Morgunblaðið - 31.12.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.12.1985, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31.DESEMBER 1985 t Eiginkona mín, móöir okkar og tengdamóöir, ELÍNBORG BJARNADÓTTIR, Furlundi 15d, Akureyri, lést 22. desember. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju laugardaginn 4. janúar kl. 13.30. Ófeigur Pétursson, Hreinn Ófeigsson, Freyr Ófeigsson, Ingíbjörg Ofeigsdóttir, Guörún Ófeígsdóttir, Auöur Ófeigsdóttir, Sesselja Guöbjartsdóttir, Arnheiöur Jónsdóttir, Garöar Ingjaldsson, Hallgrímur Arason. t Eiginkona mín og móöir okkar, UNNUR GUÐBERGSDÓTTIR, Silfurteigi 1, sem lést 26. desember veröur jarösungin frá Laugarneskirkju mánudaginn 6. janúar kl. 13.30. Fyrir hönd tengdabarna og barnabarna, Auöunn Hermannsson, Guörún Auöunsdóttir, Guöbergur Auðunsson, Hermann Auöunsson, Herborg Auöunsdóttir. t Sambýlismaöur minn, faöir okkar og bróðir, SIGGEIR EIRÍKSSON frá Gestsstöóum, Fáskrúösfirói, Álftamýri 44, Reykjavík, lést í Landspítalanum 28. desember. Jaröarförin fer fram í Háteigskirkju þriöjudaginn 7. janúar kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartavernd. Guörún Stuart, Rúnar Siggeirsson, Valgeróur Siguröardóttir, Sævar Siggeirsson, Sigríöur Arnþórsdóttir, Oiga Siggeirsdóttir, Hafsteinn Sigurösson, Sigurjón Siggeirsson, Sigurbjörn Eiríksson. t MARGRÉT SÆMUNDSDÓTTIR, Snælandi 7, sem lést aö morgni jóladags, veröur jarösungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 3. janúar kl. 10.30. Jarösett veröur í Kirkju- garöinum viö Suöurgötu. Þóröur Sævar Jónsson, Þóra Jónsdóttir, Jón Sævar Þóróarson, Margrét Þóröardóttir, Bergljót Jónsdóttir, Bjöm Þór Bjömsson. Lóra Thorarensen, Bjöm G. Bjömsson, Elfa Björk GyHadóttir, Steingrímur Jón Þóröarson, Minning: Ingvi Jóhannes- son bifreiðastjóri Fsddur 19. maí 1925 Dáinn 25. desember 1985 Að kvöldi jóladags andaðist á heimili sínu, Hringbraut 34 í Hafnarfirði, Ingvi Jóhannesson, bifreiðastjóri, og fer útför hans fram frá Hafnarfjarðarkirkju, 2. dag j anúarmánaðar. Senn er þetta ár á enda runnið og innan skamms heyrir það for- tíðinni til og í þeirri fortíð geymi ég minninguna um Ingva mág minn. Hann fæddist 19. maí 1925, sonur hjónanna Jóhannesar Jó- hannessonar, bakarameistara, er lést 28. desember 1974 og konu hans, Jónu Jóhannsdóttur, næst elstur fjögurra systkina, hin eru Hulda, Þuríður og Ragnar. Á Suðurgötunni í Hafnarfirði sleit hann barnsskónum við leik og störf í skjóli umhyggjusamra foreldra. í þá daga var tilveran með nokkrum öðrum hætti en gerist í dag, lífsbaráttan harðari og erfiðari. Börnin tóku til hendi svo skjótt sem auöið var og lá Ingvi ekki á liði sínu og byrjaði snemma að hjálpa til og þótti liötækur til allra verka. Það sem hann tók sér fyrir hendur var aldrei unnið með hálfvelgju, heldur beitt ákafa og dugnaði og ekki hætt fyrr en verki var að fullu lokið. Sjómennsku stundaði hann skamma hríð, tók síðan til starfa hjá föður sínum í Alþýðubrauðgerð Hafnarfjarðar. En lengst af starfaði hann sem leigubílstjóri í Hafnarfirði og var einn af hluthöfum í Bifreiðastöð Hafnarfjarðar. Árið 1949 kvæntist hann traustri og mætri konu, Sigríði Guðmundsdóttur, en hún andaðist 19. september 1980 og þá var sem hamingjusól hans hnigi til viðar, því hún var hans trausta lífsakk- eri. Þau byggðu sér fljótlega hús að Hringbraut 34 og þetta hús varð þeirra heimili til hinstu stundar. Þau eignuðust eina dóttur, Jónu Guðlaugu, fædda 27. maí 1950 og varð hún innihald og sólargeisli lífs þeirra, enda jákvæður og þróttmikill persónuleiki, sem ætið sér hinar jákvæðu og björtu hliðar tilverunnar. Nú reynir enn á ný á þrótt hennar og þrek, þar sem hún missir nú pabba sinn á óvæntan og snöggan hátt, eins og líka varð með móður hennar fyrir fimm árum, en hún stendur ekki ein. Á þessum fimm árum hafa synir hennar tveir vaxið úr grasi. Ingvi Týr, 17 ára, og Tómas Aki, 11 ára, og veita mömmu sinni alla sína umhyggju á þessari erfiðu stund, þó sérstaklega Ingvi Týr, sem og var „augasteinn" afa síns frá fyrstu stundu. Jóna er búsett í Plórída, gift ágætis manni og hefur búið fjölskyldu sinni hlýlegt og gott heimili og stendur sig með mikilli prýði í þessu framandi landi. Ingvi mágur minn var dagfars- prúður og stilltur maður og bar ekki tilfinningar sínar á torg. Hann var góður sonur móður sinnar og milli þeirra ríkti einstak- lega gott samband. Hún lifir son sinn og er henni sonarmissirinn þung og erfið raun. t Eiginmaöur minn, FRIÐJÓN GUÐLAUGSSON vélatjóri, Arnarhrauni 4, Hafnarfiröi, lést i Landspítalanum 28. desember. Fyrir hönd annarra vandamanna. Hulda Hansdóttir. Ég man Ingva mág minn ungan mann, glaðan og spaugsaman, umhyggjusaman heimilisföður, sem unni konu sinni og dóttur af heilum hug. Þannig mun ég geyma mininguna um hann. Ingvi Jóhannesson er nú genginn á vit þeirrar tilveru, sem ég trúi og treysti að veiti honum himn- eskan eilífan frið. Aldraðri móður hans, dóttur og dóttursonum, flyt ég mínar dýpstu samúðarkveðjur og bið góðan guð að gefa þeim styrk á þessari sorg- arstund. Mjöll Sigurðardóttir Þúertgesturájörðu og Guð er að leiða þig heim þar sem gáta þín ræðst og lokið er hinsta vanda. (S.E.) Við stöndum svo oft andspænis því sem við skiljum ekki og spyrj- um — „Hver er tilgangurinn? Gat þetta ekki verið öðruvísi?" Já, það er oft auðveldara að spyrja en svara, og í þessum efnum verður oftast lítið um svör. Lífs- gátan er og verður löngum torráð- in dauðlegum mönnum. En einn er sá sem öllu ræður og þá verður ekki undan vikist. Við eigum öll erfitt með að sætta okkur við að hann Ingvi í Hábæ, eins og vinir og kunningjar kölluðu hann, sé horfinn okkur. Ingvi fæddist í Hafnarfirði 19. maí 1925, sonur hjónanna Jónu Jóhannsdóttur og Jóhannesar Jó- hannssonar, bakarameistara. Hann var næstelstur fjögurra systkina, sem öll komust til full- orðinsára. raöauglýsingar raöauglýsingar raðauglýsingar Viðskiptavinir athugið Lokaö verður vegna vörutalningar 24.12.85-06.01.86. Sendum okkar bestu jóla- og nýárskveöjur. A. KARLSSON HF. - MEILDVERSLUn - SlMI 27444. P.O. BOX 107 BRAUTARHOLTl 2& REYKJAVfK kennsla Skálholtsskóli býöur fornám á vorönn fyrir nemendur sem ekki hafa hlotiö tilskylda framhaldseinkunn á grunnskólaprófi, eöa eru orönir 18 ára. Kenndar veröa kjarnagreinar: íslenska, danska, enska og stæröfræöi. Auk þess eru í boöi kennslugreinar Lýöháskólans, svo sem myndmennt, félagsgreinar, vélritun og fleira. Kennsla hefst 7. janúar og lýkur meö prófum 2., 5., 7. og 9. maí. Umsóknir berist til Skálholtsskóla 801 Sel- foss. Uppl. eru veittar í símum: 99-6871 eöa 99-6872. E til sölu Til leigu eða sölu meðalstór veitingastaður vel staðsettur á Rvík-svæðinu. Vínveitingaleyfi, tveir veitingasalir, góð vinnu- aöstaöa, stækkunarmöguleikar. Þeir sem áhuga hafa á aö kynna sér málið nánar, sendi bréf til augl.deild Mbl. fyrir 10. janúar merkt: „Miöbær — 3496. Jólaglögg Skólanefnd Týs FUS efnir til jólafundar fimmtudaginn 2. janúar i sjálfstœðistiúsinu aö Hamraborg 1, kl. 17.00. Gestur fundarins veróur Dr. Hannes H. Gissurarson. Skólanefndin Þórshafnarbúar og nærsveitamenn Sjálfstæöisfélagiö boöar til almenns fundar um fiskveiöistjórnun og sjávarútvegsmál i félagsheimilinu laugardaginn 4. janúar kl. 16.00. Frummælandi Björn Dagbjartsson alþingismaóur. Sl/órnln. Áramótaspilakvöld Varðar Landsmálafélagiö Vöröur heldur áramótaspilakvöld sitt sunnudaglnn 5. janúar nk. i Súlnasal Hótels Sögu. Húsiö opnaö kl. 20.00. Glæsileg- Ir vinningar þ. á m. flugferö til Kaupmannahafnar, bækur, matarkröfur o.fl. Kortiö kostar aöeins 250 kr. Sjálfstæöismenn eru hvattir til aö fjölmenna. Landsmálafélagió Vöröur. bétar — skip Utgerðarmenn Óskum eftir trollbát í viöskipti nú þegar. Upplýsingar í síma 92-6921 á daginn og símum 92-1925 og 92-3629 á kvöldin. Hafnir hf., fiskvinnsla, Höfnum. rsrr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.