Morgunblaðið - 07.12.1985, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.12.1985, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985 35 Enn við sama heygarðshomið — eftir Þorgeir Ibsen Kkki er það einleikið, hversu ýmsir rekendur B8RB og aftaníoss- ar þeirra eiga við erfiða heilsu aö stríða um þessar mundir, vegna úrsagnar kennara (KÍ) úr því bandalagi. Rekendur samtaka þessara róa að því öllum árum. sem löngum áður, að halda KI hvað sem tautar og raular og með öllum tiltækum ráðum innan vé- banda BSRB. Segja má því, að þeir séu enn við sama heygarðs- hornið og láti sér lítt segjast í því að eyða tíma og kröftum í að spyrna gegn broddunum, þótt það sé borin von að öll þessi mikla fyrirhöfn og kappgirni við að ómerkja og koma í veg fyrir úr- sögnina beri árangur. Það er svo augljóst sem verða má að í þessu efni eiga þeir ekki erindi sem erfiði. Kennarar eru bágræktir og snarpur meirihluti þeirra kærir sig ekkert um áframhaldandi vistráðningu á sundurlyndu og miðstýrðu heimili BSRB. Og gömul saga er það og ný, að hús, sem er sjálfu sér sundurþykkt, fær ekki staðizt. Verkföll — lítil eftir- tekja Á þessu blendna og fjölskrúð- uga kærleiksheimili er ekki allt sem sýnist. Þrátt fyrir stærð, bram- bolt og mikil verkfallsumsvif hefur eftirtekjan orðið rýr og bandalag þetta sjaldan borið meira úr býtum í kjarabaráttu en önnur launþega- samtök, en oftar minna. Sést þaö gleggst á því, ef nýleg dæmi eru höfð í huga, að BSRB hefur lagt meginstyrk sinn í það (ef styrk skyldi kalla), allt sl. ár, að reyna að vinna það upp, sem kjaradómur hefur dæmt öðrum launþegum, en ekki tekizt sems skyidi. Þetta tal- ar sínu máli — og segir í raun flest það sem segja þarf. — Og þó, eftir nýfallinn kjaradóm er 5% munur á launum til kennara eftir því hvort þeir eru í BHM eða BSRB, hinum síðarnefndu í óhag. Það þarf vart að taka það fram, þar sem það er á allra vitorði, að BHM hefur ekki verkfallsrétt, sem BSRB hefur aftur á móti, þótt sá réttur sé að vísu talsvert tak- markaður. Þetta er sagt hér vegna þess, að þeir höfuðpaurar BSRB, sem kappkosta og leitast við af alefli að hamla gegn því að KÍ segi sig úr bandalaginu, halda því mjög á loft að með úrsögninni séu kennarar að afsala sér öflugu kjarabaráttuvopni þar sem verk- fallsréttur er. Margir láta sér títt um þennan rétt og fjalla um hann oft af miklu gáleysi. Á þennan rétt ber að líta sem mikilsverð lýðréttindi, sem aldrei skyldu misnotuð. Verkföll ættu aldrei að eiga sér stað nema í ýtrustu neyð. Margir eru þeirrar skoðunar, að fjármálaráðuneytið eigi bróður- partinn í þeirri óbætanlegu sök að verkfalli BSRB, sem skall á 4. október 1984 og stóð í mánuð, var hrundið af stað og fjölmargir líta svo á að BSRB hafi látið þetta sama ráðuneyti, sem stjórnað var af seinheppnum ráðherra, egna sig til þessa verkfalls. En hvað sem annars mætti segja um þetta ættu allir hlutaðeigendur að forð- ast að ganga fagnandi til svo örlagaríkra aðgerða sem verkfall er. Allir samvizkusamir menn hljóta að finna sárt til, ef grípa þarf til þess neyðarúrræðis og ganga til slíks hildarleiks með tregðu í hjarta. Kontóristi BSRB kveður sér hljóðs I Morgunblaðinu 28. nóvember sl. á þessari opnu birtist lang- hundur, sem nefnist „Allar skoð- anir ber að endurmeta“ eftir kontórista BSRB. Langhund þess- um er ætlað það helga hlutverk að leiða kennara frá villu síns vegar og snúa þeim af braut uppsagnar úr BSRB. En þarna. reisir hann sér hurðarás um öxl og mistekst hrapallega. í stað þess að vera leiðarljós er grein þessi lítið annað en mýrarljós, sem er hið mesta villuljós eins og allir vita. Og við hverju má annars búast af grein, sem er jafn fordóma- og hleypidómafull og þessi er. Skal vikið síðar að því. Hér er ekki ætlunin að gera allri grein kontóristans viðhlít- andi skil, svo sem vert væri, held- ur drepa á nokkur atriði í seinni hluta þessara furðuskrifa, þar sem reiknað má með að formaður KÍ þegi ekki þunnu hljóði um þau atriði í fyrri hlutanum, þar sem vikið er að honum sérstaklega og KÍ og reikna má með að hann svari. Skal nú að nokkru vikið að þeim hluta greinarinnar sem ber millifyrirsögnina: „Sameining ekki í sjónmáli." Eins og þessi yfirskrift gefur til kynna lætur kontóristinn fastlega að því liggja að sameining HÍK og KÍ sé ekki í sjónmáli og vitnar í Kristján Thorlacus, yngri, formann HlK, máli sínu til stuðnings. Hendir orð formannsins á lofti í tveim blaðaviðtölum, sem við hann var átt. En fer ekki eftir aðalfundar- samþykkt HÍK þar sem segir skorinort, að þing HÍK feli stjórn sinni að vinna áfram að samein- ingu kennara innan HKÍ og KÍ. Um þetta mætti segja meira, en Heimir Pálsson, menntaskóla- kennari og formaður Bandalags kennarafélaga, hefur tekið ómak- ið af undirrituðum og gert skýrar og skilmerkilegar athugasemdir við ummæli kontóristans sem standa þar eftir sem staðlausir stafir. (Sjá grein Heimis: „Þekk- ingu ber að endurmeta“ í Morgun- blaðinu, í opnu, þann 4. desember sl.) Grein sinni lýkur Heimir með þessum orðum: „Innan bandalags Kennarafélaga á samstarfsvett- vangi KÍK er nú unnið að tillögum um skipulag hins nýja kennarafé- lags, sem enginn sem til þekkir er í vafa um að verður að veruleika. Þar er enginn bilbugur á mönnum og við sjáum þegar hilla undir stéttarfélag, sem sameinað geti nærfellt alla íslenska kennara í einn hóp launþega, hóp sem ætlar sér hreint ekki að troða illsakir við aðra launþegahópa en hefur þegar nokkuð bitra reynslu af baráttuaö- ferðum þeim sem nú tíðkast." Hvað vill nú kontóristinn kalla þetta. Mikill furðufugl má hann vera, ef hann virðir ekki þær staðreyndir sem við blasa, sem eru i rauninni þær, að sameining kennarafélaganna er svo sannar- lega í sjónmáli. Og af því mun verða, hvort sem honum og hans nótum líkar betur eða verr. „í kaflanum með millifyrirsögninni" „Sameining ekki í sjónmáli" segir kontóristinn m.a. þetta: Því miður óttast ég margra ára eyðimerkur- göngu fyrir launafólk með ríkj- andi íhaldsöfl sem andstæðinga. Hvernig ætla kennarar að berjast fyrir bættum kjörum án samn- ings- og verkfallsréttar, ef þeir ganga úr BSRB? Hér opinberar kontóristinn sína pólitísku skoðun og gerist fordómafullur. En með leyfi að spyrja: Hver voru þau öfl, sem stærstan þátt áttu í því á sinni tíð að veita BSRB samnings- og verkfallsrétt? Var einhver að tala um íhaldsöflin í því sambandi? Ekki voru þar að verki hinir svo- kölluðu vinstrimenn, sem 13—14 sinnum krukkuðu í og skertu kaup launþega síðast er þeir sátu að völdum. Það hljóta því að hafa verið hin illu og forkastanlegu íhaldsöfl sem þarna áttu hlut að máli. Kontóristi BSRB gæti lært ýmislegt af formanni sínum, Kristjáni Thorlaciusi, sem enginn vænir um að fara vísvitandi með ósannindi. En blaðamaður NT á við hann viðtal og spyr 22. október sl. „Þú ert ekki hræddur um að Þorsteinn fylgi enn harðari línu en fráfarandi fjármálaráðherra? Kristján svarar: „Mín reynsla er sú, að ég hef átt í viðræðum við marga ráðherra úr hinum ýmsu flokkum, og það er ekki svo mikill munur á afstöðu manna þegar þeir eru komnir í fjármálaráðherra stól- inn. Ég vil að óreyndu ekki spá öðru en að það verði ekki síðra að eiga við hann en aðra, sem hafa setið í þessum stól.“ Spurningin er hvort kontórist- inn ætti ekki að endurmeta allar sínar skoðanir á mönnum og mál- efnum og losa sig undan fargi fordóma og hleypidóma. Tækist honum það, yrði það honum mikill léttir. Verkfallsréttur — verkfallsvopn Verkfallsréttur og verkfalls- vopn eru orð, sem kontóristinn hefur sýnilega velþóknun á. Þau virðast vera honum afar hugleik- inn jafnvel hjartfólgin. Hann segir á einum stað í grein sinni: „Verkfallsvopnið er löglegt, þar er ekki ósvipað farið og þegar við beitum orðinu sem vopni. (Er nú ekki ólíku saman að jafna, (inn- skot Þ.I.).) Kennarar í KÍ eiga í dag þess kost að berjast eftir lög- legum leiðum fyrir bættum kjörum. Formaður HKÍ (þ.e. Kristján Thorlacius, yngri) segir þetta vopn ekki sótt í hendur núverandi vald- hafa“. Og síðar í greininni stend- ur þetta: „BSRB stendur sterkt með samnings- og verkfallsrétt, auk ótal annarra hagstæðra skil- yrða í kjarabaráttu. Leiðin inn í BSRB fyrir hina ýmsu hópa opin- berra starfsmanna er greið og þar eru ekki þröng skilyrði eins og innan BHM, sem síðan á ekki lög- leg vopn né verjur í sinni kjarabar- áttu, því miður.“ Og enn verður manni spurn: Hvernig má það svo vera, þegar haft er í huga, hversu vel BSRB er vopnum búið, þar sem verk- fallsrétturinn er, auk annarra hagstæðra skilyrða í kjarabar- áttu, að það á í basli með að vera í kjörum með tærnar, þar sem BHM hefur hælana og á þó hvorki lögleg vopn né verjur í sinni kjarabaráttu. Hvarflar það ekki að kontóristanum að eitthvað hljóti að hafa farið úrskeiðis í kjarabaráttu BSRB, þrátt fyrir hinn rómaða kjarabaráttuvopna- búnað. Gæti hugsast að hann væri orðinn eitthvað úreltur og úr sér genginn? Hefði ekki, í stað verkfalls, verið gæfusamlegra að fara aðrar leiðir, t.d. leggja fast að stjórnvöldum að þau lækkuðu skatta og gerðu þá réttlátari og gerðu þar á móti einhvern afger- andi niðurskurð á ríkisbákninu. Alþýðusamband íslands var ekki fjarri því að vilja fara einhverjar áþekkar leiðir, en BSRB mátti Þorgeir Ibsen „Hver voru þau öfl, sem stærstan þátt áttu í því á sinni tíð að veita BSRB samnings- og verkfallsrétt? Var einhver að tala um íhaldsöflin í því sambandi? Ekki voru þar að verki hinir svokölluðu vinstrimenn, sem 13—14 sinnum krukkuðu í og skertu kaup launþega síðast er þeir sátu að völdum. I»að hljóta því að hafa verið hin illu og forkastanlegu íhaldsöfl sem þarna áttu hlut að máli.“ ekki til slíks hugsa og ríkisstjórn- in reikul í ráði, rög og vanbúin að fara skattalækkunar- og niður- skurðarleið. Fálmið og stefnu- leysið í þessum málum bitnaði á öllum almenningi og mest á þeim, sem minnst máttu sín, eins og jafnan áður. Lævís áróður Einn kafli í grein kontóristans er undir millifyrirsögninni: „Ómerkilegur rógur — lævís áróð- ur.“ Þar kveður hún svo á strax í upphafi kaflans, orðrétt: Kennar- ar eiga samleið með póstmönnum, símamönnum, símavörðum, fóstr- um, sjúkraliðum, meinatæknum og skrifstofufólki." Síðan segir kon- tóristinn ísmeygilega og kann greinilega talsvert fyrir sér í „lævísum áróðri“: Það er ómerki- legur rógur sem um kennara geng- ur, að þeir telji sig yfír það hafna sakir tiltekinnar menntunar að berjast fyrir bættum kjörum í fé- lagi við hina ýmsu starfshópa inn- an BSRB.“ (Leturbr. Þ.I.) Ætlast kannski títt nefndur kontóristi til þess, að kennarastéttin hlaupi upp til handa og fóta og hrópi húrra fyrir honum og taki með þökkum og undirgefni við þessu ófyrirleitna og ruddalega smjaðri. Hvað kemur honum til að gera þetta? Er það vegna skorts á dóm- greind? Er það skortur á sjálfs- virðingu? Er það vegna vanmats eða lítilsvirðingar á kennurum? Er það til þess að þjóna lund sinni? Hver veit það? Vegna hvers lætur hann það út ganga, sem hann veit að er „ómerkilegur róg- ur“, svo að viðhöfð séu hans eigin orð Vandaðir skriffinnar fara ekki svona að, en hins vegar er það siður ritsóða að tyggja upp róg í afsökunardúr, birta hann opin- berlega og þykjast vera að þera blak af hinum rægða, um að gera að láta róginn ganga undir ein- hverjum yfirdrepsskap — og ber- ast sem víðast. Þeim stöilum Gróu á Leiti, (Jóns Thoroddsens) og Settu í Bollagörðum (Jóns Trausta) var sú list lagin að láta sögurnar um náungann (Gróusög- urnar) komast á kreik undir yfir- skyni guðhræðslunnar. Þær voru að jafnaði yfir sig hneykslaðar á hinu vonda umtali um fólk, smjöttuðu á slúðrinu og sáu dyggilega um að breiða það út sem víðast. í þessum dæmalausa kafla segir kontóristinn á einum stað: „Það eru engin landamæri til milli vinnandi stétta.“ (Leturbr. Þ.I.) Fullyrðing þessi er ekkert annað en einber hræsni. Höfundur ætti að vita, að verkalýðsrekendur eru engir eftirbátar stjórnalda og atvinnurekenda að vera í sífellu að mismuna vinnandi fólki, sum- part af óviðráðanlegum ástæðum og sumpart af ráðnum hug, og reisa milli þess múra og landa- merki, í óeiginlegri merkingu sagt. Lokaorð kaflans eru svo þessi: „Það er lélegur hermaður sem rennur af hólmi þegar félagar hans standa hvað verst í skotgröf- unum." Það andar köldu af þess- um frýjunarorðum í garð kenn- ara. Finnst kontóristanum við hæfi að senda kennurum þessar sneið- ar og aðdróttanir, að þeir séu að yfirgefa aðra félaga sína, þegar verst gegnir. Gleymt er þá gleypt er. Skyldi nú enginn af forsprökk- um BSRB muna eða vilja muna, hversu mikið kennarastéttin hef- ur lagt á sig og fórnað miklu í kjarabaráttunni, jafnvel meir en margur annar. Lokaorö Það er ekki ný hugmynd, að kennarar hyggist ganga úr BSRB til þess að sameina kennarafélög- in í landinu í eitt allsherjarfélag eða bandalag. Ákvörðun KÍ var tekin á þingi þess vorið 1984, en sjálf hugmyndin á sér miklu lengri aðdraganda og hefur iðu- lega í gegnum tíðina verið að skjóta upp kollinum. Það eru fleiri en Heimir Pálsson og undirritað- ur, sem gert hafa athugasemdir við hina villukenndu grein kont- órista BSRB. Þær Ólöf Sigurðar- dóttir og Valgerður Eiríksdóttir eiga grein i Morgunblaðinu 4. desember sl. eins og Heimir, þar sem þær svara og gera athuga- semdir við ýmislegt villandi og rangtúlkað um væntanlega úr- sögn kennara úr BSRB og samein- ingu þeirra í ein allsherjarkenn- arasamtök. Þær segja á einum stað í grein sinni: „Það er því augljóst mil, að það er mikilvægt baráttumál fyrir kennara, að sam- eining eigi sér stað og að kennarar skipi sér í öflug heildarsamtök. Slfk samtök yrðu kennurum gífur- leg lyftistöng í faglegri baráttu fyr- ir betri skóla." Þetta er mergur- inn málsins og gleöilegt að sjá það svart á hvítu frá tveim ágæt- um konum til hvers, öðrum þræði, heildarsamtök kennara á að stofna. Á hinn bóginn verða þessi samtök sterkt tæki í kjarabaráttu kennara, ekki mun af veita ef gera á kennarastörf, sem eru lykilstörf i þjóðfélaginu, lífvæn- legri en þau hafa verið um langt skeið. í landi þar sem er alvarleg- ur kennaraskortur, svo alvarleg- ur, að fast að því 700 kennara með réttindi vantar í kennslustöð- ur, er þjóðarnauðsyn að góð skip- an komist á þessi mál hið fyrsta. Höfundur er skólastjóri Lækjar- skólans í Hafnarfirdi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.