Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER1985 15 Reykjavík bernsku minnar Bókmenntir Sigurjón Björnsson Guðjón Friðriksson: Reykjavík bernsku minnar. Nítján Reykvíkingar segja frá. Setberg, 1985. 212 bls. Hér rennur fram fríð fylking „vaskeægte" Reykvíkinga með for- setann sjálfan í broddi fylkingar til að segja frá bernskudögum sínum í Reykjavík. Elsti sögumað- urinn er fæddur aldamótaárið, en sá yngsti alþingishátíðarárið. Hér er því lýst leiksviði Reykjavíkur- barna frá því laust eftir aldamót og fram að annarri heimsstyrjöld. Sögumenn eru þessir: Vigdís Finn- bogadóttir forseti íslands, Guð- mundur J. Guðmundsson alþingis- maður, Anna Eiríks talsímakona, Elías Már rithöfundur, Ágústa Kristófersdóttir húsfreyja, Björg- vin Grímsson forstjóri, Ágústa Pétursdóttir Snæland auglýsinga- teiknari, Haraldur Guðbergsson teiknari, Ólöf Benediktsdóttir menntaskólakennari, Dr. Gunn- laugur Þórðarson hæstaréttarlög- maður, Sólveig Hjörvar ganga- vörður, Oddgeir Hjartarson sölu- stjóri, Atli Ólafsson skjalaþýðandi og iðnrekandi, Gestur Þorgríms- son myndlistarmaður, Jónas Árnason rithöfundur, Steinunn Magnúsdóttir skrifstofumaður, Örn Clausen hæstaréttarlögmað- ur, Guðrún Þórarinsdóttir próf- astsfrú og Þorvaldur Guðmunds- son forstjóri í Síld og Fisk. Ekki er trúlegt að þessir nítján Reykvíkingar séu þverskurður af Reykjavíkuræsku þeirra tíma, enda varla til þess ætlast. Engu að síður er breiddin í efnisvali mikil. Við kynnumst hér börnum embættismanna, fólki af göfugum Og okkar saga svo mun færð í letur og „fínurn" ættum, almúgafólki, fólki sem bjó við góð kjör og efna- hagslegt öryggi og bláfátæku fólki. Hér er meira að segja barn ein- stæðrar móður og ömmubarn. Bókarhöfundur átti viðtal við þessa nítján Reykvíkinga sumarið og haustið 1984 og var viðtölunum útvarpað þá. Ekki kemur fram hvort sá texti birtist nú óbreyttur eða einhverju hefur verið hnikað til. Þættirnir eru allir stuttir eða frá 9-13 bls. og nokkuð af myndum prýðir hvern þátt. Höfundur stýrir viðtölunum vel. Spurningar eru vel valdar og hnitmiðaðar og bera þess merki að hann hefur aflað sér góðrar þekkingar á efninu áður og Guðjón Friðriksson Islandsk-Norsk Ordbok kann vel til verka. í samræmi við þetta verða viðtölin góð, skýr, fræðandi og útúrdúralaus. Þegar öll viðtölin hafa verið lesin hygg ég að lesandinn hafi fengið all- glögga hugmynd um það hvernig var að vera barn í Reykjavík á fyrrihluta þessarar aldar, hvernig borgin leit út fyrir sjónum barns- ins og hvers konar mannlýsingar eru hér, svipmyndir, sem brugðið er upp örskotsstund, en segja þó meira og festast betur í minni en langt mál. Sögumenn segja allir sem einn vel frá og yfir frásögnun- um hvílir einfaldleiki og látleysi. Vel er frá þessari bók gengið í alla staði. Mállýti eru vart finnan- leg og prófarkir eru vel lesnar. Að ytra búnaði er bókin nett og smekkleg. Hún er til sóma öllum sem að henni hafa staðið. Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Einar Kristjánsson frá Hermundar- felli: Góðra vina fundur ritsafn 6. bindi. Útg. Skjaldborg 1985 Einar Kristjánsson er sýnilega mikill reiðumaður og hefur ekki verið að henda því sem hann hefur skrifað um dagana. í þessu sjötta bindi ritsafns hans, sem hann segir raunar að verði hans síðasta, Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli. þeirra, það var samgönguleið, lífs- björg og örlagavaldur. Þangað varð að sækja lífsviðurværi þjóð- arinnar að miklum hluta, bæði þeirra sem bjuggu við ströndina og inn til dala og heiða. Fiskurinn úr hafinu var þjóðinni ómissandi." Þetta er allt satt og rétt, en verkar á lesanda sem óskaplega sjálfsagðir hlutir og ekki ýkja skarplegir. Ýmsir þættir í bókinni eru sem fyrr hjá Einari verulega góðir aflestrar. Einna mest gaman hafði ég af frásögninni um veru hans hjá séra Halldóri Bjarnasyni í Presthólum. Hnyttilegur og vel skrifaður kafli. Hængur er á að höfundur ársetur suma kafla og aðra ekki. í lokabindi ritsafns hefði verið við hæfi að hafa nafna- skrá. En kannski Einar Kristjáns- son lumi á einhverju til viðbótar. Það kæmi ekki á óvart. Og hann á áreiðanlega dyggan lesendahóp, sem hefur gaman af mörgum fróð- leiksþáttum hans. En óneitanlega liefði mátt velja og hafna. Fæstir eru þeir orðsins snillingar að allt sem úr penna þeirra drýpur eigi erindi á bók. Að síðustu mætti nefna að ekki hefði skaðað að hafa texta með átta myndasíðum í bók- inni. eftir Ivar Orgland og Frederik Raastad. Handhæg íslensk-norsk orðabók í þægilegu broti. í bókinni er að finna 15 þúsund íslensk orð og orðatiltæki og þýðingu þeirra bæði á nýnorsku og bókmáli. Auk daglegs máls nær orðaforðinn einnig yfir algenga málnotkun á sviði menningar og almennra greina. Bók sem skort hefur tilfinnanlega hingað til. (Ábók AUÐVTTAÐ ALMENNA BÓKAFÚLAGIÐ, AUSTURSTRÆTI 18, SlMI 25544 eru alls kyns þættir, upprifjanir frá bernsku og æsku, ræðustúfar haldnir við ýmis tækifæri, ljóð og meira að segja er síðasti hluti bók- arinnar lagður undir það, sem höfundur nefnir leikþætti. Ritgleðin er Einari Kristjáns- syni í blóð borin og hann setur skoðanir sínar fram af hispurs- leysi og á ágætu máli. Efnin vekja misjafnlega mikinn áhuga, því er ekki að neita. Upphafskaflinn um 70 ára ungmennafélagsstarfsemi í Þistilfirði er dæmi um þetta. Og höfundur tekur það sjálfur fram, en telur eigi að síður muni hann gleðja nægilega marga lesendur til að birting hans eigi rétt á sér. Haf- ið og íslenzkt mannlíf er eins og skrifaður eftir forskrift og þar er ekki mikið um nýjar fullyrðingar, enda kannski búið að segja næst- um allt. Dæmi: „Líf fólksins í þessu landi hefur löngum verið tengt hafinu ...“ og „Um leið og íslend- ingar tóku að gerast þjóð varð hafið mikilverður þáttur í lífi VZterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! Pú setur ylvolgt vatn í bala eða baðker og 1 dl af bláu Bio-tex í hverja 10 1 af vatni. Pegar duftið hefur blandast vatninu leggur þú gardínurnar í. Eftir að hafa dregið gardínurnar fram og til baka í vatninu í u.þ.b. 10 mín. skolar þú þær í hreinu vatni og hengir til þerris. Árangurinn er augljós, gardínurnar verða sem nýjar og íbúðin fyllist ferskara lofti. Blátt Bio-tex í allan handþvott og grænt Bio-tex í þvottavélina (forþvottinn). ISýjar gardínur á Ef gardínurnar þínar þola vatn þá þola þær líka Bio-tex - undraþvotta- efni sem gerir gömlu gardínurnar sem nýjar á 15 mínútum. 50 krónur! Undraefni í allra hendur. Fæst í næstu verslun. Halldór Jónsson hf. Dugguvogi 8-10, sími 686066
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.