Morgunblaðið - 31.12.1985, Page 22

Morgunblaðið - 31.12.1985, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31.DESEMBER 1985 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31.DESEMBER 1985 23 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, simi 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö. Stjórnmál við áramót Sé litið til þróunar íslenskra stjórnmála á því ári sem er að kveðja og leitast við að ráða gátur framtíðarinnar er til lítils að staldra við það sem stjórn- málamenn og fjölmiðlar ræða mest: efnahagsspár, fjárlagatöl- ur, hæð vaxta, ákvörðun gengis og söfnun skulda í útlöndum. Þetta eru allt skammtímavanda- mál. Þau ér alltaf unnt að leysa. Mestu skiptir að stjórnmála- mönnum takist það sem þeir hafa boðið sig fram til að gera: að veita þjóðinni forystu með þeim hætti að um leiðina að sameiginlegu markmiði ríki sæmilegur friður. Stjórnmálaumræður síðustu vikna hafa einkennst af upp- hlaupum vegna mála sem stjórn- málamenn hafa lítið um að segja eftir að þau eru komin í hendur dómstóla eða lögreglu. Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart að reynt sé að nota slík mál til að koma höggi á pólitíska andstæðinga. Átök af því tagi eru yfirleitt skammtímaupphlaup sem lýkur án endanlegrar niðurstöðu. Hún liggur ekki fyrir fyrr en dómstól- ar hafa lokið störfum sínum. Það tekur þá oft langan tíma að hnýta alla þræði í flóknu máli. Þar kemur fram munurinn á þeim vinnubrögðum sem dómendum er skylt að hafa og skyndiákvörðun- um stjórnmálamanna um að ákæra og sakfella í sömu andrá. Slík högg má auðveldlega bera af sér en stjórnmálamennirnir geta ekki frekar en aðrir deilt við dómarann og verða að hlíta úr- skurði hans í samræmi við lög og reglur. Sé litið undir yfirborð stjórn- málabaráttunnar og reynt að meta undirstrauma sem ráða meiru um framtíð en upphlaups- mál í fortíð koma ýmis forvitnileg umhugsunarefni í ljós. í samræmi við ákvarðanir sem voru teknar í haust hverfur Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra, úr ríkisstjórn á næstu vikum. Þar með skapast pólitísk óvissa vegna manns sem staðið hefur eins og klettur í hafi undanfarna áratugi. Hvaða áhrif hefur þetta fyrir ríkisstjórn sem stendur frammi fyrir dvínandi vinsældum? Brottför Geirs úr formannssæti í Sjálfstæðis- flokknum 1983 varð upphaf breyt- ingaskeiðs í flokknum og stjórn- málalífinu sem ekki er lokið. Kapphlaupið milli fimm flokka sem hafa skipað sér vinstra megin við Sjálfstæðisflokkinn hefur tekið þessa stefnu: Framsóknar- flokkurinn naut mesta fylgis þessara flokka í þingkosningum vorið 1983. Samkvæmt þeim úr- slitum varð Alþýðubandalagið stærsti stjórnarandstöðuflokkur- inn. Á þessu ári hefur Alþýðu- flokkurinn farið fram úr þessum flokkum báðum á vinsældalista skoðanakannana. Framsóknar- flokkurinn er lentur í þriðja sæti af þessum þríflokkum sem hafa löngum sótt kraft sinn í drauminn um að geta sameinast undir for- ystu framsóknar til að klekkja á Sjálfstæðisflokknum. Nú nær draumsýn flokkanna ekki til annars en að geta kannski sam- eiginlega haldið úti málgögnum á kostnað ríkisins. Alþýðuflokkur- inn gengur með grasið í skónum á eftir Sjálfstæðisflokknum. Engin sérstök teikn eru á lofti sem benda til þess að stjórnar- samstarf framsóknarmanna og sjálfstæðismanna rofni á næst- unni; þingkosningar eiga ekki að verða fyrr en 1987. Hjá Bandalagi jafnaðarmanna hafa orðið umskipti á árinu bæði að því er varðar forystu og skipu- lag. Meginstefna flokksins er enn sú að afnema beri þingræði í landinu. Með því að setja það sem úrslitaskilyrði útilokar flokkur- inn sig frá málamiðlun í sam- vinnu við aðra flokka. Samtök um kvennalista eru í mörgu tilliti lengst til vinstri af stjórnmála- flokkunum. Bryddað hefur á hugmyndum um vinstri stjórn með þátttöku Kvennalista og Alþýðubandalagi og einum flokki öðrum. Telja þeir sem skipa sér í vinstri arm Framsóknarflokks- ins slíkan kost líklega vænlegan. Hann hlýtur að koma til álita hjá kjósendum í næstu þingkosn- ingum. Á markaði hugmyndanna hafa þeir greinilega betur sem kenndir eru við frjálshyggju. Séu uppi vandamál þar sem valið milli meiri eða minni ríkisafskipta kemur til álita hneigjast stjórn- málamenn í vaxandi mæli til að velja frelsi í stað ríkisforsjár. Til marks um þetta má nefna tvö verkefni sem stjórnmálamenn þurfa að sinna af markvissri festu á fyrstu vikum næsta árs. Annars vegar er þörf skjótra ákvarðana um skipulag banka og hins vegar verða gengismál á döfinni. Sú stund kann að vera nær en flesta grunar að meirihluti þingmanna vilji leggja niður ríkisbanka og heimila frjálsa gengisskráningu. Staðreynd er að þeir sýnast eiga erfiðara með að verja málstað sinn sem vilja óbreytt ástand í þessum efnum en hinir er krefjast breytinga til frjálsræðis. Eitt gleggsta dæmi síðari ára um þáttaskil til frjálsræðis er ákvörðun meirihluta sjálfstæðis- manna í Reykjavík undir forystu Davíðs Oddssonar, borgarstjóra, um að láta framboð og eftirspurn ráða í loðamálum. Þar var tekið þannig á málum að nýtur almenns trausts. Á næstu mánuðum verð- ur tekist á um það hverjir eigi að veita sveitarstjórnum forystu næstu fjögur ár. Úrslit þar kunna að hafa víðtækari stjórnmála- áhrif en flest það sem efst er á baugi um þessar mundir. Morgunblaðið árnar lesendum sínum og landsmönnum öllum farsæls nýs árs með ósk um að þjóðinni takist að sameinast um þau málefni sem til heilla horfa til langrar framtíðar og greina kjarnann frá hisminu í því sem efst er á baugi hverju sinni. Þorsteinn Pálsson, formaður Siálfstædisflokksins: Meistari frásagnarlistarinnar, Þórbergur Þórðarson, mælti fyrir um um stofnun sérstaks sjóðs við Háskóla íslands er m.a. skyldi hafa það hlutverk að gefa út samheitaorðabók íslenskrar tungu. Þau Þórbergur og Margrét gáfu þrjár íbúðir til sjóðsins. Þetta mikla fram- lag lýsir ekki aðeins óeigingirni, heldur einnig og miklu fremur höfðingslund og sannri hugsjón. En því er að meistaranum vikið að nú í skammdegis- myrkrinu kom íslensk samheitaorðabók út á vegum styrktarsjóðsins. Útgáfan er markverður viðburður og ánægjuefni. Hún er glæsilegur minnisvarði um fórnar- lund þeirra Þórbergs og Margrétar í þágu móðurmálsins. Það er skemmtileg tilviljun að útkomu bókarinnar skuli bera upp á sama tíma og menntamálaráðherra sá ástæðu til að helga fullveldisdaginn nýrri sókn til þess að efla íslenska tungu. Engum blöðum er um það að fletta að þjóðin hefur brennandi áhuga á varðveislu tungunnar. Ráðstefnan 1. desember talar skýru máli þar um. Þeir sem hefja raust sína nú í þessu skyni, tala ekki fyrir daufum eyrum. í nýjum heimi upplýsingaflæðis stendur íslensk tunga eðlilega frammi fyrir nýjum aðstæðum, jafnvel hættum. Einmitt þess vegna er ástæða til að huga að þessu mikla viðfangsefni, sem okkur hefur verið falið sem íslending- um. Við fögnum nýrri tækni, sem færir okkur nær öðrum þjóðum og menningu annarra, en um leið hljótum við að gera auknar kröfur til okkar sjálfra til þess að standa vörð um íslenska menningu og tungu. Sagan og tungan hafa verið, eru og munu verða hornsteinar í ævarandi sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Skyldur þeirra eru mestar sem hafa ríkust áhrif með beitingu málsins í daglegum störfum. Þeir, sem starfa í skólum, á blöðum og við útvarp, hlióta að verða í framvarðarsveit í þeirri sókn til eflingar tungunni, sem hófst á fullveldisdaginn. Og ekki ætla ég að undanþyggja stjórnmálamennina, sem á hverjum degi þurfa að skír- skota skoðunum sínum og áformum til þjóðarinnar. Haldi þessir aðilar vöku sinni mun sóknin takast, hvað sem líður flóðbylgju erlendra menningaráhrifa og tungu- mála. Það er gróandi í íslensku menningarlífi. Þess sjást víða merki. Án íslenskrar tungu verður engin íslensk menning. Og nú þegar samheitaorðabókin er komin út, hljótum við að bíða með nokkurri eftirvæntingu eftir öðrum ætlunarverkum styrktarsjóðs Þórbergs og Mar- grétar, svo sem rímorðabókar og íslenskrar stílfræði. Þær umræður sem fram hafa farið um þessi efni upp á síðkastið, eru eins og vorþeyr í dimmasta skammdeginu. Friður með frelsi Fyrir skömmu urðu nokkrar umræður á Alþingi um afstöðu íslendinga á vettvangi Sameinuðu þjóðanna gagnvart tillögu um svokallaða frystingu á framleiðslu kjarnorkuvopna. Að gefnu tilefni varð þingflokkur sjálf- stæðismanna sammála um, að láta stefnufestu í þessu efni ráða framhaldi stjórnarsamstarfs. Sumum finnst sem utanríkismál skipti þessa litlu þjóð norður í höfum harla litlu máli; þau megi hafa að verslunarvöru í vin- sældaviðskiptum stjórnmálanna. Hitt er þó sanni nær, að á fáum sviðum skiptir meira máli að markvissri stefnu sé fylgt fram af einurð. Fyrir margra hluta sakir tóku forystumenn hins unga íslenska lýðveldis þá ákvörðun að hafna hlutleysi. Reynslan hafði sýnt, að í því var engin vörn, miklu fremur að þjóðinni var meiri hætta búin við þær aðstæð- ur. Vandanum sem hlutleysinu fylgdu getum við kynnst vel af bókum dr. Þórs Whitehead um ísland í síðari heimsstyrjöldinni. Hitt skipti einnig miklu eftir stríð að íslendingar vildu og vilja enn taka afstöðu með lýð- ræðisþjóðunum í baráttu fyrir frelsi og mannréttindum. Þeir, sem koma til Berlínar, sjá ekki aðeins múr, sem skilur á milli austurs og vesturs; þeir sjá múr, sem skilur á milli frelsis og ófrelsis; múr, sem skilur á milli mannréttinda og ógnarstjórnar. Enginn, sem þar hefur staðið, getur lagt það að jöfnu sem múrinn skilur í sundur. íslendingar hafa gert upp hug sinn í þessu efni og skipað sér í sveit vestrænna lýðræðisþjóða innan Atlantshafsbandaiagsins. Á þann veg höfum við lagt fram skerf okkar til sameiginlegrar baráttu lýðræðis- þjóðanna. Allar götur frá því íslendingar gengu í Atlantshafs- bandalagið hefur verið skipulögð andstaða gegn þessum mikilvægasta þætti utanríkisstefnunnar. Eigi að síður hefur mikill meirihluti þjóðarinnar jafnan staðið vörð um þessi grundvallarviðhorf og nú er svo komið, að einungis hjáróma raddir kveða sér hljóðs í því skyni að mæla gegn þátttöku íslands í varnarsamstarfi lýðræðis- ríkjanna. Vegna stefnufestu Sjálfstæðisflokksins í þessum efn- um hafa allar tilraunir til þess að víkja af leið mistek- ist. Fáir treysta sér til að mæla því mót og engir með rökum, að tilvera Atlantshafsbandalagsins hefur varð- veitt friðinn í Evrópu í hálfan fjórða áratug. Flestum er ljóst, að einhliða afvopnun myndi raska því jafnvægi, sem stuðlað hefur að friði, og leiða okkur inn í meiri óvissu en við þó búum við. Hér á landi er stuðningurinn við aðild að Atlantshafsbandalaginu ótvíræður og and- stæðingar varnarsamstarfsins við Bandaríkin á hröðu undanhaldi. * Ogn kjarnorkunnar Hvað sem þessu líður getum við ekki lokað augunum fyrir því, að ógn kjarnorkuvopna hlýtur að ala á ótta um framtíðina. Ábyrgð stórveldanna í þessum efnum er auðvitað mest. Viðræður leiðtoga Bandaríkjanna og Sovétríkjanna vekja eðlilega vonir um gagnkvæma fækkun kjarnorkuvopna. Og nú er svo komið, að áætlanir eru uppi um að færa varnarviðbúnaðinn út í óravíddir geimsins. Sú stökkbreyting í tæknilegum efnum gerir okkur vitaskuld erfiðara um vik að átta okkur á hvert stefnir. En sérhver viðleitni til varnar gegn þeirri vá, sem fyrir dyrum stendur, er skref til þess að draga úr ótta og stuðla að varanlegum friði. Ailar umræður um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum eru út í bláinn, nema þær séu þáttur í alhliða gagnkvæmri afvopnun. í þessum efnqm eigum við ekki að gerast þátttakendur í tilraunum til skyndiað- gerða, sem geta veikt öryggishagsmuni okkar sjálfra og stöðu lýðræðisþjóða í samningaviðræðum um gagn- kvæma fækkun eða útrýmingu gjöreyðingarvopna. Þeirri staðreynd megum við svo aldrei gleyma, að þekkingunni um kjarnorkuna verður ekki útrýmt. Við verðum að læra að lifa með henni og hagnýta hana til framfara fremur en til hernaðar. íslensk sérþekking í varnarmálum Bjarni Benediktsson lýsti fyrstur þeirri hugmynd að ráða sérfróða menn til starfa í utanríkisráðuneytinu í þeim tilgangi að efla innlenda þekkingu á varnarstarf- semi bæði hér á landi og innan Atlantshafsbandalagsins. Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra, hefur nú gert þessa hugmynd að veruleika. Hér hafa því orðið þátta- skil, sem sérstök ástæða er til að fagna. Afstaða okkar til Atlantshafsbandalagsins og varnar- samstarfsins hlýtur ávallt að byggjast á eigin mati á pólitískum og hernaðarlegum þáttum. Þær breytingar, sem Geir Hallgrímsson hefur beitt sér fyrir í utanríkis- ráðuneytinu, styrkja alla aðstöðu okkar að þessu leyti. Umræður um utanríkisstefnuna mega aldrei staðna og því er mikils um vert að við sækjum jafnt og þétt fram eins og gert hefur verið undanfarin ár. Það styrkir stöðu okkar í viðsjárverðum heimi. Framganga utanríkisráð- herra í þessu efni hefur ekki einungis vakið athygli vegna stefnufestu heima fyrir heldur einnig erlendis eins og fram kom á Helsinki-ráðstefnunni 1 sumar og á utan- ríkisráöherrafundi Atlantshafsbandalagsins í Brussel fyrir skömmu. Samstöðu er þörf gegn efnahagslegri ófreskju 1 stjórnmálaumræðum undanfarna áratugi hefur verðbólgan jafnan verið kennd við drauga eða ófreskjur af öðru tagi. Það er ekki að ástæðulausu, því að verð- bólga hefur gert meiri skaða í þjóðarbúskap okkar en flest annað. Við líkjum henni einnig við innanmein eða meinsemd sem uppræta þurfi. Það var mikið áfall að kjarasamningarnir haustið 1984 skyldu leiða til þess að verðbólgan fór vaxandi á nýjan leik. Fyrir því stöndum við nú frammi fyrir köldum veruleika: Tekst okkur að koma böndum á þessa ókind að nýju? Eða eigum við að gefast upp í þeirri baráttu? Svarið getur verið einfalt, en það verður erfitt í framkvæmd. Við hljótum að leggja alia áherslu á, að verðbólgan lækki á næsta ári, þó að við stöndum frammi fyrir erfiðum kjarasamningum. Menn deila oft og tíðum um, hvort launahækkanir eða vísitölutenging launa orsaki verðbólgu. Fyrir hagsmuni launafólksins ætti að vera aðalatriði að verðbólga hefur aldrei bætt lífskjör. Þvert á móti hafa þau alltaf rýrnað í verðbólgu. Engin staðreynd ætti fremur að geta þjappað þjóðinni saman til viðureignar við þennan efnahagslega draug. Sú barátta vinnst hvorki af launþegum og vinnuveit- endum í kjarasamningum né ræður ríkisstjórnin úrslit- um. Þeim ræður samtaka þjóð, sem ætlar sér að ná árangri. Forskrift hagfræðinga getur verið til leiðbein- ingar en því aðeins er árangurs að vænta að þjóðin sé reiðubúin til samstillts átaks. Erlendu skuldirnar eru eldhúsmál Um tíma trúðu menn, að ástæðulaust væri að hafa áhyggjur af erlendri skuldasöfnun. í tíð fyrri ríkisstjórn- ar virðast ýmsir hafa haft meiri trú á eyðslu og erlendum lánum en sparnaði eða arði af eigin fjárfestingarfé. Því er svo komið, að við glímum nú við mjög mikla og alvar- lega skuldaerfiðleika. Að sönnu er það svo, að umræður um efni sem þetta eru tæpast í nógu beinum tengslum við daglegt brauð- strit manna, að þær nái eyrum fólks. Kjarni málsins er þó sá, að þessi erlenda skuldasöfnun er í eldhúsi hverrar fjölskyldu í landinu. Hún mun á næstu árum setja áformum okkar um eyðslu og fjárfestingu þröngar skorður. Það tekur til heimila, fyrirtækja og opinberra aðila. Það er því tilgangslaust að loka augum fyrir þessum staðreyndum og varasamt að skella skollaeyrum við viðvörunarorðum. Alþjóðabankinn lét í haust sem leið gera greinargerð um hugsanlega þróun erlendra skulda íslendinga og greiðslubyrði erlendra lána fram til ársins 1992. Auðvit- að eru allir útreikningar af þessu tagi varasamir og engin ástæða til að ætla, að þeir sýni nákvæmlega það, sem verður. Þeir gefa eigi að síður vísbendingu um þá hættu, sem við stöndum frammi fyrir í þessu efni. Þótt þessir útreikningar segi ekki alla söguna, er ástæðulaust að láta þá rykfalla í skrifborðsskúffum. í skýrslu Alþjóðabankans eru birt þrjú dæmi. í fyrsta dæminu er reiknað með, að ekki verði reynt að stöðva vöxt erlendra skulda. Það gæti leitt til þess, að erlendar skuldir yrðu komnar yfir 100% af þjóðarframleiðslu árið 1992, miðað við eldri grunn þjóðhagsreikninga. Á þessu ári fara rúmlega 20% af þjóðarframleiðslunni í afborg- anir og vexti af erlendum lánum. En samkvæmt þessu dæmi Alþjóðabankans færu 60% af þjóðarframleiðslunni til þess að standa undir afborgunum og vöxtum af erlend- um lánum árið 1992. í öðru dæmi Alþjóðabankans er reiknað með óbreyttri skuldabyrði, en það gæti leitt til þess eigi að síður, að greiðslubyrgði vaxta og afborgana myndi tvöfaldast fram til ársins 1992. Loks er í þriðja dæminu reiknað með aðhaldsaögeröum sem lækka myndu skuldahlutfallið úr rúmlega 60% niður í rúmlega 50%. Eigi að siður myndi greiðslubyrði afborgana og vaxta fara yfir 35% á árunum 1990—1992, samkvæmt reikniformúlu Alþjóðabankans. Ekki er ástæða til að ætla, að svartnættisspár af þessu tagi verði að veruleika. Við munum til að mynda skuld- breyta lánum til þess m.a. að greiðslubyrðin vaxi ekki með slíkum ofurþunga, sem þessi dæmi gera ráð fyrir. Það er nógu erfitt að taka meira en fimmta hluta af þjóðarframleiðslunni og senda útlendingum áður, en við tökum til við að skipta upp á milli okkar sjálfra. Hitt væri ógerlegt, að þurfa að senda útlendingum meira en 40% af þjóðarframleiðslunni, áður en við skiptum kök- unni sjálfir á milli okkar, Islendingar. En því meir, sem við skuldbreytum af erlendum lánum, því lengur verðum við á erlenda skuldaklafanum. Þótt ekki sé ástæða til þess að setja upp einhvers konar hryllingsbúð með þessum tölum, eru þær alvarleg áminn- ing um, hversu brýnt það er að spyrna við fótum og hamla gegn skuldasöfnuninni. Með því að stefna mark- visst frá leið skuldasöfnunarinnar eftir götu sparnaðar- ins komum við ekki aðeins í veg fyrir að þessi ósköp gerist, heldur getum við unnið okkur út úr vandanum. Með hliðsjón af þessum aðstæðum er þýðingarmikið að fylgt verði fram ábyrgri stefnu í peningamálum. Sú stefnubreyting, sem Sjálfstæðisflokkurinn beitti sér fyrir í því efni, hefur þegar skilað umtalsverðum sparn- aði í bönkum. Vandi opinberrar fjármálastjórnar Á þessu ári eru horfur á verulegum halla ríkissjóðs, eftir að tekist hafði að ná jöfnuði á árinu 1984. Ástæðurn- ar eru fyrst og fremst þær, að launa- og tryggingaút- gjöld hafa aukist miklu meir en ráð var fyrir gert, þegar fjárlagafrumvarpið var samþykkt fyrir ári. Með vaxandi sparnaði í bönkum hafa tekjur ríkissjóðs af innflutningi og veltu ekki aukist að sama skapi og áður. Það ber á hinn bóginn vott um árangur á öðrum sviðum efnahagsstarfseminnar, þó það valdi miklum vanda við rekstur ríkissjóðs. Ljóst má vera, að við svo búið má ekki standa. Óhjákvæmilegt hefur því verið að grípa til markvissra aðgerða í því skyni að draga úr opinberum umsvifum og ná jöfnuði milli tekna og gjalda í fjárlögum næsta árs. Við undirbúning fjárlagafrumvarpsins fyrr á þessu ári voru þau markmið sett að ná aftur jöfnuði í rekstri ríkissjóðs á árinu 1986 og koma í veg fyrir, að erlendar lántökur til ríkissjóðs og ríkisfyrirtækja yrðu meiri en sem næmu afborgunum af eldri lánum. Við meðferð frumvarpsins á Alþingi beitti ríkissjórnin sér fyrir því, að til enn frekari aðhaldsaðgerða var gripið. Áður ráðgerð opinber umsvif voru dregin saman um 1.200 milljónir króna. Fyrir vikið var unnt að lækka erlendar lántökur um 800 milljónir og falla frá fyrir- hugaðri aukningu á söluskattstekjum um 400 milljónir króna. Þá var einnig ákveðið, að fresta lækkun tekju- skatts og nýskipan tollalaga. Tekjutapi af þessum sökum átti að mæta með hækkun vörugjalds, sem leitt hefði til 1—114% hækkunar framfærsluvisitölu og samsvar- andi rýrnunar kaupmáttar í byrjun nýs samningstíma- bils. Þessum áformum var skotið á frest til þess að auðvelda kjarasamninga, er hafa eiga það að markmiði að verjakaupmátt. Allar þessar ráðstafanir leiða til þess, að fjárfesting á næsta ári verður samkvæmt áætlunum um 4% minni en á þessu ári. ÖIl áhersla hefur á hinn bóginn verið lögð á, að þessi samdráttur kæmi fyrst og fremst niður á opinberum framkvæmdum. Er ráðgert að fjárfesting opinberra aðila dragist saman um rúmlega 13% á næsta ári meðan fjárfesting atvinnuveganna dregst saman um innan við 1%. Það er mest um vert að rifa seglin í bú- skap ríkisins sjálfs og gefa atvinnulífinu þannig meira svigrúm en ella hefði orðið. Við lokaafgreiðslu fjárlaga sameirfuðust vinstri flokkarnir um verulega hækkun á framlögum til þingflokka og flokksmálgagna. I ljósi þeirra hörðu aðhaldsaðgerða, sem fylgt var fram við fjárlagagerðina, var þetta ótilhlýðileg ákvörðun. Hún sýnir hvers er að vænta, ef vinstri flokkarnir fá tækifæri til þess að mynda stjórn á ný. Grundvallarbreytinga er þörf Ungir sjálfstæöismenn kynntu nýlega tillögur um niðurskurð í ríkisrekstri. Unga fólkið í Sjálfstæðisflokkn- um vill koma í veg fyrir, að framtíð þess sé veðsett í erlendum bönkum. Tillögurnar eru settar fram í því ljósi. Þær taka til stórra sem smárra liða í útgjöldum ríkisins. Margar eru góðra gjalda verðar, en aðrar ekki. I þessu sambandi skiptir þó e.t.v. mestu máli, að augu manna eru að opnast fyrir því að gera verður sérstakar ráðstafanir, til þess að koma í veg fyrir sjálfvirkan vöxt ríkisútgjalda á næstu árum og þá aukningu skulda eða skattheimtu, sem af því hlýst. Fjárlögin sjálf eru að stærstum hluta til spegilmynd af öðrum ákvörðunum, sem Alþingi hefur tekið með margvíslegri löggjöf. Árang- ur næst því ekki á þessu sviði með fjárlagatillögum einum saman. Þar þurfa að koma til miklu markvissari vinnubrögð, er lúta að sjálfu útgjaldakerfi ríkisins, rekstri og skipu- lagi. Við stöndum einnig frammi fyrir því mikla verki að byggja upp nýtt tekjuöflunarkerfi, því að bæði tekju- skattskerfið og söluskattskerfið hafa brostið. Allur almenningur hefur misst trú og traust á tekjuöflunar- kerfinu og stjórnmálamenn, hvar í flokki sem þeir standa, geta ekki sannfært fólk um gildi þess, þvi er nauðsynlegt og óhjákvæmilegt að taka til hendi og byggja upp að nýju. I þessu ljósi hafa verið teknar ákvarðanir um afnám tekjuskatts af almennum launatekjum í áföngum og virðisaukaskatt í stað söluskatts. Á tíma núverandi ríkisstjórnar hefur tekjuskattur verið lækkaður um meira en 1000 milljónir króna. Jafnframt er stefnt að einföldun tollakerfisins. Allt eru þetta vandasöm verk- efni. Þau þurfa ekki einungis að vera tæknilega vel undirbúin; þau þurfa einnig að vera undirstaða að rétt- látri skattheimtu, sem skattgreiðendur treysta sæmi- lega. Hér þarf að vinna hratt og skipulega, en þó umfram allt ekki með flaustri. Stjórn ríkisfjármála mun ráða miklu um árangur af því endurreisnarstarfi í efnahagsmálum, sem unnið hefur verið að, og á þó í enn frekari mæli eftir að eiga sér stað. Mikil verkefni eru fyrir höndum á þessu sviði. Kjarasamningar, kaup- máttur, verðbólga 1 byrjun sumars tókst aðilum vinnumarkaöarins að gera kjarasamninga til hálfs árs, sem byggðir voru á því grundvallarviðhorfi að verja kaupmátt án verðbólgu- aukningar. Því miður fór svo vegna þróunar á erlendum gjaldeyrismörkuðum, að verðlagsforsendur þessara samninga stóðust ekki eins og til hafði verið ætlast. En þar réðu ytri aðstæður, sem við gátum með engu móti komið í veg fyrir. f byrjun nýs árs stöndum við aftur frammi fyrir nýrri kjarasamningagerð, bæði á almennum vinnumarkaði og við opinbera starfsmenn. Á rniklu veltur hvernig til tekst á næstu vikum við þetta vandsama verk. Mörgum spurn- ingum er ósvarað og því er auðvitað mikil óvissa fram- undan. Ríkisvaldið hefur fyrir sitt leyti reynt að draga úr opinberum umsvifum í því skyni að auka olnbogarými atvinnulífsins. Þetta var mikilvæg pólitísk stefnumörkun, en hún kallar enn frekar á ábyrgð þeirra, sem að kjarasamning- um standa. Kaupmáttur launa mun nú sem fyrr ráðast af vexti þjóðartekna. Við höfum möguleika til þess að verja kaupmáttinn, jafnvel styrkja hann lítið eitt. En skorti vilja til sameiginlegs átaks, geta hjólin snúist öndvert við það sem ætlað er, verðbólga kann að vaxa og kaupmáttur að minnka. Ríkisstjórnin hefur fyrir sitt leyti verið tilbúin til þess að ræða við aðila vinnumarkaðarins um forsendur kjarasamninga og aðgerðir til þess að treysta sem best kaupmáttarþróun og jafnvægi í þjóðarbúskapnum. f byrjun desember skilaði samstarfsnefnd um húsnæðis- mál tillögum um ýmiskonar aðgerðir í þágu húsbyggj- enda. f kjaramálaályktun Alþýðusambandsins var Iögð áhersla á aðgerðir í þessum efnum. Áður en Alþingi fór í jólaleyfi var með samþykkt láns- fjárlaga sérstaklega aukið við ráðstöfunarfé Byggingar- sjóðs ríkisins í því skyni að greiða fyrir skuldbreytingu husbyggjenda í bankakerfinu. f annan stað voru sam- þykktar breytingar á tekjuskattslöggjöfinni að því er varðar rýmkun á vaxtafrádrátti húsbyggjenda, að mestu í samræmi við tillögur húsnæðisnefndarinnar. Af hálfu ríkisstjórnarinnar var þannig þegar i stað brugðist við tillögum, sem fram höfðu komið í þessu efni. f þessu sambandi er einnig rétt að fram komi, að á undanförnum árum hafa framlög ríkissjóðs til Bygging- arsjóðs ríkisins verið aukin svo að þau verða á næsta ári 57% af heildarútlánum hans í staðinn fyrir 17% á síðastaárifyrriríkisstjórnar. _____, SJA NÆSTU SÍÐU Áramót Samtaka þjóð nær árangri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.