Morgunblaðið - 07.12.1985, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 07.12.1985, Blaðsíða 50
MORGUNBLA ÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985 50 Minning: Sveinbjörn Arsœls- son múrarameistari Miðvikudaginn 27. nóvember sl. lést mágur minn, Sveinbjörn Ár- sælsson, langt um aldur fram. Lagði hann að velli vágesturinn mikli, sem læknavísindin hafa ekki ennþá ráðið við. Ég kynnist Svenna í ársbyrjun 1956 er ég tengdist fjölskyldu hans og kvæntist systur hans, Báru Þórarinsdóttir. Hann var þá unglingsaldri, ein- staklega ljúfur og góður, og féll strax mjög vel á með okkur, sem og öðrum fjölskyldumeðlimum á Sólvöllum í Garði og hefur aldrei borið skugga þar á. Svenni fæddist 1. febrúar 1941 á Garðstöðum í Garði. Foreldrar hans voru Lilja Vilhjálmsdóttir frá Isólfsskála í Grindavík og Ár- sæll Sveinbjörnsson frá Eiði í Garði. Stóðu því að honum sterkir stofnar Suðurnesjamanna. Hann ólst upp í foreldrahúsum og strax þegar hann hafði aldur til fór hann að stunda múraraiðn hjá föður sínum. Lauk hann sveinsprófi í iðninni um tvítugt og öðlaðist síðar meistarabréf. Stundaði hann múr- verk allt fram til ársins 1975 er hann hóf störf hjá trésmíðaverk- stæði varnarliðsins. Starfaði hann þar síðan allt þar til hann lagðist á sjúkrahús í ágúst sl. Svenni var eftirsóttur múrari á öllum Suðurnesjum, með afbrigð- um vandvirkur og ábyggilegur. Við störf sín hjá varnarliðinu naut hann óskoraðs trausts yfirmanna sinna og vinsælda hjá starfsfélög- um sínum. Dugnaðarforkur var hann, sem best sést á því, að 21 árs að aldri hafði hann byggt stórt hús í Kefla- vík og átti efri hæðina. Naut hann dyggrar aðstoðar föður síns, en þeir voru einstaklega samrýndir og unnu saman að múrverkinu sem einn maður meðan Ársæll hafði heilsu til að stunda þá erfiðu iðn. Svenni var mikill búmaður, sem hann átti kyn til. Heimilið var honum allt. Hann hafði unun af því að afla heimilinu fanga, og hafði meðal annars keypt ásamt systursyni sínum fullkominn bát, sem hann hugðist stunda veiðskap á í hjáverkum. Árið 1964 kvæntist hann ólafíu Evu Valgeirsdóttur og bjuggu þau í Keflavík fyrst framan af, 1971 byggði Svenni einbýlishús í Garðabæ og flutti þangað. Eignuð- ust þau einn son, Hlyn Þór, fæddur 1973. Þau slitu samvistir 1975. Svenni flutti til Reykjavíkur og keypti íbúð við Drápuhlíð. Tvö erfið ár voru framundan. en öll él styttir upp um síðir. Hinum megin við götuna bjó ung og falleg banka- mær, Ingibjörg Daníelsdóttir, dóttir Daníels Þórhallssonar og Dagmar Fanndal frá Siglufirði. Svenni og Ingibjörg gengu í hjóna- band og stofnuðu heimili á Ránar- götu 13 og nú brosti lífið við Svenna. Á heimilinu ríkti ham- ingja og gleði. Einguðust þau tvo myndardrengi, Sveinbjörn Ársæl, fæddur 1981, og Gunnar Daníel, fæddur 1984. Svenni og Ingibjörg voru mjög samhent hjón og kom best í ljós, þegar hann háði sitt helstríð, hversu kært var með þeim. Lagði Ingibjörg sig alia fram um að hjúkra honum og létta honum hina erfiðu banalegu. Elsku Ingibjörg, ég veit að góður Guð mun styrkja þig í þinni þungu sorg. Ég bið þér og litlu sonunum þínum alls velfarnaðar. Hlynur minn, föðurmissirinn er sár, en mundu eftir öllum góðu minningunum, sjóferðunum og skemmtilegu stundunum með pabba þínum og að þar fór góður drengur. Blessuð sé minnig hans. Ilaukur Sævaldsson. Útför Sveinbjörns fer fram í dag frá Úskálakirkju í Garði kl. 14. Jesús sagði við hana: „Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa þótt hann deyi og hver sá sem lifir og trúir á mig, hann skal aldrei að eilífu deyja.“ Þessi orð finnast mér eiga vel við í dag er ég kveð mág minn sem kvatt hefur þetta jarðlíf. Svein- björn stóð sig eins og sönn hetja, æðruleysi og dugnaður hans var með ólíkindum. Ekki kvartaði hann, bar sig vel eins og nesja- manni sæmir. Þetta vakti aðdáun mína, svona á að takast á við dauðann. Hann sætti sig við stöð- una eins og hún var, tilbúinn að hverfa á braut. Það veit sá sem allt veit að þetta var góð lexía fyrir okkur sem eftir stöndum. Það var Guðs vilji að Svenni fékk að fara í þessu ójafna stríði við dauðann. í okkar trúarbrögðum er dauð- inn gerður mjög svo dapurlegur. Minning: Fædd 3. janúar 1917 Dáin 27. nóvember 1985 Hvaðerhel? Öllum líkn sem lifa vel, engill, sem til lífsins leiðir, ljðsmóðir, sem hvílu breiðir, sólarbros, er birtaél, heitir hel. Matt. Jochumson. Ingveldur Stefánsdóttir frá Bjarneyjum er látin. Hún lést á St.-Franciskusarsjúkrahúsinu í Stykkishólmi aðfaranótt 27. nóv- ember sl. eftir erfiða sjúkdóms- legu. Sjúkdómsins kenndi hún í byrjun ágúst sl. Mig lagnar með fáum orðum að kveðja Ingu mína og þakka henni samfylgdina. Þar sem góðir menn fara eru Guðs vegir. Kynni okkar hófust, er við fórum að vinna saman og þróaðist í vin- áttu sem aldrei bar skugga á. Það var gott að vinna með Ingu. Hún var glaðlynd kona og kom ávallt til dyranna eins og hún var klædd, átti auðvelt með að létta andrúms- loftið á vinnustað með spaugsyrð- um. Einnig átti hún til að kasta fram gamansamri vísu. Hún var óvenju traustur og góður „vinnu- kraftur", sem aldrei lét sig vanta á vinnustað nema að fengnu leyfi meðan heilsan entist. Með Ingu er góð og göfug kona þessum heimi horfin. Mann sinn Ágúst Pétursson missti Inga árið 1979. Þau eignuðust sex börn, sem öll eru á lífi. Að leiðarlokum er hún kvödd með einlægri þökk fyrir órofa vináttu og tryggð. Ástvinum hennar sendum við hjónin samúðarkveðjur. Elínborg Karlsdóltir „Margs er aö minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð.“ í dag verður kvödd frá Stykkis- hólmskirkju ástkær tengdamóðir mín, IngveldurStefánsdóttir. Mér er í minni sú stund er ég kom fyrst í Hólminn til að hitta tilvonandi tengdafólk mitt. Ég var að sjálfsögðu töluvert kvíðin og spennt. Um leið og ég hafði heilsað Ingveldi fann ég að ég var komin heim. Hún heilsaði mér blátt áfram og einlæglega og þannig hefur hún verið alla sína tíð, alltaf hrein og bein og einlæg. Það forðast flestir að tala um dauðann, jarðarför, kistulagningu, greftrun o.s.frv. Svo þegar kallið kemur er einstaklingurinn illa undir þetta búinn. Þessu þarf að breyta. Þetta er það sem öruggt er í lífinu. Við eigum eftir að hverfa héðan í annan heim. Sveinbjörn var fæddur og uppal- inn í Garðinum. Faðir hans var Ársæll Sveinbjörnsson múrari frá Eiði 1 Garði, látinn 1974, og móðir hans Lilja Vilhjálmsdóttir frá Isólfsskála í Grindavík, dugmikil sómakona, sem lifir son sinn tæp- lega 76 ára. Sveinbjörn var tvígift- ur, fyrri kona hans var Eva Val- geirsdóttir, en þau slitu samvist- um. Þau eiga einn son, Hlyn Þór, 12 ára gamlan. Síðari kona Svein- björns er Ingibjörg Daníelsdóttir frá Siglufirði. Þeirra synir eru Sveinbjörn Ársæll, 4 ára, og Gunn- ar Daníel, 1 árs. Sveinbjörn byrjaði í múrverki með föður sínum 14 ára gamall, lauk námi í iðninni í Keflavík 1964 og meistaraprófi 1%8. Vann hann síðan í félagi með öðrum í Keflavík og nágrenni til ársins 1976. Á Keflavíkurflugvelli vann hann síð- an við iðn sína þar til hann veikt- ist 28. ágúst sl. Svenni var mikill heimilismaður og naut þess að dytta að heimilinu og bera í búið. Á síðasta ári rætt- ist æskudraumur hans að eignast bát, sem hann keypti í félagi við Ingveldur fæddist í Bjarneyjum á Breiðafirði 3. janúar 1917. Hún var dóttir hjónanna Stefáns Stef- ánssonar og Guðlaugar Gunn- laugsdóttur. Móður sína missti hún kornung og ólst upp hjá föður sínum og móðursystur, Jónínu, sem gekk henni í móður stað. Ingveldur ólst upp í Bjarneyjum ásamt systkinum sínum. 18 ára fór hún í húsmæðraskólann á Staðar- felli. Þann 1. júní 1936 giftist hún Ágústi Péturssyni, formanni, sem nú er nefnt skipstjóri, af Svefneyj- arætt. Hann var einnig fæddur og alinn upp í Bjarneyjum, hann í Búðey en hún á Heimaeynni. Þau bjuggu í Flatey allt fram til ársins 1952 og eignuðust þar syni sína fimm. Þeir eru: Stefán, Eyþór, Pétur Hallsteinn, Snorri Örn og Valdimar Brynjar. Eftir að þau fluttust til Stykkishólms eignuðust þau svo dótturina, Guð- laugu Jónínu. Umhyggja Ingveldar fyrir börn- unum sínum sex hefur komið vel í ljós og stuðlað að því að þau eru öll búsett hér í Stykkishólmi. Hún hefur því átt þess góðan kost að fylgjast með uppvexti allra sinna ellefu barnabarna. Aldrei hefi ég heyrt hana kvarta yfir hlutskipti sínu í lífinu eða býsnast yfir að erfitt hafi verið hjá sér — sjómannskonunni með allan barnahópinn. — En oft hef ég dáðst að því hversu árvökul hún var með alla hluti og vann vel og skipulega. Eiginmann sinn missti hún 1979 og sá hún þar á bak dyggum og kærum lífsförunauti. Heimili þeirra, eins og ég þekkti það, stóð ávallt öllum vinum og kunningjum opið. Þeir eru ófáir gestirnir, gamalt eyjafólk og aðrir, sem komu til þeirra nú í seinni tíð, og dvöldu lengri eða skemmri tíma hjá þeim hjónum. Þá var oft mikið um að vera á Silfurgötunni þegar „frænkurnar úr Reykjavíkinni" komu í heim- sókn. Þá var oft hlegið mjög og gantast. Þessar heimsóknir hafa ekki síður verið gestunum til ánægju, enda var þetta álitin þeirra árlega heilsubótar- og hressingarferð. Glettnin var yfirleitt ríkjandi á heimili tengdaforeldra minna og geymum við í minningunni margar skemmtilegar sögur þar sem glettni hinna einföidu hluta kom svo berlega í ljós. t Hjartans þakkir sendum viö öllum sem sýndu okkur samúö og hlýhug vegna andláts AÐALBJARGAR BJARNADÓTTUR, Garöabraut 8, Akranesi. Margrét Þorvaldsdóttir, Sigmundur Guöbjarnason, Elín Þorvaldsdóttir, Bragi Þórðarson, Svanhildur Þorvaldsdóttir, Halldór Magnússon, Þráinn Þorvaldsson, Elín G. Óskarsdóttir börn og fjölskyldur. t Kæru vinir og vandamenn, viö þökkum innilega allan hlýhug og þá samúö sem okkur hetur veriö sýnd viö andlát og útför sonar okkar, bróöur og mágs, STEINARS SKÚLASONAR. Erla Vilhjálmsdóttir, Skúli G. Jóhannesson, Viljhjálmur Skúlason, Unnur Steinsson. Legsteinar gramt — marmari Opiö alla daga, einrtig kvöld ó.f Unnarbraut 19, Seltjarnarnesi, og helgar. símar 620809 og 72818. Ingveldur Stefáns- dóttir Stykkishólmi systurson sinn. Og nokkrum sinn- um komst hann á sjóinn. Þeir missa mikið drengirnir hans, nú er ekki pabbi lengur til að fara með á sjóinn, útbúa veiðarfæri, fiska, gera að og ganga frá veið- inni. Já, allt er í heiminum hverf- ult, maður finnur til með drengj- unum. Þetta er eitt af því sem er svo erfitt að skilja og sætta sig við. Ingibjörg hefur reynst honum einstök eiginkona í blíðu sem stríðu, sönn hetja nú í veikindum hans og hjúkraði honum heima síðustu vikurnar, en það var hans æðsta ósk að fá að njóta heimilis- ins svo lengi sem hægt var. Enginn veit hvað í manninum býr fyrr en á reynir. En það var líkt með þeim hjónum Svenna og Ingu, æðruleysi á þessum erfiða tíma. Inga minnir á víðitágina sem svignar í veðrinu, en reisir sig alltaf við aftur. Það eru 30 ár síðan ég kynntist Svenna, hann var 14 ára og ég 20. Það hefur mikið rignt síðan og margt breyst. Er ég sit og rita þessar fátæklegu línur á ég aðeins eina ósk, að Ingibjörg og drengirn- ir komi heil út úr þessum erfiðleik- um. Það er trú mín að hið jákvæða í tilverunni muni hjálpa þeim. Ég get ekki verið við kistulagningu og ekki heldur við jarðarförina, aðstæður eru þannig, en hugur minn verður hjá mági mínum, Ingu og drengjunum. Magnús Th. Magnússon Hún Inga var glettin og lett í tilsvörum, en kom þó alvörunni hlýlega frá sér og talaði eins og sagt er — í hjartans einlægni,— Hugulsemi hennar var alltaf mjög mikil, og sæi hún að einhver þyrfti einhvers með, þá var hún alltaf boðin og búin og taldi hlut- ina ekki eftir sér. Barnabarn hennar átti eitt sinn afmæli og sá hún fram á að ekki væri neitt tækfæri til að halda upp á það. Þá mætti hún með afmælis- tertu og pakka frá ömmu og sá þannig fyrir því að afmælisdagur- inn liði ekki hjá án nokkurrar til- breytingar. Inga amma hefur líka alltaf verið veigamikill þáttur í jólahá- tíðinni í hugum margra. Þá fyrst voru jólin alltaf komin fyrir alvöru hjá barnabörnunum þegar öll fjöl- skyldan var sameinuð heima hjá ömmu á aðfangadagskvöldi. Það var keppikefli hjá börnunum að drífa sig í að læra að lesa til að geta lesið á pakkana á jólunum hjáömmu. Þáttur í lífi mínu hér í Stykkis- hólmi hefur verið að heyra alltaf í Ingu svo til á hverjum degi. Alltaf var gott að koma við og fá sér kaffisopa og ræða málin. Én ef hún hafði ekki heyrt í okkur í nokkra daga, hringdi hún bara svona til að heyra í fólkinu hljóðið og fá frettir, því fólkið hennar skipti hana miklu máli. Það er alltaf mikils virði að eiga góðar minningar. Þær verða aldrei frá okkur teknar og þær milda harminn og minnka eftirsjána. Guð blessi minningu eyjakon- unnar Ingveldar Stefánsdóttur, elskulegrar móður, tengdamóður og ömmu. „Far þú í friði, friðurGuðsþigblessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Svanborg Siggeirsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.