Morgunblaðið - 07.12.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.12.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985 Nýju ljósi varpað á njósnir Breta og Þjóðverja á íslandi í BÓK eftir dr. Þór Whitehead, sem út hjá AB í gær, er nýju Ijósi varpað landi 1939—1940. Þar kemur m.a. fram, að Werner Gerlach ræðismaður var sérstak- lega gerður hingað út til að kanna hvernig Þjóðverjar gætu náð hér efnahagslegum og pólitískum ítök- um. Greint er frá njósnum hans og undirróðri og tengslum hans við fjölmarga íslendinga. Þá skýrir dr. Þór frá áhyggjum Breta vegna njósna Þjóðverja og áforma hér á landi. Upplýsir hann nefnist Stríð fyrir ströndum og kom á njósnir Breta og Þjóðverja hér á m.a. að erindrekar bresku leyni- þjónustunnar skipulögðu eftirlit með ferðum Þjóðverja við strendur Islands og nutu í því efni leynilegs stuðnings nokkurra áhrifamanna í Framsóknarflokknum, þ. á m. Jónasar frá Hriflu og Þórarins Þórarinssonar. Sjá „Þjóðverjar áformuðu að ná íslandi á sitt vald“ á bls. 39. Um 400 þúsund kr. stolið úr íbúð Á FIMMTUDAG var brotist inn í hús við Hvassaleiti og stolið ávísunum og bankabókum, samtals að upphæð liðlega 400 þúsund krónur. Eldri hjón búa þarna og voru þau að heiman allan daginn. Kannsóknarlögregla ríkis- ins vinnur að rannsókn málsins. starfsmanns, sem hafði brugðið sér frá stutta stund. Full ástæða er til að vara fólk við að skilja verðmæti eftir á ólæstum stöðum, jafnvel þó það bregði sér frá aðeins stutta stund. Stöðugt fer í vöxt, að þjófar fari um stofnanir og fyrirtæki og steli frá starfsfólki, sem hefur brugðið sér frá. Þá var brotist inn í íbúð við Ásvallagötu og þaðan stolið um 40 þúsund krónum. Þjófur læddi sér inn í húsnæði samtaka islenskra auglýsingastofa og stal 12 þúsund krónum úr veski. Hið sama var upp á teningnum á skrifstofum Orkustofnunar á fimmtudag. Pen- ingaveski með ávísanahefti og greiðslukorti var stolið úr jakka Kveikt á Hamborg- arjólatrénu í dag KVEIKT verður á Hamborgarjóla- trénu á hafnarbakkanum við Hafn- arbúðir í dag, laugardaginn 7. des- ember, kl. 16.00. í fréttatilkynningu frá Reykja- víkurhöfn segir að klúbburinn Wikingerrunde, sem er félagsskap- ur fyrrverandi sjómanna, blaða- manna og verslunarmanna i Hamborg og nágrenni, hafi nú gefið Reykjavíkurhöfn jólatré í 20 ár. Vegna þessara tímamóta mun 20 manna sendinefnd afhenda tréð. Hafnarstjóri veitir trénu móttöku. Lúðrablásarar munu leika við Hafnarbúðir frá kl. 15.45. Verslanir opnar til klukkan 16 VERSLANIR I Reykjavík verða almennt opnar til kl. 16 I dag og í gamla miðbænum verður gengist fyrir margvís- legum skemmtunum. Klukkan 13.30 mun sveit jólasveina stilla sér upp fyrir utan Kjörgarð á Laugavegi og skemmta vegfarendum. Kl. 14 kemur sjálf Grýla akandi á kassabíl inn á Lækjartorg þar sem hún mun taka lagið ásamt nokkrum jólasveinum. Á sama tíma mun hópur jóla- sveina skemmta fyrir utan Laugaveg 18 og síðar víðsveg- ar um gamla miðbæinn og kl. 14.30 munu Guðný og Elísabet Eir syngja nokkur jólalög af hljómplötu sinni „Manstu stund“, fyrir utan Laugaveg 7. Kl. 15 birtist Bjartmar Guðlaugsson á Lækjartorgi þar sem hann mun syngja nokkur lög af plötu sinni „Venjulegur rnaður" og Leik- fangahúsið Skólavörðustíg 10 gengst í dag fyrir sýningu á jólasveinabúningum fyrir utan verslunina. Viðey RE seldi fyrir 10 millj. VERÐ á ferskum karfa í Þýzkalandi er enn hærra en verð á ferskum þorski í Bretlandi. Viðey RE fékk á föstudag að meðaltali rúmar 50 krón- ur fyrir kíló af karfa og ufsa í Bre- merhaven, en Stjörnutindur SU fékk rúmar 48 krónur fyrir þorskkflóið að meðaltali í Hull. Það er framboð og eftirspurn, sem ræður verðinu að mestu og framboð er nú meira en eftirspurn í Bret- landi en minna í Þýzkalandi. Stjörnutindur seldi alls 47 lestir þorsks fyrir 2.288.800 krónur, með- alverð 48,69. Viðey seldi alls 203,3 lestir fyrir alls 10.305.200 krónur, meðalverð 50,70. Morgunbladid/Júlíus Gamlir lögreglubúningar á sýningu f gær var opnuð sýning á Hótel Loftleiðum á gömlum einkennisbúningum lögreglumanna víða að úr heiminum, sem eru í eigu Lúxemborgarans Edouards Kries. Sýningin er haldin í tilefni 50 ára afmælis Lögreglufélags Reykjavíkur og verð- ur opin til 16. desember. Á myndinni er Svavar G. Jónsson lögregluþjónn og Kristján Kristjáns- son að sýna forseta íslands, Vigdísi Finnboga- dóttur, gamla islenzka lögreglubúninga. Seðlabankinn tryggir sparifé í Útvegsbanka AÐ HÖFÐU samráði við viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra og með hliðsjón af ákvæðum laga um ábyrgð ríkisins á skuldbinding- um Útvegsbankans, mun Seðlabankinn sjá til þess, að Útvegs- bankinn geti staðið við skuldbindingar sínar innanlands og utan, á meðan verið er að leita varanlegra lausna á fjárhagsvandamálum bankans, segir í fyrsta lið yfirlýsingar bankastjórnar Seðlabanka íslands, sem gefin var út í gær um málefni Útvegsbankans. „í þessu skyni," segir í öðrum lið . , . , „ , ... inn hefur nu með höndum. Megin- áherzlu verður að leggja á það, að slík endurskipulagning verði þátt- ur í nauðsynlegum skipulagsbreyt- ingum viðskiptabankakerfisins í heild í þá átt, að viðskiptabönkum fækki og rekstrareiningar stækki að sama skapi, en Seðlabankinn hefur á undanförnum árum marg- sinnis gert tillögur um breytingar í þá átt.“ Loks fylgir greinargerð yfirlýs- ingu Seðlabankans, sem er svo- hljóðandi: „Fyrir nokkrum mánuðum kom í ljós eftir athuganir bankaeftirlits Seðlabankans, að tryggingastaða yfirlýsingarinnar, „mun Seðla- bankinn m.a. gera sérstakan samning við Otvegsbankann um fjárhagslega fyrirgreiðslu, er tryggi greiðslustöðu bankans gagnvart viðskiptaaðilum sínum innanlands og utan. Meðan slíkur samningur er í gildi mun Seðla- bankinn fylgjast reglulega með rekstri bankans og fjárráðstöfun- um hans.“ í þriðja lið yfirlýsingarinnar segir: „Seðlabankinn mun af sinni hálfu vinna að því ásamt rikis- stjórninni að leita beztu leiða til þess að endurskipuleggja þau bankaviðskipti, sem Útvegsbank- Bankamálanefnd leggur til val milli tveggja kosta: Sameining Útvegs- banka og einkabanka eða sameining Búnaðarbankans og Útvegsbankans BANKAMÁLANEFND, sem hefur unnið að tillögum um hvernig staðið skuli að fækkun banka og sameiningu, mun að líkindum skila tillögum sínum í næstu viku. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins mun nefndin bjóða upp á mismunandi sameiningarmögu- leika. Annars vegar gerir nefndin tillögur um að einkabankarnir sameinist IJtvegsbankanum, og úr verði einn öflugur einkabanki, og hins vegar mun nefndin leggja til að Útvegsbankinn og Búnað- arbankinn sameinist. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að skoðanir stjórnar- flokkanna eru skiptar varðandi afstöðu til þessa máls. Þingflokk- ur Framsóknarflokksins vill sameiningu Útvegsbankans og Búnaðarbankans og það vilja einnig nokkrir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins. Meirihluti þing- flokks Sjálfstæðisflokksins vill hins vegar að einkabankarnir sameinist á grundvelli Útvegs- bankans. Er talið líklegt, í Ijósi þess sem gerst hefur varðandi viðskipti Útvegsbankans og Haf- skips, og þess mikla taps sem Útvegsbankinn varð fyrir vegna þeirra, að þegar tillögur nefndar- innar hafa litið dagsins ljós, fari fljótlega eitthvað að gerast í sameiningarmálum bankanna. „Ég bíð eftir því að sjá tillögur nefndarinnar, áður en ég segi nokkuð um sameiningarmál bankanna," sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra í gær. Hann sagðist þó hafa gert sér í hugarlund að hægt væri að sameina alla ríkisbankana, en þeir, sem væru því andvígir, hefðu ávallt borið því við að slík- ur banki yrði of mikið bákn. Hann sagðist telja að svo þyrfti ekki að vera, því ef af slíkri sameiningu yrði, mætti flytja mikil viðskipti til einkabank- anna, sem gætu þá einnig samein- ast. Útvegsbankans gagnvart einu helzta viðskiptafyrirtæki hans, Hafskip hf. fór ört versnandi vegna rekstrarhalla fyrirtækisins og rýrnandi verðgildis þeirra veða, sem bankinn hafði í höndum. Til- raunir Útvegsbankans til þess að leysa þennan vanda með endur- skipulagningu fyrirtækisins eða sölu eigna þess, hafa hins vegar ekki tekizt fyrr en nú, að eignir Hafskips hafa verið seldar Eim- skipafélagi íslands, en þó fyrir verð, sem er langt fyrir neðan fjár- hæð veðtryggðra skulda fyrirtæk- isins. Hefur bú Hafskips því verið tekið til gjaldþrotaskipta, og er ljóst, að Útvegsbankinn mun verða fyrir töpum vegna þessa máls, er nema a.m.k. 350 millj. kr. Lokamat á tjóni bankans mun þó ekki liggja fyrir, fyrr en að loknu uppgjöri búsins af hálfu skiptaráðanda. Ljóst er, að það tap, sem Útvegs- bankinn hefur orðið hér fyrir, rýr- ir 3vo mjög eiginfjárstöðu hans, að hann mun ekki geta uppfyllt lágmarkseiginfjárkröfur nýsettra laga um viðskiptabanka, sem taka gildi næstkomandi áramót. Við þennan vanda bætist síðan versn- andi lausafjárstaða Útvegsbank- ans gagnvart Seðlabankanum að undanförnu, sem m.a. stafar af því, að þróun innlána bankans hefur síðustu vikurnar snúizt til lækkunar, m.a. vegna almennrar umræðu um fjárhagsvandamál bankans. Hafa skammtímaskuldir Útvegsbankans við Seðlabankann hækkað um 370 millj. króna á undanförnum mánuði, en lausa- fjárstaðan rýrnað alls um 482 millj.króna. Af öllum þessum ástæðum er orðið óhjákvæmilegt, að gripið verði nú til ráðstafana, er sann- færi innstæðueigendur í bankan- um um öryggi innstæðna þeirra og tryggi jafnframt, að bankinn geti haldið áfram eðlilegum láns- viðskiptum við þau fyrirtæki og einstaklinga, sem við bankann skipta. Samtímis þessu þarf að gera gagngerar skipulagsbreyting- ar í því skyni að koma þeim banka- viðskiptum, sem Útvegsbankinn nú hefur með höndum, á traustan grundvöll til frambúðar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.