Morgunblaðið - 07.12.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.12.1985, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985 Gíbraltar: Spánn fær afnot af flugyellinum Madrid, 6. deaember. AP. BRETAR og Spánverjar hafa ákveA- ið að halda áfram viðræðum um framtíð bresku nýlendunnar Gíbr- altar. Seinni viðræðum þjóðanna um Gíbraltar lauk í dag. Helsta niðurstaða viðræðnanna milli sendinefnda utanríkisráðherra Spánar, Francisco Fernandez Or- donez, og utanríkisráðherra Bret- lands, Geoffrey Howe, var sam- komulae um að ryðja úr vegi öllum Veður víða um heim L»g«( Hrnat Ahureyri +1 alakýjað Amslerdam S 11 akýjað Aþena 10 20 heióakírt Barcelona 16 léttak. Berlin 9 akýjað Bruesel 3 12 akýjaó Chicago 12 23 heióakírt Dublin 5 10 rigning Feneyjar 9 þoka Frankfurt 8 14 heiðakírt Genf 2 16 akýjað Helainki +12 +5 akýjað Hong Kong 22 23 akýjað Jerúsalem 2 16 heiðakirt Kaupmannah. 7 9 »kýi«ó Laa Palmas 23tóttak. Lissabon 12 17 rigning London 6 11 akýjað Loa Angeles 15 21 heiöakírt Lúxemborg 7 skýjað Malaga 15 lóttak. Mallorca 17 lóttak. Miami 23 26 heiöakírt Montreal +8 0 skýjað Moakva +5 0 akýjað Now York +3 3 heiðakirt Oaló +5 +3 anjókoma Paría 8 15 akýjað Peking +10 +1 skýjaó Reykjavík +4 léttakýjað Ríó de Janeiro 17 24 akýjaö Rómaborg 9 14 heiðskírt Stokkhólmur +3 +1 anjókoma Sydney 19 27 skýjað Tókýó 0 15 akýjað Vínarborg 1 8 þoka Þórahöfn 0 léttskýjað vandkvæðum á því að Spánverjar fái aðgang að flugvellinum á Gíbr- altar. „Báðir aðiljar eru sammála um að samvinna í flugmálum á Gíbr- altar er mikilvæg bæði í stjórn- málaviðskiptum þjóðanna og samningum um yfirráðarétt yfir Gíbraltar," sagði Howe eftir fund- inn. Howe sagði að samkomulag hefði ekki náðst um kröfu Spán- verja til yfirráða yfir þessu 5,8 ferkílómetra svæði, sem Bretar fengu í hendur 1713. Howe kvað viðræður þessar ekki tengjast aðild Spánar að Atlants- hafsbandalaginu á nokkurn hátt. Utanríkisráðherrarnir hefðu verið sama sinnis um það að mikilvægt væri að byggja upp gagnkvæmt traust með gagnkvæmri samvinnu og Howe og Ordonez hefðu tekið stórt skref í átt að lausn á málinu ef tillit væri tekið til þess hversu lengi viðræður hefðu legið niðri. Forsætisráðherra Gíbraltar, Joshua Hassan, tók nú fyrsta sinni þátt í viðræðunum og sat í sendi- nefnd Breta. Hann sagði að 30 þúsund íbúar Gíbraltar væru ánægðir undir stjórn Breta og vildu enga breytingu þar á. „Vissu- lega skiljum við kröfu Spánverja, en við krefjumst skilnings af þeim á því að vilji fólksins í landinu skiptir mestu máli þegar ákveðið er undir hvers yfirráðum Gíbralt- ar skal vera,“ sagði Hassan. AP/Símamynd. Misheppnuð lending F-18-orrustuþotu bandaríska sjóhersins hlekktist á í lendingu í San Diego með þeim afleiðingum að flug- maðurinn missti stjórn á henni, Lauk lendingunni með því að þotunni hvolfdi utan brautar í Miramar-flugstöð- inni. Flugmaðurinn fórst. Mun þetta vera fyrsta brotlending flugvélar af þessari tegund. F-18-orrustuþotan kostar 22 milljónir Bandaríkjadala. Vestur-Þýskaland: Deutsche Bank kaupir Flick-samsteypuna Frankfurt, 5. desember. AP. DEUTSCHE Bank, stærsti við- skiptabanki Vestur-hýskalands, ætl- ar að taka yfir Flick-samsteypuna, sem er félag um hlutabréfaeign í Bretar sprengja kjarnorkusprengju London, 6. desember. AP. BRETLAND og Bandaríkin stóðu fyrir kjarnorkusprengingu í tilrauna skyni í Nevada-eyðimörkinni sl. þriðjudag. Að sögn breska varnarmála- ráðuneytisins var bresk kjamorkusprengja sprengd þar í tilraunaskyni og fór tilraunin fram að ósk ríkisstjórnar Thatchers. „Tilraunin var framkvæmd fyrir kjarnorkusprengingu í til- var samkvæmt samþykkt um sam- vinnu ríkjanna um notkun kjarn- orku til hervarna, sem verið hefur í gildi síðan í ágúst 1958“, segir í tilkynningu ráðuneytisins. Um það bil ár er liðið síðan Bretar stóðu raunaskyni síðast í Nevada-eyði- mörkinni. Engin geislavirkni fór út í andrúmsloftið við sprenging- una að sögn ráðuneytisins sem vildi ekki greina frá tilrauninni í einstökum atriðum. fyrirtækjum og flækt er í stærsta mútumál í sögu Vestur-Þýskalands. I yfirlýsingu frá Deutsche Bank segir að bankinn taki yfir móður- fyrirtækið frá eina eiganda þess, Karl Friedrich Flick, en hann ætli fyrst að breyta Flick-samsteyp- unni í hlutafélag. í yfirlýsingunni segir að ákveðið hafi verið að grípa til þessa ráðs til að tryggja örugga framtíð fyrir- tækisins og gera það óháð einstakl- ingum og kynslóðaskiptum. Karl Friedrich Flick segir að það helsta, sem að baki liggi, séu háir skattar á einkafyrirtækjum, sem gætu stofnað samsteypunni í hættu. Sérfræðingar um fjármál og viðskipti segja að þetta sé stærsti samruni fyrirtækja frá því Sam- bandslýðveldiö var stofnað og aðeins kaup bílaframleiðandans Daimler-Benz á rafmagnstækja- framleiðandanum AEG skáki þessum kaupum. Flick-samsteypan, sem á hluta- bréf í mörgum iðnfyrirtækjum og ræður mörgu um rekstur þeirra, er flækt í viðamikið pólitískt mútuhneyksli, „Flick-málið“ eins og vestur-þýskir fjölmiðlar hafa nefnt það. Otto Lambsdorf og Hans Fried- richs, fyrrum viðskiptaráðherrum, var stefnt fyrir að þiggja mútur af Flick-samsteypunni um miðjan áttunda áratuginn. Og Eberhard von Brauschitz þarf nú að svara til saka fyrir að múta stjórn- málamönnum til að ná fram skattaívilnunum fyrir fyrirtækið. Lambsdorf og Friedrichs eru ekki sakaðir um að stinga mútu- fénu í eigin vasa, heldur fyrir að þiggja 510 þúsund mörk (um 8,7 milljónir íslenskra króna) fyrir flokk sinn, Flokk frjálsra demó- krata (FDP), og veita fyrir 480 milljóna marka (um 8,2 milljarða íslenskra króna) undanþágur frá skattgreiðslum. Rainbow bíður tjón af flutningum flotans Bandarísk stjórnvöld sökuð um að fara í kringum úrskurð dómarans SVO VIRÐIST sem bandarísk stjórnvöld vilji gera allt til þess að þókn- ast íslendingum vegna hinna mikilvægu tengsla, sem bandarískir stjórn- málamenn telja nauðsynlegt að viðhalda með tilliti til öryggis Bandaríkj- anna og NATO. Er þessu haldið fram í nýlegri blaðagrein eftir Banda- ríkjamanninn Tony Beargie. Þar segir ennfremur, að lögmenn banda- ríska dómsmálaráðuneytisins hafi bent á eflingu sovéska flotans og sagt, að úrskurður Greens dómara í málinu „stofni í hættu samskiptum Bandarikjastjórnar við ísland og kunni að verða til tjóns varnarliðinu, sem er svo mikilvægt fyrir NATO“. Lögmenn dómsmálaráðuneyt- isins halda því jafnframt fram, „að verulegar líkur séu á árangri" af áfrýjun þeirra á málinu þrátt fyrir tilvist lag- anna, sem veita bandarískum skipum forgangsrétt og þrátt fyrir úrskurð Greens dómara. Vitað er hins vegar, að frú Helen Delich Bentley, þingmaður í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hafi fyrirhugað að halda fund .neð ráðamönnum flotans um málið og var talið, að John F. Lehman flotamálaráðherra yrði þar viðstaddur. Frú Bentley er kunn fyrir dugnað í skiptum sínum við bandarískar ríkis- stofnanir til að tryggja, að skip er sigla undir bandarískum fána fái þá hlutdeild í farmflutning- um fyrir flotann, sem þeim ber samkvæmt forgangslögunum. Frú Bentley mun ekki aðeins hafa mislíkað það, að flotinn heldur málinu áfram fyrir dóm- stólum, heldur einnig sú stað- reynd, að stjórnvöld eru að fara í kringum úrskurð dómarans með því að láta farmflutninga til baka til Bandaríkjanna fara fram í flugi. Haft er eftir Mark Yonge, stjórnarformanni Rainbow- skipafélagsins, að fyrirtæki hans hafi „til þessa tekist að halda sínu, þar sem það haldi enn flutn- ingunum frá Bandaríkjunum". Yonge kveðst hins vegar ekki bjartsýnn á að halda starfsem- inni áfram mikið lengur, nema fyrirtæki hans nái aftur flutn- ingunum frá íslandi_ til Banda- ríkjanna. James J. Howard, sem sæti á í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir New Jersey, hefur sakað bæði bandaríska utanríkisráðu- neytið og varnarmálaráðuneytið svo og flotastjórnina um að virða að vettugi ákvæði forgangslag- anna frá 1904. Hefur Howard, sem er demókrati, bent á, að flotinn hafi byrjað loftflutninga sína, „á meðan þinghlé var hjá fulltrúadeildinni'. Howard upplýsti, að tjón Rain- bow-skipafélagsins vegna loft- flutninga flotans hefði verið umtalsvert. Fyrirtækið flutti 1.749 tonn af vörum í fyrstu skipaferð sinni og fékk 237.000 dollara fyrir en í einni skipaferð sinni nýverið hefði það aðeins flutt 24 tonn og fengið aðeins 5.000 dollara fyrir. „Með afskipt- um sínum eru stjórnvöld með árangri að eyðileggja bandarískt fyrirtæki, sem á allan rétt á að stunda farmflutninga," er haft eftir Howard. Ekki var greint frá upphæðum varðandi kaup Deutsche Bank á Flick-samsteypunni, en í yfirlýs- ingu bankans sagði að hlutabréfin yrðu látin til eins margra aðilja og auðið væri til þess að þeir fengju tækifæri til að taka þátt í rekstrinum, sem áhUga hefðu. Karl Friedrich Flick berst ekki mikið á. Eftir að Flick-málið komst í hámæli var hann upp- nefndur „yfirgjaldkeri lýðveldis- ins“. Flick býr í feiknlegu einbýlis- húsi skammt fyrir utan Munchen og eyðir þar mestum tíma sínum. Aldrei hafa verið birtar tölur um auðlegð Flicks, en vestur-þýsk dagblöð telja ekki fjarri lagi að hann eigi um 2 milljarða Banda- ríkjadollara (um 80 miljarðar ís- lenskra króna) og sé þar með rík- asti maður í Evrópu. Hann tók við Flick-samsteyp- unni árið 1972 af föður sínum, Friedrich F. Flick.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.