Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER1985 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö. Ráðdeild í ríkisrekstri Ráðdeild í ríkisrekstri hlýtur að vera markmið allra, 3em greiða skatta og standa undir kostnaði við rekstur ríkisins. Sú stjórnskipun, sem hér er við lýði, er sprottin af viðleitni borgar- anna við að hafa hemil á óhóf- legri skattheimtu og stjórna út- gjöldum með fjárlögum. Því miður sjást þess alltof mörg dæmi í öllum lýðræðisríkjum, að þingmenn hafa gleymt þess- um rökum fyrir því að þjóðþing voru stofnuð. Viðbrögðin við því að kjörnir stjórnendur noti almannafé til að slá sig til ridd- ara eða stundi atkvæðakaup með fé skattgreiðenda eru alls staðar hin sömu: Gerð er krafa um minni ríkisumsvif og meiri ráð- deild í ríkisrekstri. í nágrannalöndum okkar njóta þeir stjórnmálamenn helst trausts, sem geta sýnt fram á, að þeir hafi ráð, er duga til að draga úr ríkisútgjöldum. Slíkur samdráttur kemur alltaf við einhvern, en það bitnar á heild- inni, ef ríkið eyðir um efni fram. Og það er verið að velta skulda- böggum yfir á herðar afkomend- anna, ef umframeyðslan er fjár- mögnuð með erlendum lánum. Þessi grundvallarsjónarmið skiljum við eins vel og aðrar þjóðir. Á hinn bóginn er ljóst, að erfitt er að hrinda þeim í framkvæmd. í fámennu þjóð- félagi eins og okkar standa þrýstihópar líklega nær stjórn- málamönnunum en víða annars staðar, og hér á að koma í ljós fyrr og með skýrara hætti en annars staðar, ef með stjórn- valdsaðgerðum er vegið með ósanngirni að stöðu einstakl- inga. Samband ungra sjálfstæðis- manna (SUS) hefur birt auglýs- ingu í Morgunblaðinu, þar sem það kynnir á fjórum blaðsíðum tillögur, er miða að því að draga úr ríkisumsvifum, koma á skýr- ari verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga og minnka skattaálögur og auka þar með kaupmátt launa. Markmiðin eru háleit, um þau verður ekki deilt. Hitt er meira álitamál, hvort sú leið, sem mælt er með í tillögum SUS er hin rétta að markmiðun- um. í stuttu máli skal hér sett fram sú skoðun, að SUS-menn hafi fallið í þá hættulegu gryfju að hugsa of mikið um það, sem litlu skiptir í ríkishítinni, þegar þeir leita að því, sem á að falla fyrir niðurskurðarhnífnum. Það kemur til dæmis strax óorði á tillögur af því tagi, sem hér er um að ræða, þegar mönnum finnst sérstaklega vegið að menningar- og menntamálum. Fyrir fjármálamenn í stjórn- málum er óhyggilegt að staldra fyrst við þennan málaflokk. Meðal almennings eru mennta- og listamenn yfirleitt mun meiri mótendur almenningsálits en fjármálamennirnir. Stjórnmála- menn geta hvorki stuðlað að ráð- deild í ríkisrekstri né tekið sér annað fyrir hendur, nema þeir njóti til þess stuðnings almenn- ings. Þá er einnig óskynsamlegt að halda þannig á málum, að þeir, sem á landsbyggðinni búa telji sérstaklega vegið að sér. Hræðsla við niðurskurð af því tagi ræður til að mynda miklu um það, hve erfitt er að útrýma misvægi milli atkvæða, eftir því hvar kjósendur eru búsettir á landinu. Ástæða er til að velta því fyrir sér, hvort það skili þeim árangri, sem að er stefnt, að samtök í stjórnmálaflokki birti opinber- lega tillögur eins og þessar frá SUS. Fjölmiðill getur auðvitað ekki verið andvígur því, að al- menningur fái greiðan aðgang að öllu, sem stjórnmálamenn eru að gera eða hugsa um að gera. En stjórnmálaflokkur hlýtur að velta því fyrir sér, hvernig best sé að nálgast þau markmið, sem hann hefur sett sér. Enginn fer í grafgötur um það, að ungir sjálfstæðismenn og Sjálfstæðis- flokkurinn allur vill auka ráð- deild í ríkisrekstri. Formaður flokksins hefur axlað þá þungu ábyrgð að stjórna fjármálum ríkisins á erfiðum tímum. Er birting auglýsingarinnar í Morg- unblaðinu áminning til hans? Eða er hún sett fram til að ögra þingflokki sjálfstæðismanna? Margt bendir til, að hún verði helst til að skemmta andstæð- ingum Sjálfstæðisflokksins. Morgunblaðið er þeirrar skoð- unar, að margt sé skynsamlegt sagt í tillögum SUS. Hugmyndir af því tagi, sem þama eru kynnt- ar eiga mun meiri hljómgrunn meðal almennings en forsjár- hyggja talsmanna ríkishítarinn- ar. Umræðurnar hér á landi snú- ast til dæmis frekar um það núna, hvenær og hvernig eigi að breyta ríkisfyrirtækjum í einka- fyrirtæki en hvort það eigi að gera það. Sjálfsögðum hlutum, sem ekki valda deilum, á að hrinda í framkvæmd. Ný vinnu- brögð við gerð fjárlaga og fram- kvæmd þeirra, til dæmis með því að draga úr miðstýringu fjár- málaráðuneytisins, hljóta að koma til sögunnar. Svo lengi hefur verið talað um að endur- skoða verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga, að það er bein- línis orðið leiðigjarnt að ræða það mál án niðurstöðu ár eftir ár. Þannig mætti áfram telja. Stjórnmálamenn ná engu fram án þess að njóta til þess fylgis. Birting tillagna SUS dugar ekki ein til að afla þeim fylgis. Nú reynir á hvernig þeim verður fylgt eftir. AF INNLENDUM VETTVANGI HELGI BJARNASON Lítill hópur ber \ tekjuskattsbyrða AÐ TILLÖGU Þorsteins Pálssonar fjármilaráöherra samþykkti ríkisstjórn- in í síðustu viku að fresta lækkun tekjuskatts, eins og komið hefur fram. Astsðan var sögð sú að álagning nýs vörugjaids, sem gefa átti ríkissjóði tekjur í stað tekjuskattslækkunarinnar og tollalækkana samkvæmt nýrri tollskrá, mun hafa í för með sér l-l'/i% hækkun framfærsluvísitölu. Þannig var þessum áfanga í lækkun tekjuskatts, sem stefnt hefur verið að og flest- ir eru sammála um, fórnað í bili til að verja kaupmátt launa. Á Innlendum vettvangi í dag er fjallað um tekjuskattinn og fleira tengt þessari ákvörðun. Fyrirheit um afnám tekjuskatts af almennum launatekjum Kröfur um lækkun eða niðurfell- ingu tekjuskatts hafa lengi heyrst á stjórnmálavettvanginum, eink- um frá Alþýðuflokki og Sjálfstæð- isflokki. Þann 22. maí 1984 var samþykkt svohljóðandi þings- ályktunartillaga frá Alþingi, með 46 samhljóða atkvæðum: „Alþingi ályktar að fela fjármálaráðherra að leggja fyrir næsta Alþingi til- lögu um afnám tekjuskatts af almennum launatekjum og á hvern hátt megi breyta skattheimtu að öðru leyti og spara og hagræða í ríkisrekstrinum til að ná þessu markmiði án þess að minnka þjón- ustuna." Þingsályktunin var soðin upp úr tveimur þingsályktunartil- lögum, annarri frá þingmönnum Alþýðuflokksins og hinni frá 7 þingmönnum Sjálfstæðisflokks- ins. Sjálfstæðismennirnir rifjuðu upp stefnu flokksins í rökstuðningi með sinni tillögu, m.a. með því að vitna í mjög skýra og glögga stefnu, eins og þeir orða það, sem Sjálfstæðisflokkurinn markaði fyrir síðustu alþingiskosningar. Eftirfarandi yfirlýsing var efst á blaði af sextán atriðum sem talin voru upp í þeim kafla kosninga- stefnuskrárinnar sem fjallaði um bætt lífskjör I landinu: „Tekju- skattur á almennar launatekjur verði afnuminn, jafnframt því sem persónufrádráttur nýtist lág- launafólki að fullu. Tekjum hjóna verði skipt á milli þeirra fyrir álagningu skatta." í samkomulagi núverandi stjórnarflokka, sem gert var við myndun ríkisstjórnar- innar, voru ákvæði um afnám tekjuskatts á almennum launa- tekjum og jöfnun tekna hjóna við skattlagningu. Landsfundur Sjálf- stæðisflokksins, sem haldinn var í nóvember 1983, samþykkti álykt- un um að tekjuskattur af almenn- um launatekjum verði afnuminn í áföngum og á síðasta landsfundi flokksins, sem haldinn var í apríl sl., var enn hnykkt á stefnunni: „Aðflutningsgjöld verði lækkuð og haldið fast við fyrirliggjandi áform um að fella niður tekjuskatt af almennum launatekjum." Á verkefnalista ríkisstjórnar- innar, sem formenn stjórnarflokk- anna gengu frá í byrjun september 1984, er tekjuskattslækkunin sett á borð ríkisstjórnarinnar til fram- kvæmda og er það ákvæði vafa- laust frá formanni Sjálfstæðis- flokksins komið. Það var þannig orðað: „Tekjuskattur af almennum launatekjum verði afnuminn í þremur áföngum. Komi fyrsti áfangi til framkvæmda þegar á árinu 1985 með lækkun tekjuskatts um kr. 6-700 milljónir. Við það er miðað, að eftir siðasta áfanga verði ekki greiddur tekjuskattur af tekj- um miðað við kr. 21-22 þús. í ágúst 1984. Á móti lækkun tekjuskatts komi skattlagning eyðslu." Þegar skýrt var frá þessum áformum í Morgunblaðinu á sínum tíma kom það fram að fyrirhugað var að lækka tekjuskattinn um 1.700 milljónir á þremur árum, miðað við álagningu á árinu 1984 sem samsvaraði um nær 4% af heildar- tekjum einstaklinga á árinu. Raunveruleg lækkun viö síðustu álagningu Fyrsti áfangi tekjuskattslækk- unarinnar kom til framkvæmda eins og til stóð við álagningu skatta í sumar. Lækkaði tekju- skatturinn um hátt í 600 milljónir. Fer upphæðin að nokkru eftir hvaða forsendur menn gefa sér við útreikning hennar. Fjármálaráðu- neytið metur hana á 600 milljónir og Sigurbjörn Þorbjörnsson ríkis- skattstjóri á 577,5 milljónir kr. Sjálfsagt segjast margir ekki hafa orðið varir við lækkun skatta sinna. Menn hefðu þó að öllum líkindum fundið fyrir því ef lækk- unin hefði ekki komið til. Sam- kvæmt útreikningum ríkisskatt- stjóra komu 352 milljónir, sem lækkun á öllum skattstiganum, en þó hlutfallslega mest hjá þeim sem eru í lægri þrepunum. Til viðbótar þessu lækkaði tekjuskatturinn síðan um 225 milljónir vegna heimilda til millifærslu tekna að vissu hámarki á milli hjóna fyrir skattlagningu. Yfir 30 þúsund gjaldendur nutu þessarar milli- færslu, svo til eingöngu karlmenn. Áhrif tekjuskattslækkunarinnar sjást einnig greinilega á því að þeim einstaklingum sem losnuðu algerlega undan tekjuskattinum fjölgaði um 4 þúsund í ár, eða um 5%, á sama tíma og framteljend- um fjölgaði um 2 þúsund. Reyndar varð ríkissjóður ekki af öllum þessum tekjum því launa- skrið skilaði honum 3-400 milljón- um til baka í meiri tekjuskatti en ráð var fyrir gert. Skattbyrði beinna skatta einstaklinga á greiðsluári lækkaði þó um 0,5 pró- sentustig, úr 4,9 í 4,4% af heildar- tekjum heimilanna í landinu. Áður en lengra er haldið er rétt að ítreka það að aldrei var ætlunin að fella allan tekjuskatt einstakl- inga niður. Þrátt fyrir afnám tekjuskatts af almennum launa- tekjum verður verulegur tekju- skattur lagður á hærri tekjur, en hann endurgreiddur tekjulægri gjaldendum í formi ónýtts per- sónuafsláttar til greiðslu eignar- skatts, sjúkratryggingagjalds og útsvars svo og barnabóta, þannig að tekjur rikissjóðs af skattinum falli niður. Það er síðan pólitísk ákvörðun hvernigþessi millifærsla fer fram, til dæmis hvað skattleys- ismörkin verða há, hvað lagt er á í Skattstofunni í Reykjavík. hærri tekjur og hvernig endur- greiðsla barnabóta og persónuaf- sláttar fer fram. Rúmir tveir millj- aröar enn eftir í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár, sem nú liggur fyrir Alþingi, er gert ráð fyrir að á einstaklinga verði lagður tekju- skattur að fjárhæð 3,8 milljarðar, en tæpur helmingur þeirrar fjár- hæðar verði endurgreiddur f formi barnabóta og ónýtts persónuaf- sláttar til greiðslu annarra gjalda, þannig að tekjur ríkissjóðs af honum (tekjuskattur nettó) nemi 1.975 milljónum kr. Er þarna gert ráð fyrir að tekjuskatturinn lækki á árinu um 400 milljónir kr. frá því sem verið hefði að óbreyttu og skattbyrði beinna skatta (á greiðsluári) lækki um 0,6 pró- sentustig, úr 4,4 f 3,8%. Sú lækkun sem þarna var fyrirhuguð, en nú hefur verið hætt við, er þó innan við helmingur af þeim áfanga sem nú hefði þurft að fara í tekju- skattslækkuninni miðað við fyrri yfirlýsingar. Til að ná þeim mark- miðum sem að var stefnt, það er brottfalli tekna rfkissjóðs af tekju- skatti einstaklinga og niðurfell- ingu tekjuskatts af almennum launatekjum, virðast vera eftir rúmlega 2 milljarðar. Ekki var búið að ákveða hvernig tekjuskatturinn yrði lækkaður um þessar 400 milljónir kr. t fjármála- ráðuneytinu voru, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, einkum hugmyndir um að nota þessa fjárhæð til að auka mögu- leika til tilflutnings tekna á milli hjóna fyrir skattlagningu þó áfram yrðu verulegar takmarkanir á því og að hækka barnabætur og/eða persónuafslátt umfram verðbólgu. Almenn lækkun tekju- skattsins kom einnig til greina, en vegna þess hvað upphæðin var lftil var talið að almenn lækkun myndi skipta hvern og einn gjaldanda litlu máli. Tvær fyrrnefndu leið- irnar voru því taldar álitlegri því með þeim hefði verið hægt að stýra peningunum til ákveðinna hópa sem talin væri þörf á að styrkja og skipti það fólk verulegu máli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.