Morgunblaðið - 07.12.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.12.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985 21 C.S.LEWIS „KASPl'An KofiimQSson VZ terkur og kD hagkvæmur auglýsingamiöill! Stjóm Sjómannafélags Reykjavíkur: Mótmælir mismunun tollreglu- gerðar miUi ferða- og farmanna STJORN Sjómannafélags Reykjavík- ur ákvað á fundi sínum þann 5. des- ember síðastliðinn að skora á fjár- málaráðherra að endurskoða nú þegar nýútkomna tollreglugerð um tollfrjáls- an farangur farmanna við komu frá útlöndum. Mótmælti fundurinn harð- lega því misrétti, sem fram komi í tollreglugerðinni milli ferðamanna og farmanna. Benda þeir á, að ferða- manni sé heimilt að koma með varn- ing til landsins að verðmæti 1.250 krónur, sé fjarvera frá íslandi skemmri en 20 dagar, en ferðamenn fyrir 5.000 krónur án tillits til ferða- fjölda eða dvalardaga erlendis. Stjórnin ritar fjármálaráðherra bréf vegna þessa og fer hluti þess hér á eftir. „Farmenn mega nú koma með til landsins varning fyrir 1.250 krónur ef fjarvera frá íslandi er skemmri en 20 dagar, en ferðamenn fyrir krónur 5.000 án tillits til ferðafjölda eða dvalardaga erlendis. Hins vegar mega farmenn koma með tollfrjáls- an varning fyrir krónur 5.000 ef þeir eru lengur en 40 daga í ferðinni, en undantekningalaust eru þau skip þá lengur í ferðinni þ.e. í leigusiglingum erlendis og þá samningsbundin heimkoma farmanna eftir 100 daga. Tollverðir hafa samkvæmt fyrir- mælum yfirmanna sinna lagt hald á eða krafist aðflutningsgjalda t.d. af leikföngum sem sjómenn hafa keypt handa börnum sínum til jóla- daga, svo eitthvað sé nefnt. Um áratugaskeið hafa farmenn fengið 30% af útborguðum launum sinum í erlendum gjaldeyri og í kjarasamningum hafa fulltrúar sjó- manna einatt verið minntir á að hér sé um kjarabót að ræða, sem far- menn verði að taka tillit til þegar litiðertilkjara. Því skorar stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur á fjármálaráðherra að beita sér fyrir því að samræmi verði á milli gjaldeyrisúttektar farmanna og tollfrjálsrar upphæðar við komu frá útlöndum. Fundurinn væntir þess að lausn þessara mála verði í höfn svo fljótt sem verða má og ekki síður en við gerð næstu kjarasamninga." Æ, þetta er sárt! eftir Hans Petersen og Ilon Wiklund Sigrún Á. Eiríksdóttir þýddi. Spennandi saga og kennslubók í skyndihjálp, gefin út í samráði við Rauða krossinn á lslandi. Tviburarnir Pétur og Petra eru hjá afa og ömmu í sumri og sól i sænska skerjagarðin- um og lenda í ýmsum ævintýrum - og óhöppum. En amma kann ráð við öllu . . . Spennandi og fróðleg bók fyrir börn, 4-10 ára. Kaspían konungsson eftir C.S. Lewis Kristín R. Thorlacius þýddi. Borgarastyrjöld geisar í töfralandinu Narníu milli valdaræningjans Mírasar og dvcrganna og dýranna. Pétur, Súsanna, Játvarður og Lúsía eru kölluð þangað, til þess að koma lagi á hlutina. Kaspían konungsson er ein hinna heims- frægu ævintýrabóka C.S. Lewis. Spennandi lestur ungum sem öldnum. Gabríella í Portúgal dálítil ferðasaga eftir Svein Einarsson með myndum eftir Baltasar Gabríella er sex ára og fer með foreldrum sínum í ferðalag til Portúgal. Hún er lífleg stelpa og sér hlutina með sínum augum og hefur á þeim ákveðnar skoðanir. Skemmtileg bók um skemmtilega stelpu í skemmtilegu ferðalagi. Ferjuþulur Rím við bláa strönd eftir Valgarð Egilsson. Myndskreyting eftir Guðmund Thoroddsen Valgarð Egilsson vekur hér upp þuluna og segir frá ferð með Akraborginni frá Reykjavík til Akraness og því sem hann sér á leiðinni utan borðs og innan. Listilega gerðar og kátlegar þulurnar njóta sín vel með fögrum myndskreytingum ungs lista- manns, Guðmundar Thoroddsen. Þulan er óháð aldri lesandans og tíma. Ferjuþulur eru góð skemmtun, jafnt ungum sem öldnum. BOK ALMKNNA BÖKAFÉLAGIÐ. AUSTURSTRÆTl 18. SlMI 25544. Með léttum handvopnum tekst skæruliðunum oft að eyðileggja skriðdreka, þyrlur og bfla Sovétmanna. VALGARÐUR EGILSSON herstöðvar Sovétmanna og eyði- lagt flugvélar á jörðu niðri. Með hernaði sínum sl. sumar hugðust Sovétmenn ná tvennu: 1. Leggja í rúst þorp og byggðir, þannig að skæruliðum bærist ekki hjálp þaðan, þ.e.a.s. vistir og vopn. 2. Loka landamærum Afganist- ans, þannig að flutningaleiðir frá Pakistan, Iran og Kína yrðu rofnar, og skæruliðar fengu hvorki vopn né vistir erlendis frá. Að leggja í rústir þorp og byggð- arlög með sprengjuflugvélum hefir reynst Sovétmönnum tiltölulega auðvelt. Að loka landamærunum hefur þeim hins vegar ekki tekist. Um miðsumarleytið freistuðu þeir þess að loka landamærunum gegnt Pakistan. Bardagarnir þar urðu geysiharðir. Þorp voru lögð í rústir, og mannfall varð mikið á báða bóga. Óbreyttir borgarar flúðu til Pakistan, en skæruliðar héldu stöðvum sinum í skógum og fjalllendi. Á tímabili urðu sjúkra- hús við landamærin yfirfull af særðum skæruliðum. Norðmenn brugðust þá við skjótt og sendu flugleiðis hersjúkrahús með full- um útbúnaði. Auk þess sendi norski Rauði krossinn eitt sjúkra- hús þangað. Norskir læknar og hjúkrunarkonur fóru með, en á tímabili vann þetta fólk langan vinnudag. Eftir nokkurra vikna átök drógu Sovétmenn herdeildir sínar til baka frá landamærum Pakistan, eftir harðar árásir frá skærulið- um. Meðal lækna þeirra sem farið hafa frá Noregi til Afganistan er þritug tveggja barna móðir, Mar- ianne Njaaland að nafni. Hún var ásamt fleiri Norðmönnum um 5 vikna skeið í landinu og fór á reið- hjóli milli þorpanna þar. Norð- mennirnir höfðu með sér færan- legt sjúkrahús en ekki töldu þeir sér fært að koma upp staðbundnu sjúkrahús af ótta við rússnesku þyrilvængjurnar. Skæruliðar tóku þeim norðanmönnum opnum örm- um og sáu fyrir því að þeir fengju bæði leiðsögumenn og lífverði, en um leið var haft vakandi auga með ferðum rússneskra hermanna. Nú, við heimkomuna til Noregs lét Marianne þau orð falla að vissu- lega hefði þetta verið hættuferð, en vegna gestrisni og vinsamlegrar framkomu Afgana, þá hefði hún eiginlega hugleitt það lítið. Strax og hún fengi aðstöðu til á ný, mundi hún fara aðra ferð til Afg- anistan. Norskir fréttamenn hafa skrifað fjölda fréttagreina frá hernað- inum í Afganistan. Það er annars vegar lýsing á hrottaskap rússn- eskra hermanna við varnarlausar konur og gamalmenni. Hins vegar frásagnir af skæruliðum, sem hafast við í hellum og hálfhrund- um húsum, harðgerðum og nægju- sömum mönnum, sem eru snjallir og hugaðir bardagamenn, sem ekki hræðast hörð og tvísýn átök. Þeir eru yfirleitt strangtrúaðir Mú- hameðstrúarmenn og vilja heldur falla með vopn i hönd en láta undirokast af erlendu stórveldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.