Morgunblaðið - 07.12.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.12.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985 íþróttafélög fá styrk í GÆR var úthlutaA úr Styrktarsjóði íþróttaráðs Reykjavíkur. Styrkhafar voru þrír að þessu sinni. Knattspyrnu- félagið Valur og Knattspyrnufélagið Fram fengu hvort um sig 200 þúsund krónur og Golfklúbbur Reykjavíkur fékk 50 þúsund. Knattspyrnufélögin fengu styrk vegna meistaratitla sinna í sumar og góds árangurs í Evrópukeppninni. Golfklúbbur Reykjavíkur fékk styrk- inn vegna Islandsmeistaratitils Sig- urðar Péturssonar og vegna árangurs hans og annarra félagsmanna GR á erlendri grund. Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Júlíus Hafstein, formaður íþróttaráðs Reykjavíkur, Pétur Sveinbjarnarson, formaður Vals, Hilmar Guðlaugsson, formaður Fram, Davíð Oddsson, borgarstjóri, og Ólafur Jónsson, stjórnarmaður í GR. Morgunblaðið/Júlíus * Utvarpsráð: Forstjóri Arnarflugs verði beðinn afsökunar — Fréttastjóri sjónvarps ÍJTVARPSRÁÐ hefur samþykkt álykt- un vegna sjónvarpsfrétta 22. nóvem- ber þar sem fjallað var um málefni Arnarflugs og Flugleiða. Er þess meðal annars farið á leit að Agnar Friðriksson forstjóri Arnarflugs verði beðinn velvirðingar á yfirlýsingu fréttastofunnar í fréttatímanum. Ingvi Hrafn Jónsson fréttastjóri sjónvarps- ins segist standa við fréttina, ekki hafi verið um mistök að raeða og hann hafnaði því ósk útvarpsráös um að biðja Agnar velvirðingar. Sá hluti ályktunarinnar sem fjall- ar um þetta atriði er svohljóðandi: „Útvarpsráð lýsir undrun sinni vegna þeirrar yfirlýsingar frétta- stofu sjónvarps, er fylgdi í kjölfar viðtals við forstjóra Arnarflugs í sjónvarpsfréttum föstudaginn 22. nóvember sl. Þær staðhæfingar sem þar komu fram var þegar búið að fjalla um í viðtalinu. Telur ráðið umræddan eftirmála ekki samræm- ast þeirri skyldu fréttastofu sjón- varps að vera óhlutdrægur frétta- miðill. Er þess farið á leit að Agnar Friðriksson forstjóri Arnarflugs verði beðinn velvirðingar á þessum mistökum." Ráðið fordæmdi einnig „mismun- un sem fram kom í þessum sama fréttatíma". Þar var tap Arnarflugs fyrstu 6 mánuði ársins gert að meginefni í viðtali við forstjóra þess fyrirtækis og reyndar staðhæft eftir viðtalið að forstjórinn færi með rangar tölur í því efni. Hins vegar hafi í viðtali við forstjóra Flugleiða síðar í sama fréttatíma verið fellt niður svar forstjórans við svipaðri spurningu um tap Flugleiða fyrstu 6 mánuði ársins. „Þarna var um dæmafá vinnubrögð fréttastofu sjónvarps að ræða, sem hvorugur viðmælenda eða fyrirtæki þeirra eiga skilið af hálfu Ríkisútvarpsins og einungis eru til þess fallin að rýra traust á þessum mikilvæga frétta- miðli," segir í ályktuninni. Ályktun þessi var samþykkt með fjórum samhljóða atkvseðum, en þrír útvarpsráðsmenn sátu hjá, meðal annars formaður ráðsins. Það voru þeir Markús Á. Einarsson, Magnús Erlendsson, Árni Björnsson og Eiður Guðnason sem samþykktu ályktunina, en Ingibjörg Hafstað, Inga Jóna Þórðardóttir og Jón Þór- arinsson sátu hjá. Ingvi Hrafn Jónsson fréttastjóri sjónvarpsins sagði varðandi fyrri athugasemdina að útvarpsráðsmenn gætu sín vegna haft þessa skoðun á hlutunum. Hins vegar hefði þarna ekki verið um nein mistök að ræða hjá fréttastofunni og hafnaði hann því beiðni útvarpsráðs um að biðja Agnar Friðriksson velvirðingar. Agnar hefði tekið þann kostinn að fara með ósannindi í viðtalinu, þó hafnar málaleitaninni með óbeinum hætti hafi verið, og hefði verið sýnt fram á það í lok fréttarinnar. Ingvi Hrafn tók fram að hann hefði átt fund með Agnari út af þessu máli þar sem báðir hefðu skýrt sín sjónarmið og væri enginn kali á milli þeirra. Síðari aðfinnslu útvarpsráðs vís- aði Ingvi einnig algerlega á bug og sagðist standa við fréttina í heild. Viðtalið við forstjóra Flugleiða hefði verið unnið á allt öðrum forsendum, auk þess sem fréttamenn sjónvarps- ins þyrftu daglega að stytta viðtöl, meðal annars við ráðherra, og þyrfti engum að koma á óvart þó viðtal við forstjóra Flugleiða væri stytt. „Við vitum að við erum ekki fullkomin og okkur getur skjátlast. f þessu tilviki skjátlaðist okkur hins vegar ekki eins og síðar hefur komið á daginn," sagði Ingvi Hrafn einnig. Glenn C. cella Hádegisfundur SVS og Varð- bergs í dag GLENN R. Cella, yfirmaður rann- sóknardeildar vestur-evrópskrar mál- efna í bandaríska utanríkisráðuneyt- inu, flytur í dag fyrirlestur á vegum Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs. Umræðuefni Cella verður ísland, NATO og öryggismál á Norður- Atlantshafi. Fundurinn verður í sal á annarri hæð á Hótel Sögu, hliðar- sal, sem gengið er til úr aðalanddyri hótelsins. Verður salurinn opnaður fyrir fundargesti kl. 12 á hádegi. Fundurinn er opinn félögum í SVS og Varðbergi og gestum þeirra. I illaga Svía og Mexíkómanna um frystingu kjarnorkuvopna veldur titringi á Alþingi: M)RSTEINN PALSSON: Vildi taka af öll tvímæli „ÁSTÆÐAN fyrir því, að ég sneri mér til Nteingríms Hermannssonar formanns Framsóknarflokksins, var sú, að í umræðum á Alþingi hafði komið fram, að Páll Péturs- son, formaður þingflokks Fram- sóknarflokksins, sagði að hann kynni að styðja tillögu Alþýðu- bandalagsins um breytta afstöðu íslendinga á þingi Sameinuðu þjóð- anna. Ef slík tillaga stjórnarand- stöðunnar hlyti samþykki væri það vantraust á forsætisráðherra og utanríkisráöherra." sagði Þorsteinn Pálsson, fjármálaráðherra og for- maður Sjálfstæðisflokksins í sam- tali við Morgunblaðið í gær, inntur skýringar á þeirri ákvörðun þing- flokks Sjálfstæðisflokksins að ráö- herrar Sjálfstæöisflokksins myndu segja af sér ráðherradómi ef tillaga um breytta afstöðu íslendinga til tillögu Svía og Mexíkómanna yrði lögð fram og samþykkt á Alþingi, hugsanlega með einhverjum at- kvæðum framsóknarmanna. „f ljósi þess, að það var formað- ur þingflokks annars stjómar- flokkanna, sem þannig talaði, vildi ég taka af öll tvímæli strax um það, að samþykkt tillögu stjórnar- andstæðinga í þessu efni stofnaði stjórnarsamstarfinu í hættu. Ég tel ekki líklegt, að meirihluti þingmanna Framsóknarflokksins snúist gegn utanríkisráðherra og forsætisráðherra í þessu máli. A hinn bóginn hefur það truflandi áhrif á stjórnarsamstarfið, að formaður þingflokks framsóknar skuli standa með stjórnarandstöð- unni í ýmsum efnum. Hér er auðvitað um innanflokksvanda framsóknarmanna að ræða, sem Ihlýtur þó að hafa áhrif á þá, sem eiga samstarf við Framsóknar- flokkinn," sagði Þorsteinn. Er það krafa sjálfstæðismanna, að allir þingmenn framsóknar styðji stefnu ríkisstjórnarinnar í þessu efni? „Það, sem skiptir ríkisstjórnina máli er að hafa þingmeirihluta fyrir stefnu sinni. Ég sé engin teikn um annað í þessu máli, þrátt fyrir innbyrðis örðugleika hjá framsóknarmönnum." STEINGRÍMUR HERMANNSSON: Eigum ekkert að gera sem gæti valdið spennu milli stórveldanna „MÉR sýnist þetta vera algjört frumhlaup að hóta stjórnarslitum á þessu stigi. Okkur er vitanlega fylli- lega Ijóst að verði samþykkt á al- þingi tillaga sem gengur þvert á ákvarðanir utanríkisráðherra, hlýt- ur hann að Ifta það mjög alvarleg- um augum. Við munum að sjálf- sögðu fjalla um slíka tillögu ef fram kemur í því ljósi,“ sagði Steingrím- ur Hermannsson, forsætisráðherra, um þá tilkynningu Þorsteins Páls- sonar, fjármálaráðherra og for- manns Sjálfstæðisfiokksins, að ef þingsáiyktunartillaga um breytta afstöðu íslendinga til tillögu Svía og Mexíkó um frystingu kjarnorku- vopna kæmi fram og yrði samþykkt á Alþingi, myndu allir ráðherrar Sjáifstæðisflokksins segja af sér ráðherradómi. ísland sat sem kunn- ugt er hjá þegar atkvæði voru greidd um málið, en öll hin Norð- urlöndin samþykktu tillögu Svía og Mexíkó. „Við eigum helst ekki að vera á allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna, sem gæti valdið nýrri spennu á milli stórveldanna og ég spyr sjálfan mig hvort samþykkt tillögu Svía og Mexíkóbúa um frystingu kjarnorkuvopna gæti ekki valdiðeinhverri nýrri spennu. Ég er þeirrar skoðunar að langlík- legasta leiðin til þess að ná árangri sé sú að við notum aðstöðu okkar til þess að þrýsta á forseta Bandaríkjanna eftir leiðum innan NATO,“ sagði Steingrímur. SKÝRINGAR NORÐMANNAÁ BREYTTRI AFSTÖÐU: Tillagan brýt- ur ekki í bága við varnar- málastefnu NATO ÞEGAR norski fulltrúinn hjá Sam einuðu þjóðunum skýrði þá afstöðu ríkisstjórnar sinnar, að hún ætlaði að styðja tillögu Mexíkó og Svíþjóð- ar um frystingu kjarnorkuvopna sagði hann I upphafi, að það hafi verið og sé stefna norskra stjórn- valda, að frysting kjarnorkuvopna undir eftirliti og með samkomulagi viðkomandi aðila sé mikilvæg í baráttunni fyrir niðurskurði kjam- orkuvopna. Norski fulltrúinn sagði jafn- framt, að sendinefnd hans hefði reynt að fá tillögu Mexíkó og fleiri ríkja breytt og það með nokkrum árangri en að mörgu leyti stangað- ist hún þó enn á við sjónarmið norsku ríkisstjórnarinnar. Þá sagði fulltrúi Norðmanna, að tillaga Mexíkó væri stuðningur við þær viðræður um takmörkun vígbúnaðar, sem nú fara fram i Genf milli Bandaríkjamanna og Sovétmanna. Síðan segir orðrétt: „Noregur styður varnarstefnu Atlantshafsbandalagsins og getur ekki fallist á þá skoðun að það „að treysta á fælingarkenninguna hafi aukið hættuna á því að kjarnorku- stríð hefjist og leitt til aukins öryggisleysis og óstöðugleika í alþjóðasamskiptum". Noregur hefur ekki hvikað frá stuðningi sínum við tvíþætta ákvörðun Atlantshafsbandalags- ins um Evrópueldflaugarnar, sem miðar einnig að því að samið verði um leiðir til að minnka hættuna á kjarnorkustríði í Evrópu. At- kvæði Noregs til stuðnings þessari tillögu má því ekki túlka sem gagnrýni á þær þjóðir, sem eru að framkvæma þessa ákvörðun eða á aðrar ákvarðanir sem teknar hafa verið af Atlantshafsbanda- laginu." PALL PETURSSON: Tek ekki við fyrirmælum um það hvernig ég greiði atkvæði „ÉG TEL ástæðulaust að gefa yfirlýsingu um það fyrirfram hvernig ég greiði atkvæði, en ég mun ekki taka við fyrirmælum um það frá öðnim. Þar hef ég stjórn- arskrána í huga, scm segir að menn skuli greiða atkvæði eftir bestu samvisku," sagði Páll Pét- ursson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, spurður þess hvort hann myndi greiða atkvæði með hugsanlegri tillogu stjórnarandstöðunnar um breytta afstöðu íslendinga til frystingartil- lögu Svíþjóðar og Mexíkó á þingi Sameinuðu þjóðanna. Páll hefur gagnrýnt þá stefnu utanríkisráð- herra í þessu máli, að íslandi sitji hjá. Páll sagði að sér þætti þing- flokkur Sjálfstæðisflokksins haga sér óskynsamlega í þessu máli, að hafa í hótunum um stjórnarslit. En er hann tilbúinn til að ganga gegn ríkisstjórninni og hugsanlega fella ríkisstjórn- ina? „Ég er ekki að fella ríkis- stjórnina. Það eru sjálfstæðis- menn sem hóta því að fara,“ sagði Páll. I Morgunblaðinu í gær var sagt að tveir aðrir þingmenn Framsóknarflokksins væru þess hugsanlega fýsandi að þess að greiða atkvæði með tillögu stjórnarandstöðunnar í þessu máli, þeir Haraldur Ólafsson og Ingvar Gíslason. í samtali við Morgunblaðið í gær kváðust báð- ir hissa á því að Morgunblaðið væri að gera þeim upp skoðanir, og sögðu að þeir hefðu ekkert um málið og sína afstöðu að segja fyrr en einhver tillaga lægi fyrir. HJÖRLEIFUR GUTTORMSSQN: Tillaga um breytta afstöðu íslendinga í undirbúningi „ÉG HEF rætt drög að þingsálykt- unartillögu um breytta afstöðu íslendinga til tillögu Svía og Mexfkómanna við fulltrúa þing- flokka í dag og væntanlega verður gengið frá fuilmótaðri tillögu um helgina. Hér er um fulla alvöru að ræða og ég reikna með því að við munum leggja fram tillöguna á mánudaginn,“ sagði Hjörleifur Guttormsson, þingmaður Alþýðu- bandalagsins og fulltrúi flokksins í utanríkismálaefnd, í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði að enn væri óráðið hver flytti til- löguna og hverjir yrðu meðflutn- ingsmenn, en hann hefði haft for- göngu um málið. Síðastliðinn mánudag var fundur í utanríkismálanefnd, þar sem utanríkisráðherra kynnti hjásetu íslands, þegar tillaga Svía og Mexíkana kom til af- greisðlu í nefnd Sameinuðu þjóð- anna. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hreyfðu engir nefndarmenn mótmælum, en ísland hefur áður setið hjá við samskonar atkvæðagreiðslu. Hjörleifur Guttormsson sat þennan fund utanríkismála- nefndar og sagði um hann í gær: „Það er rétt, ég sat fundinn, og utanríkisráðherra skýrði þar frá því að afstaðan til þessa máls væri óbreytt frá fyrra ári. Hins vegar kom þar ekkert fram um stefnubreytingu Norðmanna. Ég óskaði eftir útskrift á atkvæða- greiðslunni hjá SÞ og fékk hana á miðvikudag. Þar sá ég svart á hvítu að Norðmenn höfðu breytt afstöðu sinni, og sú er skýringin á því að ekki var brugðist fyrr við.“ En skiptir þá afstaða Norð- manna öllu máli um það hvaða afstöðu íslendingar taka í af- vopnunarmálum? „Alls ekki, en hins vegar verður afstaða Islend- inga þeim mun hróplegri þegar ljóst er að þeir eru þeir einu af Norðurlandaþjóðunum sem ekki greiða tillögunni atkvæði. Danir breyttu afstöðu sinni fyrir tveim- ur árum og nú Norðmenn. Mér er kunnugt um það nú, að þetta mál var tekið til atkvæðagreiðslu á norska þinginu í nóvember og þá gengu tveir af þingmönnum Miðflokksins til liðs við stjórnar- andstöðuna í þessu máli. Káre Willoch, forsætisráðherra, mun ekki hafa talið málið það mikil- vægt að hann hafi viljað hætta á stjórnarslit," sagði Hjörleifur Guttormsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.