Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER1985 Stríð fyrir ströndum ísland í síðari heimssty rj öldinni eftir Þór Whitehead Önnur bókin í ritröð um samskipti íslendinga við stórveldin og hernaðargildi landsins í heimsstyrjöldinni 1939 til 1945. Hér er gerð grein fyrir aðdragand- anum, 1933 til 1939 og verður frásögnin því rækilegri sem nær dregur styrjöldinni. Samkvæmt íslenskri hefð á sagnfræði að vera í senn til fróðleiks og skemmtunar. Það hefur Þór Whitehead, sagnfræð- ingi, tekist í þessari athyglisverðu bók. BOK AUÐVITAÐ ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ. AUSTGRSTRÆTl 18, SfMI 25544 Greiðshikorta- viðskipti Nú geta auglýsendur Morgunblaösins greitt auglýsingar sínar meö VISA og EUROCARD. Jonni, Jón og ég Bókmenntir Sigurjón Björnsson Jón Á. Gissurarson: Satt best að segja. Endurminningar. Setberg, 1985. 198 bis. Endurminningabók þessi skiptist í þrjá aðalkafla. í þeim fyrsta segir frá bernsku- og unglingsárum höfundar. Nefnist sá kafli Jonni. í öðrum kafla greinir frá skólaárum, sem hefjast í Flensborgarskóla og enda með stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík. Sá kafli ber titilinn Jón. Loks er síð- asti kaflinn með yfirskriftinni. Ég. Hann tekur yfir háskólaár höfund- ar í Þýskalandi og fyrstu starfsár í Reykjavík. Bókinni lýkur þegar höfundur er í þann veginn að hefja kennslustörf, en eins og margir vita varð kennsla og skólastjórn ævistarf hans. Endurminningabók þessi er á ýmsa lund ólík því sem íslenskir lesendur eiga að venjast. Þar er fyrst til að taka að í fyrstu tveim köflunum talar höfundur í þriðju persónu um sjálfan sig, fyrst með ælunafni, síðar með skírnarnafni. síðasta kafla er svo frásögnin í fyrstu persónu. Þá er það og ný- lunda að enga ættfræði er hér að finna. Sjaldnast er fólk nefnt fullu nafni og föðurnafni fyrr en kemur að kennurum og skólasystkinum. Samt má geta þess fyrir forvitna að enda þótt fólk sé ekki nefnt nema Ella, Bogga eða Geiri, er oft skýringar að finna í nafnaskrá í bókarlok. Sumar persónur eru raunar einungis hugsmíð höfund- ar, og er þess þá getið í nafnaskrá að svo sé. Næsta lítið er um ártöl eða aðrar tímasetningar. T.a.m. fann ég ekki fæðingardag og ár höfundar. Vissulega er það ljóst af frásögninni að höfundur er fæddur og uppalinn í sveit á aust- anverðu Suðurlandi, en nánar er það ekki tilgreint. Bæjarnöfn eru sjaldnast nefnd. Bernskuheimilið, Drangshlíð undir Eyjafjöllum, er einungis Með léttum hrolli Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir íslenzkar hrollvekjur Matthías Viðar Sæmundsson valdi sögurnar (Jtg. Bókaklúbbur AB1985. Það er undarleg árátta okkar að vilja nánast láta hræða úr okkur líftóruna og kalla það svo skemmtun. Þessi hvöt virðist furðu algeng, að minnsta kosti ef miðað er við vinsældir hryllingsmynda og bóka hvers konar. Raunar fæ ég ekki betur séð, en kvikmyndin hafi að nokkru leyti tekið við því hlut- verki bókmennta að sýna okkur óttann í hnotskurn. En hryllings- sagan blívur þó enn. íslenzkir kvikmyndagerðar- menn leita án efa í auknum mæli á þessi mið, við höfum alténd góða undirstöðu til að byggja á, þar sem eru draugasögurnar í þjóðsögun- um. En eins og Matthías Viðar Sæmundsson bendir á í formála þessarar bókar eru hreinar nú- tímahrollvekjur furðu fáar í ís- lenzkum bókmenntum. Greinar- munurinn orðar hann þannig: „í hryllingssögnum alþýðunnar er gerður skýr greinarmunur á hinu ytra og innra. Háskinn býr að öllum jafnaði fyrir utan mann- inn ... í (nútímahrollvekjum) falla hins vegar hið ytra og innra oftast saman; háskinn býr í manninum sjálfum, ófreskjurnar eru hlutlæg mynd hans eigin tilfinningalífs." f þessari bók eru smásögur eftir sautján höfunda og þrír þeirra hafa verið svo iðnir við hrollvekju- gerðina, að birtar eru tvær sögur eftir þá. Þetta eru þeir Þórbergur Þórðarson, Halldór Stefánsson og Þórir Bergsson. Það er varla nein tilviljun, því þeirra sögur eru að mínum dómi einna skemmtilegast- ar, alténd eru þær einna hnit- miðaðastar sem hrollvekjur. Annars eru sögurnar af ýmsu tagi — allt frá Strigastakknum eftir Guðmund Friðjónsson, sem er eiginlega hreinræktuð drauga- saga, eins og sagðar voru í baðstof- unum blessuðu hér öldum saman, og til Heimsóknar Thors Vil- hjálmssonar, þar sem gerist ná- lega ekki neitt, en höfundi tekst þó að skjóta nokkrum ugg að les- anda eða að minnsta kosti vafa. Flestar sögurnar hafa eitthvað til síns ágætis og valið er í bókina af kostgæfni. Hér eru líka á ferð flestir þekktustu rithöfundar þjóð- arinnar á öldinni. En kannski eru fæstar þeirra beinlínis til þess fallnar að gera mann neitt að ráði hræddan. Fyrir nokkrum árum kom hér út úrval erlendra hroll- vekja og voru þær sýnu uggvæn- legri. En engu að síður er gaman að glugga í þær og velta einnig fyrir sér hversu ólík tök íslenzkra höfunda eru og erlendra hvað þetta efni varðar. Frágangur bókarinnar er með ágætum og formáli Matthíasar Viðars gagnlegur og skorinorður. Auglýsendur geta hringt inn auglýs- ingar, gefið upp kortnúmer sitt og verður þá reikningurinn sendur kort- hafa frá VISA og EUROCARD. Um leiö og þessi þjónusta er tekin upp veitum viö þeim sem staögreiöa aug- Iýsingar5%afslátt. fHatgmiftlhifttft Auglýsingadeild Jólabasar Tjaldanesheimilisins TJ ALDANESHEIMILIÐ heldur basar í Lionshúsinu, Sigtúni 9, laugardaginn 7. desember kl. 14.00—18.00. Mörgum gekk illa að finna húsið síðast og er þeim bent á að Lionshúsið er við sömu götu og Vöruloftið, en í hinum enda götunnar. Á basarnum verða til sölu ýmsir munir sem vistmenn Tjaldanes- heimilisins hafa unnið, svo sem teppi, tágakröfur og leirmunir. (FrétUtilkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.