Morgunblaðið - 31.12.1985, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 31.12.1985, Blaðsíða 44
HIBQOJRIHBMSKHMU V^terkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiöill! plsrjgMiiMitftifo ÞRIÐJUDAGUR 31.DESEMBER 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Grandi hf. segir upp 180 starfsmönnum — stefnt að endurráðningu helmings þess fjölda GRANDl hf. hefur sagt upp um 180 manns af tæplega 600 manna starfs- lidi frá og með 1. janúar. Hér er um að ræða starfsfólk í stjórnunar-, eftirlits- og þjónustustörfum, samtals um 130 manns, auk 50 starfs- manna við saltfisks- og skreiðarverkun. Að sögn Brynjólfs Bjarnasonar, framkvæmdastjóra Granda hf., verður um helmingur þess fólks sem sagt hefur verið upp störfum endurráðið fyrir lok janúarmánaðar. Uppsagnirnar eru liður í endur- skipulagningu á rekstri fyrirtækis- ins og samræmingu á launakjörum starfsfólks fyrirtækjanna tvegnja sem Grandi hf. er myndað úr, Bæjarútgerðar Reykjavíkur og ís- bjarnarins. Ýmsar aðrar breyting- ar á rekstri fyrirtækisins eru á dðfinni, að sögn Brynjólfs. Meðal annars verður starfsemi í fisk- ^vinnslutöðvunum á Seltjarnarnesi og Meistaravöllum lögð niður. Starfsemin á Nesinu hættir strax í byrjun janúar, en á Meistarvöllum í mars nk. Frystihúsið á Granda- garði breytist yfir í sérvinnslu með sérstakri áherslu á hraðunnar pakkningar. Fyrst um sinn verður starfsemi frystihússins á Norður- garði óbreytt, en stefnt er að því að vélvæða það til að vinna fisk í nýjar pakkningar. Þá mun löndun togara fara fram í Bakkaskemmu. Ennfremur verða verkstæði sam- einuð og aðlöguð að þörfum veiða og vinnslu, auk þess sem starfsemi '^útgerðarsviðs verður aðlöguð að breyttu fyrirkomulagi. „BÚR og Isbjörninn voru samein- uð á sínum tíma til að forða því að sjávarútvegur í borginni drægist frekar saman en orðið hefur síðast- liðin ár. Bæði fyrirtækin voru rekin með tapi og það lá ljóst fyrir að það þyrfti að grípa til markvissra — «ðgerða til að snúa þróuninni við,“ sagði Brynjólfur Bjarnason. Hann sagði að frá því að Grandi hf. var stofnaður fyrir rúmum mánuði hefði verið unnið að athugun á ýmsum þáttum f rekstri fyrirtækis- ins og framtíðarmöguleikum þess. Niðurstöður þeirrar athugunar benda til að viðunandi árangur náist aðeins með því að hrinda eftirfarandi markmiðum í fram- kvæmd: í fyrsta lagi að ná betri stjórn á hráefnisöflun og samhæf- ingu veiða og vinnslu; í öðru lagi vorið 1984. Úrtak könnunarinnar hér var 1000 manna tilviljanaúrtak 18 ára og eldri, valið úr þjóðskrá með leyfi tölvunefndar. Svarprósenta var 83% og svarendur dreifðir um allt land. að auka framleiðsluverðmæti með því að nýta sem best verðmætari pakkningar og þróa nýjar vöruteg- undir og umbúðir; í þriðja lagi að auka nýtingu þeirra fjárfestinga sem fyrirtækið hefur yfir að ráða, og loks í fjórða lagi að draga hiut- fallslega úr stjórnunar- og þjón- ustukostnaði. Aðgerðir okkar nú miða að því að ná þessum markmið- um,“ sagði Brynjólfur. Saltfisks- og skreiðarverkun Granda hf. á Seltjarnarnesi- og Meistaravöllum verður hætt í bili í kjölfar áðurnefndra breytinga. Brynjólfur sagði að það hefði verið ákveðið áður en Grandi hf. var stofnað að selja fiskverkunarhúsið Samkvæmt niðurstöðunum álítur rúmlega þriðji hver íslendingur að 1986 verði betra ár fyrir hann per- sónulega en árið sem nú er að líða. Tæp 60% telja að komandi ár verði svipað, en aðeins þrír af hundraði á Seltjarnarnesi og við sameiningu fyrirtækjanna tveggja hefði borgin yfirtekið aðstöðu BUR á Meistara- völlum. „Það var eitt af markmið- um sameiningarinnar að reyna að losa fjármagn með því að selja eignir. Aðstaða fyrir saltfisks- og skreiðarverkun er því ekki lengur fyrir hendi,“ sagði Brynjólfur. Hús- eignirnar á Nesinu hafa verið settar í sölu og ennfremur verður reynt að selja ýmsar vélar og tæki Granda hf. í janúar. Að sögn Brynjólfs er enn sem fyrr skortur á fiskverkunarfólki í pökkun og snyrtingu og verða tæp- lega 20 manns af þeim 50 starfs- mönnum í fiskvinnslu á Seltjarnar- nesi og Meistaravöllum endurráðn- ir. Þeir munu starfa við vinnslu á Japanskarfa. eru svartsýnir og sannfærðir um að árið 1986 verði verra fyrir þá en árið 1985. Um þriðji hver tslendingur álítur að minni ófriður verði á vinnu- markaðinum á komandi ári en á árinu sem er að líða. Álika stór hópur telur að friðsælla verði á alþjóðavettvangi árið 1986 en verið hefur í ár. Ríflega helmingur þjóð- arinnar telur engar líkur á því að heimsstyrjöld brjótist út á næstu tíu árum. 52 íslend- ingar létust af slysforum á árinu Á ÁRINÚ sem er að líða létust 52 íslendingar af slysförum, þar af 5 erlendis. Árið 1984 biðu 50 fslending- ar bana í slysum. í sjóslysum og drukknunum fórust 14 Islendingar i þessu ári samkvæmt upplýsingum Slysavarnafélags íslands, en 18 árið á undan. f umferðarslysum fórust 25 manns í ár, eða jafn margir og í fyrra. f öðrum slysum fórust 13 manns á árinu, á móti 5 árið 1984, þar af þrír í eldsvoðum og þrír vegna líkamsárása. Tvö skip fórust á árinu og biðu fimm manns bana er Bervík SH 43 fórst skammt frá Rifshöfn 27. marz. Mannbjörg varð er plast- báturinn Kvistur fórst á Skaga- firði 22. apríl. Þriggja manna áhöfn var á bátnum, komst hún í gúmbát og var síðan bjargað um borð f vélbátinn Blátind SK 88. Þrír fórust í ám og vötnum og þrír í höfnum, við land eða við köfun. Tveir féllu útbyrðis af skip- um og einn fórst með fiskibáti erlendis. Rýrnun krónunnar á árinu 1985. Krónan hefur rýrnað um 25%áárinu ÍSLENSKA krónan hefur rýrnað rétt rúmlega 25% á árinu sem er að líða, sé tekið mið af hækkun byggingavísitölu, sem hækkaði á árinu um rétt tæp 35 %. Króna, sem tekin var í notk- un árið 1981, hefur nú verið í gildi í 5 ár. Byggingavísitala hefur frá ársbyrjun 1981 hækk- að um 653 stig og er það 553% hækkun. Verðgildi krónunnar í dag er því aðeins 18,1% af verðgildi krónunnar eins og hún var fyrir 5 árum, þegar hún jafngilti 100 krónum. Rýrnun krónunnar á þeim 5 árum, sem liðin eru frá því er hún var tekin f notkun, f árs- byrjun 1981. Skoðanakönnun Hagvangs: Þriðjungur íslendinga við betra ári ÍSLENDINGAR hafa litla trú á að heimsstyrjöld brjótist út næstu 10 árin samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Hagvangs. Hagvangur er meðlimur í Gallup International og voni sömu spurningarnar lagðar fyrir í 36 þjóðlöndum á vegum stofnunarinnar um mánaðamót nóvember—desember. Samkvæmt niðurstöðunum virðast íslendingar með bjartsýnni þjóðum og kemur það heim og saman við aðra alþjóðlega Gallup-könnun sem Hagvangur framkvæmdi '' + Stjörnuljós á áramótum Morxunblaðið/RAX Stjörnuljós gleðja unga sem aldna og þau eru eitt af því sem tilheyrir áramótunum. Það fer vel á því f lok árs æskunnar að kveðja gamla árið með mynd af þessum ungu landsmönnum sem eiga að erfa landið á nýjum árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.