Morgunblaðið - 07.12.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.12.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985 37 Fljót: Nýtt skólahús tekið í notk- un við hátíð- lega athöfn Alúðarþakkir færi ég öllum þeim, sem sýndu mér vináttu á 70 ára afmæli mínu, 16. nóvember sl., með heillaóskum, gjöfum og heimsóknum. Guðs blessun fylgi ykkur. Hjörtur Jónsson, Stangarholti4, Reykjavík. Byggingavörulager Viljum kaupa góöan lager í byggingavörum. Ýmsar tegundir koma til greina. Áhugasamir sendi tilboð til augld. Mbl. fyrir 11. desember merkt: „ F-3476". B», Höfðaströnd, 5. desember. ÞÓ AÐ skammdegið sé nú komið hér í Skagafirði eins og víðar og dálítið hryðjusamt hafi verið frá mánaðamótum, þá hefur afbragðs tíð verið í haust og þaö sem af er vetri. Úr Fljótum er mér sagt að laug- ardaginn 29. nóvember hafi nýtt skólahús á Sólgörðum verið form- lega tekið í notkun við hátíðlega athöfn. Fljótamenn fjölmenntu til þessarar athafnar. Valberg Hann- esson setti samkomuna og rakti aðdraganda og gang bygginga- framkvæmda. Reynir Pálsson for- maður bygginganefndar skólans fjal fjármögnun verksins og séra Gísli Gunnarsson hafði helgi- stund. Meðal gesta var fræðslu- stjóri Norðurlands vestra, Guð- mundur Ingi Leifsson. Að loknum ræðuhöldum varöllum viðstöddum boðið til kaffidrykkju. Bygging skólahúss þessa hófst haustið 1982 og er nú að mestu lokið. Það er rúmir 500 fermetrar að stærð, á einni hæð, vönduð bygging og glæsileg. Að byggingu skólans standa auk ríkisins Haga- ness- og Holtshreppur. Hið nýja skólahús leysir af hólmi gamalt og ófullkomið kennsluhús sem ekki stenst lengur þær kröfur sem nú til dags eru gerðar til slíkra bygg- inga. 22 börn stunda nám við skólann í vetur. Skólastjóri er Valberg Hannesson. Haustið hefur verið með ein- dæmum í Fljótum hvað tíðarfar varðar og má í því sambandi nefna að vegurinn um Lágheiði, á milli Fljóta og Ólafsfjarðar, var fær allt til síðustu mánaðamóta og mun slíkt fátítt. Heyfengur liðins sumars er mikill að vöxtum í Fljótum en eitthvað misjafn að gæðum, því að hey hröktust töluvert í júlímán- uði. Félagslíf er hér svipað og vanalega, bridsfélag er tekið til starfa, kvenfélag er öflugt og starfar vel og ungmennafélag er einnig starfandi. Mannlífið er heil- brigt og gott. Björn í Bæ. Herbert enn efstur á vinsælda- lista rásar 2 HERBERT Guðmundsson heldur sér enn í 1. sæti vinsældalista rásar 2, aðra vikuna í röð. í síðustu viku voru fimm íslensk lög á listanum en lagið This Is the Night með Mezzo- forte féll af listanum og þess í stað er lagið Say You Say Me með Lion- el Ritchie komið í 10. sætið. Vin- sældalistinn þessa vikuna er sem hér segir: 1. ( 1) Cari’t Walk Away .. Herbert Guðmundsson 2. ( 2) I’m Your Man ... Wham! 3. ( 7) T6ti tölvukarl .. Laddi 4. ( 3) Nikita ...... Elton John 5. ( 8) Into the Burning Moon .;.... Rikshaw 6. ( 4) Waitingforan Answer .. Cosa Nostra 7. ( 9) A Good Heart .. Feargal Sharkey 8. ( 5) The Power of Love .... Jennifer Rush 9. ( 6) We Built This City ... Starship 10. (19) SayYouSayMe .... Lionel Ritchie X-Jöföar til 11 fólks í öllum starfsgreinum! Félagsstarf aldraðra í Reykjavík Jólafagnaöur veröur haldinn á Hótel Sögu Súlnasal laugardaginn 14. des. kl. 13.30. Dagskrá: Einsöngur: Ingveldur Hjaltested óperusöngvari, viö hljóö- færiö Guöni Þ. Guðmundsson organleikari. Upplestur: Baldvin Halldórsson leikari. Danssýning: Helgileikur nemenda úr Vogaskóla. Fjöldasöngur, kaffiveitingar. Húsiö opnaö kl. 13.00. Aögöngumiöar seldir viö innganginn. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar. BOSS KEIMUR FYRIR KARLMENN Clara Laugavegi 15 — Sævar Karl Ólason — Snyrtivörubúöin Glæsibæ — Elín Hafnarfiröi — Rakarastofan Suöurlandsbraut 10 — Apótek Keflavíkur. Gull ermahnappar og bindisnœlur fyrir herrann. Gull og demantar Kjartan Asmundsson. gullsmidur. Aðalstrceti 7.sfmi 11290. frumsýnir gamanmynd í úrvalsflokki: SIÐAMEISTARINN (PROTOCOL) Bráðfyndin, ný bandarísk gamanmynd í litum með einni vinsæl- ustu leikkonu Bandaríkjanna: Goldie Hawn Hún er ráðin siðameistari við utanrikisþjónustuna - flest fer úr böndum hjá henni - og margar hlægilegar og skringilegar verða uppákomurnar. □□iPOLBY. STERED 1 Sýnd kl. 3,5,7,9 og 11.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.