Morgunblaðið - 07.12.1985, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.12.1985, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985 31 Verður afsögn Breta bana- biti UNESCO? London, 6. desember. AP. ÁKVÖRÐUN Breta um að fylgja fordæmi Bandaríkjamanna og ganga úi Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) hefur hlotið blendnar viðtökur bæði innan lands og utan og lofa menn hana ýmist eða' lasta. l»á er talið að ýmis ríki muni einnig láta af aðild að UNESCO vegna' þessa og gæti afsögnin riðið stofnuninni að fullu. Þá er ljóst að endurbótahreyf- inu og gerðu margir þingmenn ingin innan UNESCO mun eiga góðan róm að máli hans. erfiðara uppdráttar eftir að Bretar eru gengnir út. Stjórn Thatcher þótti sýnt að UNESCO yrði ekki breytt undir núverandi stjórn og því fór sem fór. Líklegt er að þrýstingur aukist á þær ríkisstjórnir, sem hafa gagnrýnt verkefni UNESCO og framkvæmd þeirra, um að endur- skoða aðild sína að stofnuninni í París. Hér er um ríkisstjórnir ýmissa vestrænna ríkja og Jap- ans að ræða. Þær hafa frest til 31. desember til að leggja fram formlega yfir- lýsingu um afsögn úr UNESCO. Singapore hefur þegar lýst yfir afsögn sinni vegna bágs fjárhags: Stjórn Singapore hefur ekki efni á að taka þátt í starfsemi UNESCO. M’Bow, forstöðumaður UNESCO, hefur harmað afsögn Breta. Mælst hefur verið til þess að M'Bow bjóði sig ekki fram til þriðja kjörtímabilsins þegar þetta rennur út 1987 þar sem hann hafi steypt stofnuninni í öll þessi vandræði með yfir- gangssemi sinni og þrákelkni. Viðbrögð við ákvörðun Breta voru á ýmsa vegu. Dagblaðið Dai- ly Mail, sem styður stjórnina dyggilegir að slík gnótt raka renni stoðum undir þessa ráð- stöfun ríkisstjórnarinnar og að undrum sæti að nokkur maður skuli gagnrýna hana. En frjálslynda dagblaðið Gu- ardian fordæmir ríkisstjórnina og segir að afsögnin sé sorgleg og smásmuguleg. Timothy Raison, ráðherra um þróunarmál erlendis, kynnti ákvörðun stjórnarinnar á þing- Bandaríkin: Atvinnu- leysi minnkar Washington, 6. desember. AP. ATVINNULEYSI í Bandaríkjunum minnkaði í nóvember um 0,1 prósent niður í 7 prósent, að því er vinnu- málaráðuneytið tilkynnti í dag. Atvinnuleysi hefur aldrei verið minna í Bandaríkjunum frá því að 'stjórn Ronalds Reagan tók við valdataumunum. Undanfarin þrjú ár hafa þrjár milljónir nýrra starfa verið skapaðar, en þá hafði aldrei verið jafn mikið atvinnuleysi í Bandarikjunum síðan í kreppunni miklu. Atvinnuleysi í Bandaríkjunum á sama tíma í fyrra var 7,1 prósent. Hagfræðingar telja að lykillinn að áframhaldandi hagvexti sé fólg- inn í því að finna öllum vinnu. Atvinna í iðnaði hefur aöeins aukist þrisvar undanfarna ellefu mánuði, nú síðast um 30 þúsund störf í nóv- ember. 151 þúsund manns fóru af at- vinnuleysisskrá í nóvember og er því rúmlega 8,1 milljón manna atvinnulaus í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir minnkandi atvinnu- leysi benti vinnumálaráðuneytið á að ekki hefði mikið áunnist og atvinnuleysi væri aðeins litlu minna, enfyrirári. En George Foulkes, þingmaður Verkamannaflokksins, sagði að staða stjórnarinnar væri aumk- unarverð og hún væri aðeins að láta undan þrýstingi Bandaríkja- stjórnar. „Þetta er lúalegt bragð gagnvart þriðja heiminum," sagði Foulkes. Raison vísaði öllum dylgjum um að Bandaríkjastjórn hefði þvingað Breta til að ganga úr UNESCOábug. Sovéska fréttastofan TASS sagði að stjórn Thatcher hefði enn einu sinni sýnt í verki að hún sigldi hlýðin í kjölfar Banda- ríkjastjórnar. AP/Símamynd Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, ásamt nýjum öryggisráðgjafa sínum, John Poindexter. Poindexter var í gær útnefndur eftirmaður Roberts McFarlane, sem sagði af sér. Poindexter eftir- maður Mc Farlane Washington, 5. desember. AP. RONALD REAGAN, Bandaríkjaforseti, hefur útnefnt John M. Po- indexter, sem öryggismálaráðgjafa sinn. Poindexter var aðstoðarmaður Roberts McFarlane, sem sagði starfi sínu lausu. McFarlane sagði að orðrómur aðgang að forsetanum. Þyrfti um að hann hætti vegna ágrein- ings við Donald Regan, starfs- mannastjóra Hvíta hússins, væri þvaður. Poindexter kveðst hafa fengið tryggingu fyrir því hjá Reagan og Regan að hann hefði beinan hann ekki að banka upp hjá starfsmannastjóranum ef hann vildi ræða við forsetann. Poindexter skipulagði töku egypsku þotunnar með ræningja Achille Lauro innanborðs og þótti standa sig vel í því verki. GENGI GJALDMIÐLA London, 6. desember. AP. Bandaríkjadollari hækkaði lítil- lega gagnvart öllum helstu gjald- miðlum heims, en viðbúið er að venju samkvæmt verði rólegt í gjaldeyrisviðskiptum fram að jólum. Verslunarmenn með gjaldeyri sögðu að lítil hreyfing væri á gjald- eyrismörkuðum. Menn vildu ekki stofna hagnaði frá fyrri hluta árs- ins í hættu. Verslunarmaður í Frankfurt sagði að nú væri erfitt að fá menn til gjaldeyrisviðskipta og risaletraðar fyrirsagnir um peningamál hafa engin áhrif þar á., Um þessar mundir opni menn ekki bankabækur sínar, heldur bíði nýja ársins. í Tókýó kostaði dollarinn 202,97 japönsk jen (202,93) síðdegis í dag. 1 London kostaði sterlingspundiö síðdegis í dag 1,4780 dollara (1,4800). Gengi annarra helstu gjaldmiðla var á þann veg að dollarinn kostaði; 2,5270 vestur-þýsk mörk (2,5235), 2,1078 svissneska franka (2,0985), 7,7150 franska franka (7,7000), 2,8455 hollensk gyllini (2,8380), 1.725,50 ítalskar lírur (1.722,50) 1,3962 kanadíska dollara (1,3935). Jóhannes Sveinsson Kjarval Ævisaga eftir Indriða G. Þorsteinsson „ . . . bók Indríða um Kjarval fylgir í flestum tilvikum hinni næstum sígildu ævisagnaritun eða íslenskum bókum um merkismenn. Og sem slík er hún Ifklega sú besta sem ég hef lesið, ef ekki sú albesta. Stíll bókarínnar er tilgerðarlaus, sléttur og felldur . . . með einföidum orðum og skrúðlausum . . . Slíkt litleysi sem gætir í fari Indriða við gerð bókarinnar er afar sjaldgæft meðal rithöfunda. Því það er nú einu sinni sú skoðun þeirra að þeim beri að hafa vit fyriröðrum, líkasérfræðingum . . . Margar prýðilegar Ijósmyndir eru í bókinni og ekki eru myndirnar af málverkunum sfðri. Umhyggja fyrir myndunum er einstæð . . .“ (Guðbergur Bergsson í Helgarpóstinum 31. október 1985). „ . . . ég (kann) naumast annað en hrósyrði aðsegja um þessa sögu Indríða G. Þorsteins- sonar. Hann hefur gefið okkur frábærlega vel skrifaða og glögga mannlýsingu á mikilhæfum einstaklingi, og barmafulla af smellnum frásögnum í kaupbæti . . .“ (Dr. Eysteinn Sigurðsson í NT 15. okt. 1985) „Það fer ekki milli mála að það er gífurlegur fengur að lesa jafn vel rítaða ævisögu Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals . . .“ (Jóhann Hjálmarsson skáld í Morgunblaðinu 15. október 1985) „Ég get . . . lýst því sem minni skoðun að höfundurinn hafi unnið hér þrekvirki . . .“ (Kristján frá Djúpalæk skáld í Degi 15. okt. 1985) BOK AUÐVriAÐ ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ, AUSTURSTRÆTI 18, SlMI 25544.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.