Morgunblaðið - 07.12.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.12.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985 Hafið heldur niðri í sér andanum Bókmenntlr Sveinbjörn I. Baldvinsson Matthías Johannessen: Flýgur örn yfir Ljóð, 64 bls. Skákprent. Ljóðabókin „Flýgur örn yfir“ er gefin út í takmörkuðu upplagi í tilefni af tíu ára afmæli út- gáfufyrirtækisins. Hún hefur að geuma samnefndan flokk fimm- tíu og tveggja ljóða. „Flýgur örn yfir“ er tólfta ljóðabók Matt- híasar og hlýtur mörgum að leika hugur á að lesa hana eins og hinar fyrri. Þeir verða varla fyrir vonbrigðum, en vera kann að þeir verði ofurlítið hissa. Og það er nú ekki leiðinlegt fyrir mikils- vert skáld, höfund tólf ljóðabóka, að geta enn komið lesendum sínum á óvart. „Flýgur örn yfir" gerir þetta. Hún kemur manni á óvart. í það minnsta kom hún mér á óvart. Það var vegna þess að mér hefur virst annað fremur einkenna stíl skáldsins en sparsemi. Þvert á móti hefur Matthías jafnan sýnt geysilegt vald sitt á málinu, verið óspar á það og gefist vel. I „Flýg- ur örn yfir“ eru hins vegar öll ljóðin stutt og sum örstutt. Flest- öll eru nánast hreinar mynd- hverfingar. Tærar ljóðmyndir af landi sem skáldið ann. Best er að láta ljóðin sjálf tala til að útskýra þetta: Það blikar á æður með unga dúnmjúk ergolan strýkurvind- heimafannir einsoglófi leiki við væng. í stuttum en greinargóðum eftirmála gerir Matthías grein fyrir ljóðaflokknum og segir þar m.a.: „ ... Hér eru ljóðin sem við höfum lesið í tíu 8 lína erindum í bókum hefðbundinna skálda fram undir þennan dag, þar sem þessi kjarni týnist því miður. Hugmyndin hvarf, en efnið varð eftir. Hér er hugmyndin hreinsuð af efninu. í þessum löngu kvæð- um gömlu skáldanna var einatt ekki hægt að segja hvar hug- mynd þeirra lá eða hvar kjarna skáldskaparins var að finna. En hann gæti verið með þeim hætti sem birtist í þessu kveri." „Flýgur örn yfir“ er flokkur nútíma ættjarðarljóða. Auðvitað yrkja skáld samtímans oft ljóð til landsins og Matthías hefur sjálfur gert það í sínum bókum, en það sem greinir ljóðin í þess- ari nýju bók frá mörgum ljóðum um sama efni er hve stutt og gagnorð þau eru. Matthías Johannessen Þegar eitthvað verður skáldi kveikja að ljóði, fer oft svo að kveikjan sjálf felst í fáeinum orðum en þegar upp er staðið er ljóðið orðið upp á 30—40 línur og kveikjan jafnvel horfin úr því. Og enginn saknar hennar. En hún var þó upphafið að öllu saman. Ljóðaflokkurinn „Flýgur örn yfir“ er safn slíkra kveikja eða kjarna. Lesandanum er nán- ast sjálfum látið eftir að yrkja sitt eigiðljóð. Sum ljóðin í bókinni eru prent- uð með skáletri og önnur ekki. í eftirmálanum segir að þau ská- letruðu séu þau sem yfirlesari skáldsins, Kristján Karlsson, taldi best. Auðvitað má alltaf deila um hvort rétt sé að bera slíkt mat á borð fyrir sérhvern lesanda bókarinnar, en hitt sýn- ist mér ljóst að í flestum tilvikum yrði hann sammála Kristjáni. Þetta eru nú orðin nokkuð mörg orð og er það í hróplegu ósamræmi við ljóðin í bókinni, sem sum eru svo knöpp að maður hefur á tilfinningunni að væri eitt orð numið burt úr þeim myndu þau hverfa með öllu, en að lokum langar mig að birta eitt þeirra sem ég hefði hiklaust látið skáletra og fara skoðanir okkar Kristjáns þar saman. Hér er margt sagt í fáum orðum: Landstór hvalur við skip oghafið heldur niðri í sér andanum. Það er mikill fengur að þessari einlægu og yfirlætislausu bók. Eins og sagt er um hús: Hún er lítil að utan en stór þegar inn er komið. Minnisverð tíðindi Bókmenntlr Erlendur Jónsson Steinar J. Lúðvíksson: ÁRBÓK ÍS- LANDS 1984. 351 bls. Örn og Örl- ygur. Reykjavík, 1985. Með sama hætti og talað er um dagblað gæti bók þessi kallast árs- blað. Hér eru saman dregin minnisverð tíðindi heils árs og dagblaðsstíl haldið að því leyti að saman fer texti og myndefni. Svo er sagt að íslendingar hafi aldrei fylgst betur með því sem gerðist í heiminum en í þann tíð er þeir fengu fréttirnar einu sinni á ári — í Skírni. Það, sem lesið er daglega í blöðum, gleymist fljótt. Hér hafa stórfréttirnar verið skildar frá smælkinu. Sá, er þessar línur ritar, er fremur léleg- ur dagblaðalesandi en gluggar oft í þessar greinagóðu og ítarlegu árbækur Steinars J. Lúðvíkssonar. En hvað gerðist öðru markverð- ara á árinu í fyrra? Það blasir við strax á kápu bókarinnar. Þar eru fjórtán myndir smáar og ein stór. Guðlaugur Friðþórsson. Sund hans er alveg áreiðanlega sá atburður ársins ’84 sem munaður verður Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir í fóstri hjá Jónasi. Halldór E. Sigurðsson rekur minn- ingar sínar. Andrés Kristjánsson bjó til prentun- ar. Útg. Örn og Örlygur 1985. t FYRSTA bindi minninga Hall- dórs E. Sigurðssonar, fyrrverandi fjármálaráðherra með meiru, seg- ir frá æsku hans á Snæfellsnesi, veru hans í Reykholtsskóla, dvöl hjá Jónasi frá Hriflu og síðan bú- skap hans á raunsnarbýlinu Stað- arfelli i Dölum. Heitið er fram- löngu eftir að aðrar uppákomur verða gleymdar og grafnar. Svo einstakt var það. Meðal smáu myndanna vekur mesta athygli mynd af Jóni Baldvin Hannibals- syni, vígreifum. Hvað sem líður skoðunum Jóns Baldvins eða póli- tík hans yfirleitt, fer víst ekki á milli mála að þar fer að einu leyti maður nýja tímans: Hann kann á fjölmiðla og færir sér þá kunnáttu í nyt. Með sama hætti og hinir gömlu þurftu að standa sig á fram- boðsfundum verða þeir ungu að koma vel fyrir á skjánum. I kafl- anum Alþingi-stjórnmál segir að tiltölulega friðsælt hafi verið á stjórnmálasviðinu. Minnt er á að Vestur-Húnvetningar mótmæltu fjölgun þingamanna. Þeim verður nú fjölgað samt. Þá var rekstrar- halli ríkissjóðs áætlaður um 400 milljónir. Stjórnmálafriðurinn í þingsöl- unum ríkti þó ekki hvarvetna úti í þjóðfélaginu. Kaflinn Kjara- og atvinnumál tekur mikið rúm í þess- ari árbók, og það ekki að ástæðu- lausu. Þetta var verkfallsárið mikla. Verkfall var snemma árs í álverinu í Straumsvík. Síðla árs fóru svo bókagerðarmenn í verk- fall og stóð það á sjöundu viku. haldi síðar eða eins og höfundur segir svo kurteislega í bókarlok: „Þó vona ég að auðnan veiti mér ráðrúm til þess að halda sögunni áfram með aðstoð góðra manna.“ Þessar minningar Halldórs eru í sjálfu sér hefðbundnar að upp- byggingu, bernskuár rifjuð upp af nákvæmni og lýst búskaparhátt- um. Sagt skemmtilega og með glettnislegum undirtón frá skóla- vist í Reykholti. Einna fyrirferðar- mest í bókinni að ummáli er frá- sögn af búskaparárunum á Staðar- felli. í þeim köflum er mikinn fróð- leik að finna, bæði hvað varðar menn og málefni og málleysingja. Staðarfelli með kostum og hlunn- indum eru gerð góð skil. Veran á Staðarfelli er Halldóri af eðlileg- Steinar J. Lúðvíksson En minnisstæðast varð BSRB-verkfallið á haustmánuð- um, enda greint frá því í löngu máli. Er gangur þess rakinn stig af stigi og loks skýrt frá samning- um þeim sem bundu enda á verk- fallið. Um eðli verkfallsins er minna fjallað eða þann pólitíska hvata sem að baki því kann að hafa legið, enda utan við svið þessa annáls. Þá er í sama kafla sagt frá um ástæðum hugstæð, enda kemur þar margt til. Þarna fer ungur, heldur efnalítill maður að búa sínu fyrsta búi og tekst að búa vel þrátt fyrir að ekki sé lagt upp með mikið í upphafi ferðar af veraldlegum eignum. Kaflinn um kynni Halldórs af Jónasi frá Hriflu er afar forvitni- legur og sýnir hliðar á Jónasi Jóns- syni, sem áreiðanlega blöstu ekki við hverjum sem er. Fyrir mörgum árum heyrði ég haft eftir einum fyrrverandi forystumanna Fram- sóknarflokksins, um mann mér mjög nákominn: „Hann var einn af þessum sem Jónasi skrúfaði peruna lausa og hún hefur verið laus síðan.“ Kannski mætti heimfæra að minnsta kosti fyrri hluta setning- uppsögnum kennara í Hinu ís- lenska kennarafélagi. Eftirleikur þeirra mála gerðist þó ekki fyrr en á yfirstandandi ári og er því ekki getið í þessari bók. Vissulega settu þeir atburðir mark á þjóðlíf- ið. Fagleg hlið skólamálanna undir fyrirsögninni Skóla- og menntamál spannar hins vegar aðeins þrjár síður af þessari stóru bók og er einhver allra stysti kafli bókarinn- ar. Skák og bridge fær t.d. þrefalt meira rúm. Er það þeim mun athyglisverðara ef hliðsjón er höfð af þeirri staðreynd að skólinn er snar þáttur í lífi flestra fjöl- skyldna og tugþúsunda einstakl- inga. En hér er við engan að sak- ast: efnið er ekki meira. Dagleg störf eru ekki frásagnarverð. Og þar sem stöðnun ríkir, þar »gerist« ekki neitt. Lengri er kaflinn Fjölmiðlar. Verulegur hluti hans fjallar um frjálsu útvarpsstöðvarnar í verk- fallinu, einkum útvarpsstöð þá sem starfsmenn DV komu á fót og naut mikilla vinsælda. Mynd er af tækjabúnaði útvarpsstöðvar- innar og er hann svo fyrirferðarlít- ill að undrun vekur. Kaflinn Bók- menntir — listir er alllangur, sömu- leiðis íþróttir. Ennfremur Dóms- og sakamál. Þá er einn kafli undir yfiiskriftinni Atvinnuvegirnir. Hlutfallið á milli þess efnis sem fjallar um tómstundir af einhverju tagi og svo þess sem greinir frá Halldór E. Nigurðsson arinnar upp á Halldór. Því að aðdáun hans á Jónasi er svo mikil, að jaðrar við að fari yfir mörkin. Samt tekst honum að þræða með- alveginn og trúnaður hans við Framsóknarflokkinn, sem hann atvinnuvegum og lifibrauði þjóð- arinnar hins vegar er athyglisvert. Tómstundirnar eru hér yfirgnæf- andi að viðbættum uppákomum ýmiss konar sem teljast vera í litlum eða engum tengslum við hina raunverulegu lífsbaráttu. Aðeins lítill hluti þessa annáls greinir frá þvi sem við lifum á, beinlínis. Vafalaust er hlutfall þetta hárrétt spegilmynd af dag- legri umræðu í þjóðfélaginu og áhuga almennings á því sem hér gerist frá degi til dags. Vinnu- stöðvun vekur meiri athygli en vinnan sjálf. Vinsæll skemmti- krafktur verður tífalt frægari en aflakóngurinn á vertíðinni. Og stjórnmálamanninum nægir ekki að leggja vinnu í málefnin. Hann verður að sýna sig í fjölmiðlunum, og það helst daglega. Maður, sem gengur á fund ráðherra, talar fyrir daufum eyrum. Stilli hann sér hins vegar upp með kröfuspjald á al- mannafæri er skjótt farið að orð- um hans. Höfundur þessa annáls ber ekki ábyrgð á þjóðlífinu. En hann lýsir því að minum dómi vel. Guð má vita hvað talið verður hafa gerst markverðast á því herrans ári 1984 — eða hvort nokkuð verður þá talið hafa gerst hér sem í frásögur sé færandi — þegar horft verður til baka frá sjónarhóli næstu ald- ar. Hinu má þó alltént treysta að hér er tíundað það sem merkileg- ast telst, nú á líðandi stund. aðhyllist ungur, verður ekki dreg- inn í efa. Raunar er upprifjun hans á því þegar Jónasi og nýjum forystumönnum og yngri, lýstur saman með þeim afleiðingum sem óþarft er að fjalla um, svo kunnar sem þær eru, af mikilli yfirvegun og djúpri íhygli. Svo að er til fyrir- myndar. Halldór E. Sigurðsson nýtur þess í bók sinni, að hann hefur dregið sig út úr stjórnmálavafsti og getur horft á liðna atburði úr fjarskanum. Auk þess eru hér ekki að neinu ráði byrjuð afskipti hans af þeim, þótt ljóst sé hvert hann stefnir og að ótvíræðan metnað hefur hann. Hér er það ungi, menntaþyrsti pilturinn og síðan bóndinn sem segir frá. Einkenni allrar frásagnarinnar er hlýleiki og góður hugur í garð þeirra sem hann átti á þeim árum samleið með. Bókin er myndarleg að ytri gerð. Ekki er það skýrt hver þáttur Andrésar Kristjánssonar er, ef frá er talin tilvitnunin sem vísað er til í byrjun. Hvað sem því líður er þessi bók fróðleg og yfir henni allri notalegur og vandaður blær. Hlýlegur fóstursonur og áhugasamur bóndi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.