Morgunblaðið - 07.12.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.12.1985, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985 Bragí sýnir Myndlist Valtýr Pétursson í Galleríinu íslensk list á Vesturgötu 17 hefur Bragi Ás- geirsson efnt til sýningar á nýj- um og eldri verkum og gefið sýn- ingu sinni heitið Konur á atómöld og sitthvað fleira. Þetta er nokk- uð umfangsmikil sýning i ekki stærra húsnæði, og eru þarna yfir fjórir tugir verka til sýnis. Tæknin er blönduð, og mest þó gert í olíulitum, ef ég hef rétt séð, og eins og titill sýningarinn- ar bendir til, er aðalþemað i þetta skiptið konan, en konan hefur um langan aldur verið viðfangs- efni málara, og skiptir þá litlu máli, í hvaða stíl menn hafa unnið. Bragi hefur mikið stundað teikningu í verkum sínum, allt frá því hann kom fyrst fram sem myndlistarmaður, og nú gefur að líta, hvernig hann vinnur úr þessari klassísku fyrirmynd á atómöld. Konan er þarna skil- greind í nokkuð mismunandi myndgerð, og er skemmtilegt að sjá, hvernig kunnáttusamur mál- ari tekur á slíku verkefni. Það er langt síðan Bragi varð full- mótaður listamaður, sem stund- um hefur gert vissar tilraunir til að endurnýja myndlist sína og notað til þess ýmsar aðferðir og efnivið. Hann á það til að setja saman ýmsa hluti, sem sjaldan sjást í venjulegum málverkum frá fyrri tíð, en ber oftar á góma í nýrri verkum. Má þar nefna spegla og dúkkur, svo að aðeins sé minnst á sumt það, er finnst í myndverkum Braga. Oft málar hann svo yfir með einum sterk- um lit, og þannig tekst honum að ná vissum áhrifum, sem svo eru tengd, til að mynda andlitum. Teikning Braga er sterk og rík lína, sem hann tileinkaði sér strax á yngri árum. Litur hans er í mörgum tilfellum samofinn forminu, en á það til á stundum að vera svolítið sterkari en góðu hófi gegnir. Bestu verkin á þess- ari sýningu Braga eru að mínu viti tvö lítil verk, no. 6 og 7 — Hafræna og Loftræna frá 1982, og ef til vill hefur hann ekki gert betur áður. Ég bendi einnig á málverk eins og no. 24, Sjón- varpsstjörnur, og munu margir minnast þess, er Bragi málaði í þetta verk fyrir framan sjón- varpsskerminn fyrir ekki löngu síðan. Þetta er lífleg og hressileg sýn- ing hjá Braga. Það er fjölbreytni í þessum verkum, og óður hans til konunnar fer ekki framhjá neinum, er skoðar þessi verk. Endurskin minninganna Bókmenntir Erlendur Jónsson Goðasteinn. 23. og 24. árg. 117 bls. Ritstj. Jón R. Hjálmarsson og Þórður Tómasson. Skógum, 1985. Goðasteinn er í tölu þeirra hér- aðsrita sem fyrst komu fram á sjónarsviðið. Vafalaust hefur hann orðið fyrirmynd öðrum ritum af sama tagi sem síðar hófu göngu sfna. í fyrstunni kom Goðasteinn út ársfjórðungslega eða svo, nú annað hvert ár. Það er eðlilegt. Fyrst var af nógu að taka. En efni sem varðar átthaga, samið af heimamönnum, er aldrei ótak- markað. Reikna ég ritstjórunum til árvekni og þrautseigju hversu lengi þeim hefur tekist að halda riti þessu gangandi. Sjálfir hafa þeir jafnan skrifað mest í Goðastein. Að þessu sinni hefst ritið á löngum þætti eftir Þórð Tómasson: Fræðaþulurinn í Steinum. Er þáttur þessi byggður á munnlegum heimildum að nokkru leyti en einnig á sendibréf- um frá 19. öld. »Fátækt og fróð- leiksást einkenna framar öllu öðru ævi Jóns í Steinum,* segir Þórður. Jón bagaðist snemma á fæti. Hefur sú bæklun ef til vill veitt honum fleiri tómstundir en ella. Til er margt sendibréfa frá 19. öld. Oft eru þau svo persónuleg að þekkkja verður forsendur til að átta sig á hvað bréfritari var að fara. En þá má líka lesa æðimargt út úr tilskrifunum, bæði um sendanda og viðtakanda, og eins um almenn mál á ritunartíma. Stundum dubbuðu menn bréf sín í sparibúning málsins og settu saman ljóðabréf — ellegar ortu vísur eða bragi sem felldir voru inn í bréfin. Sýnu örðugra getur reynst að ráða í þess háttar málskrúð sem margur tamdi sér þá í bundnu máli. Allt hefur Þórður það á valdi sínu. Hann veit hvernig fólk bjó fyrr á tíð. Og einnig hvernig það hugsaði og talaði. Skemmtilegt er kvæðið Lýsing Jóns Sigurðssonar sem Þórður birtir hér með þætti sínum. Þar fer saman hátíðlegt skáldamál og nakið raunsæi sem hvort tveggja þótti þá hæfa brag af sliku tagi en kemur óneitanlega nokkuð spánskt fyrir sjónir nú. Slíkar mannlýsingar voru þá settar saman af svipuðum hvötum og menn taka ljósmyndir nú á dögum: bæði til gamans og eins til að geyma minningu. Þórður Tómasson Þá er í þessum Goðasteini fram- hald þáttarins Skyggnst um bekki í byggðasafni eftir safnvörðinn,' Þórð Tómasson. Meðal annars efnis vil ég sérstaklega nefna Kynnisferð til Kanada eftir Jón R. Hjálmarsson. Það er raunar meira en venjuleg ferðasaga eins og fyr- irsögnin gefur til kynna því Jón fer þarna ofan I vestur-íslensk fræði sem svo sannarlega eru þess verð að þeim sé nokkur gaumur gefinn. Annað efni þessa Goðasteins er ýmiss konar þjóðlegum fróðleik helgað með heimahaga sem þunga- miðju og verður ekki tíundað frek- ar hér. Ifáum orðum sagt: fróðlegt rit og vandað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.