Morgunblaðið - 07.12.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.12.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 7. DESEMBER1985 Bréf til Matthíasar Johannessen: Hver gæti verið höfundur Atóm- stöðvarinnar annar en Laxness? Kæri Matthías! Tilefni þessa bréfs eru ágæt skrif þín á síðastliðnu ári um Sturlu Þórðarson sem höfund Njálu. Ég tel rök þín framlag til íslenskrar sögu, þótt ekki telji ég mig færan til að dæma um kenn- ingar þínar. Umræðan um höfunda Islend- ingasagna er gagnleg og getur oft verið skemmtileg. Hún vekur aukna athygli á Islendingasögun- um og þýðingu þeirra fyrir ís- lenska menningu og íslenska tungu. Sagan og tungan eru dýr- mætasta andlegeign Islendinga. Það var annars ekki tilgangur- inn að fara að ræða um Njálu, heldur aðra íslendingasögu, sem mér er ekki minna hugleikin, Bárð- ar sögu Snæfellsáss. Ég fræddist fyrst um Bárð Snæfellsáss sex eða sjö ára gamall af gamalli konu, sem taldi sögu hans hina merkustu og tók hana alvarlega. Eitt fyrsta verk mitt eftir að ég varð læs var að lesa Bárðar sögu. Bárður Snæ- fellsáss var mikið uppáhald hjá mér í æsku, næst á eftir Agli Skallagrímssyni. Að einhverju leyti rakti þetta rætur til þess, að ég er Snæfellingur. Margir efast um sannleiksgildi Bárðarsögu og skal ég ekki deila um það. Hitt er það, að Bárður var átrúnaðargoð Snæfellinga um ald- ir, en þó einkum þeirra, sem höfðu Snæfellsjökul fyrir augum. Hefði þessi átrúnaður fest rætur, ef Bárður hefði aðeins verið þjóð- sagnapersóna? Rifjum upp í stuttu máli Bárðar sögu. Bárður var fæddur í Noregi. Faðir hans var Dumbur konungur, kominn af risa- og tröllaættum, en móðir hans Mjöll var mennsk og var allra kvenna fríðust og mest vexti. Bárður erfði fríðleik móður sinnar en Iíkamsstærð for- eldranna beggja. Hann var góðum gáfum búinn og komu foreldrar hans honum í nám hjá Dofra berg- búa, sem kenndi honum vopnfimi og aðrar íþróttir og hverskonar vísindi, svo að hann varð bæði forspár og margvíss. Annar nem- andi hjá Dofra var Haraldur hárfagri, sem síðar lagði undir sig allan Noreg. Bárður áleit sig ekki geta sætt sig við ofríki Haraldar eftir að hann hófst til valda og flutti því til fslands, þar sem hann settist að undir Snæfellsjökli. Bárður reyndist hinn mætasti maður, ráðhollur og bjargvættur þeirra, sem í raunir rötuðu. Trölls- eðlið kom þó í ljós, þegar dóttir hans var beitt hrekkjum og vann hann þá mikið óhappaverk. Síðan segir í Bárðar sögu: „Eftir þetta hvarf Bárður í burtu með allt búferli sitt og þykir mönnum, sem hann muni í jöklana horfið hafa og byggt þar stóran helli, því að það var meira í ætt hans að vera í stórum helli en húsum, því að hann fæddist upp með Dofra í Dofrafjöllum. Var hann tröllum og líkari að afli og vexti en mennskum mönnum og var því lengt nafn hans og kallaður Bárður Snjófellsáss, því að þeir trúðu á hann nálega þar um nesið og höfðu hann fyrir heitguð sinn. Varð hann og mörgum hinn mesti bjargvættur." Höfundur BárÖar sögu Ég hefi stundum hugleitt það hver myndi vera höfundur Bárðar sögu, en skort þekkingu og tíma að kanna það. Eftir lestur greinar þinnar um Sturlu Þórðasrson og Njálu þykist ég vera búinn að finna höfundinn. Hann er Sturla Þórðar- son, sem var nákunnugur á Snæ- fellsnesi og hefur vafalítið fylgst með þeim átrúnaði, sem menn höfðu á Bárði Snæfellsáss. Skal nú vikið að þeim röksemd- um, sem ég taldi mig finna í grein þinni, fyrir þessari niðurstöðu. Þú segir á blaðsíðu 291 í Bókmennta- þáttum á þessa leið: „Hann (þ.e. Sturla Þórðarson) hafði ekki aðeins áhrif á hirðina í Noregi, þegar hann kom þangað 1263, vegna ljóðlistar sinnar, held- ur einnig vegna frásagnargáfu og er þess getið, að hann hafi sagt Huldar sögu betur en nokkur hafði áður sagt. Mun þetta hafa verið tröllkonusaga í stíl fornaldar- sagna, full af furðum og fjarstæð- um.“ Enn segir þú á blaðsíðu 294 og er þar vitnað í Sturluþátt: „Nokkru síðar fer Sturla samt á skip með konungi og sigla þeir suður með Noregi. En þegar menn lögðust til svefns spurði stafnbúi konungs hver skemmta skyldi. Létu flestir hljótt yfir því, en þá vindur hann sér að Sturlu og segir „Sturla hinn íslenski, viltu skemmta". Sturla segir að hann Þórarínn Þórarínsson „Eftir aö hafa fengið þennan fróðleik bæöi frá þér og Laxness, var ég ekki í minnsta vafa um hver hefði getað skrifað Atómstöðina og verið eftir 100—200 ár talinn líklegur höfundur hennar, ef Atómstöðin hefði komið út ófeðruð líkt og íslendingasög- urnar.“ skuli ráða. „Sagði hann þá Huldar sögu, betur og fróðlegar en nokkur þeirra hafði fyrr heyrt, er þar voru. Þröngdust þá margir fram á þiljurnar og vildu heyra sem gerst. Varð þar þröng mikil." Þetta sýnir, að Sturla hefur haft mikinn áhuga á tröllasögum og lagt stund á að segja þær og gert það öðrum betur. Hver er því lík- legri en hann til þess að vera höfundur Bárðar sögu? En fleiri rök fyrir þessu er að finna í frásögn þinni. Þú segir á blaðsíðu 315: „Höfundi Njálu eru draumar og dulræn efni hugleikin eins og kunnugt er. Slíkar frásagnir eru einnig einkenni á þekktum ritum Sturlu Þórðarsonar og dálæti hans á bergvættum kemur að sjálfsögðu fram í frásögn Njálu af Jötninum í Lómagnúpi. Hún er að vísu upp- runnin í latínuritum, en hafnar í Njálu vegna ástríðufulls áhuga höfundar á slíku efni.“ (Bók- menntaþættir bls. 315.) Er þetta ekki góð röksemd fyrir því að Sturla Þórðarson hafi skrif- að Bárðar sögu? En margt fleira styður þessa kenningu. Sturla Þórðarson var höfundur Landnámu. I Bárðar sögu og Landnámu er að finna frá- sagnir sem eru samhljóða í þeim báðum. Þetta hefur verið skýrt þannig, að höfundur Bárðar sögu hafi haft Landnámu til hliðsjónar. Hitt er ekki síður eðlileg tilgáta að sami maður sé höfundur beggja. Það hefur að vonum vakið at- hygli, að í Bárðar sögu er að finna fyrsta ættjarðarkvæðið sem til mun vera á íslensku, gagnort en áhrifamikið að sama skapi. Kvæði þetta er eignað Helgu Bárðardótt- ur, þegar hún dvaldist í Græn- landi: Sæl væraek ef sjá mættak Búrfell og Bala, báða Lóndranga, Aðalþegnshóla ogÖndvertnes, Heiðarkollu ok Hreggnasa Dritvík ok möl fyrdyrumfóstra. Sturla Þórðarson lét oft fylgja frásögu sinni vísur og ljóð henni til frekari stuðnings. Hver væri líklegri til að hafa ort fyrsta ís- lenska ættjarðarljóðið en Sturla Þórðarson? Eins og þú rekur í ritgerð þinni, bjó Sturla lengstum á Staðarhóli í Dalasýslu, en flutti á efri árum út í Fagurey. Þaðan sést í Snæ- fellsjökull en ekki frá Staðarhóli. Hvað réði þessu? Voru það áhrifin frá Jöklinum að Sturla vildi hafa hann fyrir augum á efri árum sínum? Skrifaði hann sögu Bárðar í Fagurey eða þaðan, sem hann sá til Snæfellsjökuls? Gat hann ef til vill sett á eftir sögulokum að hætti Laxness: Fagurey 1282? Snæfellsjökull hefur haft mikið aðdráttarafl, þótt menn geri sér það yfirleitt ekki ljóst. Hversvegna lætur Laxness kristnihaldssögu sína gerast undir jökli? Voru það áhrif frá jöklinum, án þess að Laxness væri sér þess meðvitandi? Enginn hefur lýst betur áhrifun- um frá jöklinum en Laxness þegar hann leggur séra Jóni Prímusi þessi orð í munn: Eg hef jökulinn; og náttúrlega akursins liljugrös; þau eru hjá mér, ég er hjá þeim; en umfram allt jökullinn. Áður fyrr þegar ég var þreyttur hlakkaði ég til að sofna út frá jöklinum á kvöldin. Ég hlakkaði líka til að vakna til hans að morni. Nú er ég farinn að hlakka til að deya frá þessu ábyrgðarmikla kalli og ganga í jökulinn. (Kristnihald undir jökli bls. 87.) Hver gæti hafa samið Atómstöðina? Eftir allar þessar hugleiðingar um Sturlu Þórðarson, Njálu, Bárðar sögu, Laxness og séra Jón Prímus, datt mér í hug hver myndi verða talinn höfundur Atómstöðvarinn- ar eftir svona 100 eða 200 ár, ef höfundur hennar hefði dulið nafn sitt að hætti þeirra, sem skráðu í slendingasögurnar. Sennilega myndi vera stungið upp á Laxness fyrst, en efasemdir þó bráðlega komið í ljós. Atóm- stöðin er sú bók Laxness þar sem minnst gætir vandvirkni hans. Þótt hún ber stíleinkenni snillings minnir hún að ýmsu leyti á kvæði, sem ort eru á naumum tíma. Þess- vegna væri ekki undarlegt, þótt farið yrði að efast um, að hún væri eftir Laxness, heldur ein- hvern sem væri að stæla rithátt hans og tækist það nokkuð vel, en ekki alltaf nógu vel vegna vinnu- hraðans. Eftir að hafa komist að þessari niðurstöðu, fór ég að reyna að hafa upp á höfundinum og datt þá helst í hug einhver blaðamaður, því að blaðamenn hafa oft þurft að flýta sér og vinnubrögð þeirra mótast af því. Með því að nota útilokunarregluna, stóðu aðeins eftir þeir Indriði G. Þorsteinsson og Matthías Johannessen. Þú segir á einum stað um ritmennsku Sturlu Þórðarsonar, að hann hafi getað brugðið sef í allra kvikinda líki, og átt þá við að hann hafi verið jafnvígur á ljóð, skáldsögur og sagnfræðirit og beitt margvís- Athugasemd vegna fréttar af fundi félagshyggjufólks — eftir Margréti S. Björnsdóttur í Morgunblaðinu þann 5. des- ember sl. er heilsíðufrétt um fund sem Málfundafélag félagshyggju- fólks hélt á Hótel Borg þann 3. desember um hugmyndir að „lífs- kjarasamningi" í næstu kjara- samningum. í þeirri frétt gerir blaðamaður Morgunblaðsins Guð- mundur Magnússon, skilmerkilega grein fyrir helstu atriðum úr fram- söguerindum og umræðum fundar- ins, enda Guðmundur menntaður sagnfræðingur. í niðurlagi fréttar- innar fer hann hins vegar nokkr- um orðum um tilgang málfundafé- lagsins og aðstandendur þess, sem ég vil gera hér athugasemdir við. Um tilgang félagsins segir hann m.a.: „Það sem hvetur þetta fólk til skrafs og ráðagerða er sýnilega ekki samstaða um nein pólitísk markmið, sem gæti t.d. orðið grundvölíur sameiginlegs fram- boðs. Nær virðist að segja að það sem sameini það sé óánægja og vonbrigði með pólitískt hlutskipti sitt.“ Ef blaðamaður Morgunblaðs- ins hefði í þessari greiningu sinni beitt þeirri aðferðafræði, sem hann væntanlega kenndi nemend- um sínum í sagnfræði við Háskóla íslands á síðasta ári, þá hefði hann kynnt sér viðfangsefnið betur. Hann hefði á fundinum t.d. getað fengið hjá stjórnarmönnum félagsins afrit af lögum þess, þar sem m.a. segir í 2. gr.: „Tilgangur Málfundafélags félagshyggjufólks er að vinna að framgangi hugsjóna lýðræðis, félagshyggju og jafn- réttis. Þetta verður m.a. gert með fundum og útgáfustarfi, sem að gagni mættu koma til að efla skoðanaskipti og samvinnu um málefni félagsins." Málfundafélag- ið var stofnað á fjölmennum stofn- fundi þann 6. febrúar sl. til að vinna að þessu markmiði. Á þeim tíma sem liðinn er hafa m.a. verið haldnir fundir um af- stöðu félagshyggjufólks til nýrra aðstæðna í fjölmiðlamálum og um möguleika á samvinnu félags- hyggjuflokka í Reykjavík í borgar- stjórnarkosningum 1986. Eins og fram kom á fundinum sem blaða- maðurinn sat hefur fólk í tengslum við félagið stofnað hlutafélag um tímaritaútgáfu, Félagsútgáfan hf., sem mun gefa út sitt fyrsta tímarit nú í desember. Auk þess kom fram á fundinum að á vegum félagsins er verið að vinna að ritgerðaröð um „hugsjónir og framkvæmd fé- lagshyggju á Islandi" og verður haldin ráðstefna í janúar þar sem efni hennar verður kynnt og rætt, en stefnt að útgáfu þess haustið 1986. Ljóst er því að málfundafélagið hefur sett sér skýr markmið og starfar í samræmi við þau. Um aðstandendur félagsins seg- ir Guðmundur Magnússon að þar séu „fremstir í flokki sósíalistar sem séu óánægðir með Alþýðu- bandalagið", auk félaga úr Kvennaframboði, Kvennalista, Alþýðuflokki og Bandalagi jafnað- armanna, en „það sem sameini það sé óánægja og vonbrigði með pólit- ískt hlutskipti sitt“. Mér er óskilj- anlegt hvaða „aðferðafræði" það er sem sagnfræðingurinn beitir, þegar hann kemst að þessum nið- urstöðum. Á stofnfundi félagsins voru eftirtaldir einstaklingar kosnir í stjórn þess: Ásta R. Jó- hannesdóttir, Birgir Árnason, Bolli Héðinsson, Garðar Sverris- son, Guðmundur Árni Stefánsson, Jón Sæmundur Sigurjónsson, Kristín Ástgeirsdóttir, Margrét S. Björnsdóttir, Snjólaug Stefáns- dóttir og til vara Birgir Björn Sigurjónsson, Stefán Ólafsson, Svanur Kristjánsson. Á skrá hjá félaginu eru um þrjúhundruð manns sem hafa tekið þátt f starfi þess. í þessum hópi eru auk óflokksbundinna, forystufólk úr öllum stjórnmálaflokkum nema Sjálfstæðisflokknum. Þarna hlýt- ur sagnfræðingurinn þvi að vera að beita nýrri söguskýringu þess efnis, að fólk sem lætur sig þjóð- mál varða án beinna eða óbeinna tengsla við Sjálfstæðisflokkinn, sé fólk persónulegrar óánægju og pólitískra vonbrigða. Fróðlegt væri að hann gerði, þó síðar yrði, nánari grein fyrir þessari nýstár- legu hugmynd. Að lokum verður ekki hjá því komist að gera einnig athugasemd við talningu blaðamannsins á fjölda fundarmanna, en hann segir að „innan við fimmtíu manns“ hafi sótt fundinn. Á lista sem gengu meðal þátttakenda á fundin- um skráðu sig hins vegar tæplega sjötíu manns. í nýlegri könnun Hagvangs kom fram, að íslensk dagblöð njóta lít- ils trausts lesenda sinna. Eflaust eru þar að baki margar ástæður. Ég fullyrði þó, að ein megin skýr- ingin séu vinnubrögð blaðamanna af því tagi sem hér hafa verið gerðar athugasemdir við. Höíundur er stjórnarmaður í Mál- íundafélagi félagshyggjufólks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.