Morgunblaðið - 07.12.1985, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 07.12.1985, Blaðsíða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985 1 MorgunMaMÖ/JúMus • Þorgils Óttar Mathiesen átti mjög góöan leik í g»r. Hér skorar hann eitt af fimm mörkum sínum af línunni. íslenska liöiö vann góöan sigur é Vestur-Þjóöverjum, 28—27. Islendingar léku mjög vel — sagði Schobel, þjálfari Vestur-Þjóðverja „VID geröum 10 til 12 mistök í varnarleiknum sem íslendingarn- ir néöu svo aö nýta sér í hraöa- upphlaupum," sagöi Simon Schobel, landsliösþjéfari Vestur- Þjóöverja, eftir leikinn í gœr- kvöldi. „Þó okkur hafi tekist aö skora 27 mörk, þá fengum við nógu margar tilraunir til þess. Ég er samt ekki aö draga úr góöum leik ís- lenska liösins, þaö lék mjög vel hér í kvöld. Leikur þeirra kom mér nokkuð á óvart. Leikmenn okkar tóku þetta ekki nógu alvarlega og kanski hafa þeir ofmetnast viö góöan árangur á „Super-Cup“ fyrir hálfum mánuöi og veröa aö koma sér niöur á jöröina aftur,“ sagöi Schobel og var greinilega ekki ánægöur meö sína menn. Slórkostlegt — sagði Atli Hilmarsson „ÞETTA var stórkostlegur leikur, ég bjóst ekki viö aö né svo góöum leik gegn Vestur-Þjóöverjum," sagöi Atli Hilmarsson. „Það var mjög gaman aö spila |jennan leik. Þaö kom mér mjög á óvart hve vel viö náöum saman í leiknum. Flestir okkar hafa leikiö mikiö saman í landsliöinu og þekkjum því vel til hvors annars, en okkur vantar meiri samæfingu, þaö er engin spurning. Þaö er mikilvægt aö ná hagstæöum úrslit- um úr næstu leikjum, detta ekki niöur eins og oft hefur komiö fyrir hjá okkur. En ég vona aö það takist. Þaö veröur skemmtilegt aö leika fyrir noröan á morgun. Það olli mér þó nokkrum vonbrigöum aö Höllin var ekki þéttsetin í kvöld. Þaö eru því margir sem hafa misst af góöum leik. Frabær leikur íslenska liðsins og sanngjam sigur ísland—V-Þýskaland 28:27 ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik sigraði vestur-þýska landsliðiö í fyrsta leik þjóöanna í Laugardalshöll í gærkvöldi með 28 mörkum gegn 27 eftir aö staðan haföi verið 14:13 í leikhléi. Frébær érangur hjá strékunum gegn hinu geysisterka liöi Þjóöverja sem meöal unnu sér þaö til ágætis fyrir skömmu að vinna heimsmeistara Sovétmanna. Leikurinn var eldfjörugur á aö horfa og árangur íslenska liösins er ef til vill ekki síst eftirtektarveröur þar sem dómarar leiksins geróu allt sem í þeirra valdi stóö til aó koma í veg fyrir sigur okkar manna. Það var fyrst og fremst mjög góöri baréttu og miklum samhug liösins að þakka aö sigur vannst í þessum leik. Leikmenn böröust af miklum krafti allan tímann og uppskáru sætan sigur og sanngjarnan. Þjóöverjarnir hófu leikinn en fyrsta skot þeirra varöi Einar og var þaö upphafiö aö góöu kvöldi hjá honum. Þorgils Óttar skoraöi síöan tvö fyrstu mörk íslands en á milli þeirra skutu Þjóöverjar inn einu marki. Jafnt var á öllum tölum upp í 8:8 og voru íslensku strákarn- ir alltaf á undan aö skora. Þjóö- verjarnir skoruðu síðan þrjú mörk í röð og breyttu stööunni úr 8:7 í 8:10. Nú kom góður leikkafli hjá ís- lenska liðinu. Kristján minnkaöi muninn í 9:10 en þýskir skoruöu eitt mark áöur en þrjú íslensk litu dagsins Ijós. Páll, Kristján og Páll aftur og þaö sem meira var, öll þessi mörk skoruöu þeir úr hraö- upphlaupum. Staöan var oröin 12:11 og kátt var í Höllinni. Tvö þýsk mörk drógu þó aöeins niöur í áhorfendum en aðeins um stundarsakir. Alfreö Gíslason, sem lítiö haföi leikiö meö, jafnaði 13:13, og Páll átti síöasta oröiö í fyrri hálfleik meö góöu marki úr hraðupphlaupi. Síöari hálfleikinn hóf Páll eins og hann endaöi þann fyrri, meö því að skora tvö fyrstu mörkin og staöan oröin 16:13. Þjóöverjar jöfnuöu 17:17 en eftir þaö var mikiö jafnræöi meö liöunum. Liöin skiptust á um aö skora en íslenska liöiö var þó alltaf fyrra til. Þjóöver- jarnir komust þó yfir aftur í leikn- um. Wunderlich þrumaöi knettin- um efst í markhorniö af löngu færi, algjörlega óverjandi fyrir nokkurn markvörð. Staöan oröin 23:24 og sjö mínútur til leiksloka. Mikil spenna var á lokamínútun- um og íslensku áhorfendurnir létu svo sannarlega ekki sitt eftir liggja til aö hvetja strákana til dáöa. Mikið var púaö á dómarana, af eölilegum ástæöum, og strákarnir hvattir hástöfum. Þetta dugöi sem auka kraftur á lokamínútunum og sanngjarn sigur í höfn. Þjóöverj- arnir reyndu aö leika maöur á mann undir lokin og freistuöu þess aö jafna en þaö tókst ekki. Af öörum leikmönnum liösins ólöstuöum var Páll Ólafsson best- ur. Allir léku mjög vel en Páll lék hreint frábærlega. Hvaö eftir ann- aö skoraði hann mörk upp á eigin spýtur auk þess sem hann átti nokkrar fallegar línusendingar. Páll var einnig eins og klettur í vörninni þar sem hann lék fyrir framan og tók skyttur Þjóöverja úr umferö um tíma. Einar Þorvaröarson markvöröur átti einnig mjög gott kvöld Hann varöi alls 18 skot í leiknum og mörg þeirra á mjög þýöingarmikl- um augnablikum. Aö vísu láku einir tveir boltar í netiö hjá honum sem hann heföi átt aö verja en hver er aö fást um slíka smámuni á gleöi- stundu sem þessari. Kristján Arason lék vel. Hann skoraði flest mörk liösins, en hann hefur oft leikiö betur. í vörninni lék hann stórvel og tókst nokkrum sinnum aö verja skot hinna há- vöxnu Þjóðverja. Atli Hilmarsson skoraöi falleg mörk í þessum leik og lék vel. Hann heföi þó mátt róa sig niöur á timabili þegar hann missti knött- inn í tvígang og skaut tvívegis allt of snemma úr slökum færum. Engu aö síöur komst hann vel frá leikn- um og gaf margar fallegar línu- sendingar. Þorgils Óttar Mathiesen var sterkur og nú hefur hann endan- lega tryggt stööu sína í landsliðinu. Hann lék mest í sókninni en kom nokkrum sinnum í vörnina og stóö sig þá vel þar. Skemmtilegur bar- áttumaöur þar á ferö. Siguröur Gunnarsson og Alfreö Gíslason léku lítiö meö í þessum leik og því ekki hægt aö dæma þá. Bjarni Guömundsson og Guö- mundur Guömundsson léku vel í hornunum. Guömundur stóö sig vel í aö klippa hornamanninn stór- hættulega, Fraatz, út i fyrri hálfleik en síöur í þeim seinni. Fyrirliöinn Þorbjörn Jensson stóö sig vel í vörninni eins og venjulega en hann lék ekki í sókn- inni aö þessu sinni. Hjá Þjóöverjum bar mest á hin- um frábæra hornamanni Jochen Fraatz, féiaga Alfreös hjá Essen. Alveg einstakur leikmaður sem alltaf viröist vera á réttum staö. Ef hann kemst ekki inn úr horninu þá fer hann á línuna eöa skorar bara meö langskotum. Markvörðurnn snjalli, Thiel, varöi ekki mikið í þessum leik. Hann hóf leikinn en átti ekkert svar viö stórleik okkar manna og var þá settur á bekkinn. Hann brá sér þó aöeins í markiö og varöi eitt vítakast frá Kristjáni svona aöeins til aö sanna aö hann kynni þaö. Hecker varöi alls 12 skot í leiknum. Kubitzki (nr. 10) var einnig mjög góöur í leiknum og fyrirliöinn Roth er laginn viö aö blokkera fyrir fé- laga sína. íslenska liöiö skoraöi sjö mörk af línunni í þessum leik, átta úr hraöupphlaupum, fjögur meö skot- um fyrir utan og sjö með gegnum- brotum. Tvö voru gerö úr víti. Þjóö- verjar geröu hins vegar 10 mörk af línunni sem opnaöist nokkuö þar sem vörnin lék svo framarlega, 9 mörk úr hraðupphlaupum og átta meö skotum fyrir utan. Mörk falanda: Kristján Arason 7/2, Páll Ólatsson 6, Atll Hllmarsson 5, Þorgils Óttar Mathiesen 5, Bjarni Guömundsson 2, Guömundur Guömundsson 1, Siguröur Gunnarsson 1, Alfreö Gíslason 1. Mörk Þjóöverja: Fraatz 11, Kubitzki 5, Wunderlich 3, Roth 3, Roch 2, Fitzek 1, Dörhöfer 1. Keflavík vann Val Keflvíkingar unnu Valsmenn í úrvalsdeildinni í körfuknattleík í Keflavík í gærkvöldi. Úrslit leiks- ins uröu 91:80 en í leikhléi var staöan 42:32. Valsmenn leiddu framan af leiknum en heimamenn komust yfir eftir 8 mínútur, 13:11, og héldu forystunni eftir þaö. Góöur kafii hjá IBK undir lok fyrri hálfleiks kom þeim í 42:26 en þrjár körfur Vals löguöu stööuna í 42:32 áöur en flautaö var til leikhlés. I siöari hálfleiknum bættu heimamenn enn viö sig og eftir fimm mínútur var staðan oröin 53:37. Valsmenn minnkuðu mun- inn niöur í 61:57 en nær komust þeir ekki og sigurinn varö heima- manna. Bestir í liöiö ÍBK voru þeir Jón Kr. Gíslason og Magnús Guðfinns- son en í Val voru þeir Leifur Gúst- afsson og Einar Ólafsson bestir. Stig ÍBK: Jón Kr. Gístason 29. Guójón Skulason 19, Magnus Guóflnnssson 11, Hrelnn Þorkelsson 11, Ólafur Gottskálks- son 9, Hrannar Hólm 4, Siguröur Inglmund- arson 4, Ingólfur Haraldsson 4. Stig Vals: Leifur Gústafsson 21, Jóhann Zoéga 13, Einar Ólafsson 12, Tómas Hol- ton 11, Torfi Magnússon 9, Jón Steingríms- son 8, Sturla Örlygsson 7. - ÓTH. Þorbjörn Jensson Gaman að vinna „ÞETTA var mjög fjörugur og skemmtilegur leikur og gaman aö spila hann,“ sagöi Þorbjörn Jensson, fyrirliöi íslenska liösins. „Þaö var bara heppni hvorum megin sigurinn lenti. Leikurinn var mjög tvísýnn allan tímann og þaö er reglulega gaman aö vinna þetta liö. Þaö er vonandi aö okkur takist jafn vel upp á Akureyri á morgun (í dag). Leikur þeirra kom okkur ekki á óvart, viö höföum skoöaö leik þeirra á myndböndum og þekktum því vel til leikfléttna þeirra. Viö geröum þó okkar mis- tök og viö þurfum aö læra af þeim. Þaö vantar meiri samæfingu hjá okkur og þaö ætti aö vera hægt aö laga þaö,“ sagöi Þorbjörn og var ánægöur meö sigurinn. Opinn leikur „Leikurinn var opinn og skemmti- legur og þaö er alltaf gaman aö vinna liö eins og þetta,“ sagöi Bjarni Guömundsson, hornamað- urinn snjalli. „Þaö er erfitt aö leika gegn þessu liöi, Wunderlich er erfiöur og þaö veröur aö taka hann mjög framarlega. Fraatz er frábær leik- maður og töframaöur meö knött- inn. Viö veröum svo aö reyna aö halda í viö þá í næstu tveimur leikj- um, okkur hefur skort stööugleika í leikjum okkar. Þaö kemur mér mikiö á óvart aö þaö séu ekki fleiri áhorfendur á svona leik. Þetta er einstakt tækifæri tii aö sjá hand- bolta á heimsmælikvaröa. Áhorf- endurnir sem mættu í kvöld voru þó vel meö á nótunum og stuttu vel viö bakiö á okkur,“ sagöi Bjarni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.