Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER1985 • lytLVnrY.rxi Phm iynditaW mmmn 1-17 „ Sesar- salad, með enga " \ * Ast er... ... að finna til einmanakenndar þegar ekkert bréf frá honum er í j)6stkassanum. TM R*o- U.S. P«t. Ott -»U rights rmarvsd • 1978 Los Angatas Tlmm Syndlcate Ertu ekki med eitthvað sem hægt er að stýfa úr hnefa? HÖGNI HREKKVÍSI Sjónvarpið sýni heil- brigt efni Halldóra Þorsteinsdóttir hringdi til að skora á þá sem velja bíó- myndir í sjónvarpið, að koma fram fyrir alþjóð þrjú kvöld í röð, strax eftir fréttir, og skýra ástæður þess að soramyndir eru sýndar. Tíma- bært væri orðið að íslendingar fái að berja þessa furðufugla augum. „Á sama tíma og læknar hvetja fólk til að lifa heilbrigðu kynlífi vegna smithættunnar af ónæmi- stæringu, ýtir sjónvarpið undir börn og unglinga að haga sér eins og skepnur. Okkur vantar heilbrigt og gott efni inn á heimili, afþrey- ingu sem ekki er sýkt af allra handa óþverra. Áður en ég lýk þessu vil ég þó þakka sjónvarpinu fyrir afbragðs dýralífsmyndir og einnig leynilög- regluþætti á þriðjudagskvöldum." Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaöeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 11.30, mánu- daga til föstudaga, ef þeir koma þvf ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orða- skipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina þvi til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér i dálk- unum. Umgöngumst kertin með varúð Kertaljósin gefa þessum árstíma ávallt hátíðlegan blæ. En kertunum þarf að sinna af gætni og umgangast þau með varúð. Þau þurfa að vera vel fest í öruggum kertastjökum og ein er sú regla, sem aldrei má gleymast. Að slökkva á kertum áður en gengið er til náða, farið úr herbergjum eða hús yfirgefin. Oft er mikið um eldfimt skraut i nánd við kertin og því miður hefur alltof oft lítið og fallegt kertaljós orðið að stóru, eyðandi báli vegna aðgæslu- og hugsunarleysis. Njótum undirbúnings jólanna með slysalausum dögum. Víkverji skrifar Fólk þreytist ekki á að dásama veðurfarið í landinu. Allur sl. vetur var með eindæmum að þessu leyti og töldu fróðustu menn, að það hefði verið bezti vetur, sem komið hefði frá árinu 1939. Það sem af er þessu hausti og vetri er á sama veg. Veðrið er svo stillt og gott að útlendingar, sem hingað koma í fyrsta sinn skilja ekki það umtal, sem þeir hafa heyrt um veðurfar á Islandi. Finnskur mað- ur, sem Víkverji ræddi við nú í vikunni hafði sérstaklega orð á þessu og bætti því við, að þá stund- ina væri 20 stiga frost í Helsinki. Þetta veðurfar hefur margvísleg áhrif á þjóðlífið. í fyrsta lagi sparar það mikla fjármuni, sem ella hefðu gengið til þess að moka snjó, halda vegum opnum auk allra þeirra peninga, sem tafir af völd- um veðurfars á samgöngum og annarri þjóðlífsstarfsemi kosta okkur. f öðru lagi er augljóst, að margvíslegar verklegar fram- kvæmdir, sem yfirleitt stöðvast, þegar komið er fram í október hafa getað haldið áfram mun leng- ur en ella vegna veðurfarsins. í þriðja lagi og það, sem kannski skiptir mestu máli er að veðurfar hefur tvímælalaust jákvæð áhrif á skaplyndi og sálarlíf þjóðarinnar í skammdeginu. Það fer ekkert á milli mála að skammdegið leggst þungt á þjóðina og svartsýni gríp- ur um sig á þessum árstíma, þegar myrkrið leggst yfir. Þetta fádæma góða veðurfar á mikinn þátt í að létta þessa skammdegisbyrði fyrir fólk. X X X Atvinnufyrirtækin í landinu hafa mörg hver tekið rækilega við sér á fjölmiðlaöld og leggja sívaxandi áherzlu á tengsl við fjöl- miðla og almenna kynningu á starfsemi sinni. í þeim efnum skiptir mestu, að þessi kynningar- starfsemi sé trúverðug og að henni sé staðið á þann veg, að skapi traust. Þetta tekst misjafnlega. Að undanförnu hafa nokkrar umræður farið fram um stöðu Arnarflugs og í tilefni af sjón- varpsfrétt á dögunum var mikil áherzla lögð á það af hálfu forráða- manna félagsins, að afkoma flug- félags fyrstu 6 mánuði ársins skipti ekki höfuðmáli, heldur hitt hver staðan væri að sumri loknu. Þetta er auðvitað alveg rétt. En einmitt vegna þessara ábendinga forsvarsmanna Arnarflugs fyrir nokkrum dögum vekur fréttatil- kynning, sem fyrirtækið sendi frá sér í fyrradag furðu. Eins og hún var send fjölmiðlum var höfuðá- herzla lögð á „rekstrarbata", sem orðið hefði frá því á fyrstu 6 mán- uðum ársins og var þetta fyrsti þáttur fréttatilkynningar og fyrir- sögn hennar. Þegar betur var að gáð kom i ljós, að umtalsvert tap hafði orðið á rekstri félagsins fyrstu 9 mánuði ársins. Forráða- menn Arnarflugs geta ekki annars vegar sagt, að ekkert sé að marka 6 mánaða uppgjör en miða svo við það til þess að setja 9 mánaða uppgjör í betra ljós. Fréttatilkynn- ingar af þessu tagi vekja ekki traust. . X X X réttir um rán og árásir á fólk verða stöðugt tíðari. Nýjasta dæmið um þetta er ránið, sem grímuklæddur maður framdi í Fé- lagsmálastofnun Reykjavíkur- borgar í fyrradag. Tvennt vekur sérstaka athygli. Fyrst það að rán- ið er framið um hábjartan dag á stað, þar sem búast má við tölu- verðri umferð fólks. Það eitt sýnir þá örvæntingu, sem þarna hlýtur að búa að baki. í annan stað, að ræninginn virðist hafa haft ein- hverja hugmynd um, að konan, sem rænd var hafði verið að sækja peninga, sem áttu að ganga til ákveðinna þarfa. Bendir það til þess að ræninginn hafi áður fylgzt með ferðum starfsfólks og vinnu- brögðum. Afbrotum af þessu tagi fjölgar. Þau eru líklega að mestu afleiðing fíkniefnaneyzlu. Þetta er óhugnanleg þróun í okkar fámenna og friðsæla samfélagi. XXX erðamaður, sem var að koma frá Amsterdam hafði orð á því að ekki yrði þverfótað fyrir íslend- ingum á götum þeirrar borgar. Eru jólainnkaupin að færast til út- landa þrátt fyrir kjaraskerðingu og lélega afkomu?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.