðum Reykvík- inga, þegar friður komst á eftir síðari heimsstyrjöldina. Það útheimtir kjark og sjálfs- traust að skrifa uppvaxtarsögu á borð við þessa. Og listræna hæfi- leika til að halda athygli lesanda á efni, svo nærri í nútíð. Allar bækurnar sem út eru komnar í þessum flokki bera vott um þennan kjark. Og að því er mér finnst hefur Sigurður nú náð aftur þeim tökum á Jakobi og lífi hans sem mér þótti slakna á að nokkru eftir að Kalstjarnan sló í gegn. Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Regine Deforges: Stúlkan á bláa hjólinu. Þýðandi: Dalla Þórðardóttir. Útg. ísafoldarprentsmiðja hf. 1985. I erlendum umsögnum um þessa bók, sem er raunar sú fyrsta af þremur um franska fjölskyldu á stríðsárunum, hef ég veitt því athygli, að henni er líkt við skáld- söguna frægu „Á hverfanda hveli" og jafnvel dregnar upp nokkrar hliðstæður. Þar sem ég hef ein- hverra hluta vegna aldrei lesið þá bók né séð fræga kvikmynd eftir henni gerð, get ég ekkert um það mál sagt, en hvað sem því líður er hér á ferðinni mögnuð bók, sem vex stöðugt eftir því sem lengra er haldið í textanum og athyglinni heldur hún óskiptri þótt lesandi geri sér grein fyrir að víða hefði mátt þjappa frásögninni meira saman. Sagan hefst í Frakklandi nokkru áður en stríðið brýzt út 1939. Aðalpersónan er Lea Delmas, ung stúlka geðrík og glaðsinna, áhyggjulaus og hefur yndi af því kAtuni 2 Bráðvantar STOFNUD 1958 SVEINN SKÚLASON hdl -' Vantar fyrir góöan kaup- anda aö 4ra herb. íbúö í Háaleiti, Geröum eöa Mýrum. Góö greiösla í boöi viö samning. Vantar einnig 3ja herb. íbúö í Miöbæ, Holt- um, Noröurmýri eöa Hlíöum. Einnig vantar 2ja-3ja herb. íbúö í Vesturbæ. Bandalag íslenzkra listamanna: Birgir Sigurðsson rit- höfundur kjörinn forseti BIRGIR Sigurðsson, rithöfundur, var einróma kosinn forseti Banda- lags íslenskra listamanna á aðal- fundi þess laugardaginn 30. nóv- ember sl. Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld lét þá af forsetastörfum eftir fjögurra ára farsælt starf og var þakkað af fundarmönnum, segir í frétt frá BÍL. Aðrir í stjórn BÍL eru: Varafor- seti Hrafn Gunnlaugsson, kvik- Gerður Ævisaga myndhöggvara eftir Elínu Pálmadóttur Æviferill Gerðar Helgadóttur, myndhöggvara, var stórbrotinn. Leið hennar til heimsfrægðar, úr Handíða- og myndlistaskóla Lúðvígs Guðmundssonar til Flórens og Parísar var bæði örðug og grýtt. Erfið einkamál áttu þar hlut að máli. Nánasta vinkona Gerðar, Elín Pálmadóttir, segir hér sögu hennar af ástúð, virðingu og mikilli hreinskilni. Þetta er áhrífamikil og vel rituð saga um stórbrotinn æviferil mikillar listakonu, sem lést árið 1975, langt fyrir aldur fram. t'Jtp. PdliTtítkdr Gerður Ævisagp my ndi Kíggva ra BOK AUÐVITAÐ ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ, AUSTURSTRÆTI 18, SlMI 25544 Birgir Sigurðsson myndagerðarmaður; gjaldkeri Jes Einar Þorsteinsson, arkitekt; rit- ari Viðar Eggertsson, leikari; meðstjórnendur Ingunn Eydal, myndlistarmaður; Örn Guðmunds- son, listdansari; Þórhildur Þor- leifsdóttir, leikstjóri; Jónas Ingi- mundarson, tónlistarmaður og Þorkell Sigurbjörnsson, tónskáld. Að loknum aðalfundi BÍL var haldin ráðstefna um menningar- stefnu stjórnvalda — sjálfsvitund listamanna. Ráðstefnan var vel sótt og voru flutt þar sjö framsögu- erindi. Að þeim loknum voru frjálsar umræður. Eftirfarandi ályktun var samþykkt: „Ráðstefna Bandalags íslenskra listamanna, haldin í Norræna hús- inu 30. nóvember, skorar eindregið á stjórnvöld að búa þannig að lista- stofnunum í þjóðfélaginu að tilvist þeirra og starfsemi verði tryggð. Ráðstefnan lýsir yfir þungum áhyggjum vegna síminnkandi framlags stjómvalda til lista- og menningarmála. Ráðstefnan vekur athygli á þeim tímamótum í fjöl- miðlun sem framundan eru og undirstrikar að nú er nauðsyn- legra en nokkru sinni fyrr að stjórnvöld leggi sitt af mörkum til að styrkja og efla íslenska list og og menningu." Régine Deforges að gera karlmennina hrifna af sér. Hún hefur talið sér trú um að hún elski piltinn Laurent af öllu hjarta og tekur nærri sér, þegar hann opinberar trúlofun sína með stúlk- unni Camille, sem Leu finnst bæði leiðinleg og sviplítil — ekki sízt í samanburði við sig. Það er engu að síður glens og glaumur í um- hverfinu og hver trúir því að stríð brjótist út? Að minnsta kosti er reynt að leiða það hjá sér fram á síðustu stund. En síðan kastast Lea inn í iðu og hrylling styrjald- arinnar, hún verður að taka hina veikbyggðu Camille að sér og þær reyna með ærnu erfiði og hörm- ungum að brjótast frá París og frásagan af ferðalagi þeirra til heimastöðvanna er bæði skýr og átakanleg. Lea hefur að því er virðist ekki haft teljandi áhuga á stjórnmál- um, né heldur hefur hún verið þrúguð af skyldu eða ábyrgðartil- finningu, en smám saman breytast viðhorf hennar og ekki sízt er það sennilega sviplegt fráfall móður hennar, sem vekur hana til um- hugsunar. Hún tekur að sér að fara með bréf og sendingar á milli hins frjálsa hluta Frakklands og þess sem er hernuminn, ber dular- full skilaboð til ýmissa staða og tekur á sig mikla áhættu af festu og djarfleik. Samt er hún enn þetta einlæga náttúrubarn sem dreymir um að njóta ástar og gleði, en það er ekki í sjónmáli, þegar bókinni lýkur. Persónan Lea er vel gerð af hálfu Regine Deforges og þó að maður geti út af fyrir sig verið sammála Leu um að Camille er ósköp litlaus í samanburði við aðalpersónuna, verður hún þó í eymd sinni og mæðu bara minnileg og merinileg kona. Maðurinn í lífi Leu, Laurent, verður daufari, þrátt fyrir allmikið af lýsingum á hon- um og dagbókarbrotum úr fanga- búðum. Elskhuginn Matthías er betur gerður og einna mest spenn- andi karlmannanna er auðvitað aðalelskhuginn Francois Taverni- er. í dönskum blöðum las ég að þetta væri djörf og gróf saga og einhvers staðar var hún kölluð „knaldroman" og gefið í skyn, að miklar og djarfar ásta- og kynlífs- lýsingar væri þar að finna. Eftir að hafa lesið bókina get ég ómögu- lega tekið undir þessa dönsku söguskoðun. Og ég hélt að Danir kölluðu ekki þetta ömmu sína. Víst er ástin og girndin í nálægð, en ekki þungamiðjan. Samfarasenur eru hressilegar, en þær eru ekki grófar, að mínum dómi. Ég bar íslenzku þýðinguna saman við dönsku útgáfuna og grautaði í þeirri frönsku líka og fæ ekki betur séð en þar komi allt til skila. Þessi orð eru skrifuð að gefnu tilefni, þar sem gefið var í skyn að fellt hefði verið úr í íslenzku þýðing- unni. Það er sem sagt ekki rétt. Og í heild hefur þýðandinn Dalla Þórðardóttir unnið vandað og þó safaríkt verk, með þessari þýðingu þótt það sé viðbúið að alltaf týnist eitthvað smálegt í þýðingum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.