Morgunblaðið - 31.12.1985, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 31.12.1985, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR31.DESEMBER 1985 kvóti næsta árs verið minnkaður um 10.000 lestir. Afkoma fiskveiðanna hefur batnað á árinu, þótt hún sé enn ekki viðunandi, því enn er um halla að ræða á meðalútgerð. Útgerð loðnuskipa hefur batnað verulega vegna aukins afla, en verðlag á loðnuafurðum er hins vegar lágt og með því lægsta sem það hefur verið. Rekstur þeirra skipa sem frysta aflann um borð hefur gengið vei og er fyrirsjáanlegt að um ein- hverja aukningu verður að ræða á þeim skipum. Sala á ferskum fiski hefur aukist verulega bæði úr fiskiskipum svo ogúrgámum. Alls voru seldar um 62 þús. lestir af ferskum fiski á árinu, sem skipt- ist þannig, að úr fiskiskipum voru seldar 35 þús. lestir og 27 þús. lestir úr gámum, en á árinu 1984 var þetta þannig að alls voru seld- ar tæpar 47 þúis. lestir þar af 13 þús. lestir úr gámum. Alls var seldur ferskur fiskur fyrir 2.430 milljónir króna sem er tvöfalt hærri upphæð en árið á undan. Meðalverð var nú um 40 kr. fyrir hvert kíló en var 26 kr. árið 1984. Þessi aukna sala á ferskum fiski hefur átt þátt í að bæta afkomu útgerðarinnar. í þessu efni er ekki á vísan að róa, því verð á ferskum fiski hefur álvallt sveiflast eftir framboði og eftirspurn og skiptir miklu máli að við takmörkum framboðið til þess að fá æskiiegt verð. Afkoma fiskvinnslunnar var góð fyrrihluta árs en versnaði stöðugt eftir því sem á árið leið. Stafaði það af kostnaðarhækkunum inn- anlands og lækkun á gengi dollar- ans m.v. aðra gjaldmiðla. Vegna takmarkaðs framboðs af fiski bendir ýmislegt til að fiskverð fari hækkandi á erlendum mörkuð- um á næstunni. Á þetta bæði við um saltfisk og frystan fisk. Hins- vegar eru áframhaldandi erfið- leikar með sölu á þeirri skreið, sem til er í landinu, og veldur það eig- endum hennar verulegum erfið- leikum. Víðtæk samstaða hefur tekist um stjórnun fiskveiðanna fyrir næstu tvö ár. Ég er þess fullviss að þeir erfiðleikar sem orðið hafa undanfarin tvö ár hjá þeim, sem hafa talið kvótakerfið sér íþyngj- andi, muni finna betri lausn á sínum vanda á næsta ári. Vonandi mun okkur takast að byggja upp fiskistofnana á þann veg, að við getum ávallt átt vísan fisk í sjónum og þeim muni fækka sem telja sjálfsagt að ausa fiski á land ef einhversstaðar verður vart við mikla fiskigöngu. Mikils er um vert að kröfum verði stillt í hóf gagnvart atvinnu- rekstrinum og sjávarútvegurinn fái notið aukins afla til þess að bæta þá neikvæðu rekstrarstöðu sem hann hefur búið við undan- farin ár. Fái hann það, er þess stutt að bíða, að hann geti bætt afkomu þjóðarinnar. Ingvi Tryggvason, formaður Stétta- sambands bænda: Breytinga- skeið landbúnaðar Mjög skortir á að fyrir liggi á þessum tíma fullnaðarupplýsingar um framleiðsiu og afkomumál landbúnaðarins á árinu 1985. Það sem hér verður sagt ber því að taka með nokkrum fyrirvara. Árferði var gott um sunnan- og vestanvert landið, en sumarið kalt og óþurrkasamt um norðan- og norðaustanvert landið. Heyskapur varð mikill og góður á Suður- og Vesturlandi, en rýr norðaustan- lands. Árferðið speglaðist í afurða- semi búpenings, mikil aukning mjólkurframleiðslu í þeim lands- hlutum, sem bjuggu við gott tiðar- far, en lítil aukning eða jafnvel samdráttur þar sem tíðarfar var illt. Svipað er að segja um væn- leika dilka og uppskeru garð- ávaxta. Umræða um landbúnaðarmál bæði meðal bænda og annarra mótaðist verulega af undirbúningi og setningu nýrrar löggjafar um framleiðslu, verðiagningu og sölu á búvörum. Allmiklar deilur urðu um vinnubrögð við undirbúning löggjafarinnar og sitt sýndist hverjum um ýmis atriði hennar. Ekki er enn komin nema takmörk- uð reynsla á framkvæmd hinnar nýju löggjafar, en ljóst er, að að- lögun að nýjum lögum og ýmis undirbúningur að framkvæmd þeirra tekur lengri tíma en ætlað var. Á síðastliðnu sumri fóru fram samningar milli Stéttarsambands bænda og ríkisvaldsins um magn þeirra sauðfjárafurða og mjólkur, sem ábyrgst verður fullt verð fyrir verðlagsárin 1985/86 og 1986/87. Samið var um fullt verð til bænda fyrir 107 milljónir lítra af mjólk og 12.150 tonn af kindakjöti fyrra tímabilið og 106 milljónir lítra af mjólk og 11.800 tonn af kindakjöti síðara tímabilið. Ákveðið er að samningar fyrir verðlagsárið 1987/88 fari fram á næsta sumri. Samkvæmt hinum nýju fram- leiðslulögum ber að tryggja fram- leiðendum fulla greiðslu fyrir afurðir eftir ákveðnu skipulagi, enda sé afurðamagnið innan þess ramma, sem samningar marka. Mjólk skal vera greidd að fullu hinn 10. næsta mánaðar eftir inn- leggsmánuð og haustinnlegg slát- urafurða sauðfjár fyrir 15. desem- ber. Auk hinna hefðbundnu af- urðalána, sem viðskiptabankarnir lána nú, hefur ríkissjóður lagt fram fjármuni til að mögulegt sé að standa við þessi greiðsluákvæði laganna. Á undanförnum mánuðum hefur verið unnið að því að skipta milli héraða og framleiðenda því fram- leiðslumagni sem búvörusamning- arnir tryggja fullt verð fyrir. Þetta verk er mjög viðkvæmt og vanda- samt og hefur sóst seint. Land- búnaðarráðherra tekur loka- ákvörðun um skiptingu landsins í búmarkssvæði — héraðabúmörk — og skiptingu framleiðslunnar milli svæða. Ákvörðun um þessa skiptingu mun verða birt strax eftir áramót ásamt skiptingu framleiðslunnar milli einstakra bænda á yfirstandandi verðlags- ári. Sú skipting verður ekki endan- leg gagnvart mjólkinni og þarfnast m.a. endurskoðunar búnaðarsam- bandanna á hinum ýmsu búmarks- svæðum. Mjög er bagalegt, hversu seint hefur gengið að komast að endan- legum niðurstöðum um fram- leiðsluskiptingu yfirstandandi verðlagsárs. Sérstök nefnd kjörin af Framleiðsluráði hefur unnið að þessu verkefni. Nefndin hefur unnið mikið og gott starf, en sá vandi sem við er að glíma er stærri en svo, að hann verði leystur með fáum pennastrikum. Verðlag Með nýjum framleiðslulögum á síðasta vori breyttist allmikið skipulag verðlagsákvarðana land- búnaðarvara. Áður hafði sex- mannanefnd verðlagt afurðir sauðfjár, nautgripa, hrossa og að nokkru leyti garðávexti bæði í heildsölu og að meira eða minna leyti í smásölu. Sú nýja sexmanna- nefnd, sem nú starfar, á einungis að ákveða verð til framleiðenda, ný nefnd skipuð fimm mönnum ákveður vinnslu og heildsölukostn- að og smásöluverðlagning heyrir undir Verðlagsstofnun með svip- uðum hætti og aðrar matvörur. Sexmannanefnd gaf smásölu- verð kjötvara að miklu leyti frjálst í mars 1984. Samkvæmt verðkönn- unum hefur smásöluálagning hækkað verulega síðan, enda álagningin áður lág. Frá 1. desember 1984 til jafn- lengdar þessa árs hefur verð sauð- fjár- og nautgripaafurða hækkað til bænda um 28,6%. Er þetta nokkru minni hækkun en almenn- um verðlagshækkunum nemur á þessu tímabili. Vinnslu- og heild- sölukostnaður búvara hefur hækk- að nokkru meira eða í kringum 32%. Svo sem jafnan áður er þessi hækkun mjög í samræmi við al- menna verðlagsþróun í landinu. Komið er nú að söfnun upplýsinga um framleiðslukostnað landbún- aðarvara og afkomu bænda. Hag- stofa íslands annast þessa upplýs- ingaöflun og er til þess ætlast að hún verði grunnur að gerð nýs verðlagsgrundvallar á næsta ári. Hlutfallslega hefur enn dregið úr áhrifum niðurgreiðslna á verð sauðfjár- og mjólkurafurða. Breyttar neysluvenjur valda því, að enn hefur heildarneysla mjólk- urvara og kindakjöts dregist nokk- uð saman. Talið er, að íslendingar neyti svipaðs magns af kindakjöti og t.d. Hollendingar af svínakjöti. Mjólkurneysla okkar er mikil. Eitt af markmiðum hinna nýju fram- leiðslulaga er „að innlend aðföng nýtist sem m'est við framleiðslu búvara, bæði með hliðsjón af fram- leiðsluöryggi og atvinnu". Ástæða er að ætla að þessi lagaákvæði styrki hinar hefðbundnu búgrein- ar í landinu og gæði mjólkur- og sauðfjárafurða okkar verði áfram vel metin af islenskum neytendum. Framleiðsla Mjólkurframleiðsla jókst mikið á síðari hluta ársins. Gera má ráð fyrir að mjólkurframleiðslan verði nálægt 115 milljónum lítra sem er um 6% aukning frá síðasta ári. Frá 1. september hefur aukningin verið mjög mikil. Því er ljóst að mikill samdráttur hlýtur að verða í mjólkurframleiðslu það sem eftir er verðlagsársins, ef ekki eiga að hlaðast upp verðlausar birgðir. Slátrun sauðfjár varð heldur minni en á síðasta ári, eða um 12.200 tonn á móti 12.240 tonnum 1984. Meira er slátrað af fullorðnu fé en í fyrra og bendir það til fækkunar stofnsins. Ásetnings- skýrslur eru að miklu leyti ókomn- ar og því lítið vitað um ásetning. Meðalfallþungi dilka var nokkru lægri en í fyrra eða 14,25 kg á móti 14,65 kg 1984. Framleiðsla nautgripakjöts er svipuð og á árinu 1984, en endan- legar tölur vantar. Nokkur aukn- ing virðist hafa orðið í framleiðslu svínakjöts, allmikil aukning í framleiðslu fuglakjöts, en heildar- skýrslur eru ekki fyrir hendi um þessa framleiðslu né heldur fram- leiðslu eggja og hrossakjöts. Upp- skera garðávaxta varð allgóð um sunnanvert landið en lakari nyrðra. Horfur eru á að inn þurfi að flytja nokkurt magn af kartöfl- um. Uppskera í gróðurhúsum var svipuð og undanfarin ár og úti- ræktað grænmeti spratt vel syðra. Loðdýrarækt fer ört vaxandi og er útflutningur loðskinna nú að verða umtalsverður. Þótt loðdýra- búskapur virðist geta komið örar til atvinnuaukningar í sveitum en flestar aðrar atvinnugreinar, eru byrjunarörðugleikar ýmsir og at- vinnugreinin vandasöm. Loð- skinnaframleiðsla, fiskirækt og ferðamannaþjónusta eru nýjar atvinnugreinar í íslenskum land- búnaði, sem geta orðið mikilvægar frá þjóðhagslegu sjónarmiði og eiga vonandi eftir að styrkja byggð og afkomu í sveitum landsins. Lokaorö íslenskur Iandbúnaður gengur nú í gegn um mikið breytingaskeið. Útflutningur mjólkur- og kjötvara er mjög erfiður, enda mikil of- framleiðsla á þessum vörum í hinum vestræna heimi. Innan- _________________33 landsmarkaðurinn er að vísu mjög góður miðað við fjólksfjölda en er þó ekki í neinu sarpræmi við þá framleiðslumöguleika, sem eru í matvælaframleiðslu hér. Flestir bændur hafa því haldið að sér höndum og engan veginn nýtt til fullnustu framleiðslumöguleika búa sinna. Fjármagnskostnaður hefur aukist gífurlega á undan- förnum árum og verðlag varanna engan veginn hækkað til samræm- is við þann kostnaðarauka. Fjöl- margir bændur, einkum þeir yngri eiga því í miklum fjárhagslegum örðugleikum vegna skulda sem þeir hafa stofnað til í góðri trú en atvinnureksturinn stendur engan veginn undir. Nýir tekjustofnar eru því landbúnaðinum algjör nauðsyn. Hverskonar aðgerðir til að lækka framleiðsiuskostnað svo sem lenging lána, sparnaður í aðföngum og lækkun vinnslu- kostnaðar geta gert hvort tveggja í senn að auka sölu og bæta afkomu bóndans. Slíkt er brýn nauðsyn en nægir þó ekki til að viðhalda eg efla byggð í sveitum landsins nema nýir atvinnuvegir komi til. Til þess þarf hugkvæmni og áræði, eigin- leika sem enn þarf að efla með íslenskri bændastétt. Kristján Thorlacius, formaður BSRB: Órofa samstaða launafólks Á árinu, sem er að líða, hefur launafólk búið við launakjör sem samið hefur verið um þrisvar á tímabilinu frá 1. nóvember 1984 til desemberloka 1985. Þetta er reynsla sem hægt er að læra af. Eftir mánaðar verkfall BSRB Reykvíkingar Versliðvid vana menn Rugeldamarkaðir: Skátabúöin, Snorrabraut 60 Fordhúsið, Skeifunni 17 Seglagerðin Ægir, Grandagarði Alaska, Breiðholti Við Miklagarð Við Vörumarkaðinn, Eiðistorgi Volvosalurinn v. Suðurlandsbraut Á Lækjartorgi. Hjálparsveit skáta Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.