Morgunblaðið - 31.12.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.12.1985, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31.DESEMBER 1985 eða sem niðurgreiðsla á innflutn- ing. Skuldabyrði ríkisbúskapar og sjávarútvegs veldur því hins vegar að ógerningur er að skrá gengið rétt og viðhalda því, nema með uppskurði á okkar sjúka hagkerfi og meiri háttar fjármagnstilfærsl- um samtímis. Þetta kallar á algerlega nýtt skattakerfi. Erlendar skuldir verða að lokum ekki greiddar nema með auknum sköttum. Þá verður að tryggja, að þeir sem hagnast hafa á núverandi fjármagnssóun- arkerfi, greiði sinn hlut undan- bragðalaust (sbr. tillögur Alþýðu- flokksins um aðgerðir gegn skatt- svikum, afnám tekjuskatts á með- ailaun, nýtt söluskattskerfi og stigbreytilegan stóreignaskatt). 1 framhaldi af þessu leggég til að fiskverð tengist betur erlendu markaðsverði, að fiskmarkaöur verði starfræktur fyrir Faxaflóasvæðið, að leiðrétting gengisskráningar taki mið af hækkun fiskverðs, að öflugur verðjöfnunarsjóður verði starfræktur í samræmi við upp- hafleg markmið. Markmiðið er síðan að taka upp frjálsa gjaldeyrisverzlun, þannig að þeir sem afla gjaldeyrisins (út- flutningsgreinar) selji hann í samræmi við frarrboð og eftir- spurn á opnum markaði. Þetta yrði einhver róttækasta breyting, sem hægt er áð gera á íslenzku þjóðfélagi; það mundi auka mjög vægi sjávarútvegs og útflutnings- greina á kostnað innflutnings og þjónustu. Þessu ætti síðan að fylgja eftir með nýskipan sveitar- stjórnarmála, sem hefði það að markmiði að efla fjárhagslegt sjálfstæði héraðanna. 4. Mér er ógerningur að taka af- stöðu til rannsókna, sem ekki verð- ur sagt fyrir um, til hvaða niður- stöðu muni leiða. Vísindarann- sóknir byggja á tilgátum, ekki fyrirfram gefnum niðurstöðum. Fullyrðingar Bandaríkjaforseta um að niðurstaða þessara rann- sókna verði nýtt varnakerfi í geimnum, sem leysi núverandi ógnarjafnvægi kjarnorkuvopna af hólmi, eru með öllu ósannaðar. Á þessu stigi málsins virðast flestir spyrja, hvort syndsamlegt skuli teljast, að halda þessum rannsókn- um áfram. Það held égekki. Rann- sóknirnar geta leitt til óvæntrar og ófyrirséðrar niðurstöðu. Leit mannsandans að nýjum lausnum ber ekki að stöðva með pólitísku valdboði, sem allt eins geta reynzt vera pólitískir hleypidómar. 5. Það læra börn, sem fyrir þeim er haft. Ef sú reynsluspeki er á rökum reist, gæti það þýtt að barnabörnin mín töluðu allt annað tungumál en ég og mínir jafnaldr- ar. Ef fram fer sem horfir munu þau alast upp í allt öðru málum- hverfi. Verður það ekki aðallega erlent myndmál, sem birtist þeim á skermi frá morgni til kvölds? Hvar lærði ég íslenzku, með leyfi? Við móðurkné, af bókum, af tungutaki fornmanna, sem voru sveitungar mínir og samtímamenn vestra; og í skólum, sem gerðu strangar kröfur um málfræðilega greiningarhæfni. Barnabörnin mín hljóta að nema sína íslenzku af öðrum miðlum. Fornmenn eru liðnir undir lok, bókin víkur fyrir myndmálinu, skólinn pípir orðið á alla málfræði og kvikmyndin, sjónvarpið, mynd- bandið og plötusnuð dægurgæl- unnar, allt glymur þetta í eyrum og fyrir augum barnabarnanna upp á amerísku. Hvað er til ráða? Er málrækt okkar og metnaði fyrir hönd móðurmálsins ekki stórlega ábótavant? Og ekki bara í samskiptum við Skandinava? Tillögur? Fella niður opinber gjöld af bókaframleiðslu? Verja meiri fjármunum til að framleiða aðalaðandi bækur og kennslugögn á íslenzku og um íslenzku? Leggja meiri rækt við þýðingu erlendra bókmennta á íslenzku? Búa betur að bókasöfnum og öðrum þekking- arbönkum, á íslenzku? Gera strangari kröfur um vinnuaga og árangur í skólum? Verja meiri fjármunum til innlendrar listsköp- unar? Klára Þjóðarbókhlöðuna? Setja skorður við einokun ensk- amerísks efnis í sjónvarpi? Setja reglur um textun og hljóðsetningu myndbanda á íslenzku? Hvetja alvöruskáld til þess að lúta að textasmíð fyrir dægurlagaljóðið? Gera þá kröfu til útvarps á öllum rásum og umba skemmtibransans að afþreyingin verði framvegis flutt á móðurmáiinu? Og biðja Moggann um að þýðingar föstu- dagsútgáfunnar verði framvegis á íslenzku? Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins: Verkalýðshreyfíngin standi saman og nái markmiðum sínum 1 Eftir BSRB-verkfallið í fyrra ákvað ríkisstjórnin að taka allan ávinning kjaraátakanna aftur með einu pennastriki. Það var ekki efnahagsleg nauðsyn heldur hefndaraðgerð til þess að kenna verkalýðshreyfingunni lexíuna í eitt skipti fyrir öll: Að ríkisstjórn- in og markaðurinn ætti að ráða kaupinu og enginn annar. Þessi hefndaraðgerð bar vissulega árangur frá sjónarmiði ríkis- stjórnarinnar um skeið. Árið 1985 hefur því að mörgu leyti verið ár vonbrigða ogerfiðleika í kjaramál- um. Fátæktin hélt innreið sína á fleiri heimili en áður, nauðungar- uppboðum hefur fjölgað, okurlána- starfsemi hefur náð hámarki og landflótti hefur farið vaxandi. Verkalýðshreyfingin gerði samninga á miðju ári um tiltekin kaupmáttarmarkmið. Ljóst er að forsendur þess samnings hafa brostið. Eftir tveggja og hálfs árs setu ríkisstjórnar íhalds og fram- sóknar liggur því fyrir: 1. Einu sinni hafa náðst fram verulegar kauphækkanir í kjaraátökum á tímabilinu. Þær hækkanir voru allar teknar aftur með einu pennastriki. 2. Tvisvar sinnum hefur verið samið á grundvelli fyrirheita sem ríkisstjórnin gaf í verðlags- málum. Þau fyrirheit hafa verið svikin. Það er því augljóst að verkalýðs- hreyfingin hlýtur að taka kaup- máttartryggingu á dagskrá í kjarasamningunum á komandi mánuðum. Það er jafnframt ljóst að árangur næst ekki í baráttunni fyrir kaupmáttartryggingu nema verkalýðshreyfingin standi saman og að hún fari fram í átök ef nauðsyn krefur sem einn maður. Þessi viðhorf hafa komið glöggt fram í samþykktum verkalýðs- hreyfingarinnar, ekki síst í álykt- unum þings Verkamannasam- bands íslands. Það á því að vera unnt að gera sér vonir um að verkalýðshreyfingin nái fram markmiðum sínum á næsta ári ef hún aðeins vill og verður samstiga. En það er ekki verkalýðshreyf- ingin ein sem ræður úrslitum um það hvort kjaraátök verða eða ekki. Þar ræður afstaða stjórn- valda og atvinnurekenda auðvitað miklu. Ef þessir aðilar koma strax til móts við þær sanngjörnu lág- markskröfúr sem verkalýðshreyf- ingin hefur sett fram þá geta þeir komið í veg fyrir átök. Ef þeir neita að horfast í augu við veru- leikann þá hlýtur að koma til kjaraátaka. Það er óhjákvæmilegt. Núverandi kjör eru óþolandi. Landflóttinn er að bresta á. Heim- ilin eru að leysast upp. Uppeldis- skilyrði barnanna eru í hættu. Stundum heyrist að ekkert þýði að berjast — allt verði tekið aftur. Þetta sjónarmið er fráleitt. Við höfum ekki leyfi til þess að gefast upp. Það er ekki aðeins spurning um okkur sjálf heldur líka börnin okkar — framtíð þessarar þjóðar. Það hefur enginn íslendingur sið- ferðilega heimild til þess að gefast upp — við verðum að safna liði. Það er eina leiðin til þess að kenna íhaldinu lexíuna, þá lexíu að ís- landi verður ekki stjórnað til lang- frama í andstöðu við verkalýðs- hreyfinguna. Ella er Island dæmt til fátæktar um langa framtíð. 2. Stefna Alþýðubandalagsins er sú að bönkum eigi að fækka. Sem minnihlutaaðili að ríkisstjórnum höfum við beitt okkur fyrir þeirri stefnu, en Framsóknarflokkurinn hefur lagst gegn henni. Nú gæti verið að rofa til: Útvegsbankinn og vandamál hans hafa komist á dagskrá og allir viðurkenna nú að eðlilegt sé og rökrétt að sameina hann öðrum bönkum. Okkar af- staða er sú að sameina eigi bank- ann hinum ríkisbönkunum. Ekki er vafi á því að meirihluti er á Alþingi nú fyrir því að taka á skipu- lagsmálum bankanna. Alþýðu- bandalagið er reiðubúið til sam- starfs í þeim efnum. Þjóðin hefur ekki efni á hinu dýra bankakerfi; þess vegna er það þjóðhagsleg nauðsyn að sameina banka. Jafnframt er ljóst að spari- fjáreigendur geta ekki tekið þá áhættu sem fylgir mjög smáum bankaeiningum með miklar skyld- ur. Einnig þess vegna verður hér og nú að taka á skipulagsmálum bankanna. Það verður fylgst grannt með því hvort ríkisstjórnin þorir að taka á þessum málum á næstunni. 3. Samkvæmt blaðafréttum fyrir áramótin er ríkisstjórnin nú að athuga að láta framboð og eftir- spurn ráða meiru um gengisskrán- ingu en verið hefur. Þar með yrði stigið nýtt skref á frjálshyggju- brautinni, sem haft gæti ófyrirsjá- anlegar afleiðingar. Þess hefur orðið vart að ýmsir aðilar telja að gefa ætti, gengisskráningu „frjálsa" eins og það er kallað. Með því telja menn sig fá betri stöðu fyrir útflutningsatvinnuvegina en nú er um að ræða. Ég er sann- færður um að slík gengisstefna kæmi útflutningsatvinnuvegunum í koll þegar fram í sækir, auk þess sem við værum með slíkum ákvörðunum að afhenda hinum alþjóðlega fjármagnsmarkaði yfir- ráð yfir veigamiklum þætti efna- hagslegs sjálfstæðis þjóðarinnar. Þess vegna væri betra og eðlilegra að hafa gengisskráninguna á einni hendi, en auðvitað verða stjórn- völd að haga gengisskráningunni með tilliti til útflutningsatvinnu- veganna og viðskipta landsins við umheiminn. sé nefnd til þess að athuga gengis- skráningu, en ég hef séð í blaða- fréttum að deilur eru um það innan ríkisstjórnarinnar hvort skipa á slíka nefnd. Þar munu þeir fremst- ir í flokki Halldór Ásgrímsson og Þorsteinn Pálsson eins og þegar vextirnir voru gefnir „frjálsir" sumarið 1984. En við gengis- ákvörðun nú teldi ég nauðsynlegt að fara vandlega yfir afkomu sjáv- arútvegsins í heild. Þar er um að ræða djúpstæð vandamál sem eiga sér margra ára forsögu, skipulags- og þróunarvandamál sem verður að taka á. Vandi sjávarútvegsins stafar ekki af því fyrst og fremst að gengið sé vitlaust skráð heldur af því að milliliða- og vaxtakostn- aður er að gera út af við fram- leiðslugreinarnar rétt eins og heimilin um þessar mundir. Ef litið er á útgjöld sjávarútvegsins, vinnslunnar, kemur til dæmis í ljós að ýmsir kostnaðarliðir eru geysilega háir. Þar bendi ég á eftirfarandi: Umbúðir kosta vinnsluna nærri hálfan milljarð á ári. Flutningskostnaður nemur um 370 milljónum króna á ári. Orkukostnaður vinnslunnar nemur um 350 millj. kr. á ári. Vextir nema örugglega yfir 1000 milljónum króna á ári. Með því að ráðast á þessa liði má spara stórfellda fjármuni fyrir vinnsluna sem kæmu sér betur fyrir hana sem heild heldur en gengislækkun, þar sem meirihluti allra lána framleiðslunnar eru í erlendum myntum. Þá ætti auðvit- að að athuga rækilega kostnað við útflutningsfyrirtækin, meðal ann- ars umboðslaunakostnað í Banda- ríkjunum. Loks skal bent á það að með því að hækka laun í fisk- vinnslunni er unnt að auka tekjur vinslunnar eins og sýnt hefur verið fram á. Allir þessir þættir eru þýðingarmeiri fyrir útflutningsat- vinnuvegina en gengislækkun við ríkjandi aðstæður. Loks skal bent á að framleiðsla sjávarafurða hefur farið vaxandi á þessu ári og hefur aukist um 5,5—6%. Loðnuaflinn fer langt fram úr því sem verið hefur og þorskaflinn sömuleiðis þrátt fyrir haftastefnuna. í spám Þjóðhagsstofnunar fyrir 1986 er gert ráð fyrir 5% aukningu afla og sjávarvöruframleiðslu, en þar er gert ráð fyrir 900 þúsund tonnum af loðnu og 350 þúsund tonnum af þorski. Markaðir fyrir útflutningsvörur okkar eru hag- stæðir; verðhækkun á Bandaríkja- markaði og þannig mætti lengi telja: Öll ytri skilyrði eru góð: Vandinn á rætur að rekja til stjórnarstefnunnar, einkum í vaxtamálum. 4. Hjörleifur Guttormsson, Guð- rún Agnarsdóttir og Kristín S. Svavar Gestsson Kvaran lögðu fyrir Alþingi tillögu til þingsályktunar um stuðning við bann gegn geimvopnum. Tillagan er á þessa leið: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að beita sér fyrir og styðja á alþjóðavettvangi bann við geimvopnum þar sem miðað verði við: 1. Að allar rannsóknir og tilraunir er tengjast hernaði í himin- geimnum verði tafarlaust stöðvaðar. 2. Að hvers konar hernaðarumsvif og vopnakerfi til nota í himin- geimnum verði bönnuð. 3. Að óheimil sé smíði vopna sem grandað geta þeim gervihnött- um og öðrum tækjum sem tengjast friðsamlegri nýtingu gufuhvolfsins." I rökstuðningi með tillögunni kemureftirfarandi fram: 1. Geimvopnakapphlaup milli risaveldanna mundi gera að engu samninginn um takmörk- un gagneldflaugakerfa, ABM sáttmálann svokallaða frá ár- inu 1972, sem er einn gildasti þátturinn í SALT I samkomu- laginu. 2. Geimvopnaáætlun Bandaríkj- anna gæti girt fyrir allar frek- ari tilraunir til að hemja víg- búnaðarkapphlaupið og aukið stórkostlega hættuna á gereyð- ingarstyrjöld. 3. Ríki Vestur-Evrópu yrðu hern- aðarlega enn háðari Bandaríkj- unum en nú er og vettvangur átakanna milli austurs og vest- urs færðist í enn frekari mæli en nú er til Evrópu. 4. Með tilkomu geimvopna mundi ákvörðun um stríð eða frið, líf eða tortímingu, færast endan- lega úr mannlegu valdi yfir í vélrænar tölvur þar eð bregðast yrði við eldflaugaárás innan fárra sekúndna frá því að eld- flaugum hefði verið skotið á loft. Hættan á tortímingu mannkyns vegna tæknilegra mistaka margfaldast að sama skapi.“ Þessari tillögu var vísað til utan- ríkismálanefndar 5. desember síð- astliðinn. Ég vona sannarlega að Alþingi afgreiði hana að mestu óbreytta; það væri í samræmi við einróma ályktun Alþingis frá sl. vori um utanríkismál. 5. Ríkisstjórnin ákvað fyrir hátíð- arnar að skera niður öll framlög til lista- og menningarstarfsemi. Framlög til lista hafa aldrei verið lægra hlutfall af fjárlögum en á árinu 1986 samkvæmt upplýsing- um Sveins Einarssonar er hann gerði grein fyrir málefnum Kvik- myndasjóðs á fundi þingnefndar. Það er vissulega fyrsta tillaga mín til þess að stuðla að varðveislu íslenskrar tungu að ríki og opin- berir aðilar skapi jákvæðar að- stæður fyrir menningarlega við- leitni hvar sem hún kann að birt- ast. Annað atriði eru lífskjörin sjálf: Það verður ekki stuðlað að varð- veislu íslenskrar tungu nema fólk hafi tíma til að nota hana — að fjölskyldurnar geti talað saman fyrir vinnuþrældómi. Að barna- heimilin verði skipulögð og starf- rækt á þessari forsendu. Að skól- arnir séu betur búnir að kennslu- tækjum og að kjör kennara batni þannig að menntun þeirra og metnaður fái notið sín. Það er ennfremur ein meginforsenda varðveislu íslenskrar tungu að Háskólinn hafi aðstöðu til rann- sókna og útgáfustarfsemi og að lokið verði við Þjóðarbókhlöðuna tafarlaust. Ein ástæðan til þess að tungan á í vök að verjast er afstaða ís- lenskra stjórnvalda í utanríkis- málum. Meirihlutinn á Alþingi hefur með hersetunni klofið þjóð- ina í fylkingar og þar af leiðandi stuðlað að ágreiningi um eina meginforsendur sjálfstæðis, þ.e. utanríkisstefnu íslenska lýðveldis- ins. Önnur ástæðan er sú að í um- ræðum um utanríkismál á undan- förnum áratugum hafa forsvars- menn utanríkisstefnunnar ævin- lega gert lítið úr þeim hættum sem steðja að íslenskri menningu og tungu. Svo virðist sem ritstjórar Morgunblaðsins hafi skipt um skoðun. í þeim efnum og er það vel. Þau skoðanaskipti og þann áhuga þarf nú að nota til alhliða átaks til varðveislu íslenskrar tungu, þvert á flokka og flokka- drætti. Það er til lítils allt okkar starf ef við ekki eigum tunguna og sög- una, menningararfinn, ef við ekki ræktum menninguna og gefum menningarstarfi kost á að blómstra. Það verður hins vegar ekki gert á forsendum markaðshyggjunnar — reynslan er sú, að hún metur ekkert annað en það sem unnt er að selja hér og nú. Þess vegna þurfa ritstjórar Morgunblaðsins líka að leggja okkur lið við að kveða niður þá skammsýni gróða- hyggjunnar sem birtist okkur um þessar mundir. Það er fleira verð- mæti en vextir af okurbréfum; engin verðmæti eru okkur mikil- vægari en tungan og saga þjóðar- innar. Án þessa erum við ekki lengur þjóð og gætum eins runnið saman við aðrar heildir. Þá er til lítils barist í sjö hundruð sumur. Svavar Gestsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.