Morgunblaðið - 07.12.1985, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.12.1985, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985 39 Húsaleigugreiðslur Þroskaþjálfaskóla ALBERT Guðmundsson, iðnaðarráðherra, hefur óskaö eftir því við Morgun- blaðið að birt verði eftirfarandi bréf heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis til fjárlaga- og hagsýslustofnunar hinn 3. október sl. varðandi húsaleigugreiðsl- ur hroskaþjálfaskóla fslands. Kvaðst Albert Guðmundsson óska eftir birt- ingu þessa bréfs vegna greinar eftir Bryndísi Víglundsdóttur skólastjóra skólans, sem birtist í Morgunblaðinu 22. nóv. sl. undir fyrirsögninni: „I»að er bezt að segja satt, Albert Guðmundsson." Sagðist iðnaðarráðherra telja, að bréfið sýndi svo ekki færi á milli hljóðandi: „Ráðuneytinu hefur borist með- fylgjandi erindi Víðsjár — kvik- myndagerðar ásamt nýjum húsa- leigusamningi, sem einnig fylgir með. Ráðuneytið vill ekki standa í vegi fyrir því, að sanngjörn leiga sé greidd fyrir afnot hlutaðeigandi húsnæðis, en bendir á að útvega verður Þroskaþjálfaskóla íslands viðbótarfé að upphæð um 350 þús. á yfirstandandi ári til þess að mæta kostnaðarauka samfara hreyttum samningi. Ennfremur mála, hver segði satt. Bréfið er svo- þarf að liggja fyrir ákvörðun um það á vegum fjárveitingayfirvalda, að tekið verði tillit til þessa við gerð fjárlaga fyrir komandi ár. Fyrr en ofangreint liggur klárlega fyrir getur ráðuneytið ekki tekið endanlega afstöðu til nýs samn- ings. Að lokum bendir ráðuneytið á að gangi málið eftir sem leigusali leggur til skapast fordæmi sem ráðuneytið fær ekki séð fyrir end- ann á.“ Haraldur Blöndal var uppboðshaldari, en á myndinni er Ragnheiður Sigurð- ardóttir einnig, en hún er starfsmaður Gallerí Borgar. Listmunauppboð á Hótel Borg: Dýrasta myndin sleg- in á 200.000 krónur LISTMUNAUPPBOÐ var haldið sunnudaginn 1. desember sl. á Hót- el Borg á vegum Gallerí Borgar og Sigurðar Benediktssonar hf. Þetta er fimmta listmunauppboðið sem haldið er á vegum þeirra á einu ári, en fyrsta uppboðið var haldið í des- ember á síðasta ári. Alls voru 57 verk á uppboðinu. Hæsta myndin var slegin á 200.000 krónur fyrir utan söluskatt. Það var olíumálverk eftir Þórarinn B. Þorláksson sem nefnist Kiðja- berg-Hvítá. Verk Ásgríms Jóns- sonar, Úr Borgarfirði, var slegið á 121.000 krónur og í þriðja sæti varð olíumálverk eftir Jón Þor- leifsson, Landslag, sem fór á 60.000 krónur. ódýrasta myndin fór á 1.200 krónur og þrjár aðrar voru undir 3.000 krónum. Uppboðshaldari var Haraldur Blöndal. Næsta uppboð verður haldið í febrúar nk. á Hótel Borg. Helgarpósturinn: Ný stjórn fé aukið í NÝ STJÓRN var kosin í hluUfélag inu Goðgá, útgáfufélagi Helgar- póstsins, á aðalfundi félagsins um miðjan nóvember. Um leið var hluUfé félagsins aukið úr 2,4 millj- ónum í sex og eru hluthafar nú um Lýst eft- ir vitnum MAÐUR lést í umferðarslysi í Lækjargötu sl. miðvikudag, eins og fram hefur komið. Lögreglan biður vitni að slys- inu að gefa sig fram við slysa- rannsóknadeild lögreglunnar í Reykjavík. og hluta- 6 millj. tuttugu, að sögn Ingólfs Margeirs- sonar, annars ritstjóra blaðsins, sem jafnframt á sæti í stjórn félags- ins. Formaður nýju stjórnarinnar er Róbert Árni Hreiðarsson, hdl., og varaformaður Gísli Guðmundsson, framkvæmdastjóri Bifreiða og landbúnaðarvéla. Auk þeirra tveggja og Ingólfs Margeirssonar sitja í stjóminni þeir Árni Samú- elsson, forstjóri Bíóhallarinnar, Árni Andersen, prentari, Gunnar Hilmar Hinriksson, starfsmaður Helgarpóstsins, og Þóroddur Stef- ánsson, framkvæmdastjóri Sjón- varpsbúðarinnar. Meirihluti hlutafjár Goðgár hf. mun enn vera í eigu starfsmanna Helgarpóstsins, eins og ævinlega hefur verið í útgáfufélagi blaðsins. Moreunbltóió/ÓUfur K. MuKnúuson Dr. Þór Whitehead, prófessor, og Kristján Jóhannsson, framkvæmda- stjóri Almenna bókafélagsins, kynntu bókina á fundi með blaöamönnum í gær. Strfð fyrir ströndum, ný bók eftir dr. Þór Whitehead: Þjóðverjar áformuðu að ná íslandi á sitt vald Forystumenn Framsóknarflokksins og ritstjóri Tímans höfðu samstarf við ieyniþjónustu Breta ÞÓR Whitehead, prófessor, varpar nýju Ijósi á njósnir Breta og Þjóð- verja hér á landi fyrir síðari heimsstyrjöld í nýrri bók sinni Stríd fyrír ströndum, sem Almenna bókafélagið sendi frá sér í gær. Hann upplýsir m.a. að Þjóðverjar höfðu gert leynilega áætlun um að ná pólitískum og efnahagslegum ítökum hér á landi og að Werner Gerlach, ræðismaður, hafi verið sendur hingað sérstaklega í þeim erindum. Þá kemur það fram í bókinni að forystumenn í Framsóknarflokknum og ritstjóri Tím- ans áttu aðild að víðtæku eftirliti með ferðum þýskra kafbáta við strend- ur íslands í samvinnu við fulltrúa njósnadeildar breska flotamálaráðu- neytisins. Dr. Þór Whitehead sagði á fundi með blaðamönnum, að rannsóknir sínar hefðu leitt í ljós að ráðamenn Þriðja ríkisins hefðu snemma fengið augastað á fslandi. Það hefði hins vegar ekki verið fyrr en í maí 1939 sem þeir sendu mann hingað sérstak- lega í þeim erindum að kanna hvernig ná mætti tökum á ís- lendingum. Sá maður var hand- genginn þremur af máttarstólp- um Þýskalands, þeim Hermann Göring, Heinrich Himmler og Joachim von Ribbentrop. Hann hafði m.a. í fórum sínum bein fyrirmæli um undirróður hér á landi og gerði tilraunir til að skipuleggja íslendinga og Þjóð- verja, sem hér voru búsettir, til starfa í þágu Þriðja ríkisins. f bókinni er greint frá því að njósnir Gerlach á íslandi báru nokkurn árangur og vöktu mikla hrifningu yfirboðara hans. Ræð- ismaðurinn gat hins vegar ekki lokið verki sínu, því hinn 10. maí, þegar fsland var hernumið, var hann handtekinn af sérsveit breskra leyniþjónustumanna. í bókinni er einnig rækilega skýrt frá njósnum Breta hér á landi, en þeir voru mjög uggandi vegna þeirrar vitneskju sem þeir höfðu um starf Gerlachs. Full- trúar Breta kvörtuðu m.a. yfir því við íslensk yfirvöld að í bú- stað þýska ræðismannsins i Reykjavík væri rekin ólögleg loftskeytastöð, sem sendi Þjóð- verjum mikilsverðar upplýsingar um eftirlitssiglingar breskra skipa i nágrenni íslands. íslensk stjórnvöld töldu sig hins vegar ekkert geta aðhafst. Einn helsti leynierindreki Breta hér á landi var Lionel S. Fortescue, kennari í Eton, sem árum saman hafði dvalið hér á landi í sumarleyfum og kynnst mörgum fslendingum. í þeim hóp voru nokkrir foringjar Fram- sóknarflokksins, þ. á m. Jónas Jónsson frá Hriflu. Þessir menn „vildu fylgjast nákvæmlega með því, hvort Þjóðverjar reyndu að hafa afnot af landinu til árása á skipaleiðir í Atlantshafi. Þeir vissu, að þjóðin sjálf hefði ekkert afl til að verja hlutleysi landsins, ef þýski flotinn hreiðraði hér um sig,“ segir Þór Whitehead orðrétt í bókinni. Og bætir síðan við: „Þá varð að treysta á það, að Bretar stugguðu Þjóðverjum á brott héðan. Jónas frá Hriflu reiddi sig eins og aðrir ráðamenn þjóðarinnar á „óbeina" vernd breska flotans. Eftirlitskerfi á íslandi í tengslum við njósna- deild flotans tryggði að hann skærist umsvifalaust í leikinn, gerðust Þjóðverjar hér nærgöng- ulir. Auðvitað var það brot á hlutleysisreglum að njósna um annan styrjaldaraðiljann í sam- starfi við hinn. En í huga Jónasar og félaga stóð valið augsýnilega um það, að hvika nokkuð frá reglum í kyrrþey eða hætta á að Þjóðverjar næðu hér fótfestu með ófyrirsjáanlegum afleiðing- um fyrir hlutleysi og sjálfstæði þjóðarinnar.“ Þór greinir síðan frá því, að Fortescue hafi í samstarfi við Jónas frá Hriflu og Ólaf Sigurðs- son á Hellulandi í Skagafirði komið upp neti um 40 íslenskra trúnaðarmanna umhverfis strönd landsins. Mennirnir, sem flestir munu hafa verið kunn- ingjar og flokksbræður Jónasar, áttu að hafa eyru og augu opin fyrir öllu grunsamlegu athæfi Þjóðverja í byggðarlögum sínum og sérstaklega gefa auga ferðum þýskra kafbáta. Trúnaðarmenn- irnir vissu ekki að upplýsingár þeirra færu til útlanda og látið var í veðri vaka að eftirlitskerfið væri sett upp til að Framsóknar- flokkurinn og Tíminn gætu fylgst með umsvifum útlendinga við strendur landsins. Upplýst er í bókinni, að Þórar- inn Þórarinsson, sem þá var orðinn ritstjóri Tímans og var handgenginn Jónasi frá Hriflu, hafi verið böðberi fyrir eftirlits- kerfið. Sá háttur var hafður á, að trúnaðarmennirnir við sjáv- arsíðuna skyldu senda blaðinu skeyti ef sæist til kafbáta við strönd landsins. Þegar slíkt skeyti bærist, skyldi Þórarinn tafarlaust hringja til manns, sem hann var kunnugur í Reykjavík og starfaði fyrir erlenda frétta- stofu, og greina honum varfærn- islega frá tíðindunum. „Að svo búnu skyldi hann setja upp fregnmiða um kafbátinn í glugga Tímans, eins og tíðkaðist á Reykjavíkurblöðunum, þegar þeim bárust mikil tíðindi. Með þessu móti skyldi komið í veg fyrir, að Þjóðverjar áttuðu sig á því, að fylgst væri með þeirn," segir í bókinni. Haft er eftir Þórarni Þórarins- syni í bókinni, að hann telji sig hafa þrisvar sinnum komið boð- um um kafbáta til sambands- manns síns, en viti ekki, hvort hann sendi þau beint til leyni- þjónustunnar í Lundúnum eða kom þeim til breska ræðis- mannsins í Reykjavík. Þórarinn sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að hann teldi að samstarf sitt við Breta hefði fyllilega samræmst hlutleysisreglum. Það hefði ekki verið bannað að fylgj- ast með siglingum umhverfis landið og auk þess hefði upplýs- ingunum ekki verið haldið leynd- um, heldur þær birtar opinber- lega. Bók Þórs Whitehead, Stríð fyrir ströndum er önnur bók höfundar um ísland í síðari heimsstyrjöldinni. Fyrsta bók hans í þessum flokki Ófriður í aðsigikom út 1980 og vakti mikla athygli og hlaut góða dóma. Höfundur upplýsti á blaða- mannafundinum að hann væri með þriðju bókina í flokknum í smíðum og lofaði að ekki mundi líða jafn langur tími þar til hún kæmi út og liðið hefur á milli fyrstu bókanna tveggja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.