Morgunblaðið - 31.12.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.12.1985, Blaðsíða 24
'24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 3I.DESEMBER 1985 Ýmsir spyrja eðlilega, hvort raunhæft sé að reikna með lækkandi verðbólgu þegar svo umfangsmiklir kjara- samningar standa fyrir dyrum. Aðrir spyrja hvort unnt sé að vænta þess að samningar náist án umfangsmikilla átaka og vinnustöðvana. Á móti má spyrja hvort nokkur treysti sér til að færa rök fyrir því, að verkfallsátök og verðbólgusamningar séu líklegir til að auka kaumátt og bæta lífskjör. Það væri sannarlega of mikil bölsýni að trúa ekki á vilja manna til þess að finna lausn á grund- velli þess tvíþætta markmiðs, að verja kaupmátt og ná niður verðbólgu. Sá árangur næst ekki með slagorðum og hjaðningavígum heldur með markvissum og yfirveg- uðum vinnubrögðum. Atvinnuvegirnir standa frammi fyrir nýjum aöstæöum Sú grundvallarstefna, sem fylgt hefur verið í efnahags- málum, að viðhalda sem stöðugustu gengi og raunávöxt- un fjármagns, hefur haft mikil umskifti í för með sér. Engir gera lengur út á sjálfvirkt gengisfall krónunnar og engir fjárfesta lengur án þess að gera sér einhverja grein fyrir því, hvaða ávöxtun hin nýja fjárfesting getur mögulega gefið af sér. Atvinnulífið allt hefur þurft að laga sig að þessum nýju aðstæðum, það hefur ekki gerst þrautalaust, en sú aðlögun er smám saman að skila árangri og á eftir að gera það I enn ríkara mæli. Atvinnugreinarnar eru á hinn bóginn misjafnlega í stakk búnar til þess að mæta nýjum viðhorfum og nýjum aðstæðum. Tekjur sjávarútvegsins eru til að mynda alfarið háðar erlendum mörkuðum og gengi íslensku krónunnar. Á þessu ári hefur framleiðslukostnaður hér innanlands aukist verulega umfram það, sem afurðirnar gefa af sér á erlendum mörkuðum. Pall Bandaríkjadals á síðari hluta þessa árs ræður miklu þar um. Gengisfelling kemur sjávarútveginum að litlu haldi, nema hún feli í sér raunverulega tilfærslu fjármuna ínnanlands, sem varla getur gerst án kaupmáttarskerðingar. Fyrir þá sök hafa engar grundvallarbreytingar verið gerðar á gengisstefn- unni. Samtök þeirra, sem fiskvinnslu stunda, hafa nýlega sett fram tillögur um margháttaðar ráðstafanir í þágu sjávarútvegsins. Þar er m.a. lagt til, að stjórnvöld setji á fót nefnd með þátttöku útflytjenda, til þess að kanna hvort rétt sé eða skynsamlegt að láta markaðsaðstæður ráða meiru um gengi krónunnar en nú. Vandséð er, að slík skipulagsbreyting leysi allan vanda sjávarútvegsins. En við þær erfiðu aðstæður, sem sjávar- útvegurinn býr nú við, er útilokað annað en að þetta mál verði kannað til hlítar, standi óskir forystumanna í fiskvinnslu til þess. Það eru vissulega nokkur von- brigði, að ekki skyldi hafa tekist samstaða í ríkisstjórn um skjót viðbrögð við þessari málaleitan. En þess er að vænta, að könnun á þessu atriði farist ekki með öllu fyrir. Þó að brýna nauðsyn beri til að auka fjölbreytni í islensku atvinnulifi með nýsköpun á ýmsum sviðum, sem við höfum ekki fengist við áður, er alveg ljóst, að sjávar- útvegurinn mun um langa framtíð vera megin uppistaða í verðmætasköpun og gjaldeyrisöflun landsmanna. Einskis má því láta ófreistað, svo að sjávarútvegurinn geti lagað sig að nýjum aðstæöum og byggt aftur upp eigin fjárstöðu sína, sem hefur rýrnað á undanförnum árum.' Minnka þarf ríkisrekstur í bankakerfinu f byrjun næsta árs bíða erfiðar og vandasamar ákvarð- anir varðandi uppstokkun bankakerfisins. Umræður um þau efni hafa lengi verið á döfinni. Nú er málum hins vegar svo komið, að lengur verður ekki undan því vikist, að taka á þessu vandasama verkefni. Nokkrar þrætur hafa staðið um pólitísk tengsl banka- kerfisins og setu þingamanna í bankaráöum ríkisbanka. Það er grundvallarstefna Sjálfstæðisflokksins, að banka- kerfið eigi ekki að vera ríkisrekið. Þær spurningar, sem vakna í þessu sambandi, lúta því í raun og veru að því, hvort menn eru tilbúnir til þess að hverfa frá ríkisreknu bankakerfi. Nú er tækifærið til þess að stíga fyrsta skrefið. Bankanefnd undir forystu dr. Gylfa Þ. Gíslasonar hefur bent á tvo kosti varðandi samruna banka. Annars vegar er um að ræða sameiningu Útvegsbanka og Búnað- arbanka og hins vegar samruna einkabanka og Útvegs- banka í nýjum öflugum hlutafélagsbanka. Síðari kostur- inn er tvímælalaust heppilegri, ef vilji er á annað borð fyrir hendi hjá einkabönkum og atvinnufyrirtækjum. Hér eru miklir hagsmunir í húfi og þess verður að gæta að raska ekki stöðu viðskiptamanna þeirra banka, sem í hlut eiga. Til skamms tíma var það eins og að tala upp í vindinn að minnast á sölu ríkisbanka. Nú nýtur það vaxandi skilnings, sem eitt mikilvægasta verkefnið við nýsköpun efnahagsmálanna, aö draga úr opinberum rekstri í bankakerfinu. Aðeins með því móti verður skilið á milli pólitíkur og bankaviðskipta. Deilur um setu þingmanna í bankaráðum eru ekkert aðalatriði í því efni. Sveitarstjórnarkosningar Á vori komandi fara fram sveitarstjórnarkosningar. Þess er að vænta að stjórnmálabarátta næstu mánaða muni mótast af þeim. Sveitarstjórnirnar eru mikilvægur hlekkur í stjórnkerfi landsins. Ýmsum þykir sem hægt hafi miðað í þá veru að styrkja sjálfstæði sveitarfélag- anna og auka fjárhagslegt sjálfsforræði þeirra. Að því er nú stefnt að setja nýja löggjöf um sveitarstjórnarmálefni og þess er að vænta, að nú verði tekið af nokkrum þrótti á ýmsum þeim verkefnum, þar sem kostnaði er skipt milli ríkis og sveitarfélaga, eins og t.a.m. skólamálum. Þó að sveitarstjórnarmálin séu alla jafnan fyrirferðar- minni í opinberri umræðu en ÍandsstjórnarmáHn, hafa þau engu að síður mikið gildi, bæði fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Þau málefni sem sveitarstjórnirnar fjalla um standa á margan hátt nær heimilinum en löggjafar- málefni. Að því leyti eru sveitarstjórnarmálin nær dagsins önn og amstri. Við sjálfstæðismenn göngum bjartsýnir til sveitar- stjórnarkosninga á 200 ára afmælisári Reykjavíkur. Höfuðborgin hefur um langan aldur blómstrað undir traustri meirihlutastjórn okkar. Davíð Oddsson, borgar- stjóri, hefur haldið merkinu hátt á loft og nýtur mikils trausts og víðtæks stuðnings. Forystumenn Sjálfstæðis- flokksins í sveitarstjórnarmálum víðs vegar um land, hafa með ábyrgu starfi, lagt grundvöll að markvissri kosningabaráttu. Að spinna þráð úr þrá Meistari Þórbergur skrifaði á sínum tíma, svo sem alkunnugt er, um lágkúru og ruglandi í meðferð íslensks máls. Alltof mikið af stjórnmálaumræðu síðustu vikna má heimfæra undir þær lýsingar meistarans. Skoðana- könnun sem birtist á haustmánuðunum, leiddi í ljós að stjórnmálamenn hafa allt að vinna í viðleitni við að auka trúna á að ekki sé bil á milli orða og athafna. Ef menn sæu ekki út úr því moldviðri, ruglandi og lágkúru, sem verið hefur uppistaða og ívaf í árásum stjórnarand- stöðunnar síðustu vikur, væri ekki óeðlilegt að mönnum féllust hendur eða þeir beinlínis örvæntu. En þó að ýmislegt hafi gengið úrskeiðis og farið á annan veg en við hefðum helst kostið, komumst við ekkert áfram með bölsýni að leiðarljósi. Svartnættisáróður stjórnarand- stöðunnar er sannarlega ekki líklegur málefnagrundvöll- ur fyrir sókn til bættra lífskjara. Hætti fjöllin að sýnast blá ieggja fáir á brattann. Við verðum að setja okkur markmið í samræmi við óskir okkar og vonir. Þorsteinn frá Hamri kveður um óskina í Nýjum ljóðum, sem út komu á þessu ári: Þar spinnur hún sem köngurvofa mjóan þráð úr þrá óravegu út og suður og framleingir í von okkar vonir þessa heims, líf þessa heims og útsýn mannsins augna til fjalla sem áfram líkt og áður sýnast blá. íslendingar eiga mörg blá fjöll. Vitaskuld þurfum við að kunna þá vandasömu list að spinna þráð úr þrá. Við þurfum að hefja almennar þjóðmálaumræður upp fyrir það, sem meistari Þórbergur kallaði ruglandi og lágkúru. Athygli þarf að beina að þeim viðfangsefnum, sem líkleg eru til þess að skila okkur áleiðis á braut framfara. Með ruglandi og lágkúru geta menn unnið stundar sigra í persónulegum hjaðningavígum. Óskandi væri hins vegar, að við gætum snúið stjórnmálaumræðum meir að þeim grundvallaratriðum og breytingum, sem vinna þarf að þjóðinni til farsældar. Með þeirri sannfæringu óska ég landsmönnum öllum gæfu og farsældar á nýju ári. Peningamarkadurinn GENGIS- SKRÁNING Nr. 247 — 30. desember 1985 Kr. Kr. TolÞ Ein. Kl. 09.15 Kaup Sala gengi Dollari 42,000 42,120 41,660 SLpund 60,627 60300 61361 Kan.dollari ,10,043 30,129 30,161 Donsk kr. 4,6849 4,6983 43283 Norskkr. 5,5391 53549 5,4611 Saenskkr. 53300 5,5458 5,4262 FLmark 7,7441 7,7662 7,6050 Fr. franki 53657 53816 53770 Belg. franki 0,8359 0,8383 03100 Sv.franki 20,2361 20,2939 19,9140 Holl. gyllini 15,1461 15,1893 14,5649 Y-þ. rnark 17,0662 17,1150 16,3867 ILlíra 0,02500 0,02507 0,02423 Austurr. sch. 2,4277 2,4347 23323 PorLescudo 0,2667 03674 03612 Sp. peseti 03726 0,2734 03654 Jap.yen 030889 030948 030713 Irsktpund 52317 52366 50,661 SDR (SérsL 46,1384 46,2694 453334 INNLÁNSVEXTIR: Sparájóðsbakur.................... 22,00% Spahsjóðtreikningar með 3já ménaóa upptogn Alþýðubankinn............... 25,00% Búnaöarbankinn.............. 25,00% Iðnaöarbankinn.............. 23,00% Landsbankinn................ 23,00% Samvinnubankinn............. 25,00% Sparisjóöir................. 25,00% Útvegsbankinn............... 23,00% Verzlunarbankinn............ 25,00% iimö 6 mánaöa uppsögn Alþýöubankinn............... 30,00% ' Búnaöarbankinn............. 28,00% lönaöarbankinn.............. 28,00% Samvinnubankinn............. 30,00% Sparisjóöir................. 28,00% Útvegsbankinn............... 29,00% Verzlunarbankinn............ 31,00% maö 12 mánaöa uppaðgn Alþýðubankinn............... 32,00% Landsbankinn................ 31,00% Útvegsbankinn............... 32,00% Innlánsakírteini Alþýöubankinn............... 28,00% Sparisjóöir................. 28,00% Verötryggöir reikningar miöað viö lánskjaraviaitölu meö 3ja mánaða upptögn Alþýöubankinn................ 1,50% Búnaöarbankinn.............. 1,00% Iðnaöarbankinn.............. 1,00% Landsbankinn................ 1,00% Samvinnubankinn.............. 1,00% Sparisjóöir.................. 1,00% Útvegsbankinn................ 1,00% Verzlunarbankinn............. 2,00% meö 6 ménaða uppaðgn Alþýöubankinn................ 3,50% Búnaöarbankinn............... 3,50% lönaöarbankinn............... 3,50% Landsbankinn................. 3,50% Samvinnubankinn.............. 3,00% Sparisjóöir.................. 3,00% Útvegsbankinn................ 3,00% Verzlunarbankinn............. 3,50% meö 18 mánaöa uppsögn: Útvegsbankinn............... 7,00% Ávíiana- og hlaupareikningar Alþýöubankinn — ávísanareikningar....... 17,00% — hlaupareikningar......... 10,00% Búnaöarbankinn.............. 8,00% lönaöarbankinn.............. 8,00% Landsbankinn................ 10,00% Samvinnubankínn............. 8,00% Sparisjóðir................. 10,00% Útvegsbankinn............... 8,00% Verzlunarbankinn............ 10,00% Stjömureikningar I, H, III Alþýöubankinn............... 9,00% oaiTHBn - iwRranwi - RHan - ptisiðn meö 3ja til 5 ménaöa bindingu lönaðarbankinn.............. 23,00% Landsbankinn................ 23,00% Sparisjóöir................. 25,00% Samvinnubankinn............. 23,00% Utvegsbankinn............... 23,00% Verzlunarbankinn............ 25,00% 6 ménaöa bindingu eöa lengur Iðnaöarbankinn.............. 28,00% Landsbankinn................ 23,00% Sparisjóðir..................28J»% Utvegsbankinn.............. 29,00% Innlendir gjaldeyráreikningar BandarikjadoHar Alþýöubankinn................ 8,00% Búnaöarbankinn............... 7,50% lönaöarbankinn............... 7,00% Landsbankinn.........-..... 7,50% Samvinnubankinn............... 730% Sparisjóöir.................. 8,00% úWegsbankinn................. 7,50% Verzlunarbankinn.............. 730% Stertingspund Alþýðubankinn............... 1130% Búnaöarbankinn............. 11,00% lönaöarbankinn............. 11,00% Landsbankinn................ 1130% Samvinnubankinn..............1130% Sparisjóöir.................11,50% Útvegsbankinn............... 1130% Verzlunarbankinn............11,50% Veetur-þýek mörk Alþýðubankinn................ 430% Búnaðarbankinn............... 435% lönaöarbankinn.............. 4,00% Landsbankinn................. 430% Samvinnubankinn.............. 430% Sparisjóðir................ 430% Útvegsbankinn................ 430% Verzlunarbankinn............ 5,00% Danskar krónur Alþýöubankinn................ 930% Búnaöarbankinn.............. 8,00% lönaðarbankinn.............. 8,00% Landsbankinn................ 9,00% Samvinnubankinn............. 9,00% Sparisjóöir................. 9,00% Útvegsbankinn............... 9,00% Verzlunarbankinn........... 10,00% ÚTLÁNSVEXTIR: Almennir víxlar, forvextin Landsbankinn............... 30,00% Útvegsbankinn.............. 30,00% Búnaöarbankinn............. 30,00% lönaöarbankinn............. 30,00% Verzlunarbankinn........... 30,00% Samvinnubankinn............ 30,00% Alþýöubankinn.............. 29,00% Sparisjóöir................ 30,00% Vióskiptavíxlar Alþýðubankinn............... 3230% Landsbankinn................ 3230% Búnaöarbankinn............. 34,00% Sparisjóöir................. 3230% YHrdráttarlán at hlaupareikningum: Landsbankinn.................3130% Útvegsbankinn............... 3130% Búnaöarbankinn.............. 3130% lönaöarbankinn...............3130% Verzlunarbankinn............ 3130% Samvinnubankinn............. 3130% Alþýöubankinn................3130% Sparisjóöir................. 3130% Endurseljanleg lén fyrir innlendan markaö............ 2830% lén i SDft vegna útfl.framl........ 930% Bandaríkjadollar....-........ 930% Sterlingspund.............. 12,75% Vestur-þýsk mðrk............. 835% CbitUeKrÁI almanrv oKuioðDrBi, aimonn. Landsbankinn................. 3230% Útvegsbankinn............... 32,00% Búnaöarbankinn.............. 32,00% lönaöarbankinn.............. 32,00% Verzlunarbankinn.............. 323% Samvinnubankinn............. 32,00% Alþýöubankinn............... 32,00% Sparisjóöir................. 32,00% Viöskiptaskuldabréf: Landsbankinn................ 33,00% Búnaðarbankinn............. 35,00% Sparisjóöirnir.............. 35,00% Verötryggö lén mióað viö lénskjaravísitölu íalltað2%ár............................ 4% Ienguren2%ái'........................ 5% Vanskilavextir........................ 45% Óverðtryggð skuldabréf útgefinfyrir 11.08/84 ............. 32,00% Lífeyrissjóðslán: Lífeyrissjóöur starfsmanna ríkis- ins: Lánsupphaeö er nú 400 þúsund krón- ur og er lániö vísitölubundið meö lánskjaravísitöiu, en ársvextir eru 5%. Lánstími er allt aö 25 ár, en getur veriö skemmri, óski lántakandi þess, og eins ef eign sú, sem veö er í er lítilfjörleg, þá getur sjóöurinn stytt lánstímann. Greiðandi sjóösfélagar geta sótt um lán úr lífeyrissjóönum ef þeir hafa greitt iögjöld til sjóösins í tvö ár, miöaö viö fullt starf. Biötími eftir láni er sex mánuöir frá því umsókn berst sjóönum. Lífeyrissjóöur verzlunarmanna: Lánsupphaeö er nú, eftir 3ja ára aðild aö lífeyrissjóðnum, 216.000 krónur, en fyrir hvern ársfjóröung umfram 3 ár bætast viö lániö 18.000 krónur, unz sjóösfélagi hefur náö 5 ára aðild aö sjóönum. A tímabilinu frá 5 til 10 ára sjóösaöild bætast viö höfuöstól leyfilegar lánsupphæöar 9.000 krón- ur á hverjum ársfjóröungi, en eftir 10 ára sjóösaöild er lánsupphæöin orðin 540.000 krónur. Eftir 10 ára aðild bætast viö 4.500 krónur fyrir hvern ársfjóröung sem líöur. Því er í raun ekkert hámarkslán í sjóönum. Höfuöstóll lánsins er tryggöur meö lánskjaravisitölu, en lánsupphæöin ber nú 5% ársvexti. Lánstíminn er 10 til 32 ár aö vali lántakanda. Þá lánar sjóöurinn meö skilyröum sérstök lán til þeirra, sem eru eignast sína fyrstu fasteign og hafa greitt til sjóösins samfellt í 5 ár, kr. 590.000 til 37 ára. Lánskjaravísitala fyrir desember 1985 er 1337 stig en var fyrir nóv- ember 1301 stig. Hækkun milli mán- aöanna er 2,76%. Miöaö er viö vísi- töluna 100 í júní 1979. Byggingavísitala fyrir október til desember 1985 er 229 stig, og er þá miðaö viö 100 í janúar 1983. Handhafaakuldabróf í fasteigna- viöskiptum. Algengustu ársvextir eru nú 18—20%. óverðtr. verðtr. Verðtryog. færslur vaxta Óbundiðfé kjðr kjör tímabil vaxtaééri Landsbanki, Kjörbók: 1) Útvegsbanki, Abót: 7-36,0 1,0 3mán. 1 22-34,6 1.0 1 mán. 1 Búnaöarb., Sparib: 1) 7-36,0 1,0 3mán. 1 Verztunarb., Kaskóreikn: 22-31,0 3,5 3mán. 4 Samvinnub., Hávaxtareikn: 22-31,6 1-3,0 3mán. 2 Alþýöub., Sérvaxtabók: 27-33,0 4 Sparisjóöir, Trompreikn: 32,0 3,0 1mán. 2 Iðnaðarbankinn: 2) Bundiðfé: 28,0 3,5 1mán. 2 Búnaöarb., 18 mán. reikn: 39,0 3,5 6mán. 2 1) Vaxtaleiörétting (úttektargjald) er 1,7% hjá Landsbanka og Búnaöarbanka. 2) Tvær úttektir heimilaöar á hverju sex mánaöa tímabili án, þes aö vextir lækki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.