Morgunblaðið - 07.12.1985, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.12.1985, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985 13 Cay Holmberg, yfirmaður sjólidsforingjaskólans, gagnrýnir sænsku stjórnina fyrir linkind gagnvart óvinakafbátum í landhelgi Svíþjóóar. Kafbátamálið aftur bitbein sænskra stjórnmálamanna — eftir Pétur Pétursson Friður sá sem ríkt hefur meðal sænskra stjórnmálamanna um utanríkismál frá því í upphafi kosningabaráttunnar í vor virðist nú standa völtum fótum. 10. nóv- ember sl. birtu blöðin viðtöl við yfirmenn í flotanum þar sem fram kemur hörð gagnrýni á stefnu stjórnarinnar í kafbátamálinu svonefnda, sem oft hefur verið á dagskrá undanfarin ár. óvinakaf- bátar hafa komið inn í sænska lögsögu, jafnvel nálægt hernaðar- lega mikilvægum stöðum, en þrátt fyrir margar tilraunir hefur sænska flotanum ekki tekist að ná neinum þeirra á sitt vald. Margt bendir til þess að þessir kafbátar séu sovéskir eða frá ríkjum Var- sjárbandalagsins. Tólf liösforingjar gera „uppreisn“ Tólf liðsforingjar í flotanum létu hafa eftir sér að þeir treystu ekki stjórn jafnaðarmanna með Olof Palme í fararbroddi til þess að taka af fullri festu á þeim ögrunum sem stöðugt koma frá Sovétríkjun- um. Þeir saka stjórnina um að draga úr alvöru þessara landhelg- isbrota til þess að styggja ekki Sovétríkin um of. Nokkrir liðs- foringjanna ganga svo langt að saka Olof Palme um að þagga niður óyggjandi upplýsingar um nærveru kafbátann. Ónafngreind- ur gagnrýnandi úr þessum hópi fullyrðir að æðstu ráðamenn í flotanum vilji ekki leggja út í elt- ingarleik við kafbátana vegna þrýstings frá stjórnmálamönnum og embættismönnum í Stokk- hólmi. Opinber talsmaður flotastjórn- arinnar vísar þessu á bug. Hann segir aftur á móti að sjóherinn hafi lært af fyrri mistökum og telji varhugavert að leggja trúnað á allar ábendingar um óvinakaf- báta. Umfjöllun fjölmiðla hafi gert það að verkum að menn séu alltaf Yfirmaður flotans, Bengt Schuback, telur að liðsforingjar eigi ekki að tjá sig um mál sem varða samskipti við erlend rfki. að sjá kafbáta og oftast reynast fyrirbærin stafa af öðrum og nátt- úrulegri orsökum en óvinakaf- bátum. Þá bendir hann einnig á að við vissar aðstæður hafi sjóher- inn enga möguleika að ná kafbát þó svo að nærvera hans sannaðist. „Það er ekki eins einfalt mál og áður að leggja út í eltingaleik við óvinakafbáta," segir þessi tals- maður og bætir við: „en við erum nú klókari en áður. Hins vegar hikum við ekki eina sekúndu að leggja út í slíkar aðgerðir ef vís- bendingin er nægilega örugg og aðstæður hagstæðar." Æösti yfirmaöur flotans reynir að skapa samstööu Flotaforinginn Bengt Schubach hefur ferðast um milli liðsmanna sinna og reynt að sannfæra þá um réttmæti stefnu stjórnarinnar og það sem nýjasta er á döfinni til þess að bæta aðstöðu flotans í þessum eltingaleik. Hann fullyrðir að stjórnin hafi ekki beitt þvingun- um eða þrýstingi af neinu tagi gagnvart flotanum né breytt yfir sönnunargögn. Hann bendir á að ýmislegt hafi verið gert undan- farin tvö ár til að bæta útbúnað sjóhersins og að á tíu ára tímabili sé ráðgert að verja rúmum tveim milljörðum sænskra króna til varna gegn þessum óboðnu gest- um. Flotaforinginn leggur áherslu á að liðsforingjarnir hafi málfrelsi á við aðra borgara en varar þá við að gefa yfirlýsingar sem gætu haft áhrif á stjórnmálalegt og hernað- arlegt samband við erlend ríki. Hann telur að þessir áðurnefndu undirmenn sínir séu fyrst og fremst vonsviknir vegna þess hve lítill árangur hefur orðið af öllum aðgerðum til að ná haldi á óvina- kafbátunum. Palme svarar fyrir sig Utanríkismálanefnd þingsins, þar eiga sæti fulltrúar stjórn- málaflokkanna, hefur fjallað um þetta mál. Það sem fram fer á fundum nefndarinnar er trúnaðar- mál, en Palme fordæmdi liðsfor- ingjana harðlega eftir seinsta fund nefndarinnar og sagði ummæli þeirra vanhugsuð og byggð á röng- um forsendum. Hann sagði að einhugur ríkti í utanríkisnefndinni um stefnuna varðandi varnir gegn óvinakafbátum og að ummæli liðs- foringjanna væru skaðleg fyrir öryggi landsins. Bengt Westerberg, formaður Frjálslynda þjóðarflokksins, og Carl Bildt, talsmaður Móderata- flokksins í utanríkismálum, sem báðir eiga sæti í utanríkisnefnd- inni, telja Palme hafa misnotað samstöðuna í nefndinni þegar hann fordæmdi liðsforingjana eins og hann gerði. Þeir segja flokka sína lýsa yfir stuðningi við stefnu stjórnarinnar í varnarmálum almennt, en segjast þar með alls ekki hafa gefið forsetisráðherran- um tilefni til að fordæma liðs- foringjana í nafni nefndarinnar. Carl Bild sagði enga ástæðu til að áminna þessa liðsforingja. Höfundur er fréttaritnri Mbl. í Lundi, Sríþjóð. LAUGAVEGI 11 SÍMI 24630 býöur ykkur velkomin á nýja Laugaveginn nr. 11 Auk helgarmatseðils bjóðum við uppá nýjan og fjölbreyttan matseðil. Allar veit- ingar. Jólaglögg. Ykkar ánægja, okkar stolt. Borðapantanir í síma 24630. / VOLVO VOLVO VOLVO VOLVO SALURINN 1983 Volvo 244GL, ekinn 55.000 km. Grænn met., sjálfskiptur. Verö kr. 535.000,- 1982 Volvo 245DL, ekinn 83.000 km. Beige, beinskiptur. Verö kr. 425.000,- 1978 Volvo 244DL, ekinn 112.000 km. Gulur. 1981 Volvo244GL, Sjálfskiptur. ekinn 61.500 km. blár Verð kr. 240.000,- met., sjálfskiptur. Verð kr. 390.000,- 1980 Volvo 244 GL, ekinn 126.000 km. Gull met., beinskiptur. Verökr. 315.000,- 1982 Volvo 244GL, ekinn 58.000 km. Rauöur met., beinskiptur OD. Verö kr. 435.000,- 1979 Chevrolet Malibu, ekinn 57.000 km. Blár 1982 Volvo 244DL, ekinn 64.500 km. Rauöur, beinskiptur. Verö kr. 420.000,- 1982 BMW315, ekinn 26.000 km. Beige. Beinskiptur. Bíll ísérflokki. „Kjör vid flestra hæfi“ met., sjálfskipur. Verö kr. 250.000,- ÝTOTil Sfml 35207 Suðurlandsbrauf 16 Opið frá 13.00 til 17.00 á laugardögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.