Morgunblaðið - 07.12.1985, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 07.12.1985, Blaðsíða 53
MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985 53 speki Umsjón: Gunnlaugur Guömundsson Ég ætla hér að fjalla lítillega um samband tveggja Bog- manna. Allir eru hins vegar samsettir úr nokkrum stjörnu- merkjum og því hafa aðrir þættir einnig áhrif. Fjölhœfni Vegna fjölhæfni og margskon- ar hæfileika reyna Bogmenn sig oft við margar starfsgrein- ar í leit sinni að sannleika og sjálfsþekkingu. Bogmenn lað- ast m.a. að listum, íþróttum, kennslu, fararstjórn, viðskipt- um, trúmálum, leikhúsi, lög- fræði, læknisfræði, auglýsing- um, útgáfu og stjórnmálum. Sannleiksást Einkunnarorð góðra Bog- manna er sannleikur, umburð- arlyndi og bræðralag.Þeir þola ekki hræsni, óheiðarleika og spillingu og vilja margir frelsa heiminn, eru krossfarar. Eldar brenna Þegar tveir Bogmenn skjóta örvum sannleikans hvor að öðrum má búast við því að eldar kvikni. „Mikið er þetta fallegur kjóll, maður sér bara alls ekki keppina." „Hvað meinar þú með keppum, þetta er ekkert miðað við ístruna á þér og ég er þó ekki að verða sköllótt." Þar sem Bogarnir eru ljúflyndir og ekki lang- ræknir brosa þeir og sættast. „Ég meinti ekkert með því að þú værir orðin feit, elskan mín, auk þess er bara meira af þér til að elska,“ og allir eru ánægðir. Ferðalög Best er fyrir tvo Bogmenn að vera sífellt á ferðalagi. Þeir ættu að skjótast til útlanda tvisvar á ári, fara hringinn að minnsta kosti einu sinni, og ef þeir búa í Reykjavík, að skreppa í helgar- og leikhús- ferðir til Akureyrar, ísafjarð- ar, Húsavíkur, Grundarfjarð- ar, Neskaupstaðar eða Raufar- hafnar. Þeir ættu einnig að fara í laxveiði, skreppa í silung, í útreiðartúra og á skytterí. Síðan má alltaf til tilbreyting- ar fara í Grænlandsferðir eða bara tjalda á einhverjum kyrrlátum stað, elda úti og horfa á stjörnurnar. Fjármálin Eins og sjá má af þessari upptalningu getur verið dýrt að vera Bogmaður. Því er viss- ara að eiga peninga. Hætt er hins vegar við að þeir stoppi stutt við. Ef Bogmaðurinn er blankur og kemst ekki í ferða- lög, ferðast hann í andanum og lætur sig dreyma um leiðir til að frelsa heiminn, til að komast til tunglsins, til að leysa lífsgátuna, eða bara til að komast til útlanda. Eitt er víst að fátt heldur honum niðri til lengdar. Bogmaður sem er fastur í sama farinu er ó- ánægður. Hann verður að hafa fjölbreytileika og hreyfingu, annars missir hann lífsþrótt t og lífsgieði. Frelsið og eigingirnin Það sem mestu máli skiptir í þessu sambandi er frelsisástin. Báðir vilja vera frjálsir, og gera það sem þeir sjálfir vilja. Spurningin er bara sú hversu þroskaðir einstaklingar þeir eru. Má bróðir minn gera það sem éggeri? Skemmtilegt Þegar tveir jákvæðir, hressir, forvitnir, einlægir og sjálf- stæðir persónuleikar leiða saman hesta sína verður ekk- ert til sem heitir leiðinlegt. Hláturinn lifir og orkan brenn- ir upp malbikið. X-9 V/MA'/hVAt/rf /iAs/a A//m- - eo/ pAÐGÍA fKX/SUlh Smjónewj/'\ Xr£/A/}/fi 6s£7/ /Jf/£> p/CfÁ) &f/Í/í£6A 1//A///C/ - pc/ / HEFO/R fftAFtK- I ComáAH 7 \ \HV£R £R /VA///Í,) ' l/AA pAt>.' f/óAi//* í frA/i///V<f7A/' \Hkar/)//// k ' .ll\-HA-&rKAX? . HANHER /U , 'ff/X/fEÖáSA / 0C/A/0/S*// ? , King FMtures Syndicate I»k World fve<l I V :::::: mmza DYRAGLcNo Thvap sKiepu um pÁvT^ \ ) LÆKNlR, ER SJÓNVARPIP-4P \viCA\-CG6tA SmRÆVÚUSnuAj f 1985 Tribun* Media Saryicaa ■ :::::::::: :::::::::::::::::::::::::::::::: ::::: tommi og .ifnni LJÓSKA rr......................... ..............................■.■■..........v.irjTTr.ri.r;.. . . .. ::::::::::::::::::::: FERDINAND SMÁFÓLK IM60IN6T05UE BECAU5E IT RAlNS ALLTHETIME! MY ATTORNEV HAS A6REEP TO TAKE THE CA5E... THAT'S NO ATTORNEY.. THAT'S A P06! a jlM MY LAST CLIENT CALLEP ME WORSE THIN6S THAN THAT.. Þú ætlar hvað? Ég ætla að lögsækja sumarbúðirnar ... Ég ætla að lögsækja vkkur af því að það hefur rignt all- an tímann! Lögfræðingurinn minn hefur samþykkt að taka að sér málið ... Þetta er ekki lögfræðing- ur... þetta er hundur! Síðasti umbjóðandi minn kallaði mig verri nöfnum en það. BRIDS Umsjón: Guöm. Páll Arnarson Arni Þór Eymundsson sendi þættinum skemmtilegt spil, sem birtist í Hollensku press- unni og sýnir fyrrverandi heimsmeistara í tvímenningi, Hans Kreijns, að verki í tví- menningskeppni í Hollandi í sumar: Norður ♦ 6 ¥9753 ♦ K8762 ♦ Á84 Vestur ♦ KG72 ¥KG ♦ D9 ♦ K9752 Austur ♦ Á109854 ¥108642 ♦ 10 ♦ G Suður ♦ D3 ¥ ÁD ♦ ÁG543 ♦ D1063 Kreijns hélt á spilum suðurs og vakti á einu grandi í fyrstu hendi. Vestur sagði pass og norður stökk í þrjú grönd! Undarlegt að leita ekki eftir samlegu í hjarta, en kannski - neitar grandopnunin fjórlit í hjarta og spaða. Spaði út tekur spilið auðvit- að strax tvo niður, en vestur valdi að spila frekar frá fimm- litnum sínum. Kreijns drap gosa austurs með drottningu og íhugaði möguleika sína. Hann átti þegar átta slagi, fimm á tígul, tvo á lauf og hjartaásinn. Svo virðist sem eini raunhæfi möguleikinn á níunda slagnum sé að svína hjartadrottningunni, en * Kreijns er lítill áhugamaður um svíningar og valdi aðra leið. Hann fór inn á blindan á tígul- kóng og spilaði spaða! Austur setti lítið og vestur drap drottningu Kreijns með kóng. Og það getur enginn láð honum að finna ekki þá vörn að spila spaða áfram. Mun eðlilegra er að reyna hjartakóng, eða spila einfald- lega laufi, sem var það sem vestur gerði. Þar með var níundi slagurinn mættur og toppurinn líka. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Á hollenska meistaramótinu í sumar kom þessi staða upp í skák stórmeistarans Hans Ree og alþjóðlega meistarans Gert Ligterink. Svo virðist nú sem svartur verði að hopa með hrókinn á f2, en Ligterink fann leið til að halda áfram sókn- inni. 26. — Bdl!, 27. Ra6!? (Neyðar- brauð, en 27. Bxf2? — Ra4 er mát og 27. Rd5 er svarað með 27. - a5.) Ra4+, 28. Kb4 — Hb2, 29. Bc3 — Hbl og hvítur gafst upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.