Morgunblaðið - 31.12.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 31.12.1985, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31.DESEMBER 1985 36 síst með þvi að draga úr spennu á lánamarkaðnum. Sem kunnugt er samþykkti Al- þingi nú á dögunum fjárlög og lánsfjáráætlun fyrir næsta ár. Útkoman úr ríkisfjármálunum á næsta ári ræðst auðvitað af því, hvernig standast þær forsendur, sem þar er gengið út frá, og er þar með háð því, hvernig til tekst með stjórn efnahagsmála almennt á næsta ári. Um þetta efni vil ég ekki flytja sérstakar hrakspár, en leyni hins vegar ekki þeirri skoðun minni, að jafnvel þótt forsendur stæðust talsvert betur en reynsla undanfarinna ára sýnir, virðist mér þessi fjárlög ekki fela í sér nægjanlegt fráhvarf frá þeirri út- þenslustefnu, sem alltof lengi hef- ur ríkt. Miklar breytingar hafa orðið á lánamarkaðnum hér á landi að undanförnu með auknu frelsi lána- stofnana til ákvörðunar um vexti o.fl. og vaxandi lánsviðskiptum á verðbréfamarkaði. Þessum breyt- ingum hefur fylgt harðnandi samkeppni um fjármagn og veru- leg hækkun raunvaxta. Jákvæðir raunvextir eru vissulega forsenda þess að sparnaður þrífist og jafn- framt að eðlilegar kröfur séu gerð- ar til arðsemi fjárfestingar. Hins vegar eru takmörk fyrir öllu, og tel ég að vextir á hinum almenna lána- og verðbréfamarkaði séu nú í mjög mörgum tilvikum orðnir óeðlilega háir og úr öllu samhengi við afkomuskilyrði atvinnulífsins. Það er því nauðsynlegt að stuðlað verði að lækkun raunvaxta frá því, sem nú er, þannig að atvinnu- lífið geti staðið undir þeim. Jafn- framt verður að draga úr hinni óhóflegu ásókn hins opinbera í lánsfé, sem stöðugt virðist aukast. Flestum er ljóst, að byltingar- kenndar breytingar hafa verið að eiga sér stað á framleiðslutækni og stjórnun meðal iðnvæddra þjóða. Þessar nýju aðstæður gera ^ kröfur til endurmats og endurbóta á menntun starfsfólks og stjórn- enda í iðnaði jafnt hér á landi sem annars staðar. Þessi staðreynd var einmitt eitt af meginviðfangsefn- um Iðnþings íslendinga, sem Landssamband iðnaðarmanna hélt í lok október sl., en þar voru menn sammála um, að efling verkmennt- unar og stjórnunarþekkingar í iðnaði væri ein af meginforsendum bættrar hagsældar. Mál þetta er fjölþættara en svo, að þvi verði gerð skil í stuttu máli, en ég leyfi mér að taka út úr eitt atriði, sem Landssamband iðnaðarmanna hefur lengi haft á stefnuskrá sinni, og það er, að hið allra fyrsta verði komið á vandaðri fræðslu fyrir j verðandi iðnmeistara, sem býr þá undir það hlutverk, sem flestir þeirra takast á hendur, þ.e. fjár- málalega og tæknilega stjórn í iðn- og verktakafyrirtækjum landsins. Þótt ótrúlegt megi virðast, er staðt reyndin nefnilega sú, að þennan þátt vantar í fræðslukerfi þjóðar- innar. Ljóst er, að aðeins með aukinni framleiðslu er hægt að halda hér uppi þeim lífskjörum, sem við gerum kröfur til. Möguleikarnlr eru fyrir hendi í talsverðum mæli í öllum framleiðsluatvinnuvegun- um, en óneitanlega eru mjög bundnar vonir við iðnaðinn í þessu sambandi og það réttilega að mínu mati. Sjálfsagt er að kanna vand- lega stóriðjukosti og annan nýiðn- að, en ég vara þó við þeirri hugsun, að yfirleitt geti verið um einhverj- ar töfralausnir að ræða. Árangur í atvinnuuppbyggingu byggist nánast undantekningarlaust á því, að til staðar sé staðgóð þekking á framleiðslu- og markaðssviðinu. Því er nærtækast og ódýrast að hlúa að og auka við þá þekkingu, sem fyrir er í almennum iðnaði landsmanna, og stuðla að því, að hann geti aukið markaðshlutdeild á innanlandsmarkaði, en þar er í mörgum tilvikum verulegt verk að vinna, og jafnframt að hasla sér völl áerlendum mörkuðum. Ein veigamesta forsenda árang- urs í þessum efnum er efling vöru- þróunar og markaðsstarfsemi í íslenskum iðnaði. Nægir í þessu sambandi að benda á, að í harðn- andi samkeppni hvarvetna í heim- inum vegnar þeim fyrirtækjum yfirleitt best, sem vinna skipulega að vöruþróun og markaðsmálum. Ríkulegur stuðningur stjórnvalda í öllum helstu iðnríkjum við vöru- þróun iðnfyrirtækja er einnig til marks um mikilvægi slíkrar starf- semi. Fyrirtæki hér á landi eru yfirleitt lítil og hafa ekki mikia möguleika á því að leggja í kostn- aðarsamar aðgerðir á þessum svið- um, án utanaðkomandi aðstoðar, auk þess sem mennta þarf hæft fólk til áð stjórna slíku starfi. Hins vegar hefur sýnt sig, að mikill áhugi er í ísienskum iðn- fyrirtækjum á að efla þennan nauðsynlega þátt í starfsemi þeirra, og þar er mikið um áhuga- samt og dugmikið fólk, sem býr yfir vænlegum framleiðsluhug- myndum. Til þess að þetta afl fái útrás, þarf bæði að styrkja fjárhag vöruþróunar- og markaðsdeildar Iðnlánasjóðs, þannig að hún geti veitt áhættulán til álitlegra verk- efna, en einnig þarf að gera ráð- stafanir, sem stuðlað gætu al- mennt að auknu framboði áhættufjár, svo sem með því að greiða fyrir viðskiptum með hluta- bréf. Þá eru miklar vonir bundnar við hið nýstofnaða Þróunarfélag, sem vonandi á eftir að lyfta Gretti- stökum í þessum efnum. Ljóst er, að um þessar mundir er við verulegan vanda að etja í ýmsum greinum iðnaðar, sem einkum stendur í sambandi við þrengingar í efnahagslífi lands- manna og erfiða stöðu sjávarút- vegsins. í þessari stöðu tel ég meginmáli skipta, að dregið verði úr eyðsluútgjöldum hins opinbera, en fjármagni þess í stað veitt í arðbæra atvinnuuppbyggingu, ekki síst í iðnaði, þar sem mikla möguleika er að finna. Með þá von í brjósti, að samstaða náist þegar á næsta ári um slíka stefnumörk- un, leyfi ég mér að vera hóflega bjartsýnn, að framundan geti verið verulegur vöxtur í atvinnulífi þjóð- arinnar. Að lokum vil ég færa félags- mönnum Landssambands iðnaðar- manna kveðju mína og óska þeim og landsmönnum öllum velfarnað- aránýjuári. Jón Páll Halldórsson, vara- fiskimálastjóri: Vaxandi erfiðleikar NÚ ER Ijóst, að heildarafli lands- manna árið 1985 verður meiri en nokkru sinni fyrr. Veldur loðnuafl- inn þar að sjálfsögðu miklu, sem nú er um 60% heildaraflans. Árs- aflinn verður væntanlega um 1.660 þús. lestir, sem skiptist þannig, að þorskaflinn verður um 320 þús. lestir, annar botnfiskafli 260 þús. lestir, síld 50 þús. lestir, rækja, humar og skelfiskur 40 þús. lestir og loðnuafli 990 þús. lestir. Árið 1984 varð ársaflinn 1.525 þús. lestir og hafði aðeins einu sinni áður orðið meiri. Það var árið 1979, þegar ársaflinn varð 1.640 þús. lestir. Litlar breytingar hafa orðið á sóknarmynstri frá fyrra ári. Þá var loðnuaflinn 865 þús. lestir eða 57% heildaraflans. At- hyglisverðast er, að þorskaflinn hefir aukizt um 14% úr 281 þús. lestum í 320 þús. lestir, en annar botnfiskafli hefir dregist saman um 9%, úr 287 þús. lestum í 260 þús. lestir. Síldarafli, rækja, hum- ar og skelfiskur er nánast sá sami og árið áður. Á þessu ári voru aflakvótar á öllum veiðum, nema rækjuveiðum á djúpslóð. Þátttaka í þeim veiðum hefir aukizt mikið seinustu árin, og hefir rækjuafli meira en tvö- faldast frá árinu 1982 og verðmæti aflans miklu meira, þar sem hluti þeirrar rækju, sem veidd er á djúp- slóð, er miklu verðmeiri en inn- fjarðarækjan. Kvótakerfi við stjórnun botnfiskveiða, sem gildi tók í ársbyrjun 1984, var framlengt í byrjun þessa árs og hefir því gilt í tvö ár. Mikill ágreiningur hefir verið um þessa stjórnunarleið og sitt sýnist hverjum, en Alþingi hefir nú nýverið lögfest kvótakerf- ið við stjórnun botnfiskveiða til næstu tveggja ára. Markaðsverð fyrir sjávarafurðir var í flestum tilfellum hagstætt á árinu. Verð á mjöli og lýsi var að vísu lágt allt árið, en veruleg hækkun varð á nokkrum öðrum tegundum, s.s. saltfiski og ísvörð- um fiski. Eftirspurn var einnig eftir flestum okkar framleiðslu- vörum, þannig að sjávarvörubirgð- ir um þessi áramót verða nú minni en um langtárabil. Ýmsir jákvæðir hlutir hafa gerzt innan sjávarútvegsins á þessu ári, sem á margan hátt marka þáttaskil. Má þar nefna fjölgun frystiskipa og aukinn út- flutning á isvörðum fiski, sem að nokkru leyti hefir farið inn á nýja markaði. Frystibúnaður var settur í mörg skip á árinu og ljóst er, að þeim skipum, sem frysta aflann um borð, mun fjölga nokkuð á næsta ári. Afkoma þessara skipa hefir yfirleitt verið góð, svo og tekjur skipshafnar. Þá hefir aukizt verulega útflutningur á ferskum fiski og má ætla, að þessi útflutn- ingur verði um 70 þús. lestir á árinu, þar af hafa 42 þús. lestir verið fluttar út með fiskiskipum, en 28 þús. í gámum. Þessi útflutn- ingur kemur að nokkru leyti í stað skreiðarverkunar, sem nú liggur að mestu leyti niðri. Má í því sambandi benda á, að árið 1980 fóru í 81 þús. lestir botnfiskaflans til skreiðarverkunar og árið 1981 fóru 133 þús. lestir í þá verkun. Ef rétt er á málum haldið, er enginn vafi á, að hér er um æski- lega þróun að ræða, sem hefir haft jákvæð áhrif fyrir atvinnu- greinina. Markaðsverð fyrir fersk- an fisk hefir verið mjög hagstætt allt þetta ár og gengisþróunin hefir unnið með þessum útflutn- ingi með hækkandi verði á Evr- ópu-gjaldmiðlum. Þessi útflutn- ingur hefir því fært sjómönnum og útgerð umtalsverðan tekjuauka og víða tekið við þeim afla, sem áður fór að miklu leyti til skreiðar- verkunar. Þá ber einnig að nefna í þessu sambandi, að fjöldi útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækja eru nú virk- ir þátttakendur í uppbyggingu fiskeldis, sem vonandi verður til þess að skjóta traustari stoðum undir þennan atvinnuveg á kom- andi árum. Uppbygging á öðrum sviðum hefir verið takmörkuð, m.a. vegna takmarkana stjórnvalda á nýbyggingu fiskiskipa og fjár- hagslegra erfiðleika fiskvinnsl- unnar. Það hlýtur að vekja nokkra athygli og veldur verulegum áhyggjum, að á sama tíma og út- gerðin skilar á land meiri afla en nokkru sinni fyrr, markaðsverð fyrir afurðir okkar er yfirleitt hagstætt og birgðir litlar, skuli flestar greinar sjávarútvegsins — bæði veiða og vinnslu — eiga í verulegum og vaxandi erfiðleikum. Afkoma sjávarútvegsins í heild hefir verið slæm á árinu, þó að nokkrar undantekningar megi finna, enda hlýtur afkoma milli einstakra greina alltaf að verða nokkuð mismunandi. Stór hluti útgerðarinnar býr við erfið rekstr- arskilyrði og samtök fiskvinnsl- unnar ætla, að tap á frystingu sé nú 8—9% og tap hefir verið á söltun á þessu ári. Uppboð á fiski- skipum og fiskvinnslustöðvum hafa hvílt eins og skuggi yfir at- vinnugreininni síðari hluta ársins og atvinnulíf fjölda byggðarlaga um allt land er í stórkostlegri hættu af þessum sökum. Það er því alveg ljóst, að um þessi áramót stendur sjávarútvegurinn frammi fyrir miklum vanda, sem ekki verður komizt hjá að takast á við. Áframhaldandi hallarekstur í þessari atvinnugrein býður heim margvíslegum hættum, ekki hvað sízt í þeim byggðarlögum, sem by8tUa afkomu sína alfarið á sjó- sókn og fiskveiðum, og er ekki séð nú, hvaða afleiðingar það kann að hafa. Brids Arnór Ragnarsson Bridsfélag Akureyrar Ólafur Lárusson og Jakob Kristinsson sigruðu i jólamóti BA og Sparisjóðs Glæsibæjar- hrepps sem fram fór í Blóma- skálanum Vín við Hrafnagil 29. desember. Háðu þeir harða keppni við Ólaf Ágústsson og Pétur Guðjónsson sem leiddu mótið lengst af. Alls tók 61 par þátt í mótinu sem spilað var eftir Mitchell-fyrirkomulagi. Voru spilararnir víða af Norðurlandi og 4 pör úr Reykjavík. Spilað var í tveimur lotum og var sameigin- legt borðhald á milli þeirra. Lokastaðan: Ólafur Lárusson — Jakob Kristinsson 801 ólafur Ágústsson — Pétur Guðjónsson 787 Stefán Vilhjálmsson — Guðmundur V. Gunnlaugsson 746 Jóhann Andersen — Pétur Antonsson 746 Grettir Frímannsson — Hörður Blöndal 744 ÆvarÁrmannsson — Sverrir Þórisson 726 GunnlaugurGuðmundsson — Magnús Aðalbjörnsson 712 Gunnar Ásgeirsson — Ingólfur Bragason 709 Rögnvaldurólafsson — Jón V. Jónmundsson 692 Birgir Marinósson — Garðar Aðalsteinsson 680 Meðalárangur 624. Reiknimeistari var Vigfús Pálsson og keppnisstjóri Albert Sigurðsson. Veitt voru verðlaun fyrir 5 efstu sætin en þau voru gefin af Sparisjóði Glæsibæjar- hrepps og Skjaldborg. Akureyrarmót í tvímenningi hefst þriðjudaginn 7. janúar. Skráning er hafin hjá stjórn fé- lagsins og lýkur kl. 20 laugardag- inn 4. janúar. Spilaður verður barometer. Spiiað er í Félags- borg á þriðjudögum kl. 19.30. Hjónaklúbburinn Sveit Dóru Friðleifsdóttur sigraði í hraðsveitakeppninni en með henni spiluðu í sveitinni: Guðjón Ottósson, Sigríður Ottósdóttir og Ingólfur Böðvarsson. Lokastaðan: Dóra Friðleifsdóttir 2371 Valgerður Eiríksdóttir 2352 Svava Ásgeirsdóttir 2297 Steinunn Snorradóttir 2273 Hulda Hjálmarsdóttir 2263 Sigríður Ingibergsdóttir 2260 Ólöf Jónsdóttir 2243 Næsta keppni klúbbsins verður þriggja kvölda tvímenningur sem hefst 7. janúar. Félagar eru hvattir til að mæta tímanlega en spila- mennska hefst ekki seinna en 19.45. MorKunblaðið/RAX Fyrsta einvígið sem Samvinnuferðir/Landsýn hefir boðið til fór fram á laugardaginn. Þá mætti bridssveit með borgarstjórann í Reykjavík, Davíð Oddsson, í fararbroddi. Spilaður var 32 spila leikur og gerði Davíð sér lítið fyrir og sigraði Golíat með 89 punktum gegn 60. í sveit Davíðs spiluðu Jón Steinar Gunnlaugsson, Þórarinn Sigþórsson og Þorlákur Jónsson. í Samvinnuferða/Landsýn-sveitinni eru Valur Sigurðsson, Aðal- steinn Jörgensen, Jón Baldursson og Sigurður Sverrisson. Sveit frá ÍSAL með Ragnar Halldórsson í brnddi fylkingar hefir óskað eftir að fá að spila næsta leik gegn Samvinnuferðum/Landsýn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.