Morgunblaðið - 07.12.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.12.1985, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985 34 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö. Endurskoðun tekju- öflunarkerfis ríkisins Tekjuskattur hefur verið umdeildur um langt árabil. Gagnrýni á hann hefur einkum byggst á tvenns konar rök- semdum. í fyrsta lagi að stór hluti skattgreiðenda og afla- tekna fari fram hjá skattkerf- inu. í annan stað að skatturinn sé í framkvæmd nánast skattur á launamenn eina. Þá er því haldið fram að tekjuskattur, einkum hár tekjuskattur, dragi úr framtaki og vinnuframlagi fólks, og þar með verðmæta- sköpun í landinu, sem lífskjör hvíla á. Heppilegra sé að skatt- leggja eyðslu, þ.e. beita neyzlu- sköttum, ekki sízt á tímum viðskiptahalla, erlendra skulda ogþenslu. Landsfundarsamþykktir Sjálfstæðisflokksins og kosn- ingastefnuskrár standa til af- náms tekjuskatts á almennar vinnutekjur í áföngum, en hins- vegar ekki til afnáms tekju- skatts á hátekjur, jafnframt því sem persónufrádráttur nýt- ist lágtekjufólki að fullu. Al- þýðuflokkurinn hefur kunn- gjört lík viðhorf. Alþingi gerði þessa stefnumörkun a.m.k. tveggja stjórnmálaflokka að sinni í þingsályktun í maí 1984. Síðan var málið tekið á verk- efnaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir frumkvæði Sjálfstæðis- flokksins. Fyrsti áfangi afnáms tekjuskatts á almenn laun, af þremur ráðgerðum, kom svo til framkvæmda í ár, en heildar- tekjuskattur var lækkaður um tæpar 600 m.kr. Ríkisstjórninni hefur ekki tekizt að halda verðlagsþróun í landinu innan þeirra marka, sem vonir stóðu til og gildandi kjarasamningar vóru við mið- aðir. Árangurinn er vísu firna stór ef miðað er við 130% verð- bólgu, sem hún tók við á fyrsta ársfjórðungi 1983, og stefndi í enn meiri hæðir. Verðbólga er engu að síður allt of mikil og ein af höfuðmeinsemdum efna- hagslífsins, við hlið erlendra skulda, viðskiptahalla og ríkis- sjóðshalla. Af þessum sökum stóðu stjórnmálamenn frammi fyrir miklum vanda þegar að þeirri ákvörðun kom að fram- fylgja frekari lækkun tekju- skatts, m.a. með hækkun neyzluskatta, til að ná mark- miðum um jöfnuð í ríkisbú- skapnum á komandi ári. Hækk- un neyzluskatta þýðir óhjá- kvæmilega hækkun fram- færsluvísitölu. Framundan eru kjarasamningar í landinu, sem haft geta mikla þýðingu til góðs eða ills fyrir framvinduna í atvinnu- og efnahagslífi lands- manna. Af þessum sökum var horfið frá hækkun neyzluskatta og lækkun tekjuskatts, að minnsta kosti að sinni. í innlendum vettvangi Morg- unblaðsins um þetta mál í gær kemur margt athyglisvert fram. Meðal annars að af 174 þúsund skattgreiðendum greiða 78 þúsund tekjuskatt en 96 þús- und ekki. Innan við 20 þúsund manns, eða 11,5% framtelj- enda, greiða tekjuskatt í efsta skattþrepi. Þessi afmarkaði hópur greiðir meirihluta alls tekjuskatts í landinu, eða sam- tals rúmlega tvo og hálfan milljarð króna af tæpum fjór- um milljörðum. Þá kemur einn- ig fram að rúmlega 60% fram- teljenda býr í tveimur skattum- dæmum, Reykjavík og Reykja- nesi, og greiðir rúmlega 75%, eða meir en þrjár af hverjum fjórum krónum tekjuskatts í landssjóðinn. Skattgreiðendur utan Reykjavíkur og Reykja- ness greiða því tæplega eina af hverjum fjórum tekjuskatts- krónum. Sú ákvörðun að slá á frest áformum um endurbætur á tekjuöflunarkerfi ríkissjóðs hefur engan veginn verið auð- veld. Stefnumörkun Sjálfstæð- isflokks, ályktun Alþingis og verkefnaskrá ríkisstjórnarinn- ar stóðu til afnáms tekjuskatts í áföngum. Fyrsti áfanginn kom til framkvæmda á þessu ári. Stíga átti næsta skrefið í fjár- lagagerð fyrir komandi ár. Þorsteinn Pálsson, fjármála- ráðherra, hefur hins vegar ákveðið að fresta þessu skrefi með hliðsjón af þeim hagsmun- um öllum, sem í húfi eru. Morgunblaðið telur að frestun á lækkun tekjuskatts og hækk- un vörugjalds sé skynsamleg og rétt, ill nauðsyn eins og málum er nú háttað. Ríkisbúskapurinn hlýtur að sæta viðvarandi aðhaldi og endurskoðun. Það gildir bæði um útgjöld og tekjur - og raun- ar verkefna- og tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Endur- bætur á tekjuöflunarleiðum ríkisins eru nauðsynlegt verk- efni, sem eflaust verður unnið að áfram, enda þótt aðstæður hljóti að ráða ferð um fram- kvæmdina. Stefnufesta er mik- ils virði og styrkir tengsl stjórnmálamanna við umbjóð- endur þeirra, sem veita þeim valdaumboð í trausti þess að orð leiði til efnda. En jafnframt er góðum stjórnmálamanni nauðsynlegt að geta siglt milli skers og báru, ekki sízt í ótrygg- um sjó og veðurham, ef hann hefur markmiðið, sem að er stefnt, fyrst og síðast í huga. Það gera allir góðir skipstjórn- armenn. Umsjónarmaður Gísli Jónsson 315. þáttur Oss hafa augun þessi íslensk, konan, vísat brattan stíg at baugi björtum langt en svörtu. Sjá hefr, mjöð-Nannan, manni mínn ókunnr þínum fótráfornar brautir fulldrengila gengit. Vísu þessa kvað Sighvatur Þórðarson frá Apavatni í Grímsnesi á 11. öld. Hann var þá í erindum Ólafs konungs Haraldssonar á Gautlandi austur. Dr. Bjarni Aðalbjarn- arson endursegir vísuna á þessa leið. „Þessi svörtu, ís- lensku augu hafa, kona, vísað oss langan, erfiðan veg til hins glitrandi hrings. Þessi fótur minn hefir, kona, gengið einkar knálega um fornar leiðir, ókunnar manni þínum." En því er þessi vísa hér upp tekin og orðið íslenskur haft með breyttu letri, að ekki vita menn eldri dæmi orðsins í neinu lesmáli. Bágt er að vita um upphaf íslenskrar þjóðarvitundar, en á nokkrum stöðum í fornum textum kemur orðið íslenskur fyrir, auk þess sem getur í vísu Sighvats. I Valla-Ljóts sögu er berum orðum gerður skilsmun- ur íslenskra manna og nor- rænna (=norskra). í Eyrbyggju eru þau orð lögð í munn norsk- um mönnum, að Þorleifur kimbi Þorbrandsson væri mjög íslenskur „fyrir tómlæti (=sein- læti) sitt“. Varð Þorleifi þá skapfátt, og urðu irringar með íslenskum mönnum og norsk- um. í Sturlungu er gerður grein- armunur á norskum eiði og íslenskum. Höfðingjar Sturl- ungaaldar stóðu að vísu mis- keikir gagnvart erlendu kon- ungsvaldi, en sumir þeirra létu okkur í té þær bókmenntir sem lengi hafa vel dugað og gleym- ast ekki. Löngu seinna varð það Páll Jónsson, kenndur við Stað- arhól í Dölum, sem kraup, aðeins á annað kné fyrir kon- ungi sínum, kvað sig lúta há- tigninni með öðrum fæti, en standa á rétti sínum með hin- um. ★ Alkunn er þjóðerniskennd og ættjarðarást Jóns byskups Arasonar, og Einar Sigurðsson frá Hrauni í Aðaldal (1538— 1626) kvað: Heilagan anda hjartað mitt af himnum bið eg nú fræða, að mildiverkið mætti þitt fyrir mönnum gerla ræða, því oftlega hefir mig angrað hitt, að ísland margir hæða, en móðurjörð er mér svo kær, að mig hefir langað, guð minn skær, að geta þess allra gæða. Oftar en einu sinni hafa í þáttum þessum verið lofaðir menn eins og Guðbrandur Þorláksson og Oddur Gott- skálksson fyrir sinn þátt í varðveislu íslenskrar tungu og þjóðernis. Guðbrandur skrifaði í formála Sálmabókar 1589: „Fyrir þessar greinir, svo og einninn móðurmáli voru til sæmdar og fegurðar, sem í sjálfu sér er bæði Ijóst og fagurt og ekki þarf í þessu efni úr öðrum tungumálum orð til láns að taka eða brákað mál né bög- ur að þiggja ...“ ★ Á öld upplýsingarinnar voru til öfgamenn, eins og Bjarni Jónsson skólameistari í Skál- holti, sem vildu leggja niður íslenska tungu af hagkvæmd- arástæðum. Hann skrifaði (á dönsku náttúrlega): „Jeg anseer det ikke alene unyttigt men og desuden meget skadeligt, at man skal beholde det islandske Sprog... Hvor- for skulde man da være saa fastholdende der ved? Lader os da fölge Norges og Fær- öernes Exempel. Lader os antage det danske Sprog, efter- som vi staar under en dansk Regering og i Communication med danske Folk.“ Þetta voru öfgarnar. Þeir upplýsingarfrömuðir, sem stofnuðu Hið íslenska lær- dómslistafélag í Kaupmanna- höfn 1779, settu hins vegar árið eftir á stefnuskrá sína m.a.: Einninn skal félagið geyma og varðveita norræna tungu sem eitt fagurt aðalmál, er langa ævi hefir talað verið á Norður- löndum og viðleitast að hreinsa ina sömu frá útlendum orðum og talsháttum, er nú taka henni að spilla. Skal því ei í félagsrit- um brúka útlend orð um íþrótt- ir, verkfæri og annað, svá fremi menn finni önnur gömul eða miðaldra norrænu heiti." Letur- breytingar eru frá umsjónar- manni. Flestum er kunnugt hversu íslensk málstefna hefur verið mörkuð allt frá því er róman- tískir menn hófu skólahald til virðingar á Bessastöðum, Hið íslenska bókmenntafélag var stofnað, tímarit á borð við Fjölni gefin út og íslensk skáld- sagnagerð endurreist. Þjóðern- islegri hreintungustefnu fylgj- um við enn, en því er þetta allt rifjað hér upp, að þess skal minnst með þakklæti, að menntamálaráðherra boðaði til ráðstefnu á fullveldisdaginn „móðurmáli voru til sæmdar og fegurðar". ★ f síðasta þætti misritaðist eitt orð, þyrfti fyrir þurfti. Máls- greinin átti að vera svo: „Hann sat hér sem fastast, svo að hann þurfti ekki út í vonda veðrið." Síðari setningin átti að vera dæmi um afleiðingar- setningu. Eins og þetta varð, væri setningin fremur til- gangssetning en afleiðingar. Könnun Miðlunar á þróun yöruverðs síðustu 12 mánuði: 34 til 46 % hækkun á helztu vöruflokk- um til heimilsnota - hækkun framfærsluvísitölu sama tímabil 38,9% f VERÐKÖNNUN Miðlunar kemur fram, að verðhækkun helstu vöru- flokka til heimilisnota er á bilinu 34 til 46% á síðustu 12 mánuðum. Hækkanir einstakra vörutegunda eru hinsvegar mun breytilegri eða á bilinn 2 til 90%. Hækkun fram- færsluvísitölu á sama tímabili, nóv- ember 1984 til sama mánaðar 1985, er hinsvegar 38,9% Upplýsingar þessar koma fram í fréttatilkynningu frá Miðlun, sem Morgunblaðinu hefur borizt, en þar segir ennfremur: „Meðaltalshækkun niðursuðu- og pakkavöru er 46%, á hreinlætis- vörum 42%, korn- og sykurvörum 39%, á kjöti og fiski 35% og 34% á öðrum kælivörum. Könnunin náði til fimm fyrrgreindra vöru- flokka, sem allir búa við frjálsa veðlagningu. Verðþróun á vörum háðum verðlagsákvæðum var ekki könnuð. Einnig er rétt að benda á, að í nóvember á þessu ári stóð yfir útsala á kindakjöti en ekki á sama uma í fyrra. Verðkönnun Miðlunar náði að þessu sinni til fimm vöruflokka og alls 100 einstakra vörutegunda innan þeirra. Hún er unnin í ná- inni samvinnu við þær verslanir, sem þátttöku óska og niðurstaða í einstökum verslunum er trúnaðar- mál milli Miðlunar og viðkomandi verslunar. Sameiginleg niðurstaða er send hverjum þátttakanda, honum til glöggvunar og saman- burðar eigin verðlagningar við meðaltalið. Einstakar verslanir geta einnig keypt samanburð á eigin verði og meðaltali, þó þær séu ekki beinir þátttakendur í verðkönnunum Miðlunar Verðkannanirnar eru unnar af markaðsdeild Miðlunar. Starfsemi deildarinnar felst í öflun, úr- vinnslu og túlkun á hverskonar markaðsupplýsingum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.