Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER1985 Rás 3 Það er sagt að ríkisstofnanir þenjist gjarnan út i það óend- anlega ef svo má segja. Og það er kaldhæðni örlaganna að í kjölfar leyfisveitinga til handa einkaút- -varpsstöðvum þenst ein slík ríkis- stofnun-nú út með leifturhraða og er hér náttúrlega átt við blessað Ríkisútvarpið okkar íslendinga. Aukin samkeppni veldur því að ríkisútvarpið margeflist og stæl- ist. Má eiginlega segja að hér hafi frjálshyggjan bitið í skottið á sjálfri sér því eins og allir vita er henni ætlað að hafa hemil á út- þenslu Rikisbáknsins í krafti auk- innar frjálsrar samkeppni en þess í stað eflir hún hér einn geira ríkisbáknsins og blæs i hann nýju lífi og hefir þessi undarlega þróun reyndar átt sér stað á fleiri sviðum eins og hávaxtaauglýsingar ríkis- sjóðs bera með sér. Það skyldi þó aldrei vera að frjálshyggjan komi til með að hafa hér þveröfug áhrif við það sem til var ætlast, þannig að hún efli ríkisbáknið í stað þess að sneiða af því armana? Hér er máski að verki gamla lögmálið um bjarndýrið sem sótt er að af veiði- hundunum. Dýrið snýst til varnar og öðlast þá oft á tíðum yfirnátt- úrulega krafta eins og frásagnir eskimóa votta. Ég hef löngum verið þeirrar skoðunar að eina ráð- ið til að hamla gegn ásókn ríkis- valdsins sé að efla þar til áhrifa makráða, íhaldssama og hug- myndasnauða menn þannig að smám saman steinrenni báknið og menn leiti á önnur mið um úrlausn sinna mála. Sókndjarfir, hug- myndaríkir og metnaðarfullir rík- isstarfsmenn munu hins vegar blása í herlúðra við minnsta tæki- færi og án tillits til stjórnmála- skoðana og þá verður fátt um varnir hjá einkaaðilunum mörgu og smáu. Rás 3? Nú þegar hefir Ríkisútvarpið stofnað til svæðisútvarps, dreifi- kerfið verður sífellt öflugra og nýjustu fréttir herma að í burðar- liðnum sé rás númer 3. Hver stenst þessa gagnsókn hvíta risans er gnæfir milli lífs og dauða hér uppaf Fossvogsdalnum, ég bara spyr? Ég fæ ekki séð að útvarps/og sjónvarpsstöðvar í eigu einkaaðila megi sín mikils gegn þessum kol- krabba er teygist í allar áttir undir forystu hins sókndjarfa, nýskipaða útvarpsstjóra. Ég vona bara að einkastöðvarnar komist sem fyrst á laggirnar áður en kolkrabbinn hefir fengið hundrað arma. En einu má treysta að það verður spennandi að fylgjast með því fjölmiðlastríði sem nú er í uppsigl- ingu. En svo við höldum okkur við blákaldan veruleikann þá get ég upplýst, að ég hef mjög ákveðnar hugmyndir um skipulag rásar 3. Ég álít að þar eigi að flytja fremur rólega, hugljúfa músik er höfðar kannski helst til miðaldra fólks. Rás 2 á að sinna rokkinu, poppinu, frammúrstefnutónlistinni og vin- sældalistunum fyrst og fremst en einnig íþróttum. Rás 1 mætti þess vegna vera óbreytt nema að því leyti að þar fengi landshlutaút- varpið sitt rými. Ég tel einnig eðlilegt að sérstakir rásarstjórar séu skipaðir yfir hverja rás eins og nú tíðkast á rás 2, þannig fynd- ist mér upplagt að Svavar Gests yrði rásarstjóri á rás númer 3 og ekki má gleyma „veikara kyninu“ þegar rásarstjóri númer eitt verð- ur valinn. Ólafur 1M. Jóhannesson ÚTVARP / SJÓNVARP John Lennon og vegferð hans — leikin bresk heimildamynd H „John Lennon 20 og vegferð — hans“ nefnist leikin bresk heimilda- mynd um John Lennon, sem er á dagskrá kl. 23.20 í kvöld. Myndin var gerð í minningu þess að 8. des- ember nk. eru liðin fimm ár síðan hann var myrtur fyrir utan heimili sitt. Leikstjóri er Ken How- ard en Bernard Hill fer með hlutverk Lennons á fullorðinsárum. í mynd- inni er rakinn þroskaferill Lennons sem tónlistar- manns en ekki síður sem þess leitandi hugsjóna- manns sem hann síðar varð. Myndin verður frumsýnd þetta sama kvöld hjá BBC og ýmsum öðrum sjónvarpsstöðvum. Þýðandi er Guðni Kol- beinsson. Svæðisútvarp Akureyri og Reykjavíkur Svæðisútvarp fyrir Reykjavík og nágrenni hefur hafið göngu sína. Útvarpað er daglega frá mánudegi til föstudags kl. 17.03-18.00 á FM 90.1 MHz. Frá og með 2. desember, sama degi og svæðisút- varp Reykjavíkur hófst, lengdist útsendingartími svæðisútvarpsins á Akur- eyri og er nú kl. 17.03-18.30 og er útvarpað á dreifi- kerfi rásar 2 alla virka daga á FM 96.5 MHz. Umsjónarmenn svæðis- útvarpsins í Reykjavík eru Sverrir Gauti Diego og honum til aðstoðar eru þau Helgi Már Barðason, Helgi Valtýr Sverrisson, Ragnheiður Davíðsdóttir og Steinunn H. Lárus- dóttir. Umsjónarmenn svæðisútvarpsins á Akur- eyri eru Haukur Ágústs- son og Finnur Magnús Gunnlaugsson. Frétta- menn eru Erna Indriða- dóttir og Jón Baldvin Halldórsson. Starfsmenn svæðisútvarps á Akureyri. Frá vinstri: Finnur Magnús Gunnlaugsson, Erna Indridadóttir og Jón Baldvin Halldórsson. Hljóðdósin ■■ Hljóðdósin í 00 umsjá Þórarins — Stefánssonar er vikulega á dagskrá rásar 2, á föstudögum milli 20.00 og 21.00. f kvöld verður haldið áfram að fjalla um hljóm- tæki, en í síðasta þætti voru plötuspilurum gerð góð skil. Nú verður rætt um magnara og hátalara. Gestur þáttarins eins og síðast verður Finnbogi Marinósson, verslunar- stjóri í hljómtækjaversl- uninni Steríó. Hlustendur eru hvattir til að koma með fyrirspurnir ef það er eitthvað sem þeir vilja að verði tekið fyrir í þætt- inum. ÚTVARP FÖSTUDAGUR 6. desember 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin 7.20 Morguntrimm. 7.30 Fréttir. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veöurtregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna. .Elvis, Elvis" eftir Mariu Gripe. Tortey Steinsdóttir þýddi. Sigurlaug M. Jónas- dóttir les (8). 9JO Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Þingfréttir 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegtmá! Endurtekinn páttur frá kvöld- inu áöur sem Siguröur G. Tómasson flytur. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesiö úr forustugreinum dagblaöanna. 10.40 „Ljáðuméreyra" Umsjón: Málmfrlöur Sigurö- ardóttir. (Frá Akureyri.) 11.10 Málefni aldraðra Þórir S. Guðbergsson flytur þáttinn. 11.25 Morguntónleikar a. Adagio f g-moll eftir Tommaso Albinoni. Ronald Frost leikur á orgel meö Halle-hljómsveitinni. Maurice Handford stjórnar. b. „Pavane" eftir Gabriel Fauré. Kór Parlsaróperunnar og Parlsarhljómsveitin flytja. Jean-Pierre Jacquillat stjórn- ar. c. Spönsk rapsódla eftir Maurice Ravel. Concertgebouw-hljómsveitin stjórnar. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynning- ar. Tónleikar. 14.00 Miödegissagan: „Feögar á ferð" eftir Heöin Brú Aðalsteinn Sigmundsson þýddi. Björn Dúason les (3). 14.30 Upptaktur — Guömundur Benedikts- son. 15A0 Tilkynningar. Tónleikar. 18.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Siödegistónleikar Planókonsert nr. 3 I c-moll op. 37 eftir Ludwig van Beethoven. Daniel Barenboim og Nýja fllharmónlusveitin I Lundún- um leika. Otto Klemperer stjórnar. 17.00 Helgarútvarp barnanna Stjórnandi. Vernharður Linn- et. 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.35 Tilkynningar. 19.50 Þingmál Umsjón: Atli Rúnar Halldórs- son 20.00 Daglegtmál Margrét Jónsdóttir flytur þáttinn. 20.05 Lög unga fólksins Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.35 Landsleikur I handknatt- leik. Island — Vestur-Þýska- land. Samúel örn Erlingsson lýsir sföari hálfleik viöureignar Is- lands og Vestur-Þýskalands I Laugardalstiöll. 21.15 Velferöarrlkiö anno 1969, smásaga eftir Grétu Sigfús- dóttur Kristln Bjarnadóttir les. 21.30 Frá tónskáldum Atli Heimir Sveinsson kynnir hljómsveitarverk eftir Jón Asgeirsson. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. 22.15 Veðurfregnir. Orð kvölds- ins. 22.25 Kvöldtónleikar a. Svlta nr. 6 I g-moll eftir Georg Friedrich Hándel. Luciano Sgrizzi leikur á sembal. b. Trompetkonsert I Es-dúr eftir Luigi Otto. Maurice André og Kammer- sveitin I Heilbronn leika. Jörg Faerber stjórnar. 22.55 Svipmynd Þáttur Jónasar Jónassonar. (Frá Akureyri.) 24.00 Fréttir. 00.05 Djassþáttur — Tómas R. Einarsson. SJÓNVARP 19.15 A dðfinni. Umsjónarmaö- ur Karl Sigtryggsson. 19.30 Jobbi kemst I kllpu. Lokaþáttur. Sænskur barnamyndaflokk- ur I fimm þáttum um sex ára dreng og tuskudýrið hans. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. (Nordvision - Sænska sjónvarpið). 19.50 Fréttaágripátáknmáli. 20.00 Fréttir og veöur. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.45 Þingsjá. Umsjónarmaöur Páll Magn- ússon. FÖSTUDAGUR 6. desember 20.55 Kastljós. Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Sigurveig Jónsdóttir. 21.30 Skonrokk. Umsjónarmenn Haraldur Þorsteinsson og Tómas Bjarnason. 22.15 Derrick. Attundi þáttur. Þýskur sakamálamynda- flokkur. Aðalhlutverk: Horst Tappert og Fritz Wepper. Þýðandi Veturliöi Guönason. 23.20 John Lennon og vegferö hans. Leikin bresk heimildamynd um John Lennon, gerö I minningu þess aö 8. des- ember eru fimm ár llðin slöan hann féll I valinn. Leikstjóri er Ken Howard en Bernard Hill fer meö hlutverk Lenn- ons á fullorðinsárum. I mynd- inni er rakinn þroskaferill Lennons sem tónlistarmanns en ekki slöur sem þess leit- andi hugsjónamanns sem hann slðar varö. Myndin verður frumsýnd þetta sama kvöld hjá BBC og ýmsum öörum sjónvarpsstöövum. Þýöandi Guöni Kolbeinsson. 00.40 Fréttir I dagskrárlok. 01.00 Dagskrárlok. Næturútvarp á rás 2 til kl. 03.00. FÖSTUDAGUR 6. desember 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Páll Þorsteins- son og Asgeir Tómasson. Hlé. 14.00—18.00 Pósthólfið Stjórnandi: Valdls Gunnars- dóttir. 16.00—18.00 Léttir sprettir Stjórnandi: Jón Olafsson. Þriggja mlnútna fréttir sagö- ar klukkan 11.00, 15.00, 16.00 og 17.00. Hlé. 20.00—21.00 Hljóödósin Stjórnandi: Þórarinn Stef- ánsson. 21.00—22.00 Kringlan Tónlist úr öllum heirtishorn- um. Stjórnandi: Kristján Sigur- jónsson. 22.00—23.00 Nýræktin Þáttur um nýja rokktónlist, innlenda og erlenda. Stjórnendur: Snorri Már Skúlason og Skúli Helgason, 23.00—03.00 Næturvaktin Stjórnendur: Vignir Sveins- son og Þorgeir Astvaldsson. 17.00—18.00 Rlkisútvarpiö á Akureyri — Svæöisútvarp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.