Morgunblaðið - 07.12.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.12.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985 15 Verkföll og þriðji heimurinn Stríðslok enn á sviðinu Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Robert Ludlum: Scarlattiarfurinn. Gissur Ó. Erlingsson þýddi. Setberg 1985. Þriðja ríkið er að hruni komið. Allir vita hvernig stríðið muni enda — það er bara spurning hversu fljótt muni takast að ljúka því. Þá setur einn æðsti maður nasista, Heinrich Kröger, sig í samband við leyniþjónustu Banda- ríkjanna og kveðst vilja gefast upp, gegn ákveðnum skilmálum. Kröger þessi hefur verið einn nán- asti samstarfsmaður Hitlers allar götur síðan hann var aumingi í Munchen og því er hann vitaskuld mikill fengur fyrir Kana. En það er hængur á — getur verið að Kröger sé í raun og veru banda- ríski auðkýfingurinn Ulster Scar- lett sem hvarf tuttugu árum fyrr og hafði með sér gífurleg auðæfi? Robert Ludlum er einhver allra vinsælasti reyfarahöfundur nú- timans og þetta mun vera önnur bók hans sem birtist á íslensku. Ég hef lesið nokkrar bóka hans á frummálinu — þó ekki Scarletti- arfinn — og þær bækur eru flestar sama marki brenndar. Framan af eru þær hörkuspennandi eins og reyfarar eiga að vera, söguþráður- inn flókinn og erfiður, persónurnar sjaldan allar þar sem þær eru séð- Ný saga eftir Margit Ravn „SYSTURNAR í Litluvík" nefnist bók eftir Margit Ravn, sem Bókaút- gáfan Hildur hefur gefið út í þýð- ingu Helgs Valtýssonar. Sa" .ii fjallar um heimasæturnar Bivnildi og Mettu, sem lftið hafa farið út fyrir heimabæ sinn, þegar sagan hefst. En þar kemur, að þeim opnast nýr heimur og eins og segir m.a. á kápu- sfðu bókarinnar: „Þegar Dfana frænka kveður upp úr með það, að hún ætli að rffa þær upp frá Litluvik og taka þær með sér til Danmerkur, verður gjör- bylting f ævi þeirra... sérstaklega þð Dfnu og Mettu — því vfða er Amor á ferli... Bóthildur snýr heim til Litluvfkur en Dfna og Metta fara til Hollands á vit ævintýranna." Fróóleikur og skemmtun fyrirháa semlága! ar. Það er svo galli á bókum Ludl- ums að honum gengur verr að leysa úr flækju sinni, lausnir hans vilja verða full klisjukenndar og samsæringskenningarnar — sem flestar bækurnar eru uppfullar af — býsna yfirþyrmandi. Scarlatti- arfurinn er engin undantekning en hún er prýðilega læsileg og spennandi lengst af, þó lesandi viti að vísu frá byrjun um hvað málið snýst. Þýðing Gissurar ó. Erlingssonar er stytt og stundum tekur maður eftir því. Hún er að öðru leyti ágæt. Bókmenntir Guömundur H. Frímannsson Frelsið, 1. hefti 1985 Félag frjálshyggjumanna Það eru mörg timarit gefin út á tslandi og sum þeirra hljóta að vera aufúsugestir á heimili hvers hugsandi manns. Frelsið hefur verið umdeilt tímarit frá upphafi og ekki skirrzt við að skýra skoðan- ir, sem vart geta talizt vinsælar hjá vel flestum í þessu landi. En það getur enginn neitað því, að það hefur verið eftir því tekið, það hefur hreyft við lesendum sínum. f þeim áhugamannahópi, sem velt- ir fyrir sér þeim viðfangsefnum, sem Frelsið hefur fengizt við, hefur ritið verið mjög umtalað. Fyrir nokkru kom út fyrsta hefti þessa árs og von er á því næsta, áður en mjög langt um líður. Eins og við er að búast, er að finna í ritinu margt hnýsilegt og umdeil- anlegt. Þrjár greinar bera uppi þetta hefti. Sú fyrsta er fyrirlestur eftir Bauer lávarð, „Hvers vegna kemur þróunarhjálp að sök?“ Önnur er grein Ellerts B. Schram, ritstjóra, um hið mikla verk Páls Líndal um Ingólf á Hellu og stjórn- málaferil hans. Sú þriðja er grein ritstjóra Frelsisins, Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, sem fjallar öðrum þræði um bók Jóns Guðna Kristjánssonar og Baldurs Kristjánssonar Verkfallsátök og fjölmiðlafár en í henni gerir hann einnig grein fyrir eigin viðhorfum til þess verkfalls og alls þess, sem í kringum það var. Ég hygg, að mestum tíðindum sæti í þessu hefti fyrirlestur Bauer lávarðar. í honum andmælir hann þeirri stefnu, sem Vesturlönd hafa fylgt í þróunarhjálp, sem hefur aðallega beinzt að því að veita fé til ríkisstjórna í þriðja heiminum án tillits til stefnu stjórnanna. Á einum stað segir hann: „Hinar ömurlegu aðstæður, sem við höfum orðið vitni að í Eþíópíu, hungurs- neyðin þar og þeir miklu erfið- leikar, sem eru á að lina þjáningar fólks, sýna vel, hvaða órökréttu afleiðingar það hefur að færa gagnrýnis- og umhugsunarlaust fé á milli landa. Þar er óskaplegur skortur á matvælum, neysluvörum og einföldustu varahlutum. Fáir sem engir vegir liggja um landið og eru allir illfærir. Ríkisstjórnin, sem skipuð er marxsinnum, hefur í mörg ár notið geipilegrar þróun- arhjálpar frá Vesturlöndum. Frá 1978 til 1982 hefur þróunarhjálp frá vestrænum ríkjum, einkum frá alþjóðlegum samtökum á þeirra vegum, numið rúmlega ein- um milljarði bandaríkjadala. Hvað hefur orðið um allt þetta fé? Þurfti að nota eitthvað af því til þess að tryggja hernaðarlegan og fjár- hagslegan stuðning við ríkis- stjórnina, umfram allt til þess að kosta þá baráttu, sem hún á í við þegna sína á tveimur stöðum á landinu." Það verður vart annað sagt en Bauer lávarður sé óhrædd- ur við að halda fram óvenjulegum skoðunum. Séra Bernharður Guð- mundsson, fréttafulltrúi þjóð- kirkjunnar, skrifar stutta grein um sjónarmið lávarðarins. Pað kemur sér vel að eiga bílskúr eða rúmgóða geymslu. En blasi við þéryfirþyrmandi hrúga, og vonlausterað finna nokkurn skapaðan hlut, skaltu íhuga hvort STEM-hillur leysi ekki vanda þinn. Röð og regla. HEILDARVCRÐ: kr. 6.550.- Greiðslukort. SBI® Húsi verslunarinnar, Rringlunni 7, 108 RvíK, s. 686650
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.