Morgunblaðið - 31.12.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.12.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31.DESEMBER 1985 Reglugerð um stjóm botnsfískyeiða: Þorskkvóti eykst um 10% á skip SJÁVARÍITVEGSRAÐHERRA gaf út í gær reglugerð um stjórn botnfisk- veiða á næsta ári. Veiðileyfi fá aðeins skip sem slík leyfi höfðu á þessu ári og hafa ekki horfið varanlega úr rekstri. A þessu er sú undantekning að heimilt er að veita skipum, sem byrjað var að smíða fyrir árslok 1983, veiði- leyfi einkum á vannýttum fisktegundum. Ný og nýkeypt skip fá aðeins leyfi ef önnur sambærileg hverfa úr rekstri. Botnfiskveiðar báta stærri en 10 brúttólestir eru háðar sérstökum leyfum, og er annað hvort miðað við afla- eða sóknarmark. Við mótun reglugerðarinnar var miðað við að heildarbotnfiskafli á árinu 1986 verði sem hér segir: Sex sækja um stöðu for- stjóra ÁTVR SEX umsóknir höfðu I gær borizt um stöðu forstjóra Áfengis- og tóbaks- verslunar ríkisins. Þrír umsækjendur hafa óskað nafnleyndar, en hinir eru Höskuldur Jónsson ráðuneytisstjóri í fjármálaráöuneytinu, Geir R. Ander- sen auglýsingastjóri og Svava P. Bernhöft innkaupastjóri ATVR. þorskur 300 þúsund lestir, ýsa 60 þúsund lestir, ufsi 70 þúsund lestir, karfi 100 þúsund lestir og grálúða 30 þúsund lestir. Þorskafli getur þó orðið allt að 340 þúsund lestir. Útgerðarmenn verða að velja fyrir 20. janúar nk. á milli sókn- arkvóta og aflakvóta. Velji þeir aflamark verður hverju skipi út- hlutaður kvóti fyrir þorsk, ýsu, ufsa, karfa og grálúðu. Þorskveiði- kvótinn hækkar um 10% á hvert skip, en karfakvótinn dregst sam- an um 9,1% og er þá tekið mið af yfirstandandi ári. Um loðnuskip gilda sérreglur og eiga eigendur þeirra aðeins kost á að fá leyfi til botnfiskveiða með aflamarki. Botnfiskafli þessara skipa skerðist um 0,5% af þyngd loðnukvóta á vertíðinni 1985/86. Verzlunarbankinn: 100 milljónir í nýjum hlutabréfum uppseld VERZLUNARBANKI íslands hf. hefur aukid hlutafé sitt um 100 milljónir króna og nemur það nú samtals 180 milljónum. Akvörðun um hlutafjáraukn- ingu var tekin á síðasta aðal- fundi bankans og eru öll nýju hlutabréfin uppseld. Höskuldur Olafsson, banka- stjóri Verzlunarbankans o INNLENT sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær, að ákveðið hefði verið að Ijúka sölu hinna nýju hlutabréfa fyrir lok þessa árs og væru þau nú öll seld. Ástæðurnar fyrir hlutafjár- aukningu Verzlunarbankans voru þessar að sögn Höskuld- ar: í fyrsta lagi tekur ný bankalöggjöf gildi um ára- mót, sem gerir auknar kröfur um eigið fé. í öðru lagi hefur bankinn á þessu ári tekið upp erlend viðskipti og í þriðja lagi hefur ör þróun á tækni- sviði og uppbygging á tölvu- kerfi því tengd kallað á aukið fjármagn. Ht9r0*mbIntiU> ÍDAG Útvarp / sjónvarp ............................. 6 Dagbók ........................................ 8 Hugvekja ...................................... 9 Stjórnmálamenn svara áramótaspurningum .............................. 12-14 Erlendar fréttir ............................. 1/20/21 Áramót — eftir Þorstein Páls- son formann Sjálfstæðisflokksins .............. 22/23 Peningamarkaðurinn/Gengi ...................... 26 Myndasögur Moggans ............................ 27/28 Hvað segja forystumenn atvinnu- rekenda og launþega um áramót? ................. 32-36 Brennur ....................................... 37 Minnisblað lesenda ............................ 38 Áramótamessur ................................. 39 íþróttir ..................................... 41/43 BLAÐB Gamanvísur Árna Helgasonar ................... 2B Innlend fréttagetraun ......................... 6B/7B íþróttafréttagetraun ......................... 8B/9B Erlend fréttagetraun ......................... 10B/11B Áramótalesbókbarnanna ........................ 12B/15B Hvað segja fréttaritarar Morgunblaðsins um áramót? .................... 18B-20B Fólk í fréttum ............................... 22B/23B Dansleikir ogkvikmyndir ...................... 24B-27B Velvakandi .................................... 28B/29B BLAÐC Dagskrár útvarps og sjónvarps yfir áramótin ..... 1C-4C Morgunbladið/Bjarni I)r. Sturla Friðriksson afhendir dr. Unnsteini Stefánssyni viðurkenningu Verðlaunasjóðs Ásu Guðmundsdóttur Wright. Verðlaunasjóður Ásu Wríght: Verðlaunin veitt fyrir rannsóknir á íslandshafi Heiðursverðlaun verðlaunasjóðs Ásu Guðmundsdóttur Wright voru veitt í gær. Að þessu sinni komu þau í hlut, dr. Unnsteins Stefáns- sonar og hlaut hann þau fyrir haf- rannsóknir og fyrir brautryðjenda- starf í rannsóknum á hafsvæðum fyrir norðan ísland. Unnsteinn Stefánsson er fædd- ur að Sómastaðagerði á Reyðar- firði 10. nóvember 1922, sonur hjónanna Stefáns Þorsteinsson- ar og konu hans Herborgar Björnsdóttur. Að loknu stúdents- prófi hélt hann til Bandaríkj- anna til náms í efnafræði og lauk B.Sc prófi frá Wisconsin háskóla 1945 og M.Sc frá sama skóla 1946. Doktorsprófi lauk hann frá Kaupmannahafnarháskóla 1962 og fjallaði ritgerð hans um hafið norðan íslands. Unnsteinn hefur dvalist við hafrannsóknir við rannsóknastofnanir víða um heim, auk starfa á íslandi og er nú prófessor í haf- og hafefna- fræði við Háskóla íslands. Unnsteinn hefur einkum feng- ist við rannsóknir á hafsvæðum í Norður-Atlantshafi og hin síð- ari ár fengist við athuganir á hvernig megi beita efnagreining- um við rannsóknir á hreyfingum sjávarmassa og blöndun sjávar og hvernig breytingar á loftslagi geta haft áhrif á efnasamsetn- ingu sjávar. Forval Alþýðu- bandalagsins: Kristín Ólafs gegn Sigurjóni KRISTÍN Olafsdóttir varaformaður Alþýðbandalagsins hefur ákveðið að bjóða sig fram í fyrsta sæti í forvali Alþýðubandalagsins, gegn Sigurjóni Péturssyni sem skipar nú fyrsta sæti listans, og hefur yfirlýstan stuðning gömlu flokksforystunnar til þess að halda því sæti. Frestur til þess að skila framboði í forval Alþýðubandalagsins rennur út í dag. Þá hefur Össur Skarphéðinsson, ritstjóri Þjóðviljans ákveðið að bjóða sig fram í 2. til 5. sæti list- ans. Er það mat heimildarmanna blaðsins að þetta framboð Össurar sé hugsað sem stuðningsframboð við Kristínu. Adda Bára Sigfús- dóttir hefur skipað annað sæti listans, en hún gefur ekki kost á sér nú. Flokksforystan hefur viljað tefla Sigurjóni fram í fyrsta sætið og Guðrúnu Ágústsdóttur í 2. sætið. Það getur því verið von á átökum innan Álþýðubandalagsins í kom- andi forvali. Þessi átök gætu orðið á milli sömu afla flokksins og tók- ust heiftúðlega á á landsfundi Alþýðubandalagsins í nóvember- mánuði sl. Verkalýðsarmur Al- þýðubandalagsins er klofinn í af- stöðu sinni til þess hvern styðja eigi í þriðja sæti á listanum. Þeir Tryggvi Þór Aðalsteinsson hjá Menningar- og fræðslusambandi Alþýðusambandsins og Guðmund- ur Þ. Jónsson hafa báðir lýst því yfir að þeir vilji þriðja sætið. Hluti verkalýðsarms Alþýðubandalags- ins, með Ásmund Stefánsson for- seta ASl berst fyrir kjöri Guð- mundar, en yngra fólk og þeir sem kennt hafa sig við „lýðræðisöfl" flokksins styðja Tryggva. Skýrsla Alþjóðabankans: Greiðslubyrði vegna erlendra lána kynni að fara yfir 35 % — munum sjá til að þessi spá rætist ekki segir Þorsteinn Pálsson SAMKVÆMT skýrslu er Alþjóðabankinn afhenti íslenskum stjórnvöldum fýrir nokkru kynni greiðslubyröi afborgana og vaxta af erlendum skuldum Islendinga að fara yfir 35% á árunum 1990-1992, þótt skuldahlutfallið lækkaði úr rúmlega 60% af þjóðarframleiðslu í 50%. Þetta kemur fram í áramótagrein Þorsteins Pálssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, sem birt- ist á miðopnu Morgunblaðsins í dag. Hann segir, að ekki sé ástæða til að ætla að svartnættisspár af þessu tagi verði að veruleika. í grein sinni segir Þorsteinn Pálsson, að Alþjóðabankinn hafi í haust látið gera greinargerð um hugsanlega þróun erlendra skulda Islendinga og greiðslubyrði er- lendra lána fram til ársins 1992. Hann bendir á, að auðvitað séu allir útreikningar af þessu tagi varasamir og engin ástæða til að ætla að þeir sýni nákvæmlega það sem verður. Þá segir: “í skýrslu Alþióðabankans eru birt þrjú dæmi. I fyrsta dæminu er reiknað með að ekki verði reynt að stöðva vöxt erlendra skulda. Það gæti leitt til þess að erlendar skuldir yrðu komnar yfir 100% af þjóðarframleiðslu árið 1992, miðað við eldri grunn þjóðhagsreikninga. Á þessu ári fara rúmlega 20% af þjóðarframleiðslunni í afborganir og vexti af erlendum lánum. En samkvæmt dæmi Alþjóðabankans færu 60% af þjóðarframleiðslunni til þess að standa undir afborgun- um og vöxtum af erlendum lánum árið 1992. I öðru dæmi Alþjóðabankans er reiknað með óbreyttri skuldabyrði, en það gæti leitt til þess eigi að síður, að greiðslubyrði vaxta og afborgana myndi tvöfaldast fram til ársins 1992. Loks er í þriðja dæminu reiknað með aðhaldsað- gerðum sem lækka myndu skulda- hlutfallið úr rúmlega 60% niður í rúmlega 50%. Eigi að síður myndi greiðslubyrði afborgana og vaxta fara yfir 35% á árunum 1990-1992, samkvæmt reikniformúlu Al- þjóðabankans." Eftir að hafa skýrt frá þessu segir Þorsteinn Pálsson: „Ekki er ástæða til að ætla að svartnættis- spár af þessu tagi verði að veru- leika. Við munum til að mynda skuldbreyta lánum til þess m.a. að greiðslubyrðin vaxi ekki með slíkum ofurþunga sem þessi dæmi gera ráð fyrir. Það er nógu erfitt að taka meira en fimmta hluta af þjóðarframleiðslunni og senda út- lendingum áður en við tökum til við að skipta upp á milli okkar sjálfra. Hitt væri ógerlegt, að þurfa að senda útlendingum meira en 40% af þjóðarframleiðslunni, áður en við skiptum kökunni sjálf- ir á milli okkar, íslendinga. Borgarstjóri kveikir á öndvegissúlunum KVEIKT verður á öndvegissúlum Reykjavíkurborgar við sérstaka athöfn á Vesturlandsvegi klukkan 17.00 á nýarsdag. Súlurnar eru staðsettar við borgarmörk Reykjavíkur á Vest- urlandsvegi, Suðurlandsvegi og við Kringlumýrarbraut og mun Davíð Oddsson, borgarstjóri, kveikja á þeim öllum í einu við áðurnefnda athöfn við borgar- mörkin á Vesturlandsvegi. Hér er um að ræða ljósasúlur, sem á er merki borgarinnar og af- mælismerki og jafnframt verður hægt að birta á þeim tilkynning- ar um viðburði i borginni á afmælisárinu. Efst á súlunum eru kastarar, sem varpa ljóskeil- um upp á himinhvolfið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.